Morgunblaðið - 16.11.1966, Síða 18
1«
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. nðv. 1966
O F SWITZERLAND
RÍMINGAR-
SALfl
15% _ 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
VÖRUM VERZLUNARINNAR VEGNA
BREYTINGA.
Sif’uríur Jónasson
úrsmiður
Laugavegi 10
( Bergstaðastr ætismegin ).
SLAND
Bezta og yfirgripsmesta rit,
sem skrifað var um Island á
á 18. öld
Bók þessi hefur verið ókunnari öllum almenningi
hér á landi en hún á skilið, því að fyrir margra
hluta sakir er hún merkileg heimild um land og
þjóð eins og högum var háttað hér fyrir röskum
tveim öldum.
Bókfellsútgáfan hf,
Frásagnir um ísland
— eítir Niels Horrebow í íslenzkri þýðingu
KOMIN er út íslenzk þýðing á
íslandssögnum Nielsar Horre-
bows (Tilforladelige Efterretn-
inger om Island), sem gefin var
út í Danmörku 1752. Bókin hefur
ekki áður verið gefin út hér, en
Þorvaldur Thoroddsen segir svo
hana „bezta og yfirgripsmesta
rit, sem skrifað var um ísland
á 18. öldinni, áður en Eggert
Ólafsson kemur til sögunnar". —
Hér nefnist bókin „Frásagnir um
ísland".
Á kápusíðu segir m.a.: „Bókin
hefur verið ókunnari öllum al-
menningi hér á landi en hún á
skilið, því að fyrir margra hluta
sakir er hún merkileg heimild
um land og þjóð eins og högum
var háttað hér fyrir röskum
tveim öldum. En auk þess hai'ði
bókin töluverð áhrif, kynnti er-
lendum þjóðum ísland og kvað
niður margar firrur um landið
og þjóðina".
Danska stjórnin sendi Horre-
bow til íslands 1749. Hann dvald
ist hér í tvö ár og athugaði
margt. Eftir heimkomuna ritaöi
hann ofangreinda bók.
Þegar Horrebow lagði upp í
íslandsferð sína, var nýlega kom
in út bók eftir borgarstjórann
í Hamborg, Johann Anderson.
Fjallaði hún um ísland og fleiri
norræn lönd. íslandsfrásögn sína
hafði Anderson eftir dönskum
einokunarkaupmönnum, sem
báru landi og þjóð herfilega sög-
una. Samhliða íslandslýsingu
sinni hrekur Horrebow firrur
Andersons. Auk dönsku útgáfunn
ar var bókin prentuð á þýzku,
frönsku, ensku og hollenzku.
Steindór Steindórsson frá Hlöð
um gerði ísle'nzku þýðinguna og
ritar auk þess formála. Bókin er
272 bls. að stærð. Útgefandi er
Bókfellsútgáfan.
AugEýst eftir v'ðhófar-
v.nnukraíti
NÝL.EGA auglýsti Fosskraft
eftir starfsmönnum við Búrfell,
og sneri Mbl. sér því til ráðning-
arstjóra félagsins Jóns Jósefs-
sonar og spurðist fyrir um þessa
starfsmannaaukningu, sem ráð-
gerð er.
Jón tjáði blaðinu, að hér væri
um að ræða tækjastjóra, bifreiða
stjóra og járniðnaðarmenn alls
konar, ennfremur trésmiði og
almenna verkamenn og þá eink-
um verkamenn með sérþjálfun í
við Búrfell
' jarðgangagerð, borun og annari
I vinnu, sem því tilheyrir.
j Jón sagði, að hér væri um að
I ræða fjölgun starfsmanna í sam
; bandi við vaktavinnu, sem von-
1 ir standi til að komið verði á
| við nýju samningana. Hann sagði
að fremur dauft hafi verið yfir
: framkvæmdum að undanförnu
miklar tafir og hafi margir
verkamenn sagt upp störfum,
vegna þess, hve samningar hafa
gengið seint og tek'urýrnun þar
af leiðandi orðið mikil.
FjöfíræðÉs.uiiið
til sEiemaiitunar og fró^BÍks
Það er hentugt tæki til náms, því á augabragði
er hægt að sjá hvort svarið er rétt eða rangt.
Svarið er rétt þegar ljósið kviknar. Hverju spili
fylgja 4 spjöld (7 flokkar), en síðan verður hægt
að fá einstök spjöld eftir því sem menn óska. Nú
þegar eru tilbúnir eða í undirbúningi eftirtaldir
flokkar:
1. Bókmenntir
2. íslandssaga
3. Ferðamál
4. Stærðfræði
5. Mannkynssaga
6. Trúmál
7. Dýrafræði
8. Grasafra-ði
9. Leikiist
10. Landafræði
Fæst í bóka- og leikfangabúðum.
Söluumboð:
BÓKIN H.F. Skólavörðustíg 6. Sími 10680.