Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 10
10
MORGU N B LAÐIÐ
Föstudagur 25. nóv. 1966
k VÆNGJUM TÚNLISTARINNAR
Sálumessan flutt af Sinfónmhl|ómsveitinni
og kórnum Fílharmóníu
hærra kór, hopp hopp.
Guðmundur Jónsson kom
ræmd, fólkið í kórnum í. alla
vega litum fötum. Þessar
staðreyndir hjuggust á í huga
áhorfenda. En þá var þetta
affeins æfing. I gærkvöldi var
Sálumessan flutt fyrir fuJlu
húsi. Á morgun laugardag,
verffa tónleikarnir endurtekn
ir kl. 3 e.h. fyrir þá sem ekki
komust aff — til aff njóta eins
mesta snilldarverks tónlistar
innar í túlkun Sinfóníuhljóm
sveitar íslands og kórsins Fíl-
harmóniu.
DR. Róbert A. Ottósson licf-
ur sagt, aff Þýzka Sálumess-
an eftir Brahms væri eitt
fallegasta konsert- og hljóm-
listarverk, sem samiff hefur
veriff — og dýrt kveðiff eins
og allt sem Brahms lét frá
sér fara. Johannes Bralims,
einn af hinum miklu „Bum“
tónlistarinnar (hinir eru
Bach og Beethoven), reit
Sálumessuna á árunum 1867-
68 (ef til vill byrjaffi hann á
verkinu fyrr). Verkiff var
fyrst leikið í Vín áriff 1868,
og naut þegar verffskuldaffr-
ar viffurkenningar sem meist
araverk og lagffi drögin aff
hinni geysilegu frægð, sem
Brahms átti aff fagna jafnvel
í lifandi lífi. Sálumessan er
ekki skrifuð fyrir kirkjuna,
eins og mörg verk fyrri mcist
ara, heldur er hún nokkurs
konar dýrffarsöngur meff orff-
um úr Biblíunni — hún er
óður þessara orða, tign þeirr-
ar hugsunar, sem aff baki
þeim býr.
Fyrir hádegi í gær var
þröng á sviði Háskólabíós.
Þar voru komin Sinfóníu-
hljómsveitin og Söngsveitin
Fílharmónía — 160 manns í
allt. Dr. Róbert A. Ottósson
stóff fyrir framan fólkið. Kór
inn stóff nær bakvegg, hljóm
sveitin sat framar á sviffi.
Hann sneri baki í salinn og
ræksti sig framan í fólkiff.
Guffmundur Jónsson, óperu-
söngvari sat á fremsta bekk
í sal og horfffi á. Söngsveit-
in Fílharmónía bjóst til að
syngja, syngja á þýzku. Xón-
arnir bárust um salinn. Kór-
inn upphóf rödd sína, vold-
uga einingu eins og brimið:
Ich. Dr. Róbert A. Ottóson
veifaði höndunum, lófar niff-
ur: Stoppiff!'Ich, Ich, Ich —
ég vil sjá varír — Ich. Hann
söng stef. Kórinn söng aft-
ur, nú náffi hann hljóðinu
réttu — Ich.
Þaff voru teknir fyrir þætt
ir úr verkinu. Lokaæfingiti
hafði fariff fram daginn áður,
því ekki er hægt aff leggja
þaff á söngfólkiff aff syngja
svo mikiff verk tvisvar á dag.
Nú voru einstök atriffi fáguð.
Meistari Brahms var túlkaff-
ur. Öldur risu í salnum. Þær
komum argar, hver á eftir
annarri, stígandi, en brotu-
uðu þó ekki. Engar holskcfl-
ur. Þaff var spenna í loftinu,
sem kom áheyrendum til aff
lyftast í sætinu. Hér var flcg
ið á vængjum tónlistarinnar.
Dr. Róbert A. Ottósson
stjórnaffi af slíkri innlifun, að
jafnvel leikmanni gat ckki
dulist að hér var um lista-
mann að ræða, innblásinn
mann, sem unnir sköpun
sinni af hjarta. Laus hárlokk
ur á höfði hans fylgdi stjóm
hans: básúna hér, fiðla þar,
AÐ STJÓRNA. Dr. Róbert AOttósson. í forgrunni eru cellóleikarar. Fram horfa tv. kon-
sertmeistari Björns Ólafsson, og varakonsertmeistari, Jón Sen.
upp á sviffiff og söng öruggri
djúpri röddu. Kórinn tok
undir — muss ss ss ss (ísl.
verff). Dr. Róbert veifaffi aft- !
ur: stoppið! Það má 'ekki
draga s hljóðið í muss — þaff
er muss, ekki muss ss ss. ;
Næst kom aðeins muss.
Tónlistin var samstillt, sam >
Viðbót við athugasemd
AÐ SPILA.
AÐ SYNGJA.
í MORGUNBLAÐINU 19. þ. m.
birtist „Athugasemd“ undirrituð
af Jóni Isberg, •sýslumanni. Þar
kemur fram að hann vill ekki að
gleymt sé að geta þeirra, sem
áttu frumkvæði að og komu til
framkvæmda byggingu heima-
vistarskólans á Reykjum á
Reykjabraut í A-Húnavatnssýslu
og nefnir í því sambandi Stefán
Jónsson, námsstjóra. Mér þótti
þetta drengilega mælt og rétt-
mætt að kæmi fram. Enda mun
það sannast sagna þegar að verð-
ur gáð, að það voru einmitt
námsstjórarnir, sem víðá hófu
máls á þeirri viðleitni að sam-
einaðir yrðu kraftarnir í fræðslu-
málum sveitanna til þess að
koma upp heimavistarskólum fyr
ir tiltekin svæði og bæta með
því ástand þessara mikilvægu
mála héraðanna. En það tekur
sinn tíma að menn átti sig á
slíkum nýjungum, og því varð
að fara að með gát, koma auga á
lausri til frambúðar og freista
þess svo að efla skilning og vilja
til þess að ná því marki. Enda
mundi smátt og smátt koma í
ljós að ríkjandi ástand væri ekki
til frambúðar.
Og í þessu sambandi má gjarn-
an minnast fundar á Blönduósi
fyrir rúml. 2! ári, sem vissulega
snertir þetta mál sem nefnd
„Athugasemd" beinist að. Þá var
svo háttað málum, að mér hafði
verið falin námsstjórn í. A-Hún.
til bráðabirgða. Hitti ég þar strax
fyrir mikinn áhugamann um
fræðslumál sýslunnar, Pál V. G.
Kolka lækni, sem þá var líka
form. skólanefndar á Blönduósi.
Og eftir að ég hafði kynnt mér
nokkuð fræðslumál sýslunnar
kom okkur saman um að boða
til fundar um þessi mál. Hafði
ég samband við fræðslumála-
stjóra og lofaði hann að koma
á fundinn ef hann gæti.
Þessi fundur um fræðslumál
sýslunnar var haldinn á Blöndu-
ósi 8.. júní 1945. Höfðu til hans
verið boðaðir skólanefndarmenn
allra hreppa sýslunnar svo og
oddvitar hreppanna, og einnig
nefnd sem sýslunefnd hafði kjör-
ið til íhugunar þessum málum.
Mættu á fundinum um 30 manns.
Og það sem gerðist þar var þetta:
— „Hafði námsstjórinn fram-
sögu í málinu, ræddi fyrst um
fræðslumál sveitanna almennt,
og svo þessarar sýslu. Lagði
hann til að reistur yrði heima-
vistarskóli aff Reykjum á Reykja
braut, fyrst og fremst fyrir
hreppana norðan Blöndu, en
haga byggingu þannig að báeta
mæti hinum við....“. Um þetta
urðu miklar og fjörugar umræð-
ur. Kom það strax fram hjá
Páli lækni, að hann vildi að
skólinn væntanlegi yrði fyrir öll
sveitabörn sýslunnar, enda hafði
ég heyrt hann fyrstan manna þar
tala um að svo þyrfti og ætti
að vera. En í höfuðatriðum voru
menn sammála.
Þá var á þessum fundi samkv.
tillögu minni samþykkt tilmæli
til allra skólanefnda í sýslunni,
að þær héldu fund hver hjá sér
til þess að skýra þetta mál og
semja um það álitsgerðir, er
senda skyldu svo nefnd er fund-
urinn veldi og starfaði með
sýslunefndinni sem á fundinum
mætti, að frekari aðgerðum. í þá
þriggja manna nefnd voru valdir
Páll V. G. Kolka læknir, sr.
Þorsteinn Gíslason og sr. Gunri-
ar Árnason.
Undir fundarlokin kom fræðslu
málastjóri og íþróttafulltrúi rík-
isins og fórum við þá 12 samaa
fram að Reykjum, undir hand-
leiðslu Páls læknis, til þess að
skoða staðinn, en á hann hafð*
Páll fyrstur manna bent mér, og
mun enginn hafa verið í vafa
um það, að Reykir væru sé rétti
staður er sameinast ætti um,
Námsstjórn minni í A-Hún.
lauk með þessu ári, en Stefán
Jónsson tók við, og vann dyggi-
lega að þessu máli, svo sem Jón
ísberg vottar. Þótti mér rétt, úr
því sagan er rifjuð upp, að þetta
kæmi fram.
Snorri Sigfússon.
/\thugasemd
í FRÉTT í blaðinu í gær um
beitarþolsrannsóknir á afrétti
Reykvíkinga stóð að afrétturinn
þyldi 1000—1300 kindur, sem er
rétt, en lömto eru ekki innifalin
í þeirri tölu, heldur átt við kind
ur með lömbum. Ingvi Þorsteins
son vann að þessum rannsóknum
seinni hluta sumars ásamt öðruiu