Morgunblaðið - 25.11.1966, Page 23

Morgunblaðið - 25.11.1966, Page 23
Föstudagur 25. nðv. 1968 MORGU NBLAÐIÐ 23 Aðventukvöld Grensássóknar NÆSTKOMANDI sunnudags- kvöld verður aðventukvöld Grensássafnaðar, og hefst dag- skráin í samkomusal Breiða- gerðisskóla kl. 20.30, en þar hafa guðsþjónustur og aðrar samkom ur safnaðarins farið fram frá upphafi. Á samkomu þessari mun próf. Jóhann Hannesson flytja stutt erindi um hinar kristnu stór- hátíðir, og Bjarni E. Guðleifs- son cand. agric. sýnir litskugga- myndir frá Noregi. Þá mun Guð- rún Tómasdóttir syngja nokkur jólalög, og kirkjukór safnaðarins syngjur einnig nokkur lög. Safnaðarfólk og aðrir borgar- búar eru velkomnir á samkom- r- ':W: una. Felix Ólafsson. Til nokkurra óeirða kom úti fyrir húsakynnum bandarísku upp lýsingaþjónustunnar í Kuala Lumpur, höfuðborg Malaysíu, er Johnson forseti kom þangað á sunnudag. Safnaðist þar saman hópur manna og lýsti andúð sinni á Bandaríkjunum en sérleg uppþota-lögregla kom á vettvang og dreifði hópnum. I átökun um var einn úr hópnum skotinn ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu, er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. T rúarleiðtogi Hindúa handtekinn á Indlandi — Vildi svelta sig til bana i mótmælaskyni v/ð slátrun kúa Nýju Delhi, 22. nóv. NTB — AP. • JAGATGURU Shankarac- harya yfirmaður hofsins í Furi í Orissa á Indlandi, — einn af fjórum helztu leiðtogum Hindúa var handtekinn skömmu fyrir sólarupprás í morgun og fluttur til Pondicherry, fyrrum yfirráðasvæðis Frakka, sem er um 160 km suður af Madras. • Hann hafði á sunnudag lýst því yfir, að hann mundi svelta sig til bana í mót- mælaskyni við slátrun kúa í Ind landi. Föstuna hóf hann þegar á sunnudagsmorgun og hafði því ekki neytt matar i tvo sólar- hringa, þegar hann var hand- tekinn á bakka hins heilaga fljóts Jumna. Y. B. Qhavan, innanríkisráð- herra skýrði frá þessu á þing- fundi í dag, eftir að spurning- um hafði rignt yfir hann um það, hvar leiðtoginn væri niður kominn. Sagði hann, að ríkis- stjórnin hefði talið áhjákvæmi- legt að grípa til þessa ráðs til þess að koma í veg fyrir það öngþveiti, sem fyrirsjáanlegt væri í landimj, tækist Jagatguru að svelta sig til bana. Nokkur mannfjöldi safnaðist saman við þinghúsið í Nýju Delhi til þess að mótmæla handtökunni og voru 80—90 manns handteknir. í þingsalnum sjálfum brugðust menn reiðir vil þessum upplýs- ingum. Einn þingmanna lýsti því yfir, að þetta væri svívirða hifi -mesta. Staða Shankarac- haryans meðal Hindúa væri svip uð og staða páfa meðal kaþólskra og sagði hann eins líklegt, að ráðstöfun þessi yrði til þess að hleypa öllu í bál og brand á Indlandi. Einn þingmaður óháðra, M. Amey sem er 86 ára, lýsti því yfir, að hann mundi sjálfur svelta sig til bana í mót- mælaskyni við handtöku trúar- leiðtogans. Forseti þingsins fékk hann þó ofan af þeirri fyrir ætlun, a.m.k. að sinni — Amey kvaðst a.m.k. skyldu fresta föstu sinni um eina viku. Jagatguru Shankaracharya af Puri er virkur félagi í nefnd þeirri, er berst fyrir verndun kúnna á Indlandi. Slátrun kúa er bönnuð í mörgum ríkjum landsins, þó ekki allsstaðar, en ríkisstjórnin hefur tekið þá stefnu að láta hvert ríki um sig útkljá málið fyrir sig. Orðsending til hárskerameSsta HÉR með skal vakin athygli á því að á yfirstandandi ári hefur verið unnið markvisst að því að koma á stofn fagskóla fyrir nem- endur í hárgreiðsluiðn. Vegna góðs skilnings á þessu nauðsynjamáli, hefur skólastjóri Iðnskólans og skólastjórn látið meistarafélagi hárskera í té hús- næði í Iðnskólanum fyrir fag- gkóla, tvær mjög glæsilegar skólastofur um 60 ferm. með sér inngangi hægra megin við aðaldyr skólans, og verður ekki a betra kosið. Þá hefur yfirkenn ari Iðnskólans verið okkar hægri hönd af mikilli alúð með ýmsar lagfæringar og teikningar vegna undirbúnings fagskólans. f þess- um tveimur stofum verður starf- semi þannig hagað að önnur verð ur aðallega not-uð fyrir kennslu en hin stofan hólf-uð niður til annarra afnota í þessu skyni, svo sem kennaraherbergi, snyrting, fatahengi og biðstofa fyrir við- skiptavini, sem að líkindum fá þjónustu ókeypis og fl. Allur aðbúnaður þar verður hinn á- kjósanlegasti. Við nefndarmenn berum fram beztu þak'kir til ofan greindra aðila fyrir frábæra fyrir greiðslu. Þá hefur allra tækja verið aflað af beztu gerð og kom- fn á viðkomandi stað og í því sambandi ýmsar nýjungar. Fag- skólinn mun taka til starfa upp úr áramótunum og mun standa yfir í tvo mánuði. Við höfum kynnt okkur starf- semi í slíkum skólum á Norður- löndum. Og á síðastliðnu ári kom hingað til lands á vegum menn- ingarnefndar Meistarafélags hár skera kennari frá fagskóla hár- skera í Danmörku, en hann hafði hér fagsýningar með aíburða undirtektum og kynnti starfsemi fagskóla í heimalandi sínu, sem hefur um 2000 nemendur. Af þessu var mikill fróðleikur og uppörfun. Við hárskerameist- arar höfum löngum fylgzt með eðlilegri þróun í iðngreininni, sem og aðrar iðngreinar, og allt- af virt réttindi okkar sem hrein- an helgidóm, enda ekki notað við veitta þjónustu gerfimanna- hópa, eins og megin þorrinn af iðngreinum landsins. Þess vegna viljum við háskerameistarar efla iðngrein vora að hún standi að jöfnu við aðrar þjóðir, sem hún hefur gert. Þá er það okkar mesta áhugaefni á miklum tízku tímum, að nemendur búi við hin beztu kennsluskilyrði sem fag- skólinn mun uppfylla. Ég vil að endingu biðja þá meistara, sem hafa hug á að koma nemendum um umræddan fagskóla, að til- kynna það sem fyrst. Ennfremur vil ég beint orðum mínum sér- staklega til meistara, sem úti á BAHCO Iðnaðarviftan sogar, loff, reyk, svarf, agnir, duft, o.fl. frá alls konar vélum og tækjum. Ótal auðvetdir upp- setningarmöguleikar. Einnig færanleg milli véla eða vinnustaða. Ómissandi við t.d. raf- og logsuðu, slípun, bíla- viðgerðir (púst) og ótalmargt annað. Fylgihlutir: Sog- og blástursbarkar, barkateng?, soghetta, öryggisnet yfir sogop, sé viftan notuð án barka. FYRSTA FLOKKS FRÁ Sími 2-44-20 Suðurgata 10, Reykjavík. FÖNIX Blaðburðarfóik vantar í eftirtalin hverfi: landsþyggðinni starfa, að þeir eiga aðild að fagskólanum, geta því að sjálfsögðu sent nemendur sína ef þeir óska. Allar upplýsingar eru veittar í síma 51168 hjá undirrituðum. Það er von okkar, sem höfum séð um undirbúning þessa máls, að koma á stofn fagskóla fyrir hárskeraiðnina, að afrakstur af þeirri vinnu marki þau spor, sem verði stétt vorri til heilla Guðm. Guðgeirsson. Hluti af Blesugróf Meðalholt Lambastaðahverfi Skerjaf. - sunnan fL Breðagerði Hraunteigur Seltjarnarnes Skólabraut AÆTLUN M.S. „KRONPRINS FREDERIK" 1967 Frá Kaupmannahöfn: 18/1, 1/2, 15/2, 1/3, 15/3, 1/4, 15/4, 29/4, 13/5, 27/5, 7/6, 17/6, 28/6, 8/7, 19/7, 29/7, 9/8, 19/8, 30/8, 9/9, 23/9, 7/10, /21/10, 4/11, 18/11, 2/12. \ Frá Reykjavík: 25/1, 8/2, 22/2, 8/3, 25/3, 8/4, 22/4, 6/5, 20/5, 1/6, 12/6, 22/6, 3/7, 13/7, 24/7, 3/8, 14/8, 24/8, 4/9, 16/9, 30/9, 14/10, 28/10, 11/11, 25/11, 9/12. Skipið kemur við í Færeyjum á báðum leiðum. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN Símar 13025 og 23985.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.