Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 17
Föstudagur 25. nðv. 1966
MORCUNBLAÐID
17
ERLENDUR JÓNSSOINI SKRIFAR UIVI
Bókmenntir
örlög og
Þorsteinn Thorarensen:
í FÓTSPOR FEÐRANNA.
391 bls.
Bókaútgáfan Fjölvi.
Reykjavík 1966.
ÞORSTEINN Thorarensen
hverfur sem blaðamaður á vit
horfinnar tíðar og kemur þaðan
sem fræðimaður. Rit hans, í
fótspor feðranna, ber merki
hvors tveggja, blaðamanns og
fræðimanns. Sem blaðamaður
trúir hann til hvaðeina, sem
markvert telst og skemmtilegt.
Sem fræðimaður skyggnist hann
að baki atburðunum, skýrir og
dregur ályktanir.
Rit hans er mikið að vöxtum,
hátt í fjögur hundruð lesmáls-
síður -9 brotið stórt. Það verður
ekki lesið á skammri stund. En
málalengingum er þar ekki fyr-
ir að fara, svo talizt geti. Þarna
hefur því verið safnað saman
miklum fróðleik.
Frásögn höfundar er Ijós og
fjörleg. Og sá hlýtur að teljast
megitíkostur ritsins, að það er
mjög skemmtilegt. Undirtitill
ritsins er: Myndir úr lífi og við-
horfum þeirra, sem voru uppi um
aldamót.
Ritið skiptist í níu kafla.
Fyrsti kaflinn heitir Heimsókn
í höfuðstaðinn. Þar leiðir höfund
ur lesanda um Reykjavík, eins
og hún var um aldamót, og er sú
leiðsögn harla fróðleg. Þá er
annar kaílinn, Fólkið og lífið á
gullöldinni. Þar er lýst lifnaðar-
háttum Reykvíkinga á þessum
miklum uppgangs og framfara-
tímum, það er að segja fyrsta
áratug þessarar aldar. Síðan
koma tveir kaflar um konunga
íslendinga á þessu skeiði. Ari-
stokratinn heitir hinn fyrri og
fjallar auðvitað um Kristján
níunda. Ljúfmennið heitir hinn
seinni og segir þar frá Friðrik
áttunda, en hann var allra kónga
velvilj aðastur okkur íslending-
um. Þá er kaflinn Hægri-harð-
stjórn og Straumhvörfin 1901 og
fjallar um stjórnmál í Danmörku
um aldamót, einkum um þá hlið
þarlendra stjórnmála, sem að
íslendingum vissi.
Þá víkur sögunni aftur heim
til Reykjavíkur. Gamli lands-
höfðiAginn heitir sjötti kafli og
segir frá Magnúsi Stephensen,
síðasta landshöfðingjanum. Þar
næst eru tveir kaflar um Hannes
Hafstein og valdatímabil hans.
Óhamingjusöm bernska upp-
reisnarskálds heitir hinn fyrri.
Hans „exoellence“, fyrsti ráð-
herra fslands, heitir hinn síðari.
Síðasti kaflinn er svo helgaður
ísafoldarritsjóranum og stjórnar
tíð hans og heitir Framfarasinn-
inn Björn Jónsson í ísafold.
Kaflaheitin gefa mikið til
kynna um efni bökarinnar. En
vitanlega er efni hennar langt-
um víðtækara en fyrirsagnimar
segja beinlínis til um. Þannig
kemur við sögu mikill fjöldi
einstaklinga, og fjölmörgum at-
burðum eru þarna nkkur skil
gerð. Síðari kaflarnir heita t.d.
eftir æðstu valdamönnum tíma-
bilsins. En í raun og veru er þar
um allvíðtæka stjórnmálasögu
að ræða.
— ★ —
Nú er svo komið, að einungis
elzta kynslóðin man þessa tíma
•— fyrsta áratug aldarinnar. Við,
sem yngri erum, þykjumst að
vísu hafa nokkra hugmynd um
merkustu atburði, sem þá gerð-
ust. En samt hefur æðimargt
vantað í heildarmyndina, svo
hún yrði skýr og — skiljanleg.
Rit, sem fjallað hafa um þetta
tímabil, hafa einkum tekið til
yfirborðsins. Fáir hafa t.d. gert
sér far um að lýsa daglegu lífi
þjóðarinnar.
Þeir, sem nú eru miðaldra,
hafa lifað mörg sultarár og mik-
il haftaskeið Mun það ekki koma
þeim einkennilega fyrir sjónir,
að um aldamót var „vöruúrval
svo geysilegt, að aldrei hvorki
fyrr né síðar hefur það verið
meira. Sem dæmi má nefna að
allar tegundir ávaxta fengust í
búðunum, hinar ólíkustu kál-
tegundir innfluttar frá Dan-
rnörku, allar tegundir af dönsku
svínakjöti og pylsum, 30 danskar,
hollenzkar og franskar ostateg-
undir, óteljandi tegundir af nið-
ursuðuvörum, svo nokkuð sé
nefnt“.
LífSkjörin má hins vegar
marka af því, að „segja má, að
meðal vöruverð hafi síðan um
aldamót yfirleitt hundraðfaldazt.
íbúðaverð virðist hinsvegar hafa
300 faldazt, en þar ber að taka
til greina að útlit og gæði íbúð-
anna hefur gerbreytzt frá því
um aldamót, þegar aðeins var
um að ræða hin allra einföldustu
timburhús með engum þægind-
um, ekki einu sinni vatni, vaski
eða salerni.
Alger breyting hefur hins veg
ar orðið á launaskiptingunni. AI-
menn verkamannalaun virðast
hafa 300 faldazt síðan um alda-
mót og það þótt vinnutíminn sé
nú helmingi styttri, en ráðherra-
launin hafa aðeins 50 faldazt,
enda vita allir, að nú er svo kom-
ið á vorum tímum, að síldarháset
inn ber meira úr býtum en ráð-
herrann“.
Um aldamót höfðu fslending-
ar gegnsýrzt af raunsæisstefnu
og efnishyggju þeirri, sem fylgdi
í kjölfar róttakra kenninga í
náttúruvísindum. Einn var þó sá
hluturinn, sem alla tíð hélzt
jafnheilagur í vitund þjóðarinn-
ar, en það var persóna hans há-
tignar — kóngurinn úti í Kaup-
mannahöfn. Hans hátign stóð
fyrir utan og ofan allt stjórn-
málaþras og allt Danahatur.
„Hér á landi“, segir Þorsteinn,
„þekktist ekki konungsníð, jafn
vel þó að guðlast færi að síast
inn með nýjum lífsskoðunum".
Viðhorf íslendinga til Dana
bar vott um allt í senn: hatur,
fyrirlitning, öfund, virðing og
þrælsótta. Margir íslenzkir. stúd-
entar námú við Hafnarháskóla.
Sumir þeirra áttu ekki aftur-
kvæmt. til íslands. Aðrir voru
tvíátta. Um einn þeirra segir
Þorsteinn, að það hafi virzt
togast á í honurn, „hvort hann
ætti að gerast Dani eða íslend-
ingur“.
Eitt þeirra hitamála, sem al-
menna athygli vöktu á fyrsta
tug aldarinnar, var símamálið
svokallaða. Frægt er, hvemig
Hannes Hafstein leiddi það til
lykta, þrátt fyrir magnaða and-
stöðu. Þegar komið var á rit-
símasamband við útlönd, var
símahóf haldið í höfuðstaðnum.
Þar „flutti Jón Ólafsson ritstjóri
ræðu, fullur aðdáunar á síman-
um og ráðherranum en hæddi
andstæðinga símamálsins með
hrakyrðum í hneykslunartón,
fordæmdi þá, sem fjandmenn
framfaranna. Alla tíð síðan hef-
ur það verið viðkvæðið".
Svo segir Þorsteinn Thoraren-
sen. Sjálfur tekur hann þó ekki
undir það viðkvæði.
Þeir, sem börðust á móti rit-
síma Hannesar Hafstein, börð-
ust ekki á móti honum vegna
þess, að þeir vildu ekki, að ís-
land kæmist í símasamband við
útlönd. Þvert á móti vildu þeir
taka tilboðum um loftskeytasam
band, sem hingað bárust um
sömu mundir. Hvað segir Þor-
steinn um þau mál?
„Reynsla eftirtímans sýnir
okkur“, segir hann, „að þetta til
boð Marconi-félagsins 1904 hefði
orðið okkur lang hagkvæmasta
lausnin á þessu máli. Hún hefði
gefið okkur öruggasta og bezta
sambandið við útlönd og orðið
með tímanum stórgróðalind fyrir
landssjóð. Því neyðarlegra er
það, að þegar þetta tilboð kom
fram, voru næstum allir sam-
mála um að það væri með öllu
óaðgengilegt. Menn rugluðu sam
an þörfum innanlandssíma og
sambands við útlönd og vankant
ar tilboðsins voru taldir þeir
helztir, að ekki fengist samband
við hina kaupstaðina, Akureyri
og Seyðisfjörð".
En þarna var við ramman reip
að draga.
„Það er upplýst,“ segir Þor-
steinn, „að Hannes Hafstein hafi
á nokkru tímabili verið í vafa
hver sem ástæðan var og þá
skrifað bréf út til Kaupmanna-
hafnar um að fá sig losaðan frá
símasamningnum. En andsvörin
voru hneykslanarfullar upphróp
anir og undrun Hage samgöngu-
málaráðherra, — hvort Hannes
meinti það raunverulega, að
hann ætlaði að gera að engu alla
þá samstöðu, samninga og íviln-
anir, sem fengizt hefðu með ær-
inni fyrirhöfn. Þannig er aug-
ljóst, að Hannes var sjálfur kom
inn í klípu í málinu og gat ekki
dregið sig út úr því, þó svo, að
hann hefði eygt aðra hagkvæm-
ari lausn".
Næsta stórmál á eftir síma-
málinu var Uppkastið 1908. Firna
mikið hefur verið skrifað um
það mál allt saman. En ég efast
um, að nokkur maður hafi gert
því betri skil en Þorsteinn gerir
í þessari bók sinni. Einkum hef-
ur mikið verið skrifað um hlut-
verk einstakra manna í máli
þessu, t.d. í ævisögum, sem um
þá hafa verið skrifaðar. En sú
hefur verið árátta íslenzkra ævi-
sagnaritara, að þeir hafa jafnan
talið sér skylt að verja allar gerð
ir sögupersóna sinna, enda þó
þeir yrðu um leið að halla á and-
stæðinga þeirra. Þannig hefur
Hannesi Hafstein verið hælt
fyrir, hve drenglyndur og prúð-
mannlegur hann hafi verið and-
spænis öllu því aurkasti, sem
mótherjar hans meyktu á hann
í blöðum sínum. Um þetta segir
Þorsteinn Thorarensen:
„Stundum hefur verið gerður
-samanburður á þeim höfuðand-
stæðingunum, Hannesi Hafstein
og Birni Jónssyni í ísafold. Og
þá hefur verið bent á það, hve
baráttuaðferðir þeirra hafi verið
ólíkar. Hannes hafi alltaf verið
heiðarlegur og hófsamur. Með-
an Björn lét „róginn og svívirð-
ingarnar“ dynja á Hannesi, þá
hafi ráðherrann verið svo góð-
ur maður, að aldrei hafi hann
svarað í sömu mynt, heldur allt
af sýnt Birni fulla kurteisi. En
þessi samanburður er ekki fylli-
lega sanngjarn, vegna þess að
Hannes skrifaði ekki í blöðin.
Til þess hafði hann aðra þjónustu
menn sína, og það voru engar
smákempur, men á borð við Jón
ólafsson, Hannes Þorsteinsson,
Þorstein Gíslason og Lárus H.
Bjarnason, þrír þeirra í tölu
fremstu blaðamanna, sem við
höfum átt, og allir mjög ritfærir
menn og svo harðir í horn að
taka, að það var ekki hætta á því
að Björn í ísafold ætti neitt inni
hjá þekn í baknagi og illyrðasend
ingum þeim, sem þá settu svo
mjög svip sinn á íslenzka blaða-
mennsku".
Þá segir Þorsteinn, að margt
bendi „til þess, að andstæðingar
Björns í ísafold hafi beinlínis ætl
að að færa sér það í nyt, að
þeir vissu, að hann var orðin bil
aður á taugum, hann skyldi
aldrei hafa frið fyrir óvægileg-
um árásum. Þeir háðu taugastríð
gegn honum og leikurinn tókst.
Þeir héldu Birni í stöðugu upp-
námi og starfsþhrek hans og
dómgreind bilaði“.
— ★ —
Vera má, að ofangreindar til-
vitnanir séu um of handahófs-
legar til að sýna rétta mynd af
bók Þorsteins Thorarensens. Er
því skylt að geta þess, að Þor-
steinn er að dómi undirritaðs á-
kjósanlega hlutlaus gagnvart
þeim mönnum og málefnum, sem
hann fjallar um.
íslenzkir fræðimenn hafa löng
um tamið sér varfærnislega, en
um leið drýgindalega frásagnar-
aðferð. Þorsteinn fer ekki að
þeirri hefð. ísmeygileg laun-
drýldni er fjarri skrifum hans.
Hann talar hiklaust, stundum
kannski fullpersónulega, en um
fram allt skýrt og skorinort.
Hann ástundar lítt að baktryggja
sig með gamalkunnum varnögl-
um eins og:: „talið er“, „álitið
er“, „hallazt er að“, og svo fram-
vegis. Hann segir frá eins og
blaðamaður, sem skrifar um það,
sem hann hefur sjálfur heyrt og
séð. Honum lætur vel að segja
frá áhrifamiklum atburðum. Og
mannlýsingar hans eru með á-
gætum. Er ekki t.d. eins og mað-
ur hafi þekkt Magnús Stephen-
sen landshöfðingja persónulega
eftir að lesa lýsing Þorsteins á
þeim svipmikla embættismanni?
í fótspor feðranna er stór bók
og viðamikil. Með hliðsjón af
innri frágangi virðist hún vera
helzti hraðunnin. Sums staðar
bregður fyrir hæpnum orðasam-
böndum. Annars staðar virðist
sem línur hafi fallið niður úr
textanum; og prentvillurnar eru
sorglega margar.
Allmargar myndir prýða bók-
ina, og munu þær, flestar eða
allar, vera frá þeim tíma, sem
hún fjallar um.
Hefur Þorsteinn Thorarensen
með þessu riti sínu unnið bæði
mikið verk og þarft. Bók hans
verður eflaust lengi lesin og
rædd, og er það að makleikum.
Erlendur Jónsson.
Æskufjör og ferðagamao
Endurminningar Björgúlfs Ólafssonar
NAFN Björgúlfs Ólafssonar
var sveipað talsverðum ævintýra
ljóma í hugum okkar, sem vor-
um að lesa læknisfræði fyrir
hartnær hálfri öld. Öll læknis-
efni áttu það að vísu fyrir sér að
dvelja nokkurn tíma sem kandi-
datar á erlendum spítala, og þó
varla nema í' Danmörku eða
Noregi, og einstaka maður hugs-
aði svo hátt að komast til Ber-
línar, Yínarborgar eða Edinborg-
ar til stuttrar námsdvalar. Nokkr
ir Hafnarkandídatar höfðu ílenzt
í Danmörku og aðrir, sem ekki
luku prófi hér heima, hrökkluð-
ust til Ameríku í von um auð
veldari prófskilyrði við einhvern
útkj álkaháskóla þar. Hitt var al-
gert einsdæmi, að íslenzkur lækn
ir réði sig til starfa suður í hita-
belti og það meira að segja sem
herlæknir, gangandi þar i mjall-
hvítum einkennisbúningi með
gullskúfa á öxlum og sverð við
hlið við hátíðleg tækifæri og
hafandi þjón á hverjum fingri.
Ef til vill miklaði fjarlægðin
þennan frama nokkuð í okkar
augum, því að læknisstarf hefur
sína erfiðleika í för með sér,
ekki síður í hitabeltinu en norður
undir heimskautsbaug.
Fáir eru hæfir til mikilla starf a
í heimalandi sínu eftir dvöl á
annan áratug í hitabeltinu, en
það sannaðist ekki á Björgúlfi.
Hann kom aftur heim, keypti
Bessastaði og bjó þar sem herra-
garðseigandi í 12 ár, en lagði þó
ekki læknisstörfin á hilluna ,því
að hann brá sér öðru hvoru út
í héruð og varð þar staðgöngu-
maður, svo sem stuttan tíma fyr
ir mig á Blönduósi að sumri til,
en síðar í ýmsum öðrum héruð-
um og það að vetrarlagi, síðast á
æskustöðvum sínum í Ólafsvík,
og var þá orðinn sextugur. Þá
fyrst má segja, að hann settist í
helgan stein, en gegndi þó störf-
um holdsveikralæknis og fékkst
BJORGULFUR ÖLAFSS0N LÆKNIR
ÆSKUFJÖR og
FERÐAGAMAN
endurminningar
við ritstörf, skrifaði m.a. tvæ
bækur um lífið í Indíalöndum.
Björgúlfur sýndi með báður
þessum bókum, að hann í ríkun
mæli á þann ágæta læknishæfi
leika að hafa glöggt auga fyri
margbreytilegu mannlífi, á:
þess að líta á það of hátíðlega. i
Framhald á bls. 21