Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. nóv. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
7
Sýningu Sólveigar að Ijúka í Bogasol
Málverkasýning' Sólveigar Eggerz hefur nú staðið í 6 daga og hefur aðsokn verið goð, og á mið-
vikudag kl. 2 höfðu selzt 8 myndir, en 750 manns komið á sýninguna. Sýningin stendur til sunnu-
dags, og er opin frá kl. 2-10. Myndin, sem fylgir línum þessum er af listakonunni að leggja síðustu
hönd á eitt málverkanna á sýningunni, og er toekin af Sveini Þormóðssyni á vinnustofu hennar að
Karfavogi 41.
Fannhvítt frá Fönn
Dúkar - Stykkj aþvottur
Frágangsþvottur
Blautþvottur
— Sækjum — Sendum
Fannhvítt frá Fönn.
Fjólugötu 19 B. Sími 1722G.
Gólfteppahreinsun,
húsgagnahreinsun.
Fljót og góð afgreiðsla.
Sími 37434.
íbúð óskast
til leigu í 4—6 jnánuði. —
Tilboð merkt: „Áramót
8555“ sendist á afgr. Mbl.
fyrir mánudagskvöld.
Til sölu
skinnþynningarvél. Uppl. í
símum 38960 og 33573.
Lítil verzlun
í Vesturborginni til sölu.
Tilboð merkt „Mánaðamót
8890“ sendist afgr. Mbl.
Málaravinna
Önnumst alla málaravinnu.
Jón og Róbert,
sími 15667 og 21893.
Óskum eftir
1 herbergi og eldhúsi
strax. Uppl. í síma 14234
eftir kl. 5.
Keflavík — Suðurnes
Gluggat j aldastangir.
Sænskar loftplötur.
Good-year gólfflísar,
listar og lím.
Stapafell, sími 1730.
Til leigu
lít.ið einbýlishús í Skerja-
firði. Æskileg einhver fyr-
irframgreiðsla. Tilboð send
ist Mbl., merkt „8554“ fyr-
ir 28. þ. m.
íbúð
Stúlka, sem er lítið heima
atvinnu vegna, óskar eftk
2ja—3ja herb. íbúð 1. des.
Uppl. í síma 50295.
Vísukorn
Vísa, er fram kom á 30. þingi
ASÍ í fyrradag, er rætt hafði
verið um vandamál togaranna og
hvort þingið áliti að veita skyldi
þeim aukna veiðiheimild í land-
helgi: \
Landhelgina leggðu að baki
lögð er hugsjón skír og rík,
að togararnir togi og skaki
á Tjörninni í Reykjavík.
Á fjölrituðu blaði er dreift
var á þinginu var Tjörnin í
Keykjavík að vísu skrifuð með
.litlum staf, en eins og alkunna
er, er um eiginnafn að ræða.
FRÉTTIR
Brúðuhaddrætti: Nr. 90 kom
upp í Brúðuhappdrætti í Tjarnar
búð sunnudaginn 20. nóv. Kirkju
nefnd kvenna Dómkirkjunnar.
Aðventukvöld Dómkirkjunnar
er á sunnudagskvöld 27. nóv. kL
8.30. Hljóðfæraleikur, einsöngur,
tvísöngur, kórsöngur, ræða, org-
elleikur. Allir velkomnir.
Styrktarfélag Keflavíkurkirkju
Fundur verður í Æskulýðsheim-
ilinu þriðjudaginn 29. nóv. kl.
8.30. Seld verða Jólakort. Takið
með ykkur handavinnu. Athugið,
að síðasti saumafundur félagsins
verður í Gagnfræðaskólanum
mánudaginn 28. nóv. Vinsamlega
skilið basarmnunum. Stjórnin.
Borgfirðingafélagið í Reykjav.
býður öllum eldri Borgfirðingum
til kaffidrykkju í Tjarnarbúð
sunnudaginn 27. nóv. frá kl. 14
til 18. Verið öll velkomin. Stjórn
in. . \
Kristniboðsvika
Á samkomu Kristniboðsvikunn
ar í K.F.U.M. húsinu við Amt-
mannsstíg í kvöld, sem hefst kl.
8:30 talar Gísli Arnkelsson og
skýrir litmyndir frá KONSÓ.
Auk hans talar Jóhannes Ólafs-
son kristniboðslæknir. Þá verð-
ur einsöngur. Allir eru hjartan-
lega velkomnir. Sýning á fáséð-
um gripum frá Konsó er í sal á
fyrstu hæð.
Hjálpræðisherinn: Föstudag
20.30 Hjálparflokkur. Sunnudag
etjórna og tala brig. Henny
Driveklepp og kafteinn Sölvy
Aasoldsen samkomur kl. 11,00 og
kl. 20,30.
Frá Guðspekifélaginu. Jóla-
basar félagsins verður haldinn
sunnudaginn 11. des. Félagar og
velunnarar eru vinsamlegast
beðnir að koma gjöfum sínum
fyrir laugard. 10. des. í Guð-
spekifélagshúsið, Ingólfstræti 22
eða Hannyrðaverzlun Þuríðar
Sigurjónsdóttar, Aðalstræti 12,
Helgu Kaaber, Reynimel 41,
Ingibjargar Tryggvadóttur,
Nökkvavog 26.
Bænastaðurinn Fálkagötu 10
Sunnudaginn 27. nóv.: sunnudaga
skóli kl. 11. Almenn samkoma kl.
4. Bænastund alla virka daga kl.
7 Allir velkomnir.
Skaftfellingafélagið: Skemmti-
fundur verður í Skátaheimilinu
laugardaginn 26. nóv. kl. 9 stund
víslega.
VETRARHJÁLPIN. Laufás
veg 41, (Farfuglaheimilinu),
sími 10785, opið kl. 9-12 og
1-5. Styðjið og styrkið Vetrar
hjálpina.
Árnesingafélagið í Reykjavík
heldur skemmti- og kynningar
samkomu í Átthagasalnum á
Hótel Sögu föstudagskvöldið 25.
nóv, kl. 8.30. Til skemmtunar:
Félagsvist, upplestur, litskugga
myndir og fleira. Stjórn og
skemmtinefnd.
Kristniboðsfélagið í Keflavík
heldur basar og kaffisölu í Tjarn
arlundi sunnudaginn 27. nóv.
Komið og styrkið gott málefni.
Kvennadeild Slysavarnafélags-
ins í Reykjavík heldur sína ár-
legu hlutaveltu sunnudaginn 27.
nóv. í Listamannaskálanum kl.
2. Félagskonur komi vinsamleg-
ast með muni í Listamannaskál-
ann á laugardag.
Kvenfélag Njarðvíkur heldur
sinn árlega basar í Stapa sunnu-
daginn 27. nóv. kl. 4. Félagskon
ur vinsamlegast skilið munum í
síðasta lagi á hádegi á laugardag
til Guðrúnar Árnadóttur, Hrauns
veg 10, Guðrúnar Haraldsdóttur,
Hraunsvegi 11, Maríu Frímans-
dóttur, Holtsgötu 19, Jóhönnu
Einarsdóttur, Reykjanesbraut 1
og Sigríðar Sigurðardóttur,
Kirkjubraut 2, Karla Albertsson
Hraunsveg 19.
Kvenfélag Garðahrepps. Basar
og kaffisala verður sunnudaginn
27. nóv. kl. 3 í samkomuhúsinu á
Garðaholti. Allur ágóði rennur
í barnaleikvallasjóð. Kvenfélags
konur vinsamlegast skili basar-
munum strax og tekið er á móti
kökum milli 10-2 basardaginn í
samkomuhúsinu. Basarnefndin.
Kvenfélag Neskirkju heldur
basar í félagsheimili kirkjunnar
laugardaginn 26. nóv. kl. 3.
Munum sé skilað í félagsheimilið
á fimmtudag og föstudag kl. 2-6
Basarnefndin.
Kvenfélag Bústaðasóknar held-
ur sinn árlega basar í Rétar-
holtsskóla laugardaginn 3. des.
kl. 3. Félagskonur ög aðrir vel
unnarar félagsins styðjið okkur
í starfi með því að gefa og safna
munum til basarsins.
Upplýsingar hjá Sigurjónu
Jóhannsdótur, sími 21908 og Ár-
óru Helgadóttur, sími 37877.
Kvenfélagið Fjóla, Vatnsleysu
strönd heldur sinn árlega basar
í barnaskólanum sunnudaginn
27. nóv. kl. 5 síðdegis. Margir
góðir munir til jólagjafa.
K.F.U.K. Félagskonur munið
basarinn, sem verður haldinn
laugardaginn 3. des. í húsi fé-
lagsins við Amtmannsstíg. Nán-
ar auglýst síðar.
Kvenfélag Ásprestakalls heldur
basar 1. desember í Langholts-
skóla. Treystum konum í Ás-
prestakalli að vera basarnefnd-
inni hjálplegar við öflun muna.
Gjöfum veitt móttaka hjá Þór-
dísi Kristjánsdóttur, Sporða-
grunni 5, Margréti Ragnarsdóttur»
Laugarásvegi 43, Guðrúnu Á. Sig-
urðardóttur, Dyngjuvegi 3 Sigríði
Pálmadóttur, Efstasundi 7 og Guð
rúnu S. Jónsdóttur, Hjalavegi 35.
Frá kvenfélagssambandi Is-
lands. Leiðbeiningarstöð hus-
mæðra Laufásvegi 2 sími 10205
er opin alla virka daga frá kL
3—5 nema laugardaga.
Munið bazar Sjálfsbjargar 4.
des. Vinsamlegast, þeir, sem
ætla að gefa pakka, skila þeim
á skrifstofuna, Bræðraborgarstíg
9 eða Mávahlíð 45.
sá NÆST bezti
Ólátaveturinn mikla í Latínuskólanum 1903 —4 var mikið gert
að því, að sprengja ólyktarkúlur í bekkjunum til þess að koma í
veg fyrir að kennsla færi fram.
Einu sinni var þetta leikið hjá Pálma Pálssyni kennara. Það
fyrsta, sem Pálmi gerir, er að loka gluggum og hurðum í bekkn-
um. Brátt fara piltar að kvarta yfir því, að ólíft sé fyrir ódaun.
„Já, hún er nú ekki betri en þetta lyktin af ykkur“, segir Pálmi
og kenndi út tímann.
Keflavík — Suðurnes
Loftljós
Veggljós
Vegglampar
Gólflampar
Borðlampar
Stapafell, sími 1730.
Málmar
Kaupi alla málma, nema
járn, hæsta verði. Stað-
greitt. ARINCO, Skúlag. 55
(Rauðar árþorf).
símar 12806 og 33821.
Kona með ungling
óskar að taka að sér lítið
heimili gegn húsnæði. —
Upplýsingar í síma 24932.
4 ferm. miðstöðvarketill
ásamt sjálfvirkum kyndi-
tækjum (Rexoil) til sölu
í Efstasundi 83. Sími 33662
eftir kl. 17.30.
Atvinna í Bretlandi
Ráðningarskrifstofa í Lond
on getur útvegað ísl. stúlk-
um dvöl á góðum enskum
heimilum. Uppl. veitir
Ferðaskrifstofan Útsýn,
Austurstræti 17.
Keflavík — Suðurnes
• Einbýlishús í smíðum til
sölu í Keflavík. Útb. 200
þús. Fasteignasalan Hafn-
argötu 27, Keflavík. S. 1420
Heimasími 1477-
Til sölu
á mjög góðu verði nokkurt
magn af þakjárni. Uppl. I
síma 52187 og 50312.
5 tonna Volvo
dísilvörubíll til sölu', ódýrt.
Upplýsíngar í síma 11458.
Til leigu
2ja herb. íbúð um 70 ferm.
á jarðhæð við Langholts-
veg. Tilboð, er tilgreini at-
vinnu, aldur og mögulega
fyrirframgreiðslu, sendist
Mbl. fyrir 29. nóv., merkt:
„Barnlaus 8558“.
íbúð til leigu
Mjög góð 3ja herb. íbúð í
nýju húsi við Arnarhraun
í Hafnarfirði. íbúðin er
mjög vönduð. Ennfremur
teppalögð. Uppl. í s. 52187.
Enskunám í Englandi
Lærið ensku hjá úrvals-
kennurum í Énglandi og
dveljizt á góðu hóteli við
ströndina. Uppl. veitk
Ferðaskrifstofan Útsýn,
Austurstræti 17.
ATHUGIÐ!
Þegar miðað er við útbreiðslti,
er langtum ódýrara a® auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Blaðburðarfólk
óskasf 1 Kópavogi
(austurbæ). — Talið við afgreiðsluna
í Kópavogi, sími 40748.
Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu