Morgunblaðið - 16.11.1966, Side 17

Morgunblaðið - 16.11.1966, Side 17
Miðvikucfegíir 18. nóv. 1966 MORCUNBLADIÐ 17 Freysteinn Þorbergs- son skrifar Havatra 2. nóv. 1966. ÞBSSAR línur eru ritaðar að kvöldi annars nóvember 1966, daginn fyrir síðustu umferð í undanrásum á Olympíuskákmót- inu á Kúbu. Seinar póstsamgöng ur munu tefja birtingu bréfs þessa í vikutíma, en ég læt það ekki aftra mér að rabba lítið eitt um undanrásir mótsins og ihinn umtalaða stjórnanda þessa lands, Fidel Castro. Annars var ætlunin að annar maður skrifaði um skákmótið fyrir Morgun- blaðið. Við íslendingarnir héldum frá Reykjavík 18. okt. og gistum Madrid næstu nótt, eftir við- komu í London og París. Eftir einn hvíldardag á Spáni slógumst Skáksalur og starfsfólk við' Olympíuskákmótið við í för með keppendum frá þrettán öðrum löndum og flug- um yfir Atlantshaf með viðkomu í Azoreyjum. Flug þetta tók 18 klukkustundir, ef með er talið tveggja stunda töf á St. María. Var það fyrir okkur nóttin langa, þar sem sex stunda tímamunur í Madrid og Havana tafði komu hins langþráða dags, er við kom um í ríki Castros. Skyndilega rofnuðu skýin, og láglent, lítið, grænklætt hita- beltisland með mislitum akur- reitum kom í ljós; síðar ein- stakir pálmar og skýjakljúfar Havana. Vélin settist, og syfju- legir stigum við út í hitann, sem kom eins og veggur á móti okk- ur. Flugstöðin skartaði fánum og orðunum: „Verið velkomin til Kúbu“ á rússnesku, spænsku og fleiri málum, en innan dyra tók við hljóðfærasláttur, ungar meyj ar, sem áttu að vera túlkar okk- ar og spútnikar næsta mánuð- inn, og heill her af ljósmynd- urum og kvikmyndatökumönn- um, sem höfðu það verkefni að kynna þegnum Kastros gestina. Svo hófst bílferðin inn í Hav- ana. Pálmar og annar hitabeltis- gróður, ruslahaugar, illa hirt hús, af sér gengnir amerískir bíl- ar, önnur glæsilegri hús, brúnt fólk, hvítt og svart, bílakirkju- garðar og hafið í landi Hem- ingways einkenndi umhverfið. Hiltenhótelið, sem beið okkar, nú kallað Hótel Hevana libre alls staðar nema á herbergis- lyklunum, sem enn bera merki gamals húsbónda, gnæfir yfir borgina í tuttugu og fjórum hæð um. Það hefur venjuleg þægindi góðra gististaða á þessum breidd argráðum, sundlaug og loftkæl- jncfii í cvpfnVlP‘rKíi‘rcfinm r\ct fnroal Brátt kom betur í ljós, hve móttökur okkar skákmanna voru góðar. Einkatúlkur og einkabif- reið fyrir hvert lið, rúmgóð og þægileg herbergi, góður matur og ágæt þjónusta í hvívetna. Gjafir, mergð dagblaða, skraut- leg merki keppenda, leikskrár og annað er okkur fært upp í hend- urnar eða á herbergin. Ekki var það heldur til ama, að við land- arnir fengum fallegasta túlkinn, sem heitir hinu skákfræðilega nafni Alína. Næstu dagar fóru í hvíld, að- lögun við hita, loftslag og matar- æði, ásamt einstaka ferðum um og út fyrir borgina. Þá kom móttökuathöfn borg- arstjórnar á dómkirkjutorginu að kvöldi 23. október. Hugsið ykkur sextíu sinnum hundrað metra torg, umkringt virðulegum, öldruðum húsum, baðað rökkri og kertaljósum, al- þakið borðum hlöðnum kræsing- um, fánum og skrauti. Við borð- in sitja hundruð gesta frá fimm- tíu og tveimur löndum. Á svöl- um húsanna allt um kring gnæfa söngvarar, leikarar, fagurklædd- ar meyjar. Hljóðfærasláttur, söngur, ljúffeng vín, leikur á sviði kirkjunnar, hressantíi blær kvöldsins, leikur í gluggum kirkj unnar. Slaghörpuleikara er ekið inn að sviði í vagni með sex hest- um fyrir, trumbusláttur, magn- aður óður. Fagurskreyttir púkar dansandi hringlandi bjöllum um torgið, sviðið og á þökum hús- anna. Dularfull vera svífur yfir torgið, önnur kastar sér niður á það eftir magnaðar særingar, eða var það aðeins hamurinn, sem féll á steingólfið. Og að öllu þessu glottir máninn úr hæð sinni, en mannfjöldi borgarinnar or QTCTÍ'r+iiT* irrirAiim r\rt óo/M-iílnrt1 Hvítt peð' fellur fyrir svörtu í skákinni Lasker-Capablanka. ir fangar kastalafangelsisins í grennd hlusta annars hugar á glauminn úr fjarska. ógleyman- legt kvöld. Að kvöldi 25. október var mótið sett formlega í íþrótta- höll sem rúmar að sögn um tutt- ugu þúsund manns. Var þar hvert sæti fullskipað, að undanteknum nokkrum bekkjum aftan við Fidel Kastro og fylgdarlið hans. Allstór hluti þessa fólks voru fjölmennir kórar í einkennis- klæðum, sem ekki einungis hróp- uðu Fidel, Fidel með öðru klapp- liði, heldur sungu einnig undir stjórnanda. Þegar Fidel hafði verið heilsað sem hálfguði sæm- í-t» ntrrtnltmminisinnr nö Allur útbúnaður við skákmótið er mjög fullkominn mótið sett. Síðan var tjald dregið af leikvanginum, og í ljós kom risaskákborð í rauðu og síðan var sýnd lifandi skák í ballett úr einvíginu Lasker-Capablanka 1921, þar sem Kúbaninn sigraði eftir miklar sviptingar. Allt fór þetta mjög fagurlega og tignar- lega fram. Tónlist, litir og hreyf- ingar var meistaralegt. Á eftir sýndu þrjátíu og tvö pör, einn einstaklingur fyrir hvern reit skákborðsins, ballett og ýmsar listir. Öll var athöfnin vel heppn uð og ekki löng, sem kom sér vel, þar sem langan tíma tók að komast út aftur, sökum mann- grúans. Er heim var komið á Hótel Havana, var þar fyrir Fidel Castro í skáksalnum að reyna hin forláta töfl ólympíumótsins og marmaraborðin sem teflt er á. Valdi hann sér að andstæðingi skákmann frá Mexíkó, Terrasas að nafni, sem ég átti eftir að kynnast síðar. Er Kastro hafði tapað eða fórnað tveim peðum fékk hann Petrosjan sér til hjálpar, en Robert Fischer hjálp- aði Terrasas. Er skemmst frá að segja hver leikslok urðu. Kúba vann þá skák með sovézkri að- stoð og vaf því gamni lokið, er við landar komum á vettvang. ^Þegar mér tókst að lokum að troða mér um mannþröng að skákborðinu, voru Fischer og Terrasas að sýna Fidel skákina eilífu, sem Paul Morphy tefldi við tvo af sterkustu skákmepn Parísar fyrir einni öld í leikhúsi í París, sem endaði í fögru máti eftir miklar fórnir. Fischer sýndi Kastro síðan brögð nokkur á skákborðinu og sendi landa sinn á meðan eftir eintaki af skákbók fyrir byrjendur, sem hann hefir nýlega skrifað, og gaf hann Fidel bókina með áletruninni: Til commandante Fidel Kastro með beztu óskum. Bobby Fischer. Því næst skoraði Kastro aftur á Terrasas og skyldu þeir nú berjast einir. Skák þeirra varð eftirfarandi: Hvítt: Terrasas. Svart: Fidel Castro. 1. e4, e5; 2. f4, exf4; 3. Rf3 Fidel hugsar byrjunarleiki sína nokkuð lengi, enda er hann ekki lesinn skákmaður, sem sjá má af því, að Fischer þurfti að sýna honum hvað væri kóngur og hvað drottning í skákmyndum. Hér vildi Petrosjan hjálpa Fidel gegn hinu hættulega kóngs- bragði og lék laumulega peði til h6. Áhorfendur hlógu og mót- mæltu, drógu peðið til baka, en Fidel hélt áfram að velta vöng- um og tauta fyrir munni sér. Þannig hugsar hann leiki sína. Brátt lék hann — 3. — Bd6 4. d4 h6. Nú kemur sovézka aðstoðin of seint. 5. 25 De7 6. Be2 Bb4f 7. c3 Ba5 8. Bxf4 d6 9. exd6 — Hvorugur keppenda hafði enn komið auga á mannsvinninginn í stöðinni. 9. — cxd6 10. Da4f Rc6 11. d5. Castro getur nú ekki varizt mannstapi, en tekur því karl- mannlega í stað þess að gefast upp, eins og ólympíukeppandi myndi hafa gert. 11. — Bd8 12. dxc6, b5. Kastro hafði næstum leikið 12. — bxc6, sem myndi hafa leitt til glötunnar hróksins á a8, en sá að sér í tíma og ýtti peðinu áfram í staðinn. Framhald á bls. 19 Frá Kastró og Kúbamóti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.