Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. nðv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 STJÓRNIR Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur hafa látið endurprenta læknablað það, sem próf. Guðm. Hannesson gaf út á Akureyri í byrjun þessar ar aldar. Er þetta gert í tilefni 100 ára afmælis próf. Guðmundar þ. 9. september í haust, og vilja læknasamtökin á þann hátt votta minningu hans virðingu sína og þökk fyrir hið mikla framlag hans til eflingar íslenzkra lækna samtaka og læknismenntar og jafnframt til framfara í íslenzk- um heilbrigðismálum almennt. í bókinni eru árgangarnir þrír, sem út komu af þessu læknablaði, bundnir saman í eitt og telur bókin alls 288 blaðsíður auk titil- blaða og efnisyfirlits. Bókin er ljósprentuð á vandaðan pappír og virðist prentunin hafa tekizt með ágætum. A fundi fréttamanna og stjórn- Stjórnarmeðlimir læknasamtak anna ásamt frú önnu Guð- mundsdóttur á fundinum í gær. Læknasamtökin heiöra minningu próf. Guðmundar Hannessonar Gefa út læknabfað hans frá byrjun aldarinnar armeðlima læknasamtakanna sagði próf. Ólafur Bjarnason, að prentsmiðjan Litbrá ætti þakkir skilið fyrir vandaða vinnu, sem og Félagsbókbandið fyrir sérstaklega smekklegt bókband og vel af hendi leyst. Bókin er í stóru broti og bundin í hvítt skinnlíki. Hún er ljósprentuð í 500 tölusettum eintökum, eftir eintaki, sem verið hefur í eigu eiginkonu Guðmundar, frú Karo línu ísleifsdóttur en er nú varð- veitt í Háskólabókasafninu. Próf. Guðmundur skrifaði allt blaðið eigin hendi, hektogra- feraði nokkur eintök og sendi starfsbræðrum sínum á Norður- og Austurlandi. Þetta var fyrsta læknablað sem út kom á íslandi, alls þrír árgangar. Próf. Ólafur vék síðan nokkr- um orðum að nokkrum æfiatrið- um próf. Guðmundar. Gat hann þess, að þrátt fyrir erilsamt starf í stóru læknishéraði hefði Guðmundur haft tíma til að skrifa, fjölrita og gefa út lækna- blað sitt, sem kom út annan hvorn mánuð í þrjú ár. Blaðið var fyrst og fremst ætlað lækn- um, en í því er margan fróðleik að finna, sem almenning varðar og það er merk söguleg heimild um heilbrigðisástand með þjóð- inni á þeim tíma sem og ýmsa lifnaðarhætti fólks. f nóvemberblaði 1902 er rit- gerð um ætlunarverk læknanna og kemst Guðmudur Hannesson að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki fyrst og fremst að lækna sjúkdóma heldur að fyrirbyggja sjúkdóma. í marz og aprílblöð- um 1903 er merk ritgerð um barnadauðann á íslandi. Vegna órtógra undirtekta og skilningsleysis gafst Guðmund- ur upp á að halda blaðinu úti lengur en þrjú ár, en margar af þeim hugmyndum sem hann bar þar fram og barðist fyrir voru síðar teknar upp og born- ar fram til sigurs. Útgáfa stétt- arblaðs lækna lá svo niðri til ársins 1915, en þá kom Guð- mundur því til leiðar að hafin var útgáfa þess læknablaðs, sem síðan hefur komið út óslitið. Var hann ritstjóri þess um fjölda ára. Á fundi læknanna og frétta- manna var stödd dóttir Guðmund ar Hannessonar prófessors, frú Anna Guðmundsdóttir. Fyrrgreind bók verður afgreidd til áskrifenda, en eftir 1. desem- ber verður hún seld almenningi í Domus Medica. Þorsteinn Jósepsson með bókiaa .Landiff þitt' „Landið## þitt staðfræðiorðabók Fyrsta bók sinnar t DAG kemur í bókaverzlanir ný bók, sem Þorsteinn Jósepsson, blaðamaffur hefur tekiff saman. Nefnist hún „Landið þitt“ og er þar rakin í fáum orffum saga og eérkenni nær 2000 bæja og staffa á íslandi. Útgefandi er bókaút- gáfan Örn og örlygur h.f., en þaff fyrirtæki er nýtt af nál- inni. Bókina prýffa 40 heilsíðu- myndir víffsvegar af landinu, eem höfundurinn, löngu þjóð- kunnur ljósmyndari, hefur tekið. tegundar hérlendis í formála fyrir bókinni segir Þorsteinn m.a.: »Tilgangurinn með þessari bók var upphaflega sá, að vera ferða fólki, sem legði land undir fót, til nokkurrar fræðslu, er það bæri að garði á sögustöðum eða stöðum, sem .væru frá náttúrunn ar hendi skoðunarverðir. í til- efni af þessu hefur verið samm sérstök skrá í bókarlok yfir upp- sláttarorð hverrar einstakrar sýslu til að auðvelda ferðalöng- um að afla sér upplýsinga um markverðustu staði, þar sem þeir eru hverju sinni staddir. En „Landið þitt“ hefur orðið það umfangsmikil við samningu, að bókin ætti að geta orðið fleirum að liði en ferðalöngum á skyndireisu um landið. Hún á að geta orðið hverjum einstak- lingi að liði við að rifja upp átthagafræði heima — eða ná- grannabyggðir sínar, ætti einnig að koma skólanemendum að gagni, svo og hverjum öðrum, sem fræðast vill um land sitt og þjóð". Ennfremur segir höfundur síð- ar í formálsorðum sínum: „En mér er ljóst að allar afsak anir eru tilgangslausar. Bókin er komin út í þeirri mynd, sem ég hef samið hana og verð ég að taka á mig ábyrgðina á göllum hennar og vöntunum. Einn af menntamönnum þessarar þjóðar hughreysti mig eftir að hafa kynnt sér efni bókarinnar að nokkru, er hann sagði, að slík bók sem þessi yrði aldrei full- komin í frumútgáfu. Hún gæti ekki orðið annað en gallagripur. Hins vegar væri hér um þjóð- þrifaverk að ræða og væri furðu- legt, að útgáfa íslenzkrar stað- fræðiorðabókar skyldi ekki haf- in fyrir löngu. En bókina væri fyrst hægt að gera vel úr garði í endurútgáfu, þegar þjóðin öll hefði lagzt á eitt við að sníða af henni hortittina, leiðrétta hana og endurbæta. Og á þann hátt vona ég að „Landið þitt“ verði einhverntíma góð bók og þjóð- inni þörf, þótt frumsmíðin sé gölluð.“ Uppsláttarorðin í bókinni eru í stafrófsröð og í bókarlok er nafnaskrá þar sem uppsláttarorð innan hverrar sýslu landsins eru talin upp í stafrófsröð. Eru frá 70—90 uppsláttarorð innan hverr ar sýslu í bók þessari. Þá er og getið heimildarmanna um land allt, sem höfundur ritaði til er hann hóf samningu bókarinnar, en margir þeirrar veittu honum glöggar og greinargóðar upplýs- ingar um staði og bæi heima- héraðs síns. Að öðru leyti hefur höfundur sjálfur viðað að sér miklum fróðleik um staðhætti og bæi á löngum blaðamannsferli sínum og tíðum ferðalögum um landið. Tæp tvö ár eru síðan Þorsteinn hóf samningu þessarar bókar að beiðni Örlygs Hálfdánar sonar, sem rekur fyrrgreinda bókaútgáfu ásamt Erni Marinó- syni. Bókin er öll hin eigulegasta í fallegu bandi og prýdd 40 heil- síðumyndum, eins og fyrr var getið. Kápa og útlit bókarinnar er gerð af auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar. Prentun og bók band annaðist Prentsmiðjan Edda h.f. BAHCO LOFT- HURÐ O P I Ð r*-? í.v. 'i racx LO KAÐ: BAHCO LOFTHURÐ Hindrar gegnumtrekk, ryk og hitatap í vöru- geymslum og iðnaðar- húsnæði með stórum dyrum, sem oft þarf að opna. Skapar þægindl, sparar mikið fé og er sjálf ódýr í rekstri. FONIX SÍMI 24420 - SUÐURG. 10 - RVÍK FYRSTA FLOKKS FRÁ .... Bfaðaum- sagnir um úrslitin — í dönsku kosningunum Helsingfors, Osló og Stokk- hólmi 23. nóv. — NTB. BLÖÐUM á Norffurlöndum verff- ur í dag aff vonum ,tíðrætt um úrslit þingkosninganna í Dan- mörku, sem fram fóru í gær. „Hinn raunverulegi sigurvegari í þessum kosningum varð leiff- togi SF-flokksins, Aksel Larsen,“ sagði blaðið Ilta Sanomat í Helsinki í dag. Blaffiff er óháff, en styffur borgaraflokkana. „Lar- sen sigraði, og sigur hans er sér- staklega heizkur fyrir Jens Otto Krag, sem verffur nú tilneyddur aff viffurkenna aff stefna sú, sem hann hefur til þessa rekiff, hafi veriff misheppnuff. Höfuðástæðan til þess, aff róttækir kjósendur hafa snúizt gegn sósíaldemókröt- um er hin misheppnaffa húsnæff- ismálastefna, bætir blaffiff viff.“ „Kosningarnar í Danmörku voru reiðarslag fyrir þær áætl- anir hinna stóru borgaraflokka þar um að mynda borgaralega ríkisstjórn", sagði Aftonbladet (sósíaldemókratískt) í Stokk- hólmi í ritstjórnargrein í dag. „Að sjálfsögðu er ekki hægt að komast hjá því að verða var við þingmannatap sósíaldemó- krata, en það sem skiptir máli fyrir danska sósíaldemókrata er að meirihluti kjósenda hafnaði borgaraflokkunum." Blaðið Expressen í Stokkhólmi, sem styður Folkepartiet, segir í dag að hin eðlilega afleiðing úr- slitanna verði sú, að Krag stjórni áfram. „Líkt og venjulega mun hann reyna að koma í samstarfi á sem breiðustum grundvelli. Til þess að geta komið fram ýmsum stjórnmálaaðgerðum, sem borg- araflokkarnir eru andsnúnir, mun hann styðjast við SF-menn. En enda þótt hreyfing hafi verið til vinstri í þessum kosningum, þarf það ekki að þýða að til- hneigingin sé til vinstri í raun- hæfum dönskum stjórnmálum. Ekki þarf að búast við mjög róttækum breytingum, a.m.k. ekki varðandi mikilsverðusta atriði. Tap það, sem Venstre og Ihaldsflokkurinn urðu fyrir, kann að leiða til þess að þessir flokkar sýni meiri skilning á samstarfstilboðum frá ríkis- stjórninni." Oslóblaðið Verdens Gang sagði í dag, að sigur SF-flokksins hafi verið miklu meiri, en búizt hafði verið við, og úrslitin hafa verið mikið áfall fyrir sósíaldemó- krata. „Það, sem að öðru leyti kom mest á óvart, var tap íhaldsmanna. Það er ljóst, að Danmörk mun eftir þessi úrslit verða stjórnað áfram af minni- hlutastjórn sósíaldemókrata", seg ir Verdens Gang. ' Siglufirði, 24. nóv. ÞAÐ þykir næsta fátítt hér að síld sé söltuð í nóvembermán- uði, og þó var svo gert aðfara- nótt laugardagsins og í fyrra- dag. Var þar um að ræða 380 tonn úr v.b. Oddgeiri, sem alit fór í söltun, og SigJfirðingur kom með 70 tonn, sem for að leyti í söltun, en einnig litils- háttar magn í bræðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.