Morgunblaðið - 16.11.1966, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.11.1966, Qupperneq 19
Miðvikudagur 16. nóv. 1966 MORCU N BLAÐIÐ 19 ■—Kúbumótið Framhald af bls. 17 13. Dxb5 a6 14. Da4f f Mér var nú ekki lengur vært við borðið fyrir hörðum atgangi Ijósmyndara og öðrum þrýst- ingi manngrúans. Auk þess stóð túlkurinn okkar stöðugt með skóna mína í höndunum, síðan ég hafði staðið uppi á stól, áður en ég komst í fremstu víglínu áhorfenda. Ég dró mig því í hlé, setti upp skóna, og þegar al- mennur hlátur nokkru síðar gaf til kynna að annar keppanda væri mát, framdi ég hinn al- genga glæp fréttamannsins. Ályktaði án nægilegra stað- reynda. Castro hafði teflt byrj- linina illa og fengið tapstöðu. Hann hafði því að líkindum tap- að skákinni. Sú frétt barst til íslands daginn eftir. En ég hafði vanmetið Kastro herfilega. Framhaldið tefldist svo, eins og Terrasas sýndi mér síðar: 14. — g5 15. Bg3 g4 16. e7t Bd7 17. cxd8t Hxd8 18. Dd4 gxf3 19. Dxh8 Dxe2t Mát. Kastro hafði þannig unnið þann ólympíukeppanda í nítján leikjum með svörtu, sem ég ekki gat unnið, að minnsta kosti ekki formlega, með hvítu mönnunum nokkrum dögum síðar, eins og nánar verður vikið að í umsögn Mm fimmtu umferð undanrása mótsins. Ég spurði Terrasas, sem er mjög undarleg persóna, að því síðar, hvort hann hefði tap- að skákinni viljandi.. Og hvort hann þekkti Kastro ef til vill frá fyrri tíð. Terrasas svaraði: — Nei, ég þekkti Kastro ekk- ert fyrir. í allri Ameríku eru að eins tvö lönd, sem halda uppi samskiptum við Kúbu, Kanada og Mexí'kó. Ég held að þess vegna hafi hann valið mig að andstæðingi, þegar hann sá nafnið Mexíkó á merki mínu og ég var kynntur honum. Kastro er mjög skemmtilegur og gáfað- ur maður. Ég held að bæði ég og hann hafi vel getað hugsað sér að tapa þessari skák, en táp mitt var ekki fyrirfram ákveðið. í>að byggðist á yfirsjón. EÞað hefir komið fram áður, að sömu nóttina og þeir tefldu saman Castro og Tarrasas, náði ég tali af Castro í kaffihúsi hér í borg og fékk loforð um viðtal við hann síðar. Verður hvorki það né persónuleiki Castros rak ið að þessu sinni. Hverf ég nú lítillega að skákmótinu. Þegar kapteinar liðanna £immt)í,u og tveggja höfðu hitzt fyrir mótið til að undirbúa riðlaskiptingu mótsins, röðuðu þeir löndum eftir áætluðum styrkleika. fsland lenti þar í 25. sæti, sem er nokkuð í samræmi við frammistöðu í undanförnum Ólympíumótum. Síðan var kjör in þriggja manna nefnd til að gera tillögur um endanlega riðla skiptingu á áðurnefndum grunni. Meðlimir nefndarinnar voru frá Ameríku, Evrópu og Asíu. Full- trúi Evrópu var kjörinn Bent Darsen. Hann fékk því ráðið, að ísland var flutt úr þeim riðli sem Danmörk var í, og í annan riðil. Mun Larsen hafa óttazt mörlandann að þessu sinni, en ef til vill einnig vilja gera okk- ur greiða um leið og hann losn- aði við- hættulega andstæðinga. Að minnsta kosti feng’um við nú fremur léttan riðil. Að vísu var Austurríki og Mongólíu báðum spáð hærra sæti en íslandi, en við ákváðum að reyna að slá þessi lið út sjálfir í innbyrðis ekki sannað vegna afstöðu tveggja starfsmanna mótsins, og Tarrasas slapp með áminning- una skrekkinn og hálfan punkt! En hugboð segir mér, að skáb hans við Castro kunni að hafa átt nokkurn þátt í árangri hans af samtölum við starfsmenn móts ins. Sjötta umferð, 31. október: Tyrkland Mongólía 2'/2:1V2, Austurríki Mexíkó 4:0, Júgóslav ía íslands 3 14: ¥2, Indónesía frL Tyrkland sló Mongólíu niður í C-úrslit, þar sem Mongólar hafa nú lokið öllum skákum sín- Framhald á bls. 25 BAHCO Fráþingi alþjóðaskáksambandsins F.I.D.E. keppni oklkar við þau. Fyrsta umferð 26. október: Austurríki vann Indónesíu 2%:1!4, Mongólía vann Mexíkó með IV-í'.Wz, Júgóslavía vann Tyrkland 3:1. ísland átti frí. Þessi umferð hafði farið vel frá okkar sjónarmiði. Aðalkeppi- nautum Okkar hafði ekki tekizt að vinna stórt. Júgóslavía var hér undanskilin sem sjálfsagður sigurvegari riðilsins. Önnur umferð 27. okt.: Tyrk- land Indónesía^ 2:2, Júgóslavía Mongólía 4:0, ísland Austurríki 3 %: 14, Mexícó frí. Við höfðum hafið keppnina með stórsigri yfir hættulegasta andstæðingi okkar í baráttunni um annað sæti riðilsins. Og Mongólía hafði tapað öllum skák um sínum. Betra start var naum ast hægt að hugsa sér. Friðrik hafði hvítt og vann örugglega í fyrstu setu. Ingi átti unna biðs'kák, sem hann tefldi til sigurs daginn eftir. Freysteinn átti betri biðskák og innikróaði og vann mann í endataflinu. Guð mundur hafnaði jafntefli, en varð að sætta sig við tap síðar, er ekki var hægt að brjótast í gegn. Góð byrjun hjá Inga og Freysteini, sem höfðu báðir unnið með svörtu mönnunum. Þriðja umferð 28. október: Júgóslavía Mexíkó 3%:%, Mongólía Indónesía 2:2 Tyrkland ísland 2%:1%, Austuríki frí. Slæm umferð fyrir Island, en sú bót var í máli, að tapið var ekki fyrir verulega hættulegum andstæðing. Friðrik fórnaði skiptamun og andstæðingurinn sá alls ekki all ar hætturnar fyrr en allt var um seinan. Ingi fékk verra tafl og þáði óvænt jafnteflisboð. Guð- mundur sá aldrei dagsins ljós, hafði ætíð verra tafl og lék af- gerandi af sér í tímaþröng. Freysteinn tók á sig áhættu í byrjuninni, náði yfirburðastöðu í miðtaflinu, missti af beztu sóknarleið og tapaði í tímaþröng. Fjórða umferð 29. október: Austuríki Tyrkland 3:1, Indó- nesía Mexikó 314:14, ísland Mongólía 314 14 Júgóslavía frí. Annar stór dagur hjá fslandi, næst hættulegasti andstæðingur- in sleginn út. Raunar hafa Mong- ólar ekki reynst eins sterkir og búizt var við. Ekki vantar þá marga af sínum beztu mönnum, en undirbúningur mótsins hjá þessu sinni vegna náttúruham- fara í heimalandi þeirra og af fleyri ástæðum. Kaupmenn — Kaupfélög TYGGIGUMMI. Heildsölubirgðir: EIRÍKUR KETILSSON Vatnsstíg 3 — Símar 23472—19155. Friðrik vann enn glæsilega og léttilega, að þessu sinni hinn sterka og hættulega alþjóðlega meistara Mjagmarsuren. Ingi vann einnig nýbakaðan alþjóð- legan meistara Utjumen, sem hlaut þá nafnbót nú á þingi F.I.D.E. í Havana. Fór Ingi illa með hann í fáum leikjum. Guð- mundur Pálmason vann tvö peð af andstæðing sínum og þar með sinn fyrsta sigur. Guðmundur Sigurjónsson var komin með heldur betra tafl með svörtu, þegar hann þáði jafnteflistilboð andstæðingsins. Staðan í riðlin- um eftir fjórar umferðir var þessi: Júgóslavia 1914 ísland 814 Indónesía 9 af 16 Tyrkland 614 af 1'6 Austurríki 6 Mongólía 5 af 16. Mexíkó 214 Fimmta umferð 30. október: s Júgóslavía Indónesía 314:14 Mongólí a Austurríki 214:114, ísland Mexíkó 314:14, Tyrkland frí. Eftir þennan nýja stórsigur má heita að ísland sé öruggt úrslita lið. Raunar átti sigurinn að vera enn stærri og var í vissum skiln ingi orðinn 4:0, verður sú saga rakin hér í stuttu máli Friðrik fékk erfiða stöðu, bauð jafntefli, en andstæðingurinn hafnaði. Er skákin fór í bið, höfðu báðir tvo hróka og þrjú peð en staða Friðriks var þá orðin betri. Hann hafnaði nýju jafnteflisboði og vann sinn fjórða sigur léttilega í biðskákinni. Ingi sýndi enn sitt góða form og styrkleika, með því að vera fyrstur til að vinna. Guðmundur fékk enn biðskák með tveim peðum yfir, sem vannst léttilega. Skák Frey- steins og Terrasas varð ein fræg asta skák mótsins — að endem- um. I miðtaflinu fékk Freysteinn betri stöðu, vann peð og fékk létt unnið tafl, en er Terrasas, sá er við Castro tefldi, ekki sterkur skákmaður á alþjóða- mælikvarða. í tapstöðu sinni brást Terrasas við á undarlegan hátt. Er hann maður órólegur eða taugaveiklaður. Braut hann nú hverja keppnisregluna af annarri, svo að af varð hin bezta skemmtun fyrir gamansama á- horfendur, en vafasöm ánægja fyrir andstæðinginn. Fyrst hætti hann að rita niður leikina eða merkja við þá, sem er skylda, þá bauð hann jafntefli í tíma andstæðingsins og talaði hátt við hann og fleiri, þvínæst tók hann prótokoll andstæðingsins án leyf- is í tímahraki beggja, næst ýtti hann á klukku andstæðings tví vegis, þegar hann átti sjálfur leik og loks lék hann drottningu sinni í dauðann og tók upp leikinn aftur! Að þessu síðastnefnda atviki voru nokkur vitni. Meðal ann- ara Zandor Nilsson Svíþjóð, sem kveðst vera reiðubúinn að leggja eið á atburðinn. Meðan allur þessi hamagangur fór fram, hafði Freysteinn leikið af sér, svo skákin gat orðið jafntefli, ef drottningarleikurinn yrði ekki tekinn til greina. Eftir að Terrasas hafði rætt við starfsmenn mótsins, báru þeir að hann hefði ekki sleppt drottningunni, gagnstætt framburði Zandors Nilsson. Mót stjóri tók framburð starfsmanna sinna gildan. fslenzka sveitin skaut málinu skriflega til dóm- nefndar, en féllst á að draga kær una til baka, gegn því að Terras as fengi opinbera áminningu og hótun um brottrekstur úr mót- inu við endurtekningu á hinum minni „afbrotum“ sínum. Aðal- afbrot hans varð hins vegar VEGGVIFTUR ÞAKVIFTUR STOKKAVIFTUR BLASARAR HÁ- OG LÁGÞRÝSTIR FYRIR LOFT- OG EFNISFLUTNING. Allar stærðir og gerðir. Leiðbeiningar og verkfræði- þjónusta. FYRSTA FLOKKS FRÁ.... SÍMI 24420 - SUÐURG. 10 - RVÍK FÚNIX Fjslskfldufargjöld Hinn 1. nóv. sl. gengu í gildi hin vinsælu fjölskyldu- fargjöld milli íslands og Norðurlandanna. Fargjöld þessi gilda til 31. marz nk. Forsvarsmaður fjöl- skyldu greiðir fullt fargjald en maki og börn frá 12 til 25 ára greiða hálft fargjald. Jólafargjöld milli íslands og Evrópu: 1. des. nk. ganga í gildi sérstök fargjöld, sem ætluð eru þeim fslendingum, sem dvelja erlendis en vilja halda jól á íslandi. Farmiðar gilda í einn mánuð. Þessi fargjöld gilda frá mörgum borgum í Evrópu. Sem dæmi má nefna að fargjaldið Kaup- mannahöfn-Reykjavík-Kaupmannahöfn lækkar úr kr. 8.018,00 í kr. 5.908,00. Bezta jólagjöfin til námsmannsins, sem erlendis dvelur er jólafarmiði með PAN AMERICAN. Þotur PAN AMERICAN eru fullkomnustu farar- tækin, scm völ er á milli íslands og annarra landa. PAN AM — ÞÆGINDI PAN AM-ÞJÓNUSTA PAN AM-HRAÐI Alíar nánari upplýsingar veifa: PAN AMERICAN á íslandi og ferðaskrifsloíurnar. AÐALUMBOD G.HELGASON &MELSTED HF HAFNARSTRÆTI19 SIMAR10275 11644

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.