Morgunblaðið - 16.11.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 16.11.1966, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1966 vikur. Mér skilst líka að sú töf verði líka nægileg þeim, sem áhuga hafa á henni. Þér gætuð haldið — er ekki svo? — að einfaldasta ráðið væri bara að ræna yður í Genúa og halda yð- ur innilokuðum í þessar sex vik ur, sem þarf, og sleppa yður síðan. Ha? — >að mætti auðvitað láta sér detta í hug. , Möller hristi nöfuðið. — En það væri skakkt ályktað. Þér munduð hverfa. Húsbændur yð ar og sjálfsagt tyrkneska stjórn in líka, mundu spyrjast fyrir um yður. ítölsku lögreglunni yrði tilkynnt þetta. Utanríkis- ráðuneytið brezka mundi senda stórorðar kröfur til ítölsku stjórnarinnar. ítalska stjórnin mundi sjá, að hlutleysi hennar væri í hættu, og mundi taka cii sinna ráða. Ég gæti komizt í mestu vandræði, einkum eftir að yður yrði sleppt og þér gæt- uð sagt sögu yðar. Það væri mjög óþægilegt fyrir mig að vera eftirlýstur af ítölsku lög- reglunni. Þér skiljið, hvað ég á við? — Já, fullkomlega. — Beinasta aðferðin er auð- vitað að myrða yður. En svo er líka til þriðji möguleikinn. Hann þagnaði en sagði síðan. — Þér eruð mjög hamingjusamur mað ur, hr. Graham. — Og við hvað eigið þér með þvi? — Á friðartímum gera það ekki aðrir en forhertir þjóðern- issinnar að heimta, að maður selji sig með líkama og sál stjórn þess lands, sem hann fæddist i. En samt er það svo, að á ófriðartímum, þegar menn eru drepnir og nræringar eru í loftinu, getur jafnvel skynsam- ur maður gengið svo langt að fara að tala um „skylduna við föð urlandið“. Þér eruð að því leyti heppinn, að þér sjáið þessi hetju læti eins og þau eru í raun og veru: ofsafengnar tilfinningar 9 9 9 9 9 9 heimskra og grimmra manna. „Föðurlandsást." Skrítið orð það. Ást á einhverjum tiltekn- um bletti á jörðinni? Varla. Setjum Þjóðverja niður á akur í Norður-Frakklandi, segjum honum, að þetta sé Hannover, og þá getur hann ekki mótmælt því. Ást á samlöndum sinum? Nei, og aftur nei, Maðurinn kann vel við suma og illa við aðra. Ást á menningu landsins síns? Mennirnir, sem þekkja bezt menningu landsins síns eru venjulega þeir greindustu og minnst föðurlandssinnuðu. Ást á ríkisstjórninni manns? En rik- isstjórnir eru venjulegast hatað- ar af þegnunum, sem þær stjórna. Þessi föðurlandsást er ekki annað en útþvæld dulspeki, byggð á fáfræði og hræðslu. En hún gerir sitt gagn, vitanlega. Þegar ráðastéttirnar vilja láta almúgann gera eitthvað, sem hann vill ekki, vitna þær til föð urlandsástar. Og auðvitað vill fólk sízt af öllu láta drepa sig. En ég bið yður afsökunar, þetta eru eldgömul rök, sem þér kunn ið auðvitað eins vel og ég. — Já, ég kannast við þau. — Það þykir mér vænt um. Mér hefði þótt leitt ef mér hefði skjátlast í þeirri skoðun minni, að þér væruð greindur maður. Og það gerir líka það, sem ég ætla að segja, svo miklu auð- veldara. — Já, en hvað er það, sem þér ætlið að segja? Möller drap i vindlingnum sínum. — Þriðji möguleikinn er sá, að þér gætuð fengizt til að draga yður í hlé frá störfum í sex vikur, af frjálsum vilja — að þér vilduð taka yður frí. — Eruð þér bandvitlaus, eða hvað? Möller brosti. — Ég sé, að þér eigið bágt, trúið mér til. Ef þér bara felið yður í sex vikur, get- ur yður orðið erfitt að gera grein fyrir því, þegar þér kom- ið heim. Það skil ég svo vel. Vitleysingar og óhemjur gætu sagt, að með því að vilja ekki láta hann Banat drepa yður, haf ið þér framið svivirðilegan verknað. Það, að verkið hefði tafizt í báðum tilfellum og þér getið gert landinu yðar meira gagn lifandi en dauður, færi al- veg framhjá þeim. Föðurlands- vinir eru eins og dulspekingar með það að gefa frat í alla rök- vísi. Yður yrði nauðsynlegt ið fremja dálitla blekkingu. Og nú skal ég segja yður, hvernig því yrði komið í kring. — Þér eruð að eyða timanum til ónýtis. Möller lét sem hann heyrði þetta ekki. — Það eru vissir hlutir, hr. Graham, sem jafnvel föðurlandsvinir ráða ekki við. Einn þeirra er veikindi. Þér er- uð að koma frá Tyrklandi og þar hefur geisað taugaveiki vegna flóðanna og jarðskjálft- anna. Hvað væri eðlilegra en þér fengjuð svolitla taugaveiki um leið og þér stigið á land í Genúa? Og hvað svo? Auðvitað verðið þér fluttur í einhvern einkaspítala og læknirinn þar skrifar, samkvæmt beiðni yðar, konunni yðar og húsbændunum i Englandi. Auðvitað verða allt- af svona tafir á ófriðartímum. Þegar svo einhver fær að koma til yðar, verður það versta af- staðið og þér farinn að hressast 30 — en samt ekki ferðafær. En ef' ir sex vikur verðið þér orðinn bæði vinnufær og ferðafær. Allt. verður í lagi. Hvernig lízt yður á þetta, hr. Graham? Sjálfum finnst mér þetta prýðileg lausr. á málinu, fyrir okkur báða. — Já, ég skil. Þið losnið vrð fyrirhöfnina af að skjóta mig og ég verð úr veginum, þessar sex vikur, sem þið þurfið, og get ekki sagt neinar sögur eftirá, án þess að koma upp um mig. Var það ekki þetta, sem þér áttuð við? — Þetta er náttúrlega dálítið hráslagaleg framsetning á mát- inu, en að efninu til alveg rétt hjá yður. Og hvernig lízt yður svo á hugmyndina? Sjálfum mundi mér finnast vonin um hvíldardvöl á staðnum, sem ég hef í huga, girnileg. Þetta er rétt hjá Santa Magherita, með útsýni yfir sjóinn og umkringt barrskógi. Hann hugsaði sig ofurlitið um. — Auðvitað, ef þér hefðuð áhuga á því, væri hægt að *fá hana frú Gallindo til að vera þar, yður til skemmtunar í þess- ar sex vikur. Graham roðnaði. — Hvern skrattann eigið þér við? Möller yppti öxlum. — O, lát ið þér nú ekki svona, hr. Gra- ham. Ég er ekkert sérlega nær- sýnn. Ef þessi uppástunga mín móðgar yður, þá bið ég auðmjúk lega fyrirgefningar. Ef ekki ... Ég þarf varla að taka fram, að þér yrðuð þarna eini sjúkling- urinn. Læknaliðið, sem mundi verða sjálfur ég, Banat og einn maður til, auk þjónustuliðsins, yrði afskiptalaust, nema því að- eins þér fengiuð heimsóknir frá Englandi. En annars má nú ræða um það seinna. Hvað finnst yður svo um þetta? Graham herti sig upp eftir föngum, og sagði með settlegri rósemi: Ég held þér séuð bara að reyna að gabba mig. Hefur yður ekki dottið það í hug, að ég kunni að vera ekki út af eins mikill bjáni og þér haldið mig vera? Vi'anlega endurtek ég þetta samtal okkar við skipstjór ann. Þá verður lögreglurann- sókn þegar við komum til Genúa. Mín skilríki eru fullkom lega ósvikin. Yðar ekki og neld- ur ekki Banats. Ég hef engu að leyna. Þér hafið nógu að leyna og sama er að segja um Banat. Þér haldið að hræðslan við dauð ann neyði mig til að fallas: á þessa uppástungu yðar. En það Corolyn Somody. 20 ófo, ffó Bondon'lfjonum s*gir: . Þegar filípensar þjóðu mig. reyndi ég morgvísleg efní. Einungis Cleorosil hjólpoði rounverulega * H r. t í USA þvi þad er raunhœf hjálp — CUaratil • • • • • • $ „sveltir” fílípensana Þetta vlsindaiega samsetta etní getur hjálpað yður á soma hátt og það Hefur hjólpoð miljónum unglinga i Banda- rikjunum og víðar - Því það er raunverulega óhrifamikið... Hörundilitað: Claara.il hylur bólurnar á maðan það vinnur á þeim. Þor sem Clearasil er hörundslitað leynast fílipensornir — samtímis þvi. sem Clearosil þurrkar þá upp með þvi að fjorlaegja húðfituna, sem nasrir þá — sem sogt .sveltir' þá. 1. Far inní húðina V 2. Dayðir gerlana 999 9999999999 .3. „Svaltir" filipanMna » » a » # # 9 9 9 9 9 9 999999999 9 9 9 9 9 -9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 Væri ekki skynsamlegra að þú borgaðir Ola þessar 100 krónur? geri ég ekki og heldur ekki held ég mér saman. Ég skal al- veg játa, að ég hef orðið illilega hræddur. Ég hef átt "bágt und- anfarinn sólarhring. Það er sjálf sagt yðar aðferð til að gera mig meðfærilegri. En það dugar bara ekki við mig. Ég er að vísu áhyggjufullur, því að annars væri ég heimskingi, en ég er samt ekki viti mínu fjær af hræðslu. Þér eruð að reyna að gabba mig, Möller. Öðruvísi get ég ekki skilið það. Hypjið yður nú út! Möller hreyfði sig ekki. Hann sagði, rétt eins og hann væri læknir að virða fyrir sér ein- hverja óvænta breytingu á sjúk dómnum: — Já, ég var hræddur um, að þér munduð misskilja mig. Og það var leitt. Hann leit upp. — Og hvert eruð þér fyrst og fremst að hugsa um að fara með söguna yðar. hr. Graham? Til brytans? Þriðji stýrimaður var að segja mér af kjánalegri framkomu yðar út af honum Mavrodopoulos veslingnum. Þér virðist hafa haft uppi einhverj- ar reyfarasögur um að hann sé glæpamaður að nafni Bana*, sem ætli að myrða yður. Yfir- mennirnir á skipinu, að skip- stjóranum meðtöldum, hafa haft mikið gaman af þeirri sögu yð- ar. En jafnvel bezta fyndni get- ur orðið leiðinleg ef hún er end- urtekin alltof oft. Og það mundi láta dálítið skrítilega í eyrum, þegar þér færuð að halda þvj fram, að ég væri líka glæpa- maður sem vildi yður feigan. Er ekkert sérstakt læknisfræðinafn á svona tegund geðveiki.? Heyr- ið þér mig nú, hr. Graham. Þér segizt ekki vera neinn bjáni. >á skuluð þér heldur ekki haga yð ur eins og bjáni. Haldið þér, að ég hefði snúið mér tiL yðar á þennan hátt, sem ég gerði ef ég hefði haldið yður hafa aðstöðu til að gera mér lífið leitt á þenn an hátt^ sem þér eruð að gefa í skyn? Ég vona ekki. Og þér eruð engu minna heimskur, þeg ar þér leggið út vilja minn til að lofa yður að lifa sem ein- hverja veiklun. Þér kunnið að vilja heldur liggja dauður í götu ræsinu en dvelja í sex vikur í villu á Lígúríuströndinni — það er yðar eigið mál. En þér meg- ið ekki villast á því, að þarna getur ekki orðið nema um þetta tvennt að ræða. Graham setti upp harðneskju- legt bros. — Og þessi húslestur yðar um föðurlandsástina á að geta læknað mig af allri iðrun a því að hafa gengizt inn á það óumflýjanlega? Ég skil. En því miður getur þetta ekki gengið. Ég held því enn fram, að þér séuð að reyna að ginna mig. Og þér kunnið á því lagið, skal ég játa. Þér gerðuð mér áhyggjur. Ég var farinn raunverulega að halda, að ekki gæti verið nema um þetta tvennt að velja: dauð- ann eða glata mannorði mínu, — rétt eins og hetjan í einhverju melódrama. En raunverulega valið sem ég átti var um það, hvort ég léti skynsemina eða magann hugsa fyrir mig. Jæja, hr. Möller, ef þér hafið ekki meira að segja, þá......... Möler stóð silalega á fætur. — Já, hr. Graham, meira hef ég ekki að segja. Hann virtist hika dálítið, en svo settist hann niður aftur, einbeittur á svipinn. — Nei, hr. Graham, ég hef séð mig um hönd. Það er dálítið meira, sem ég het að segja. Það er rétt hugsanlegt, að við nán- ari athugun í ró og næði gætuð þér komizt að þeirri niðurstöðu, að þér hafið verið heimskur, og að ég sé ekki annar eins klaufi og þér haldið, að því er virðist. Sannast að segja býst ég nú ekki við þessu. Þér eruð svo ískyggilega sjálfsöruggur. En setjum nú svo, að maginn færi nú allt í einu að hugsa fyrir yður, þá finnst mér, að ég ætti að vara yður við. — Við hverju? Möller brosti. — Eitt af mörgu sem þér virðist ekki vita, er það, að Haki ofursti hefur sett einn af árum sinum hérna um borð til að gæta yðar. Ég reyndi mitt bezta til að vekja áhuga yð ar á honum í gær, en kom fyrtr ekki. Ihsan Kuwetli er ekki beint aðlaðandi, skal ég játa, en hann hefur orð á sér fyrir að vera greindur náungi. Ef hann hefði ekki verið föðurlandsvin- ur, væri hann nú ríkur maður. — Eruð þér að reyna að telja mér trú um, að Kuwetli sé tyrkneskur njósnari? — Já, það er ég sannarlega, hr. Graham. Hann kipraði sam- an ljósbláu augun. — Ástæðan til þess, að ég sneri mér til yð- ar í dag, en ekki á morgun, var sú, að ég vildi verða fyrri til áð- ur en hann gæfi sig fram við yður. Ég held hann hafi ekki komizt að því, hver ég var fyrr en í dag. Hann leitaði í káetunni minni í kvöld. Hann hefur lík- lega heyrt mig vera að tala við Banat, því að þilin milli káet- anna eru svo meinlega þunn. Að minnsta kosti hélt ég, að hann mundi gera sér bættuna Ijósa og því flýta sér að komast í sam- iand við yður. Þér skiljið, hr. Graham, að með alla sína reynslu er hann ekki líklegur til að gera sömu vitleyjjurnar og þér eruð að gera. En hann hefur nú sinni skyldu að gegna, hvað sem öðru líður, og ég er ekki í nokkrum váfa um, að hann hef ur lagt einhverja flókna áætlun til að koma yður til Frakklands, ósködduðum. En það sem ég vil vara yður við er að segja honum frá tilboðinu, sem ég hef gert yður. Þér skiljið, að ef yður skyldi snúast hugur, þá er það hálf-óviðkunnaniegt, að tyrk-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.