Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 32
/ Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 271. tbl. — Föstudagur 25. nóvember 1966 Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins Alvarlegt slys á síldveiðiskipi Taka varð af fæti annars mannsins SEINT í gxerkvöldi vildi það til um borð í v.b. Sigurborgu frá Ólafsfirði, á Austfjarðamiðum, að tveir menn slösuðust, er skipið var að kasta nótinni í vonsku veðri; annar mikið. Vildi slysið þannig til að Jón Guðmundsson, Vesturgötu 26, Akranesi, festist í svokallaðri brjóstlínu, og mun hann hafa dregizt útbyrðis, en hann náðist skjótlega upp aftur. Jóhannes Guðjónsson stýrimaður frá Akra nesi ætlaði að koma félaga sínum til hjálpar, slasaðist einnig. Jón slasaðist mjög mikið á fæti, og fékk skipstjórinn á Sigur borgu, Þórður Guðjónsson, varð- skipið Ægi til þess að sigla með manninn til Norðfjarðar. Þegar þangað kom, var hann fluttur í sjúkrahúsið þar, og kom í ljós að vinstri fóturinn hafði skaddast svo illa ,að taka þurfti hann af fyrir neðan ökla. Samkvæmt upp lýsingum læknisins á Neskaup- stað var líðan Jóns, sem er 56 ára, eftir atvikum góð í kvöld. — Fréttaritarar. Stóri hitaveitugeym- irinn tekinn í notkun NÝI hitaveitugeymirinn á Öskjuhlíð var tekinn í notkun og tengdur fyrir réttri viku. Tekur geymirinn 9000 tonn, og má nefna til samanburðar, að gömlu tankarnir taka allir til saman 8000 tonn. Eins og kunn- ugt er hefur vatnsskorturinn verið mestur í gamla bænum, en eftir að þessi tankur kom til sögunnar, hafa tankarnir ekki tæmzt og því ekki komið til vatnsleysis neins staðar, samkv. uppl. hitaveitunnar. Um þessar mundir er Hita- veita Reykjavíkur að póstleggja bækling, sem sendur verður öll lun viðskiptavinum hitaveitunn- ar. Hefur hann að geyma ýmsar upplýsingar og ráðleggingar til hitaveitunotenda svo sem hvern ig bezt sé að nýta heita vatnið o.fl. Vöruskemmurnar gömlu hverfa nú hver af annarri af hafnarba fyrir nýju skipulagi og nýjum byggingum. Hér er verið að rífa félagsins, en ljósmyndari Mbl. ÓI. K. M. tók þessa mynd. kkanum * Reykjavík og víkja skemmu Sameinaða gufuskipa- Ákvörðun tekín um bygg' ingu endurvarpsstöðva — á SkálafeUi og Vablaheiði — Sjónvarp til Suðurlands og hluta Vesturlands næsta sumar Menntamálaráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær, að þess að hefja byggingu end- urvarpsstöðva sjónvarpsins á heimild hefði verið gefin til Skálafelli og Vaðlaheiði og yrðu stöðvar þessar byggðar samtímis. Þá skýrði ráðherrann frá því, að ákveðin hefði verið bygging endurvarpsstöðva í Vestmannaeyjum, Borgar- nesi, Grindavík og Vík í Mýrdal. Þessar yifirlýsdngar ráðherrans komu fram í umræðum í Efri dieiild Alþingis í gær um breyt- ingar á útvarpsiögunum, sem fela í sér að átkvæði ym sjón- varp eru tekin upp í útvarps- löigin. f vfðtali við Mbl. að loknum þingfundi í gær, sagði mennta- málaráðherra, að ákvarðanir þessar mundu leiða til þess að þegar næsta sumar mundi sjón- varp ná til alls Suðuriandsund- irlendis og nokkurs hluta Vest- urlands. Hann sagði ennfremur að ákvörðunin um Skálafells- stöðina og Vaðlaiheiðarstöðina mundi verða til þess, að sjón- varp næði til þéttbýlissvæðanna á Norðurlandi á árunum 1967— 1968, en nánar væri ekki hægt áð tímasetja iþað. Ræða aðstöðu Loftleiða Kaupmannahöfn, 24. nóv. Einkaskeyti til Mbl. FUNDUR forsætisráðherra Norðurlandanna verður hald- inn í Kaupmannahöín dag- ana 1. og 2. desember. Hcfur verið ákveðið að taka I.oft- leiðamálið á dagskrá fundar- ins. Engin lausn fékkst á þessu máli þegar það var rætt á fundi embættismanua frá Norðurlöndunum fyrir skömmu, og kemur nú til greina pólitísk lausn þeirra atriða, sem ekki náðist sam- komulag um. ASktjórn á breiöari grundvelíi HANNIBAL Valdimarsson, for- seti ASÍ bar í fyrrakvöld fram tillögu til lagabreytinga á lögum Alþýðusambandsins. Vildi hann gera breytingu á 41. grein lag- PanAm hyggst bjóða stórlækk- uð fargjöld yfir Atlantshaf í FRÉTTASTOFUFREGN frá NTB í gær er greint frá því, að Pan American World Air- ways muni hinn 1. janúar n.k. gefa kost á lægstu fargjöldum, sem nokkru sinni hafa verið boðin á flugleiðinni yfir Norð- uratlantshaf. Nýju gjöldin eiga við ferðir fram og til baka fyrir minnst 10 manna hópa, sem ferðast á „inclusive tours“ frá 14 og upp í 21 dag. Ástæðan fyrir þessum lágu fargjöldum er sú, að á flugleiðinni yfir Atlantshafið hefur myndazt svokallað „frjálst ástand“, þannig að flugfélögin geta sjálf ákvarðað fargjöld sín, án þess IATA komi þar nokkuð við sögu. ' Verða hin nýju fargjöld Pan Am 23% lægri en hin lægstu fram til þessa, og er verðið á ferðum fram og til baka frá Osló til Bandaríkjanna 1829 kr. norskar (um 11 þús. kr.), en lægstu fargjöld á þessari leið nú eru 2572 kr. norskar fyrir ein- staklinga, en 2393 kr. fyrir 15 manna hóp. Hin nýju fargjöld munu auk þess einnig ná til flugleiða yfir Kyrrahaf og milli Norður og Suður-Ameríku, ef viðurkenning viðkoinandi yfir- valda fæst. Pan American mun hafa sent hinum 17 flugfélögum IATA sem fljúga yfir N-Atlantshafið bréf, þar sem lagt er til að þau tækju öll upp „inclusive tours“ þegar núverandi samkomulag um At- lantshafsfargjöldin renna ú 1. apríl n.k. Stuttu eftir að bréfin voru send, mun eitt að hlutað eigandi löndum hafa dregið til baka staðfestingu sína á gildandi fargjöldum og með því skapað „breytt ástand“ á Atlantshafs- flugleiðinni. Segja forráðamenn Pan American, að þar af leið- andi muni flugfélagið innleiða þessi nýju verð frá og með 1. janúar, og leggja til við IATA, að þessi „inclusive-tours“-verð verði tekin upp í næstu far- g j aldasamningum. Samkvæmt upplýsingum hjá Loftleiðum er núverandi gjald á farmiðum félagsins milli Oslóar og New York rúmiar 2500 kr„ en félagið hefur að undan- íörnu unnið að því að reyna að fá fargjöldin lækkuð á þessari leið, og eru samningaviðræður þær, sem fram fóru í Kaup- mannahöfn milli íslands og SAS-landanna, m. a. í því sam- bandi. anna, sem f jallar um sambands- stjórn, en greinin kveður á um, að í stjórninni sitji 17 menn. Lagði Hannibal til, að í stjóm- inni sætu 21 maður. I lögunum segir, að 6 stjórnar- menn úr hverjum landsfjórðungi en forseti gerði það að tillögu sinni að kosnir yrðu 10 og mynd- uðu þeir 13 menn, sem með for- seta og ritara, sem kosnir eru sérstaklega, mynda miðstjórnina. Þá gerði hann það að tillögu sinni, að sambandsþing kysi þrjá menn úr hiverjum landsfjórðungi í stað tveggja áður. Varamenn fyrir aðalmenn úr hverjum lands fjórðungi í stað tveggja áður. Varamenn fyrir aðalmenn í mið- stjórn skyldu vera sex í stað fjögra áður og þrír í stað tveggja fyrir aðalmenn í hverjum hinna fjögurra landshluta. Var sam- þykkt að vísa tillögu Hannibals til Skipulags- og laganefndar. Hannibal rökstuddi tillögu sína á þeim grundvelli að mjög góð samvinna hefði verið með þeim aðilum, sem beitt hefðu sér fyrir breytingum í skipulagi sambandsins og vildi hann með þessu koma stjórn ASÍ á breið- ari grundvöll. Björgvin Sighvatsson frá ísa- firði lét í ljós ánægju sína með framkomna tillögu forseta og fagnaði þeim samvinnuvilja, er speglaðist í henni. Vandamál launþega yrðu aldrei leyst nema allir stæðu saman sem einn mað- ur. Fundur hafði verið bo'ðaður á ASf-(þinginu í gær kl. 17.00, en er setja skyldi fundinn hafði nefndarstörfuim um tillögu Hannibals ekki lokið. Var því fundd frestað til kl. 21, en þá láigu tvö mál fyrir fundinum, um ræður og kosning um áður- nefnda tillögu svo og kosning stjórnar fiyrir næsta kjörtíma- bilL ! 100 m.- ■ j slapp ómeiddtj ■ I Neskaupstað, 24. nóv. ■ f GÆR fóru tveir menn, ; Sigurður Guðnason og Samúel I Andrésson, á rjúpnaveiðar hér ; í nágrenninu. Fóru þeir inn «; : við Oddskarð og gengu þar út ; fjallið. En er þeir voru stadd- : ir upp við svökallað Staðar- I Skarð, vidi það til að Samúel ; missti fótanna, og rann hann ; c>o—100 metra niður fjallið. ■ Hann meiddist þó ekkert að : ráði, þótt furðulegt sé, nema ■ hvað hann skrámaðist Mtið : eitt. I — FréttaritarL rrtmimii • ■■■*> <■■• J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.