Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 11
Föstudagur 25. nóv. 1966 MORGUNBLA&IÐ 11 ms Rannsókn á beitarþoii afrétta scandale Vipfnr spnt oklrnr íinilirfnttmfS kvpnr Fyrir milligöngu Utanríkisráðu- neytisins og Rannsóknarráðs rikisins hcfur Vísindadeild At- lantshafsbandalagsins veitt styrk að uppliæð fjögur hundr- uð þúsund krónur til þeirra rannsókna á íslenzkum beiti- löndum, sem unnið er að við Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Rannsóknir þessar hófust í litlum mæli 1955—56, en kom- ust ekki á verulegan rekspöl fyrr en 1961 vegna skorts á sérhæfu siarfsliði og fjármagni. Sem kunnugt er hafa gróður- lendi landsins dregizt mjög saman vegna uppblásturs, og enn er hann geigvænlegt vanda- mál á íslandi. Víða hefur ofbeit íiýtt fyrir gróðureyðingunni og í kjölfar hennar fylgja minnk- andi afurðir. Tilgangur gróðurrannsóknanna er öðru fremur að ákvarða beit- arþol afrétta og annarra beiti- landa í þeim tilgangi að koma i veg fyrir að gróður sé ekki ofnýttur. Ennfremur eru reyndar aðferðir til að auka og bæta gróðurlendin. Verkefnið skiptist í fjóra meginþætti: a) Flokkun gróðurs og korta- lagningu. b) Mælingar á gróðurfari og uppskerumagni mismun- andi gróðurlenda. c) Rannsóknir á plöntuvali bú fjárins. d) Ákvörðun á meltanleika og efnainnihaldi — fóðurgildi — beitargróðursins. Þegar hefur mikill hluti há- lendisins verið kortlagður á þennan hátt og áætlað er, að því verki ljúki eigi síðar en 1970. Sl. vor voru sex gróðurkort gef in út á vegum Menningarsjóðs og er ætlunin að gefa út tíu kort á ári hverju næstu ár. Síðan 1960 hafa rannsóknir þessar verið undir stjórn Ingva 1 Þorsteinssonar mag., en Gunnar . Olafsson, fóðurfræðingur, hefur | annazt þann hátt þeirra, sem varðar fóðurgildi gróðursins. Gróðurrannsóknir eru afar þýðingarmiklar fyrir suðfjárbú- | skap landsmanna og hafa vís- indamenn Rannsókastöfnunar landbúnaðarins þegar unnið hið ' mikilvægasta starf á þessu sviði. Rannsóknrr sem þessar eru hins vegar að sjalfsögðu fjárfrekar, einkum vegna mikilla ferðalaga um hálendið og fjölmenns starfs liðs um sumartímann. Hafa þær í nokkur skipti notið fjárstyrks frá Vísindasjóði og Landgræðslu sjóði, en framlag Atlantshafs- bandalagsins er langhæsti styrk- ur, er rannsóknir þessar hafa hlotið og verður málinu til mik- ils framdráttar. (Fréttatilkynning frá Rann- sóknarráði ríkisins). hefur sent okkur undirfatnað kvenna af vönduðustu gerð: '+c Brjóstahöld Lendabelti Lífstykki Kvenbuxur Hugmyndasamkeppni Landsvirkiunar lokið 1 HUGMYNDASAMKEPPNI nm merki fyrir Landsvirkjun komu fram 14 tillögur. Dóm- nefnd í samkeppni þessari skip- uðu þeir, dr. Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjun ar, Gunnlaugur Halldórsson, arki tekt og Eiríkur Briem, fram- kvæmdastjóri. Samkvæmt úrskurði dóm- nefndar eru fyrstu verðlaun veitt úrlausn merkt „AQUA“, önnur verðlaun úrlausn merkt „Yfirfallsstífla“ og þriðja verð- laun úrlausn merkt „X-9“. Höf- Unaur að úrlausn merkt „AQUA“ reyndist vera frú Agústa P. Snæland, Túngötu 38, Reykjavík. Hlýtur hún 1. verð- laun að upphæð kr. 15.000,00. Höfundur úrlausnar merkt „Yfirfallstífla“ reyndist vera Jón Kristinsson, arkitekt, Suðurlands braut 6, Reykjavík, og hlýtur hann 2. verðlaun að upphæð kr. 8.000,00. Höfundur úrlausnar merkt „X-9“ reyndist vera Hörður Karlsson, starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Wash ington, og hlýtur hann 3. verð- laun að upphæð kr. 5.000.00. Aðr ir, sem standa að tillögum í sam keppni þessari geta vitjað þeirra í skrifstofu Landsvirkjunar. IRANSV PlflST- HIMNflN TIL VARNAR rúðugleri. Á að pússa húsið að innan eða utan? — Einfaldasta og ódýrasta lausnin er að nota TRANS V PLAST EFNIÐ. — Notið málning- arrúllu eða pensil til að bera efnið á með. síðan má svo fletta himnunni af með einu handtaki. BYGGING AVÖRUVERZLUNIN NÝBORG; MVERFISGOTU 7« SlMI 12*17 Einkaumboð: STRANDBERG. Heildverzlun. Hverfisgötu 76. Tizkuskóli Andreu Skólavörðustíg 23. II. hæð. RESPI ANCLI - COTTON - X og SKYRTUR i Super Nylon Fáanlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47. Margar gerðir og ermalengdir. Hvítar — Röndóttar — Mislitar. ANGLI — ALLTAF KJORGARÐUR OPINN AFTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.