Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. nóv. 1966 mm Eric Ambler: Kvíðvænlegt feriaíag — Hann hætti ofsnemma að spila, sagði José. — En hafðu engar áhyggjur. Ég á eftir að ganga betur frá honum. — Kannski er hann búinn að ganga frá þér? — Kannski er hann góður spilamaður? skaut Graham inn í kurteislega. José leit á hann, önugur á svipinn. — Hyað ætlið þér svo sem vitið um það? — Ekkert, svaraði Graham kuldalega. — Ekki veit ég nema þér sjálfur séuð bara lélegur spilamaður. — Yður langar kannski í slag? — Það held ég ekki. Mér leið- ist öll spilamennska. José glotti. Jú, ég skil. Þér hafið kannski annað betra fyrir stafni. Hann saug tennurnar. — Þegar hann er í vondu skapi, útskýrði Josette, — getur hann ekki verið kurteis. Þá er ekkert við hann að fást. Honum er alveg sama, hvað fólk hugsar. José setti á sig stút og varð sætur á svipinn. „Honum er sama, hvað aðrir hugsa“, endur- tók hann með háðslegri kven- rödd. En svo komst andlitið á honum aftur í eðlilegar stelling- ar. — Já, skyldi mér ekki vera sama, hvað fólk hugsar? spurði hann. — Þú gerir þig bara hlægileg- an, sagði Josette. — Ef fólkið þolir mig ekki, getur það farið fram á kamar, sagði José og var hinn herská- asti. — Það væri vel sioppið, sagði Graham. Josette skríkti. José gretti sig. — Ég skil ekki, hvað þér eruð að fara, sagði hann. Graham sá ekki neinn hag í því að fara að útskýra það nán- ar. Hann lét eins og hann sæi ekki José og sagði á ensku. — Ég ætlaði að fara að fá mér eitt glas? Eruð þér með í því? Hún var eitthvað efablandinn á svipinn. — Ætlið þér að bjóða José upp á glas líka? — Þarf ég þess? — Ég losna ekki við hann. — José honfði á þau með fjandsemissvip. —- Það er ekki klóklegt að móðga mig, sagði hann. — Það er enginn að móðga þig, asninn þinn. Herrann hérna er að bjóða okkur upp á glas. Lang ar þig ekki í eitthvað að drekka? Hann ropaði. — Mér er svo sem sama, með hverjum ég drekk ef ég get skroppið burt af þessu andstyggðar þilfari. — Hann er svo kurteis, sagði Josette. Þau höfðu lokið úr glösunum þegar bumban var barin til há- degisverðar. Graham fann fljót- lega, að það hafði verið skyn- samlegt af honum að lofa spurn ingunni um framkomu sína við Haller að svara sér sjálfri. Því að það var „Haller“, sem kon> þegar barið var, Haller, sem heilsaði Graham, eins og ekkert hefði í skorizt og tók þegar að þylja heila romsu um An, hinn súmeriska guð himinsins. Að- eins einu sinni gaf hann til kynna, að afstaða þeirra Grahams, hvors til annars hefði tekið nokkrum breytingum. Skömmu eftir að hann hóf ræðu sína, kom Banat, og settist við borðið. Möller þagnaði og leit yfir borðið til hans. Banat starði á móti, ólundarlega. Möller sneri sér einbeittlega að Graham. — Hr. Mavrodopoulos e'r eins og hann hafi orðið fyrir ein- hverjum ' vonbrigðum, sagði hann, — rétt eins og honum hafi verið sagt, að hann megi ekki gera eitthvað, sem hann langar mikið til að gera. Finnst yður það ekki, hr. Graham? Það væri gaman að vita, hvort nokk- ur alvara verður úr þessúm von brigðum hans? Graham leit upp frá diskinum og mætti augnatillitinu, sem stóð á honum. Það var enginn vafi á spurningunni, sem skein út úr ljósbláu augunum. Hann vissi, að Banat var líka að horfa á hann. Hann sagði hægt og sett lega: — Það væri ekki nema ánægja að láta hr. Mavrodop- oulos verða fyrir vonbrigðum. Möller brosti og brosið náði alla leið til augnanna. — Já, það væri það. En látum oss nú sjá. Hvað var ég að segja? ó, já ........................... tefionaráWæðln breytasf sffell* I HTum og aiunztrum. t)*> *œðu» tízkan hverjl) <lnnL BU Dreytist (ð etRT, vðruvðndtm verk- Lengra varð talið ekki og Graham hélt áfram að matast, vel vitandi, að eitt vandamál dagsins, að minnsta kosti, var leyst. Hann þyrfti ekki að fara til Möllers að fyrra bragði — Möller mundi koma sjálfur. En Möller fór sér sýnilega hægt að því. Eftirmiddagurinn ætlaði aldrei að líða. Kuwetli hafði sagt, að þeir tveir skyldu alls ekki tala neitt saman, og Graham þótti ráðlegast að bera fyrir sig höfuðverk, þegar Mat- his stakk upp á að koma í bridge. Þessi neitun hans orkaði sniðug- lega á Frakkann. Hann var eitt- hvað einkennilega tregur og óró- legur við að taka afsökunina til greina, og leit út eins og hann hefði ætlað að fara að segja eitt- hvað áríðandi, en séð sig um hönd. Það var þessi óróleiki í svip hans, sem Graham hafði orðið var fyrr um morguninn. En Graham hætti fljótt að hugsa um það, þar eð hann hafði ekki teljandi áhuga á þeim Matishjón um. Möller, Banat og Josette höfðu gengið til káeta sinna, þegar eftir mat. Frú Beronelli hafði látið til leiðast að gerast fjórði maður með Matishjónunum og Kuwetli, og virtist skemmta sér vel. Sonur hennar sat hjá þeim, með afbrýðissemi í svipnum. Graham sneri sér að tímaritun- um í örvæntingu sinni. En þegar klukkan var að verða fimm, var eins og spilafélagið leystist upp, og til þess að sleppa við að tala við Kuwetli, fór Graham út á 37 þilfar. Sólin skein, sem lítt hafði gætt frá því daginn áður, stafaði nú rauðum geislum gegn um skýin, sem voru tekin að þynn- ast, rétt uppi yfir sjónhringn- um. Til austurs var ströndin, sem hafði rétt orðið eygð um morguninn, hulin í blýgráum þokubakka, og ijósin í borginni voru tekin að blika. Skýin voru á hraðri ferð, rétt eins og storm- ur væri að nálgast og þungir regndropar féllu á ská niður á þilfarið. Hann hörfaði í skjól fyr ir regninu og fann þá, að Mathis stóð við hliðina á honum. Frakk inn kinkaði kolli. — Jæja, var gaman að spila? spurði Graham. — Já, mjög sæmilegt. Við frú Beronelli töpuðum. Hún hefur afskaplega mikinn áhuga, en spilar ekki að sama skapi vel. — Svo að þið hafið þá ekki misst annað en áhugann við mína fjarveru. Mathis brosti, eins og ofurlítið órólegur. — Ég vona, að yður sé batnaður höfuðverkurinn. — Já, ég er miklu skárri, þakka yður fyrir. #, Nú var farið að rigna fyrir alvöru. Mathis starði, skugga- legur á svipinn út í myrkrið, sem var að koma yfir. — Hunda- veður! sagði hann. — Já. Svo varð þögn, en þá sagði Matis allt í einu: Ég var hrædd- ur um, að þér vilduð ekki spila við okkur. Og það skyldi ég ekkert lá yður, ef satt væri. í morgun voruð þér svo almenni- legur að afsaka þetta við okk- ur. En það var nú ég, sem hefði átt að beiðast afsökunar. Hann leit ekki á Graham. — Ég er alveg viss um ........ fór Graham að tauta, en Matíhis hélt áfram, eins og hann væri að tala yið mávana, sem flögruðu kring um skipið. — Ég man ekki alltaf eftir því, sagði hann, gremjulega, — það, sem sum- um þykir skemmtilegt, hundleið- ist öðrum. Konan mín hefur vanið mig á að leggja ofmikið upp úr krafti orðanna. — Ég ér hræddur um, að ég skilji ekki ..... Matíhis leit til hliðar og setti upp skakkt bros. — Þér þekkið orðið encotilloné? — Ne; — Jæja, væna mín. í dag er Júlli litli orðinn alveg klár á símann. — Maður, sem er á valdi kon- unnar sinnar er encotillonné? — Já, við köllum það, að hann hafi konuríki. — Já, einmitt. Honum var ber sýnilega alveg sama um, hvað þetta væri kallað á öðrum tungumálum. — Ég verð að segja yður skrítlu um það. Einu sinni var ég sjálfur svona í vas- anum hjá konunni. Já, heldur betur! Eruð þér hissa á því? — Já, það er ég. Graham sá, að maðurinn ætlaði að fara að segja einhverja hetjusögu af sjálfum sér, og gerðist forvit- inn. — Konan mín var býsna skap- mikil hér áður fyrr, og það er hún enn, held ég, en nú verð ég bara ekki var við það. En fyrstu tíu árin af hjónabandinu okkar, var það hræðilegt. Ég var með ofur- litla verzlun. Tímarnir voru erfiðir og ég fór á hausinn. Það var ekki mér að kenna, en hún hélt því alltaf fram, að svo væri. Er konan yður geðvond? — Nei, hún er afskaplega skapgóð. — Þér eruð heppinn. Árum saman lifði ég þannig í eymd. En svo gerði ég uppgötvun. Það var einhver sósíalistafundur _ í borginni og þangað fór ég. Ég var konungssinni, skiljið þér. Fjölskyldan mín átti ekkert til, en hún átti fínt nafn, sem hún hefði gjarna viljað geta notað, án þess að nágrannarnir gerðu gys að því._ Ég var af þessari fjölskyldu. Ég fór á þennan fund af því að ég var forvitinn. Ræðu- maðurinn var góður og hann talaði um Briey. Þetta vakti áhuga minn, af því að ég hafði verið við Verdun. Viku seinna vorum við með einhverjum kunningja í kaffihúsi og þar end urtók ég það, sem ég hafði heyrt. Konan mín hló, eitthvað ein- kennilega. En þá, þegar ég kom ’heim, gerði ég þessa merkilegu uppgötvun. Ég fann, að konan mín var snobb og heimskari en ég hafði haldið hana vera. Hún sagði, að ég hefði auðmýkt sig með því að halda þessu fram rétt eins og ég tryði því. Allir hennar vinir væri virðingarvert fólk, og ég mætti ekki tala eins og ég væri verkamaður. Hún fór að grenja og um leið vissi ég, að nú var ég orðinn frjáls mað- ur. Ég hafði vopn í höndum, sem ég gat notað gegn henni. Og ég notaði það. Ef hún ætlaði að fara í taugarnar á mér, var ég á svip- stundu orðinn sósíalisti. Ég pre- dikaði um afnám gróðans og fjölskyldunnar yfir hausamót- unum á þessum smákrömurum og konum þeirra, sem voru helztu kunningjar hennar. Ég keypti bækur og flugrit til þess að gera röksemdirnar mínar enn þá meira drepandi. Og konan mín varð þæg eins og lamb. Hún fór að búa til matinn, sem mér þótti beztur, til þess að ég skyldi ekki gera henni skömm til. Hann þagnaði. — Þér eigið þá við, að þér meinið ekkert með öllu þessu, sem þér hafið verið að segja um Briey og bankastarfið og auð- valdið? sagði Graham. Mathis brosti ofurlítið. — Það er nú einmitt skrítlan, sem ég var að segja yður frá. Um nokk- urt skeið var ég frjáls maður og gat skipað konunni minni fyr ir, og mér var farið að þykja vænt um hana. Ég var forstjóri i stórri verksmiðju. En svo dundi ógæfan yfir. Ég komst að því, að ég var farinn að trúa þessu, sem ég hafði verið að halda fram. Bækurnar, sem ég las sýndu mér, að ég hafði fundið sannleikann. Ég sem var fæddur konungssinni, gerðist nú sósíal- isti af sannfæringu. Og, sem verra var, ég varð einskonar sósíalista-píslarvottur. Það koia verkfall í verksmiðjunni og ég, forstjórinn, studdi verkfalls- mennina. Ég var í engu félagi. Vitanlega! Og pví var ég rek- inn. Það var nlægilegt! Hann yppti öxlum. Svo að hér er ég. Ég er orðinn maður heima hjá mér, en verð að gjalda þess með því að vera leiðindaseggur utan heimilisins. Skrítið, finnst yður ekki? Graham brosti. Hann var kom inn að þeirri niðurstöðu, að hann kynni bara vel við Mathis. Hann sagði: — Víst væri það skrítið, ef það væri allskostar satt. En ég get fullvissað yður um, að það var ekki af hræðsiu við leiðindi, að ég hlustaði ekki á yður i gærkvöldi. — Þér eruð mjög kurteis, sagði Mathis, eins og í vafa, — en .......... — Nei, hér var ekki um neina kurteisi að ræða. Þér skiljið, að ég vinn fyrix vopnasmiðju, og því hef ég haft mikinn áhuga á því, sem þér hafið verið að segja. Og um sumt er ég alveg á sama máli og þér. Nú varð svipbreyting á Frakk anum. Hann roðnaði, en svolítið ánægjubros lék um varir hans, og nú sá Graham í fyrsta sina svipinn á honum mýkjast ofur- lítið. — Um hvaða atriði eruð þér ekki sammála? spurði hann, með ákafa. Á þeirri stundu var Graham það ljóst, að hvað svo sem hefði annað komið fyrir hann þarna um borð, hafði hann nú eignazí einn vin. Þeir voru enn í rökræðum, þegar Josette kom út á þilfar- ið. Mathis neyddist til að gera hlé á ræðu sinni til þess að sýna henni skylduga kurteisi . — Madame!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.