Morgunblaðið - 16.11.1966, Síða 21

Morgunblaðið - 16.11.1966, Síða 21
Miðvikudagur 18. nAv. 1966 MORCU N BLAÐIÐ 21 — Jónas Haralz Framhald af bls. 32 vöxtur þjóðarframleiðslunnar á þessum árum hefur verið 5-6% á ,ári og er það meiri vöxtur en í nokkru öðru landi innan Efna- hagssamvinnustofnunar Evrópu, að undanskildum þróunarlönd- um við Miðjarðarhaf og Japan, en mun meiri en í nokkru ná- lægu landi í Norðurálfu. Munurinn er enn meiri, ef við lítum á þjóðartekjurnar. Við- skiptakjör þjóðarinnar hafa batnað mikið á þessu tímabili, verðlag á útflutningsvörum far- ið hækkandi en lítil breyting orð ið á verðlagi innfluttra vara. Slík ur viðskiptakjarabati hefur ekki fallið neinni nálægri þjóð í Vest ur Evrópu í skaut. Þessa auðlegð höfum við notað til mikillar og almennrar aukn íngu á neyzlu og fjárfestingu í landinu, og til að bæta stöðu okkar út á við, sagði Jónas. Fjárfestingin hefur aukist mik- ið og dreifzt á flestar greinar atvinnulífsins, en þó hefur hún sérstaklega beinzt að þeim at- vinnugreinum, þar sem vöxtur inn hefur verið mikill eins og t.d. í síldveiðum. Á síðustu árum hefur vöxtur fjárfestingar ekki verið svo ýkja mikill í verzlun- inni en stóra stökkið í henni kom etrax eftir 1960, þegar fjárfest- ingarhöft voru afnumin. Opin- berar framkvæmdir hafa einnig aukizt mikið á þessu tímabili og þó sérstaklega hjá bæjar- og sveitafélögum. Launaþróunin hefur einnig orðið á þann veg, að tekjuaukn- ingu hefur dreifzt almennt með- al launþega. Tekjur verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna hafa fyllilega fylgt eftir aukningu þjóðartekna og þó ívið betur á S.l. tveimur árum. Um stöðuna gagnvart útlönd- um er það að segja, sagði Jónas, að við höfum lengi átt í érfið- leikum með að ná jöfnuði í greiðsluviðskiptum en á því hef ur orðið mikil breyting eftir 1960. Gj aldeyrisforðinn hefur einn- ig vaxið mikið og náð um 40% af árlegum innflutningi. Er þetta yfirleitt talinn eðlilegur gjald- eyrisforði og er hann forsenda fyrir því, að 90 af hundraði innflutningsins er nú frjáls. Hann er einnig grundvöllur fyr- ir lánstrausti okkar erlendis. Á þessu ári hafa orðið miklar breytingar. Slíkt vaxtarskeið, sem staðið hefur síðustu 4-5 ár- in stendur ekki að eilífu, og við hagfræðingarnir höfum alltaf verið að búast við því, að þetta tímabil mundi senn á enda. Nú er það ljóst, að sá mikli vöxtur, sem verið hefur á síðustu árum verður ekki á þessu ári. Breytingarnar koma aðallega utan frá, vegna verðlagsþróunar erlendis á útflutningsafurðum okkar. Einnig er um nokkrar breytingar að ræða innanlands, og þá sérstaklega I sjávarútvegi sem verkar í sömu átt. Síldveiðar hafa að vísu haldið áfram að aukast en þorskveiðar hafa dreg izt saman. En verðlagsþróunin erlendis er þó mikilvægasti þáttur þessa máls. Verðlag á lýsi og mjöli hefur lækkað mjög mikið eða um 20-30%. Á sama tíma hefur veruleg verðlækkun orðið á freðfiski i Bandaríkjunum, fyrst og fremst á þorskblokkum. Rátt bendir til þess, að breytingar verði á þessu á næstu vikum og mánuðum og hefur þessi verð- lagsþróun þegar leitt til lækk- unar á síldarverði til skipanna. Við gerum ráð fyrir að þjóðar framleiðslan ó þessu ári vaxi um 3—4% en svo virðist sem verð- fallið muni þurrka út áhrif þess ara framleiðsluaukningar, þann ig að um enga aukningu þjóðar- tekna á þessu ári verði að ræða. En á þóð er þó rétt að benda að verðfallið hefur ekki áhrif nema hluta ársins, annars hefði útkom an verið verri. f þessu sambandi er rétt að vekja athygli á, að við getum ekki gert ráð fyrir að síldveið- arnar haldi áfram í jafnmiklum mæli og verið hefur. Síldveiðun um hefur verið haldið uppi af sterkum stofni, sem gengið hefur á miðin, en líklegt er að eitthvað fari að draga úr aflanum eftir næsta ár. Alkunnugt er, að fiski fræðingar telja, að um ofveiði sé að ræða á þorskstofninum. Miklar raforkuframkvæmdir og bygging álbræðslu mun verka nokkuð á móti þessu, svo og ýmsir aðrir vaxtarbroddar, en við hljótum þó að gera ráð fyrir, að á næstu árum verði vöxtur þjóðarframleiðslunnar hægri, en að undanförnu. En jafnvel þótt viðskiptakjörin batni eitthvað, er ólíklegt að breytingin verði svo mikil að verðlagið á útflutningsafurðum okkar nái því, sem það var í byrjun þessa árs. Á þessu ári verður líka mikil breyting á greiðslujöfnuðinum, þannig að halli myndast. Hins vegar er ekki líklegt, að það leiði til minnkandi gjaldeyris- forða svo teljandi sé, nema þó að útflutningsbirgðir aukizt að sama skapi. Um efnahagsstefnuna undan- farin ár er það að segja, að það er mjög erfitt að róða við jafn- sterka ölduhreyfingu upp á við og verið hefur hér á landi síð- ustu órin. Verðhækkanir á út- flutningsafurðum okkar, góð veiði og ný tækni hefur allt stuðl að að þessari miklu ölduhreyf- ingu, og það þarf sterka stjórn efnahagsmála og mikinn aga til þess að standast slíkt. Það hefði verið skynsamleg stefna, að gróð inn í þeim atvinnugreinum, sem sérstöku láni áttu að fagna hefði verið lagður til hliðar og nýttur á einn eðan annan hátt, í al- mannaþarfir, en ekki látinn valda tekjuaukningu, sem dregið hefur upp tekjur annarra stétta. Síldarsjómennirnir okkar hefðu ekki verið ver settir, ef það hefði verið gert, en þeir eru nú, því að verðbólgan hefur tekið af þeim þann gróða, sem annars hefði verið ráðstafað með skipulegri hætti. Ú tf lutningsat vinnuvegir nir hafa getað staðið undir þessari tekjuaukningu vegna verðhækk- ana erlendis og mikillar fram- leiðniaukningar. Afkoma frysti- húsanna hefur verið þokkaleg al veg fram á síðustu vertíð. Meðallaunahækkun í 14 lönd- um Vestur-Evrópu á sl. 5 árum hefur verið um 8% á ári, en hér á íslandi hefur þessi launahækk- un numið um 14—15% á ári á þessu tímabili og eru þó ekki öll kurl komin til grafar, þar sem hjá fyrrnefndu þjóðunum er mið að við raunverulega greidd laun, en hjá okkur er miðað við fasta taxta. Þetta hefur að sjálfsögðu dregið á eftir sér verðhækkanir. Verðhækkanir í þessum lönd- um hafa numið um 4% á ári, en hér hjá okkur hafa þær numið um 10—12% á óri. Þessar verð hækkanir hafa ekki komið fram á innfluttum vörum heldur á inn lendri vöru og þjónustu, og eru landbúnaðarvörur þar veigamest ar, einnig fiskurinn svo og alls konar þjónusta. Allt þetta skapar mikinn vanda, þegar verðlagsþróunin snýst við. Við höfum reynt að framfylgja stefnu okkar 1 efna- hagsmálum með þrennu móti, í fyrsta lagi með stefnunni í fjár- málum hins opinbera, í öðru lagi í peningamálum og í þriðja lagi í launamálum. En stefnuna á þess um þremur sviðum er erfitt að samræma. Á árunum 1960—1964 var reynt að stjórna efnahagsmál unum með peninga- og fjármála pólitík, þar sem þá reyndist ekki vera grundvöllur fyrir hendi til skynsamlegra samninga við verkalýðsfélögin. Sá grundvöll- ur skapaðist á árinu 1964 með júnísamkomulaginu. Á hinn bóg inn skapaði það samkomulag rík issjóði mikla fjórhagsörðugleika á árunum 1964—1965. 'Halli hjá ríkissjóði 1964 og 1965 ýtti síðan undir þensluna í landinu og jók útlánagetu bank anna og launakröfur. Ráðstafan ir voru gerðar til þess að binda enda á þennan greiðsluhalla rík issjóðs og jafnframt til þess að takmarka útlánaaukningu bank- anna. Stjórn fjármála og peninga- mála hefur því komizt í betra horf á þessu ári, eftir að hafa far ið úr skorðum 1064 og 1965. Þetta skapar meiri möguleika til þess að ráða við þann vanda, sem nú er framundan. En þetta veldur auðvitað einnig erfiðleikum hjá þeim, sem á lánum þurfa að halda. En aðhald á þessu sviði dugar þó skammt, nema jafn- framt verði breyting á launa- þróuninni. Til þess að sú breyt- ing geti orðið, er nauðsynleg for senda að breyting verði á verð- þróuninni, því hér á landi er mjög mikil tenging á milli verð- lags og launa, og það er ekki von til þess að launaþróun geti verið hófleg nema verðlagsþróun in breytist. Þess vegna tók ríkisstjórnin þann kost að greiða niður verð- hækkanir á landbúnaðarvöru og hefur síðan haldið niðurgreiðsl- um áfram með það fyrir augum að vísitala framfærslukostnaðar hækki ekki frá því sem hún var 1. ágúst sl. Óhætt er að fullyrða, að það er forsenda fyrir skyn- samiegum launasamningum að verðlag haldist óbreytt. Þetta verðstöðvunartímabil er einnig nauðsynleg forsenda þess, að við getum áttað okkur á hin- um breyttu aðstæðum, sem skap azt hafa vegna verðfalls á út- flutningsafurðum okkar. Að lokum sagðist Jónas vilja ieggja áherzlu á þá breytingu, sem orðið hefði á þessu ári. Vaxtarskeiði undanfarinna ára sé lokið, og því skynsamlegri ráð stafanir sem við gerum til þess að mæta þeim breytingum, sem nú eru gengnar í garð, því fyrr eru líkur á því, að vöxturinn geti hafizt á ný. Skilyrðin til þess eru að ýmsu leyti hagstæðari en áður. Staðan út á við er betri, við höfum betri tök á fjármálum og peningamálum en áður, og framfarir hafa orðið í samning- um um launamál. En aðlögunin að breyttum aðstæðum muni ó- hjákvæmilega skapa erfiðleika fyrir atvinnuvegina í landinu og nauðsyn á strangara aðhaldi en verið hefur. Þess vegna er þýð- ingarmikið, að víðtækur skilning ur sé fyrir hendi á viðhorfunum í efnahagsmálum. Hart deilt á Moro á ítalska þinginu Róm, 11. nóvember — NTB FORSÆTISRÁÐHERRA Ítalíu, Aldo Moro, viðurkenndi í dag, að yfirvöld hefðu ef til vill get- að gert fleiri ráðstafanir til þess að afstýra afleiðingum flóða, í likingu við þau, sem orðið hafa á Italíu að undanförnu. Um 100 manns munu hafa látið lifið í þeim. Moro tók tii máls á þingi, eftir að stjórnarandstöðumenn höfðu gagnrýnt rikisstjórnina fyrir vanrækslu. „Það er ekki satt, það er ekki satt“, hrópuðu fulltrúar komm- únista á þingi, en Moro sagði, að stjórn landsins gerði nú allt, Miklar hafnarframkvæmd- ir í Neskaupstað í fyrra var byrjað á smíði nýrrar dráttarbrautar hér og í maí í vor var aftur hafizt handa með áframhald. Sleði brautarinar sem smiðaður var í Póllandi er nú allur kominn, og búið að koma honum fyrir. Komu 3 Pólverjar í haust og hafa þeir stjórnað uppsetningu sleðans, þó er aðeins eftir smávegis við sam setningu hans. Það sem nú er eftir af byggingu brautarinnar cru undirstöður undir brautar teinana, sem ganga eiga út í sjó, það verk er að mestu unnið af köfurum, og þykir ekki rétt, þar sem svo er áliðið haust, að vinna það verk nú . Verður þvi strax hafizt handa aftur í vor og reynt að ljúka því verki eins iljótt og hægt er, svo hægt verði að nota brautina næsta sumar, getur hún tekið skip upp, ailt að 500 tonnum að stærð. Vélaverkstæðið hér hyggst reisa stóra skemmu og mun þcr vcrða plötusmiði í sambandi við viðgerðir á skipum og þá ef til vill nýsmíði. Mjög er aðkallandi að dráttarbrautin hér verði sem fyrst tilbúin, þar sem engin braut er nú nógu stór á Austur l&ndi til að taka hina stóru síldarbáta upp. Ef dráttarbraut væri hér fyrir hendi gætu síld- veiðibátar notað landlegur og farið í botnhreinsun og annað. Um hina væntanlegu nýju höfn er það að segja að í sumar var byrjað að graía og byrjað a varnargarði, síðan var horfið frá greftrinum, en tekið til við að keyra stórgrýti ; þennan varnar garð og er nú svo 1 omið, að eftir nokkra daga verður hann orðinn 160 m. langur og mun loka væntanlegri höfn, sem síðar verður grafinn inn í landið fyrir botni fjarðarins (í svonefndri Ormstaðarhjáleigu). Við þennan garð verðui- 150 m. viðlegukant- ur úr stálþili, og verður stálið rekið niður innan á garðinn, sem verður 40 m. breiður. Grafið verður svo 400 m. inn í landið frá þesum varr.ar„arði og 120 m. breitt og er ráðgert að reka nrður stálþil og mun þá fást viðlegupláss innan hafnarinnar sem nemur um 1 km. f mestum hluta hafnarinnar mun verða um 6 m. dýpi, en við varnargarðinn um 7 m. dýpi (miðað við stórstraumsfjöru). í þesari höfn er áætlað að geti legið um 80—100 skip, af þeirri stærð, sem nú er mest af á síld veiðum, og að auki 2 meðalstór flutningaskip. í haust verður þó aðeins lokið við varnargarðinn, en seinna í vetur mun byrjað á að reka niður stálþilið, sem þeg ar er komiú á staðinn, og síðar verður haldið áfram af krafti, eins og peningar leyfa, og næsta sumar er væntanlegt hingað hið n>ja dæluskip vitamáHstjornar innar, sem mun dæla upp úr hinu nýja hafnarstæði. Ef þessi höfn kemst upp, mun hún bæta úr brýnni þörf báta- flotans hér fyrir Austurlandi, því það viðlegupláss sem nú er alltof lítið, og gífurleg þrengsli eru oft hér í höfninni, svo til stórvandræða horfir . A haustin er mjög óróasamt hér í höfn- inni þar sem úthafsaldan á greið an gang inn fjörðinn. Hafnar- málin eru því mál málanna hér, óg ekkert einkamál Norðfirð- inga, og munu allir sjómenn sem hingað koma, og þeir eru margir fagna því, er þesum áfanga \erð ur náð. Undanfarin ár hafa komið hingað 5—600 flutningaskip og togarar og þar að auki síldveiði bát&r, sem munu hafa haft um 2000 viðkomur hér yfir síldveiði tímann. Á þessu sést hve knýj- andi þörf er á góðri höfn hér og bættri aðstöðu fyrir hinn mikla .ílota, sem hingað leitar árlega. Á sl. 2 árum hafa verið fluttar út afurðir frá Neskaupstað sem r.ema 30 þúsundum smálestum árJega og inn hafa verið l’luttar vörur um 15000 smálestir á ári. Aðeins frá Síldarverksmiðjunni hér þarf að afskipa um 1100 t. af mjöli á viku hverri, ef allt á að ganga eðlilega. V itarrálaskrifstof an sér um allar framkvæmdir á dráttar- draulinni og höfninni. en verk- stjórar eru við dráttarbrautina Solvi Friðriksson, en við ' öfn- ina Skúli Jónsson, en hafnar- stjóri Ragnar Sigurðsson. Asgeir. sem í hennar valdi stæði, til þess að létta þjáningar og bæta tjón þeirra 120.000 manna, kvenna og barna, sem harðast hafa orðið úti í náttúruhamför- unum. Ekki hefur enn tekizt að fá yfirlit yfir allt tjónið. „Ég neita því ekki afdráttar- laust“, sagði Moro, „að ekki hefði ef til vill verið hægt að gera meira en gert hefur verið til að afstýra afleiðingum flóða, m.a. með því að reisa fleiri varn argarða, og grafa síkisskurði. Hins vegar hefur nú tekizt að gera nauðsynlegar ráðstafanir’*. Enn er fólk víða bágstatt á Ítalíu, og unnið er enn að björg unarstörfum. Þá fer nú fram fjöldabólusetning, því að yfir- völd hafa óttazt mjög, að óhreinkun á drykkjarvatni og skemmdir á matvælum geti vald ið farsóttum. Luigi Mariotti, heilb.-igðis- málaráðherra, upp'ýsti í dag, að ekki hefði orðið vart við tauga- veiki, en þá veÍKi hafa menr> óttazt mest. Tízkusýning- a: nsr í Flórens í janúar Róm, Flórens, 15. nóv. AP. • Tískuteiknarar og fatafram- leiðendur í Róm og Flórens hafa ákveðið að halda tízkusýningar í Flórens í janúar eins og ákveðið hafði verið og tilkynnt, áður en flóðin herjuðu borgina á dögunum. Ljóst er að vísu, að um 90% gistihúsa í borginni hafa orðið fyrir skemmdum, en búizt er við að unnt verði að lagfæra þau svo, að hægt verði að hýsa þá 800-1000 kaupendur, sem búizt er við að sæki sýningarnar. Hótelið Pitti, þar sem sýningarn- ar átti að halda slapp alveg við skemmdir af völdum flóðanna. Sýningarnar í Flórens standa yfir dagana 13.-16. janúar en þá hefjast tízkusýningar í Róma- borg og standa til 21. janúar. Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá 0. Farimagsgade 42 Kþbenhavn 0.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.