Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 11
1 MiðvnuidagTR> 16. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 280 þús. söinu&ust tii kirkju- byggingtsr ú Mirkju- bæjarkiaustri - til minningar um sr. Jón Steingrimsson HÉRAÐSFUNDUR V-Skaftafells prófastsdæmis var haldinn á Kálfafelli í Fljótshverfi sunnu- daginn 6. nóv. sl. Hófst hann með guðsþjónustu I Kálfafells- kirkju þar sem séra Ingimar Ingimarsson, í Vík predikaði en prófasturinn sr. Valgreir Helga- son og sóknarpresturinn, séra Sigurjón Einarsson, þjónuðu fyr- ir altari. Fundinn sátu safnaðar- fulltrúar úr öllum sóknum prófastsdæmisins auk nokkurra Eóknarnefndarmanna. Sama dag var haldinn á Kálfafelli aðal- fundur kirkjukórasambahds pró- fastsdæmisins. Formaður þess er frú Sigríður Ólafsdóttir, Vík í Mýrdal. Aðalmál héraðsfundarins fjall- aði um væntanlega kirkjubygg- ingu, sem ákveðið er að reisa á Kirkjubæjarklaustri til minn- ingar um sr. Jón Steingrímsson. Hafa nú þegar safnazt til bygg- ingarinnar um 280 þús. Flestir Jökull komirui út JÖKULL, ársrit Jöklarannsókn- arfélags íslands, er kominn út með forsíðumynd af Jökulheim- um og hinum nýja skála félags- ins þar. í ritinu eru greinar um vísindalegar athuganir, skreytt- ar myndum o. fl. til fróðleiks fyr ii- áhugafólk um jökla. Dr. Sigurður Þórarinsson skrif ar grein um breytingar á yfir- borði Grímsvatna 1954—1965, Ágúst Leós um íshella í Hattar- dal, dr. Guðmundur E. Sigvalda son um efnarannsóknir á jarð- hitasvæði Grímsvatna og jökul- hlaupum, Lan Y. Ashwell um rannsóknir á Hesthálsi, Sigurjón Bist um Tungnárjökul, Hannes Jónsson á Núpsstað um Skeiðar érjökul, Pétur Sumarliðason um vatnamælingar í Tungnaá, Jón Eyþórsson um jöklabreytingar 1963—1965 og um ísinn við ís- landsstrendur 1964—65 o. fl. Er nú verið að senda út heftið og hefur Mbl. verið beðið um að hvetja meðlimi félagsins til að bregðast fljótt við og sækja það á pósthúsið. NÝTT ÚRVAL AF SAMKVÆMIS- SKÓM 2. hæð Austurstræti 6 KARLMANNA- SKÓR 1. hæð Austurstræti 6 bændur í prófastsdæminu hafa lofað að gefa til kirkjunnar eitt haustlamb næstu sex árin og lögðu andvirði þess inn á reikn- ing kirkjubyggingarsjóðsins í fyrsta skipti nú í haust. Hefur þar með skapazt sá fjárhagslegi grundvöllur að smíði kirkjunnar geti hafizt innan tíðar. í kirkju- byggingarnefnd eiga sæti sókn- arprestar prófastsdæmisins, frú Gyðríður Pálsdóttir, Seglbúðum; Siggeir Lárusson, Kirkjubæjar- klaustri; Sveinn Einarsson, Reyni; Þórður Stefánsson, Vík, Formaður nefndarinnar er sr. Sigurjón Einarsson. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum: I. „Héraðsfundur V-Skafta- fellsþrófastsdæmis 1966 telur mjög æskilegt að efnt verði til kirkjukvölda innan prófastsdæm isins á komandi vetri. Beinir fundurinn þeim tilmælum til sóknarnefnda og formanna kirkjukóranna að beita sér fyrir ásamt prestunum, að slíkt nái fram að ganga“. II. „Héraðsfundur V-Skaft. 1966 fagnar þeirri ákvörðun sýslunefndar, að unglingum innan 16 ára aldurs verði bann- aður aðgangur að almennum dansleikjum. Hinsvegar telur fundurinn harla þýðingarmikið að unglingum þessum sé séð fyr ir heilbrigðum skemmtunum í stað þeirra, sem þau fá ekki að- gang að. Skorar fundurmn á sóknarnefndir og kvenfélög prófastsdæmisins að hvetja til slíkra skemmtana og aðstoða eftir megni þau félagssaratök, sem þeim vilja koma á“. Þá kom fram á fundinum, að 28. okt. sl. var stofnað æskulýðs- félag í Vík. Stofnendur voru um 40 talsins. Meðlimir félagsins eru unglingar á aldrinum 12-17 ára. Hvatamaður að stofnun félagsins voru sóknarprestur- inn sr. Ingimar Ingimarsson og Björn Jónsson, skólastjóri Barna og unglingaskólans í Vík í Mýr- dal. Viðstaddur félagsstofnun- ina var séra Jón Bjarman, æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. GeirUR{«ssagir Ve?zlun£n Brynja Laugavegi 29. Gunda hringbökunar ufnar Brauðristar Straujárn Vöfflujárn Hraðsuðukatlar, sjálfvirkir Hárþurrkur með þurrkhettu. GE rafmagnspönnur Hitapúðar Rafmagnsvekjaraklukkur Vasaljós og rafhlöður, margar gerðir. Suðuplötur eins- og tveggja hellu. Eldavélahellur (hraðsuðu) þrjár stærðir. Rafmagn hf. Vesturgötu 10. Sími 14005. Fegurð — Lífsgleði — Hamingja ERU ÓSKIR ALLRA STÚLKNA — OG FAGURT ÚTLIT STYÐUR AÐ TJPPFYLLINGU ÞEIRRA. Skemmuglugginn Laugavegi 65. UTGERÐARMENN VIÐ GETUM ENN BÆTT VIÐ OKKUR NOKKRUM PÖNTUNUM Á HERPINÓTUM TIL AFGREIÐSLU FYRIR SUMARIÐ. MOMOI FISHING NET MFG. CO. LTD. AAARCO Aðalsíræti 6 — Símar: 13489—15953.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.