Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 21
Fösfcudagur 25. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 21 Stjórnmálaatburðir í Vest- ur-Þýzkalandi hafa verið mjög ofarlega á baugi í heims- fréttum að undanförnu. Ekki er enn séð fyrir endann á stjórnarkreppunni í Bonn og óvíst, hvernig henni lyktar. Hér fer á eftir grein eftir Neal Ascherson, fréttaritara brezka blaðsins „The Obser- ver“. Þar gerir hann grein fyrir því, hvaða augum hann lítur stjórnmálaástandið í Vestur-Þýzkalandi og Kurt Georg Kiesinger forsætisráð- herra í sambandsríkinu Bad- en-Wiirttemberg, en honum hafa kristilegir demókratar fal ið hið vandasama verkefni að reyna að mynda ríkisstjórn. Kurt Georg Kiesinger kanzl araefni kristilegra demokrata. Kurt Georg Kiesinger - hinn nýi maður í Bonn? ÐONN er líkust minnkandi höfuðborg einhvers hinna hellensku heimsvelda á sínum tíma, þar sem hið raunveru- lega vald var í höndum jarla í fjarlægum héruðum. Orð- rómur um auð þeirra og mátt kvisast um höllina, þar sem allir bíða spenntir. Koma þeir einhvern tíma þrammandi? Nú er einn þeirra kominn. Kurt Georg Kiesinger hefur látið kalla á sig til Bonn og ráðabrugg innan hallarinn- ar hefur komið honum þar til valda. Fóik hefur átt erfitt með að komast yfir fyrstu undrun sína við að sjá hann þarna ljóslifandi. í 8 ár hef- ur Kiesinger ríkt 1 hinu fjar- læga héraði sínu Baden- Wurttemberg, fjarlægur risi með syfjulegt bros og orð- stír að baki sér í Wuttemberg og hinum vaxandi iðnaðar- svæðum umhverfis Stuttgart sem íhaldssamur en snjall nú- tíma stjórnmálamaður. Hann er ekki enn kanzlari Vestur-Þýzkalands og vel get ur farið svo, að hann verði það aldrei. Hann var einung- is kosinn sameiginlega af kristilegum demókrötum og sambandsflofeki þeirra í Bæj- aralandi, kristilegum sósíalist um, sem kanzlaraefni af flokki, sem er í minni hluta á Sambandsþinginu. Ef hon- um mistekst stjórnarmyndun þá getur einhver annar reynt. Þar til honum eða einhverjum öðrum tekst þetta, verður Dudwig Erhard áfram kanzl- ari. Það orð, sem mönnum kem ur í hug til þess að lýsa Kies- inger, virðist fremur litlaust — „ijúfmannlegur". Hann er hávaxinn en feiminn. Hann er fríður en hæglátur. Hann er mælskumaður, sem notar fremur hinn gullna stíl 19. aldarinnar en lýðskrum 20. aldarinnar. Hann er sn'jall ræðumaður, en honum geðj- ast ekki að illdeilum og orða- skaki. Hann er ekki baráttu- maður. Enda þótt hann líti hraust- lega út, varð hann fyrir al- varlegum hjartasjúkdómi 1955 Það sem einkum er einkenn- andi fyrir feril Kiesingers, er hve hann er baráitulaus. Það skortir ekki hæfileika né á- rangur, en ekkert hefur orð- ið honum tilefni til harkalegra árása, þar sem hann kynni að særa fólk. Hann er fæddur fyrir 62 árum í Ebingen í Wutemberg, af virðulegu millistéttarfólki kominn og átti auðvelt með að ná því að verða vel metinn lögfræðing- ur í Berlin. Hann hafði fengið áhuga á þjóðfélagskenningum Karls Sonnenscheins, sem var ka- þólskur eins og hann og Kies- inger gegndi trúnaðarstörfum í ýmsum félögum kaþólskra stúdenta. Það hindraði hann samt ebki í því að ganga í Nazistaflokkinn 1983, sama ár og Hitler komst til valda. Eftir styrjöldina og eftir að hann hafði verið látinn laus að lokinni 18 mánaða dvöl í fangabúðum, þar sem embætt ismönnum Þriðja ríkisins var haldið, gekk Kiesinger í hinn nýstofnaða Kristilega demókrataflokk og árið 1949 varð hann þingmaður í fyrsta Sambandsþinginu. Nú kom hvert tækifærið fyrir hann af öðru, sem gengu úr greipum hans vegna þess að hann hafði ekki áhuga á að trana sér fram en það varð samt síður en svo til þess að hrinda mönnum frá honum. Árið 1950 var talað um hann sem hugsanlegan kanzl- ara eða þingforseta en hann varð hvorugt. Hann hefði ef til vill getað orðið utanríkis- ráðherra, en Adenauer' fékk ýtt honum til hliðar. Hann hafnaði boði um að taka starfi sem hefði jafngilt því, að hann hefði orðið upplýsinga- málaráðherra. Árið 1964 dró hann sig til baka, er kapp- hlaup milli hans og Heinrich Lúbke um forsetaembættið var að hefjast. Allt og sumt sem hann hafði náð 1959, er hann fluttist til Baden-Wúrtt- emberg, var að vera orðinn forseti utanríkismálanefndar þingsins. Þeir erfiðleikar, sem nú blasa við þessum vingjarnlega og heiðarlega manni, sem í æsku fékkst við að yrkja, eru ofboöslegir. í fyrsta lagi hef- ur frami hans nú orðið með þeim hætti, að þær grun- semdir hafa kviknað í brjóst um manna almennt, að hann sé boðinn fram af Franz Josef Strauss og sé skuldbundinn til þess að láta húsbónda sín- um í té sæti í ríkisstjórn sinni og að hlusta á fyrirmæli hans. Enginn vafi er á því, að þetta eru ýkjur, en það er aug ljóst eftir sem áður, að það var stuðningur Strauss og Bajaranna, sem réð því, að hann sigraði. Það er enn frem ur ljóst, að Kiesinger og Strauss hafa margt sameigin- legt, hvað snertir viðhorf þeirra til Evrópu. Af því, sem Kiesinger hefur sagt til þessa, má marka tilhneigingu til þess að skipa Frakklandi og sáttum Frakka og Þjóðverja fremst á bekk. Ef hann verð- ur kanzlari^ kann rikisstjórn- in að hallast talsvert meira að de Gaulle en áður en fjar- lægjast Ameríku. Þetta er nóg til þess að vekja ugg á meðal hinna flokkanna tveggja, en annan hvorn þeirra verður Kiesinger að fá í samsteypustjórn, ef hann ætlar sér að stjórna. Hvorki Frjálsi demókrata- flokkurinn FDP eða flökkur jafnaðarmanna SPD vilja, að Strauss verði að nýju ráð herra, enda þótt það sé lík- lega óhjákvæmilegt, eigi kristilegi demókratar að eiga aðild að næstu ríkisstjórn Hvað snertir utanríkismála- stefnu fyrrnefndu flokkanna, þá er hún greinilega „Atlanz- hafsstefna" og felur í sér tor- tryggni gagnvart de Gaulle. Báðir flokkarnir geta enn fremur einungis ályktað, að sigur Kiesingers sem mála- miðlunarframbjóðanda leiði í ljós, hve vonlausri aðstöðu hinir betur þekktu menn inn- an flokksins eru í. Þá er það fortíð Kiesingers sem fyrrverandi nazista. í Bonn eiga jafnaðarmenn erf- iðara með að kyngja því en frjálsir demókratar, en í þeirra röðum eru ekki svo fáir með sams skonar fortíð. En stjórnmálamennirnir eru önnum kafnir við að kanna strax þá ókyrrð, sem fortíð Kiesingers er valdandi annars staðar út í heimi. Eftir þýzkum mælikvarða er ferill hans ekki slæmur. Að því er bezt er vitað þá starfaði hann sem lögfræði legur ráðunautur í útvarps- áróðursdeild utanrikisráðu- neytis Ribbentropps. Hann segist hafa misst trúna á Hitler ári eftir að hann gekk í flokkinn. Hann gerði ekkert hræðilegt, var aðeins einn hinna smáu. Þeir eru ekki svo fáir, sem hafa meira að iðr- ast en hann. En nágrannar Vestur-Þýzka lands munu ekki lita þessum augum á hlutina. Kiesinger myndi verða fyrsti fyrrver- andi nazistinn sem kanzlari. Þeir munu spyrja meira í kyrr þey en opinskátt: Var í raun inni enginn með hreinar hend ur, sem var hæfur? Þeir munu krefjast nánari skýringa um ljósmynd, sem sögð er vera fölsuð, en á að sýna Kiesinger milli Hitlers og Mussolini. Þeir munu vilja fá að heyra meira um þá menn, sem kærðu hann gagnvart SS fyr ir að vera andstæðingur Gyð ingaofsóknanna. Allur þessi á hugi og tortryggni eiga eftir að koma Vestur-Þjóðverjum á óvænt og að þeir verði síð- an mjög viðhvæmnir fyrir því. Vera kann samt, að þetta vandamál muni aldrei koma upp. Hinum mikla jarli kann að misstakast og þá eru tveir möguleikar enn fyrir hendi. Annar er sá, að jafnaðarmenn muni ganga í bandalag með frjálsum demókrötum og mynda stjórn undir forystu Willy Brandts, en þá yrðu Kiesinger og flokkur hans í stjórnarandstöðu. Hinn er sá að Kiesinger nái engum ár- angri, en í stað hans komi annað kanzlaraefni kristilegra demokrata. Það myndi ef til vill verða Gerhard Schöder utanríkisráðherra, sem var næstur Kiesinger að fylgi á meðal þingmanna flokksins og reyndist hafa þar meira fylgi, en búizt hafði verið við. — ÆskufjÖr Framhald af bls. 17 hann það sammerkt við þá stétt arbræður sína, sem lagt hafa fyrir sig skáldsagnagerð, svo sem A. Cronin og Somerset Maug- ham. Nú hefur Björgúlfur, kominn talsvert yfir áttrætt, sent frá aér nýja bók, sem hann kallar Æskufjör og Ferðagaman, en tel ur þó ekki í formála að sé venju- leg ævisaga, því að hún hafi hvorki upphaf, framhald né endi. Má það til sanns vegar færa, því að þessar æviminningar hans eru xnjög frábrugðnar öðrum þeim aragrúa slíkra bóka, sem út hafa komið á íslenzku og rekja oft og tíðum ýmis smáatvik, sem fáa skipta nema höfundinn sjálfan. Hann getur t.d. hvorki um ætt sína né fæðingarstað, nema af Hún snýst því í raun og veru ekki um hann sjálfan, heldur ýmislegt, sem fyrir augu háns hefur borið, ekki sízt það skringi lega, því að hann hefur auga fyr i því og bregður oft fyrir sig léttri og skemmtilegri fyndni. Meiri hluti bókarinnar fjallar um æskuár og skólaár höfundar, sem ólst upp í Ólafsvík, en stund aði kaupamennsku á Austurlandi, sjómennsku fyrir Vesturlandi og hvað annað, sem að höndum bar og til atvinnu horfði í sumarfrí- um, en jafnan var þá sótzt eftir að kanna sem ókunnasta stigu. Alstaðar hefur hann augun opin fyrir einstaklingunum og þeirra sérkennilegu náttúru og gætir þess þegar á barnsaldri. Ótal ævi sögur lýsa smalamennsku og ann arri vinnu til sveita, en fáar líf- inu í sjávarþorpum og verzlunar stöðum á þeim tíma, þegar dönsk kaupmannsverzlun var miðdepill alls athafnalífs eða athafnaleys- is og krambúðin eina félagsheim ili fólksins. Þessu er hér lýst, oft á spaugilegan hátt, og sömu- leiðis þeim stórviðburðum, þegar útlent verzlunarskip slitnaði upp af legunni og rak í land, þeim fullorðnu til mesta bjargræðis og strákunum til leiks og athafna. Þrjú slík skip strönduðu á rúmu ári í Ólafsvík og hefur það verið á við góða síldarvertíð nú á dög- um. Þessi fyrsti hluti bókarinnar heitir í kringum Jökul, en næsii kafli Hingað og Þangað og er þar lýst m.a. langferðum á hest baki og með strandferðadöllun- um gömlu, en eftirminnilegust og spaugilegust er lýsing á banka stjórum Landsbankans og viður eign höfundar við þá. Maður sér þá einkennilegu karla fyrir sér og kynnist þeim óskaplega smá- bæjarstil, sem var á Reykjavík um aldamótin. Þriðji kaflinn heit ir Lýsist til hjónabands og fjall- ar um viðureign við skriffinnsk- una. Það tók heilt ár að fá fyrst náðarsamlegast leyfi Hennar hátignar, Hollandsdrottningar, til hjónabandsins og fá öll skilríki, sem nauðsynleg þóttu, enda ekki hægt um vik, þar sem hjóna- vígslan átti að fara fram á ráð- húsinu í Amsterdam, en brúð- guminn var í 15000 km fjarlægð svo að herra Huf varð að taka að sér að vera fulltrúi hans. Styrjöldin í Evrópu átti þó sinn þátt í þessum seinagangi. Brúð kaupsveizlan varð Ííka nokkuð óvanaleg eftir þessa löngu bið, því að hún var haldin samtímis með kampavínsgildi í herbúðun- um austur á Borneo, á heimili herra Huf í Amsterdam, og hjá föður brúðurinnar, Benedikt S. Þórarinssyni, í Reykjavík. Síðasti hluti bókarinnar heitir Ferðagaman og er þar einkum sagt frá ferðalögum til og frá Austurlöndum. Bókin er 300 blaðsíður, frá- gangur góður og prentvillur fá- ar. Það sem gefur henni þó mest gildi er það, að hún er ekki að- eins skemmtilestur heldur skil merkileg þjóðlífslýsing frá þeim tíma, sem nú er að verða jafn- fjarlægur og miðaldirnar. Mun því oft á komandi árum og öldum verða til hennar vitnað, sem merkilegrar heimildar um alda- Sjómannaheimili í hverjum bæ í GÆR gereði þing ASÍ áflykttai 'þess efnis að það beinir þeim tilmælum til bæjar- og sveita»> stjórna, þar sem suma tíma áxa er mikið um aðkomusjómenn og verkafólk, að þær beiti sér fyrir stofnun sjómannaiheimila faver á sínum stað. Þá skorar þingið á stjórnarvöldiin að styrkja slika starfsemi með fjárframlögum. mótaskeiðið. P. V. G. Kolka. SAIMDBLÁSTIiR — MÁLMHÚÐUN Fyrsta flokks efni og vinna. HÉÐINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.