Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLADIÐ Föstudagur 25. nóv. 1966 smmaKmmmmmmmmmmmmmmmmmm ALÞINGI Úfvarpslögin til umræðu í Efri deild Á FUNDI efri deildar í gær flutti Gylfi I>. Gíslason mennta- málaráðherra framsögu fyrir frv. til laga um breyting á út- varplögum, en frv. er fram kom ið vegrna stofnunar sjónvarps í landinu. Gylfi Þ. Gíslason (A): í gild- andi lögum, eru engin ákvæði um sjónvarp, þótt hins vegar hafi verið litið svo á, að út- varpslögin hafi gildi þar um. Hins vegar þykir rétt, il að taka af öll tvímæli, að breyta útvarpslögunum, eins og lagt er til í þessu frv. Ölafur Jóhannesson (F): Það er mikið alvörumál, hvort hægt er að stofna ríkisfyrirtæki án lagaheimildar, og Alþingi verð- ur að standa fast á rétti sínum, að stórfyrirtæki verði ekki sett á laggirnar án samþykkis þess. Þetta frv. er heldur magurt og alls ekki þess virði að gera það að höfuðfrétt í kvöldfrétt- Á FUNDI neðri deildar í gær fiutti Halldór Ásgrímsson (F) framsögu fyrir frv., sem allir þingmenn Austurlands standa að, um að Egilsstaðir verði lög- giltur verzlunarstaður. Sagði þingmaður, að frumvarp þetta væri flutt að beiðni hrepps- um útvarpsins, eins og gert var. Annars eru það ýmis atriði í útvarpslögum, sem ástæða væri til að athuga. Til dæmis hefur nýtt skipulag verið sett hjá útvarpinu og fjöldi nýrra embætta, sem er gert fyrir í lögum, verið komið á. Væri heppilegt að lögfesta þau. Það eru mörg önnur atriði, sem þann ig væri ástæða til að athuga, og vil ég vænta þess, að nefndin taki þau til athugunar, þótt auð vitað eigi útvarpsráð og út- varpsstjóri að athuga þau fyrst og fremst og gera tillögur þar um. 1 umr. í sameinuðu þingi um sjónvarp, kom fram, að ekki óx fjármagn til sjónvarpsstöðva í augum þingmanna. Teldi ég mjög koma til athugunar, hvort ekki sé ástæða til að festa í lög- um áætlun um dreifingu sjón- varps, þar eð mál þetta er mjög brennandi fyrir fólk úti á landi. nefndar Egilsstaða, enda væri það réttlætismál, þar eð Egils- staðir væru ört vaxandi að mann fjölda og miðstöð samgangna og verzlunar á Fljótsdalshéraði. Frumvarpi var að lokinni ræðu þingmanns vísað til allsherjar- nefndar og annarrar umræðu. Gylfi Þ. Gíslason (A): Það hef- ur aldrei verið tilgangur ríkis- stjórnarinnar að sniðganga Al- þingi á einn eða annan hátt í þessu máli, og óhætt er að full- yrða að það hefur ekki átt sér stað, enda var fé það, sem var- ið var til stofnunar sjónvarps- stöðvarinnar, fengið með fullu samþykki Alþingis. Þá vil ég einnig benda á, á öllum hinum Norðurlöndunum var sjónvarps- rekstur hafinn samkvæmt lög- unum um útvarpsrekstur. Hins vegar, eftir að ýmsir hinna lög- fróðustu manna, bæði hér á Al- þingi og utan þess, létu í ljósi efasemdir um að sjónvarp félli undir útvarpslögin, var ekki nema sjálfsagt að gera þessa breytingu, sem hér er tii lun- ræðu. Þá gat ráðherra einnig um fyrirhugaðar framkvæmdir í sjónvarpinu, og er þeirra getið annars staðar í blaðinu. Ólaf- ur Jóhannesson tók svo aftur stuttlega til máls og var mál- inu síðan vísað til nefndar. Frá IVIeðri deild Á FUNDI neðri deildar í gær, kvaddi Einar Olgeirsson (K) sér hljóðs utan dagskrár og spurðist fyrir um, hvað liði frumvarpi hans urn verðlagsnefnd. Davíð Ólafsson (S), formaður fjárhags nefndar svaraði og sagði, að frv. hefði verið til umræðu í nefnd- inni, og myndi hún flýta af- greiðslu. Bf til vill hefði verið hægt að afgreiða málið fyrr, en sérstaklega hefði staðið á, og því ekki verið hægt að afgreiða það enn. Þá tók og til máls Gísli Guðmundsson (F), og óskaði eft- ir því að hraðað yrði aígreiðslu mála. Egilsstaðir verði lög- giltur verzlunarstaður „Eldur" Kynning nýjunga í stjórnunartækni — á vegum Stjórnunarfél. íslands HIN öra tækni og efnahagsþró- un síðustu áratuga hefur orsak- að þörf fyrir nýjar og haldbetri aðferðir við rekstrarskipulagn- ingu, áætlanagerð og stjórnun, en áður hafa tíðkast. Leiðir til nýtingar framleiðsluþátta hafa margfaldast að fjölda, fjármagn bundið í vélum og tækjum hef- ur stóraukizt og nýting mann- afla í þróuðum löndum er viður- kennt vandamál. Með öðrum orðum þær ákvarðanir, sem taka þarf eru æ flóknari og af- drifaríkari. Um leið og ákvarð- anirnar hafa þannig orðið erfið- ari viðfangs, veltur á miklu að hagstæðasta lausnin sé fundin. Operations Research (venju- lega skammstafað O. R.) er beitt til þess að ráða fram úr vandamálum, sem rísa við stjórn un og rekstur kerfa manna, véla, efnis og fjármagns í iðnaði, við- skiptum, opinberri stjórnun, og hervörnum. Aðferðin einkennist af því, að orsaka samhengi hinna ýmsu þátta kerfisins er bundið í stærðfræðilegt form í líkani (model), sem bert er af kerfinu. Tillit er tekið til líkinda og óvissu, eftir því sem við á. Oft er úrlausn svo umfangsmikil, að notaður er arfreiknir til útreikn- inga. Tilgangurinn er að aðstoða stiórnendur við að marka stefn- ur og ákveða framkvæmdir vis- indalega. Meðal verkefna, sem varða einstök fyrirtæki og leyst hafa verið með O. R. aðferðum, eru skipulagning birgðahalds og af- greiðsluhátta, nýting véla og efnis til framleiðslu á mismun- andi vörutegundum, ákvörðun á hlutfalli dagvinnu og eftirvinnu, þegar eftirspurn á framleiðslu- vöru er háð sveiflum, endur- nýjunartími tækja, skipting framleiðslu á mismunandi verk- smiðjur miðað við framleiðslu- og dreifingarkostnað á marga markaði. í hverju tilviki er fundin hagstæðasta skipan við- komandi þátta. Ennfremur hafa fjárfestingar verið ákveðnar með O. R. aðferðum. T. d. má nefna ge’rð hafnarmannvirkja og rafvæðingarframkvæmdir. íslenzk fyrirtæki geta að sjálf- sögðu hagnýtt sér þessa tækni á líliðstæðan hátt og gert hefur er- lendis. Meðal stærri verkefna, sem athuga mætti með þessum aðferðum og snerta þjóðarbúið allt, eru síldveiðar og síldariðn- aður, bolfiskveiðar og fiskiðnað- ur, skipulagning landbúnaðar- mála, samgöngumála, heilbrigð- ismála og menntamála. (Frá StjórnunarféL íslands). Fjórða bókin í rit- safni Guðmundar Daníelssonar KOMIÐ er út 4. bindið í Rit- safni Guðmundar Daníelssonar, sem ísafold annast. Er þetta skáldsagan ,Eldur“, sem fyrst kom út 1941 á forlagi Þorsteins M. Jónssonar á Akureyri. Sagan lýsir mannlegum ástríðum og ör- lögum lítils hóps fólks í af- skekktu byggðarlagi á íslandi á árunum 1915 — 1932. Bókin hlaut góða dóma, þegar hún kom fyrst út. Þorsteinn Jónsson segir m. a. um bókina: „Hún er alveg vafalaust hans bezta verk — langbezta vil ég segja. Þroskaður höfundur kem- ur þar fram með það, sem hann, að svo stöddu, hefir bezt að bjóða .... Bókin er rituð af miklum krafti og hispursleysi, Guðmundur Daníelsson hefir nú alveg fundið sjálfan sig í stíl og formi.“ Hinar bækurnar í Ritsafninu eru: Bræðurnir í Grashaga, Umur daganna og Gegnum lysti garðinn. Leiðrétting í BLAÐINU í gær, þar sem gebið er þeirra manna, sem starfa í Vetrarhjálpinni, segir að Jón Þórðarson sé ríkisendurskoðandi. Er þar um misritun að ræ'ða, því ríkisendunskoðandi er Einar Rjarnason. Jón Þórðarson er end urskoðandi hjá ríkisendurskoð- uninnL Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 59. og 61. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hluta í Grensásvegi 60, hér í borg, 1. hæð, þingl. eign Guðlaugs Helgasonar, fer fram eftir kröfu Þorsteins Júlíussonar hdl., á eigninni sjálfri, mánudaginn 28. nóvember 1966, kl. 3 síðd. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 59. og 61. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hluta í Kaplaskjólsvegi 55, 4ra herb. íbúð á 4. hæð til hægri, þingl. eign Mannvirki h.f. fer fram eftir kröfu Bergs Bjamasonar hdl., og Jóhanns Steinasonar hdl., á eigninni sjálfri, mánu- daginn 28. nóvember 1966, kl. 4 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 59. og 61. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966, á mb. Hafrúnu RE. 384, áður G.K. 90, talinni eign Fiskmiðstöðvarinnar h.f. fer fram eftir kröfu Jónasar A. Aðalsteinssonar, lögfræðings, við skipið í Reykjavíkurhöfn, þriðjudaginn 29. nóv. 1966, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfóge-taembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 59. og 61. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hluta í Ljósheimum 16, þingl. eign Rúnars Sveinssonar, fer fram eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar hrl., á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 29. nóvember 1966, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 74. og 76. tbl. Lögbirtingablaðsins 1965 og 1., 49., 50. og 52. tbl. 1966 á hluta í Ár- múla 5 og allri eigninni Ármúla 5, hér í borg, þingl. eign Emils Hjartarsonar o. fl., fer fram eftir kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., og Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 29. nóv- ember 1966, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 50. og 52. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á Breiðagerði 7, hér í borg, þingi. eign Sveins Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjald hcimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, miðviku daginn 30. nóvember 1966, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var £ 49., 50. og 52. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á Breiðagerði 25, hér í borg, þingl. eign Einars Nikulássonar fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, miðviku daginn 30. nóv. 1966, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaenibættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.