Morgunblaðið - 25.11.1966, Page 13

Morgunblaðið - 25.11.1966, Page 13
Föstudagur 25. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 Skipholti 35. - Reykjavík. - Sími 31055. Carolyn Somody, 20 óro, frú Ðandarikjunum segir: . Þegar filípensar. þjóðu- mig. reyndi ég morgvísleg efnl. Einungis Clearoiil hjólpaði roonverule Nr. 1 i USA þvi það er raunhœf hjálp - Clearatil „sveltir” fílípensana Þetta vísindalega samsetta efni getur hjálpað yður á sama hátt og það hefur hjólpað miljónum unglinga i Banda- rikjunum og víðar - Því það er raunverulega áhrifamikið.^ Hörundilitað: Clearatil hylur bólurnar á moðan það vinnur á þeim. Þar sem Clearasil er hörundslitað leynast fílípensarnir — samtimis þvi. sem Clearasil þurrkar þá upp með þvi að fjarlœgja húðfituna, sem nœrir þá —sem sagt .sveltir' þá. 1. Fer inní húðina ö 2. Deyðir gerlana 3. „Sveltir" fílípentana BIFREIÐASTJÓRAR! - NÝJUNG Látið okkur snjónegla alla hjólbarða yðar með hinni sjálfvirku, full- komnu O. K. U. neglingavél, sem við höfum nú tekið í notkun á hjól- barðavinnutsofu okkar. Með vélinni má snjónegla allar tegundir snjó hjólbarða. Nákvæmni hennar tekur öllum öðriun vélum fram. Af annarri þjónustu okkar má nefna að við: Skerum snjómynztur í hjólbarða, eins og undanfarna vetur. Höfum sérstaka vél til að losa hjól undan stórum bifreiðum. Höfum fullkomna ballancevél til a > jafna misþunga í hjólbörðum fólksbíla, vörubíla og langferðabíl i, án þess að taka þurfi hjólbarð- ana undan bílnum á meðan. Seljum allar stærðir af snjóhjólbö ðum. Sendum um allt land gegn póstkröfu. — Viðgerðaverkstæði o Kar er opið alla daga kl. 7,30-22. GÚMMÍVINNUSTOFAN Ráistefna um um í opinberum re Eins og skýrt hefur verið frá í blöðum og útvarpi, boðaði fjár málaráðherra nýverið til ráð- stefnu um umbætur í opinber- um rekstri. Ráðstefnan var hald in 17.—19. þ.m. og tóku þátt í henni ráðuneytisstjórar og for- stöðumenn stærri stofnana og íyrirtækja, sem ríkið rekur eða á hlut að. Ráðstefnan var haldin á Veg- um hinnar nýstofnuðu fjárlaga- og hagsýslustofnunar fjármála- ráðuneytisins, en meðal verk- efna hennar er að hafa frum- kvæðið að umbótum í opinber- um rekstri og ranrisóknum á því sviði. Megintilgangur ráðstefnunnuar var að leiða í ljós skoðanir þátt takenda á þeirri viðleitni, sem höfð hefur verið uppi til umbóta 1 ríkisrekstrinum á undanförn- um árum og hvaða stefna skuli ríkja í þeirri viðleitni á komandi árum. Störfum ráðstefnunnar var þannig hagað, að fjórir fyrirles- arar voru fengnir til að halda erindi, „rasjonaliseringssjef“ Leif H. Skare, dr. Rolf Waaler, fv. rektor verzlunarháskólans í Bergen, Árni Vilhjálmsson, pró- fessor og Lars Mjös, forstjóri norska hagfræðingarfyrirtækis- ins Industrikons ulent A/S. Milli erinda ræddu þátttakendur við- fangsefni ráðstefnunnar í litlum umræðuhópum, sem hver um sig skilaði áliti í lok ráðstefnunnar. Þátttakendur voru þeirrar skoð unar, að margt hefði verið gert undanfarin ár, sem til umbóta horfi 1 ríkisrekstrinum. Sem dæmi voru nefnd aukin notkun skýrsluvélatækni, vaxandi sam- eiginleg innkaup eftir útboðum, sameining tóbaks- og áfengis- verzlunar, vegaáætlanir, notkun ákvæðisvinnu o. fl. Þátttakendur töldu mörg ó- leyst viðfangsefni bíða úrlausn ar. Meðal þeirra, sem mest bar á var hætt skipulag á undir- búningi að og ákvörðunum um opinberar framkvæmdir. Var talið nauðsynlegt í því sambandi að gera áætlanir til langs tíma í því skyni að koma í veg fyrir, að Alþingi ákveði að ráðast í fleiri verkefni en handbært fjár magn hrekkur til á hverjum tíma. Jafnframt var það almenn skoðun, að auka bæri notkun út boðsfyrirkomulags við opinberar framkvæmdir. Almennt var talið nauðsyn- legt að Alþingi setji hverri grein ríkisrekstrarins skýr markmið og geri henni síðar fjárhagslega kleift að ná með þeim skipu- legum og hagkvæmum vinnu- brögðum. Talið var nauðsynlegt að auka fræðslu um málefni opinberrar stjórnsýslu, bæði í skólum og innan ríkisrekstrarins sjálfs. Þátttakendur töldu launakerfi ríkisins of ósveigjanlegt og nefndu dæmi þess, að ríkið missi hæfiieikamenn úr þjónustu sinni vegna yfirboðs á kaup- greiðslum annars staðar. Á hinn bóginn komi lögvarin réttindi ríkisslarfsmanna í veg fyrir, að stofnanir losni við starfsmenn, sem reynast afkastalitlir við vinnu sína. Þátttakendur töldu, að sam- vinna stofnana innan ríkisrekstr arins sé ekki nægileg og því séu fundir eins og þessi ráðstefna mikils virði. Þátttakendur töldu spor stigið í rétta átt með þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja fjár- laga- og hagsýslustofnun fjár- málaráðuneytisins á fót. í heild sýndi ráðstefnan mjög jákvæða afstöðu til þess að haf in verði ný sókn til umbóta í ! rekstri ríkisins eftir því sem alar aðstæður frekast leyfa. Fjármálaráðherra sleit ráð- stefnunni með ræðu, þar sem hann dró saman helztu niður- stöður ráðstefnunnar og ræddi þær. Ráðherra taldi hættulega þá skoðun, sem oft yrði vart hjá borgurunum, að margvísleg starf semi á vegum ríkisins væri ó- ^ eðlileg dýr og óhagkvæm. Það ; væri hins vegar mikilvægt, að | stjórnsýsla ríkisins og fram- kvæmdir væru með þeim hætti að til þeirra væri hægt að vitna i sem fyrirmyndar. Kvaðst ráð- herra telja ráðstefnuna hafa leitt í ljós, að forstöðumenn hinna ýmsu ríkisstofnana hefðu ein- I lægan vilja á að stuðla að sem hagkvæmustum vinnubrögðum, jafnhliða góðri þjónustu stjórn- sýslukerfisins við borgarana. Væri því brýn nauðsyn að vinna samhent og skipulagsbundið að hagsýslumálum á grundvelli þessa góða skilnings. Skemmtikvöld í LÍDD sunnudag, 27. nóv. kl. 20,30: Myndasýning úr ÚTSÝNARFERÐUM 1966. Skemmtiatriði. Feröahappdrætti. Dans til kl. 1. Fjölmennið með gesti yðar og rifjið upp skemmtilegar ferðaminningar úr rómuð- um ferðum ÚTSÝNAR. Aðgangur ókeypis. Húsið opið matargestum frá kl. 19.00. FerSoskrlfstofon UTSÝN <gnlinental hjólbarðaverksmiðjurnar nota eingöngu þessa vél við að snjónegla alla sína vetrarhjólbarða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.