Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. nóv. 1966 Verzlunarfyrirtæki úti á landi hefur ákveðið að halda vörumarkað í hálfan mánuð fyrir jól á ýmsum vörum t d. fatnaði, gjafavörum, húsgögnum o. fl. Þeir, sem hafa áhuga fyrir að koma vörum á þenn an markað, gjöri svo vel að senda tilboð, merkt: „Markaður — 8540“ á afgr. Mbl. fyrir nk. mánu- dagskvöld. Icms Staða við veöurathuganir og kortaritun á Veður- stofunni á Reykjavíkurflugvelli, er laus til um- sóknar. Umsækjendur þurfa að hafa gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun, vera heilsuhraustir og hafa góða rithönd. Vélritunarkunnátta æskileg. — Laun eru samkvæmt 10. flokki launasamninga ríkisstarfs manna og auk þess vaktaálag. — Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Veðurstofunnar fyrir 15. des. nk. Veðurstoía íslands Barnaverndarfé- lögin söfnuðu 260 þús. kr. BARNAVERN DARFÉLÖGIN höfðu árlega fjársöfnun sína 1. vetrardag, barnaverndardaginn. Alls söfnuðust 260 þús. krónur, þar af helmingurinn ‘hjá Barna- verndarfélag'i Reykjavíkur. Þetta félag leggur árlegan ágóða af fjársöfnun sinni í Heimilis- sjóð taugaveiklaðra barna. í október þetta ár greiddi félagið 160 þús. krónur í Heimilissjóð. Heimilissjóður þiggur hverja gjöf, smáa og stóra. Gjafir í sjóð inn eru skattfrjálsar. Gjaldkeri séra Ingólfur Ástmarsson, bisk- upsritari. Barnaverndarfélag Akureyrar safnaði 45 þús. krónum. Það rek ur myndarlegan leikskóla, sem bætir úr brýnni þörf. Barna- verndarfélag ísafjarðar safnaði 35 þús. krónum. Það rekur stórt dagheimili handa börnum mæðra, sem vinna utan heimilis. Hvert félag hefir sitt ákveðna verkefni. Öll hafa þau fundið vandamál, sem aðkallandi var að sinna, bæði sameiginlega og hvert á sínum stað. Jólaföt á drengina 4 — 10 ára Rauðir jakkar, dökkar buxur. Bláir jakkar, gráar buxur. Glæsilegur jólabúningur. Vea^'un Ó.L. Traðarkotssundi 3. (Á móti Þjóðleikhúsinu). Tannlæknar itiunið ILFORD Röntgenfilmur og framköllimarefni. Einkaumboð: HAIfKAR m. Garðastræti 6 — Sími 16485. (Frá Landssambandi ísl. barnaverndarfélaga). Olíusamningar við Rússa OLÍUSAMNINGAR við Rússa voru undirritaðir í gær, en ís- lenzk samninganefnd hefur ver- ið í Moskvu að undanförnu. Kaupa íslendingar svipað magn af benzíni og verið hefur, en Rússar hafa lofað að bæta gæði þess, hækka oktantöluna í 93. Hvað síldarsölu íslendinga til Rússlands viðkemur hefur verið gerður rammasamningur, en áframhaldandi samningar eiga eftir að fara fram um verðið. BYLTING I LJÓSPRENTUN APECO er fjölhæf „elektrostatisk“ vél sem ljósprentar allt: skjöl, bækur, liti og hluti. 'Ar APECO er sjálfvirk. APECO er hraðvirk. APECO skilar mynd- um á ódýran og góðan pappír. Aldrei hefur svo fjölhæf vél, við jafn lágu verði, verið kynnt á íslenzkum markaði. Sýnisvél á staðnum. OTTO A. MICHELSEN Klapparstíg 27 — Sími 20560. íslenzkar konur hafa viökvæma huS CORYSE SALOMÉ Snyrtivörurnar hafa reynst þeim bezt, sem reynt hafa valhöll Laugavegi 25 uppi sími 22138

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.