Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUN BLAÐIÐ Föstudagur 25. nóv. 1966 SAMEIGINLEGIR HA GSMUNIR 171 ð íslendingar erum fram * farasinnuð þjóð, sem vill framkvæma mikið á skömm um tíma. Er vissulega rík á stæða til þess að fagna því. hve hröð uppbygging hefur átt sór stað í landinu á síð' ustu árum. Jafnhliða hafa lífs kjör landsmanna batnað að miklum mun, þannig að ó hætt er að fullyrða að íslend- ingar búi nú við jafnari og betri lífskjör en nokkru sinni fyrr. En það er ekki nóg að gleðj ast yfir því sem áunnizt hef- ur. Það verður að tryggja jgrundvöll hinna góða lífs- kjara, þannig'að ávöxturinn af framförunum og uppbygg- ingunni glatist ekki. Það er þetta sem er höfuð- verkefni íslenzku þjóðarinn- ar í dag. Hún hefur sótt svo hratt fram á flestum sviðum þjóðlífs síns, að óhjákvæmi- legt er að leggja í bili meiri áherzlu á að tryggja árangur þess sem náðst hefur, en að herða framfarasóknina. Vitan lega ber að stefna áfram að aukinni uppbyggingu og nýj- um sporum í framfaraátt. En því aðeins er hægt að stíga þau að grundvöllurinn sé traustur, sem á er staðið. Þá getur naumast valdið á- greiningi að nærtækasta verk efnið sé í dag að stöðva á- framhaldandi verðþenslu og jafnvægisleysi í íslenzkum efnahagsmálum. íslendingar hafa, eins og margar aðrar þjóðir, bitra reynslu af verð- bólgunni. Hún hefur grafið undan grundvelli gjaldmiðils þeirra og hindrað eðlilega þró un í þjóðfélaginu. Þessi saga hefur gerzt of oft í íslenzku þjóðfélagi. En hún má ekki endurtaka’ sig. Það væri hreint sjálfsskaparvíti. Það eru sameiginlegir hags- munir allra íslendinga, hvar sem þeir standa í stétt eða stöðu, að nú verði brotið í blað. Ríkisstjórnin hefur tekið upp einarða baráttu gegn á- framhaldandi verðþenslu. — Vaxandi skilningur ríkir meðal alls almennings í öll- um stéttum á nauðsyn þess að henni takist að framkvæma þá verðstöðvunarstefnu, sem mörkuð hefur verið. Um hana verður að takast góð og á- byrg samvinna milli þjóðfé- lagsstéttanna. Þar má enginn skerast úr leik. Allt veltur á því, að vandanum verði mætt með sameiginlegu átaki. Þessi litla þjóð er öll í einum og sama bát. Það getur enginn einstakur lýst því yfir að þetta sé vandamál, sem skipti hann engu máli. Fram- tíðarvelferð þjóðarinnar er undir því komin að henni tak ist að hindra frekari verð- þenslu, og að tryggja áfram- haldandi rekstur framleiðslu tækja sinna og stöðugt vax- andi framleiðslu. Það er leið- in til þess að viðhalda hin- um góðu lífsskilyrðum, og leggja um leið hornstein að áframhaldandi þróun og upp byggingu. Hvaða vitiboripn maður vill stefna að því opnum aug- um að nýtt dýrtíðar og verð- bólguflóð steypi sér yfir al- menning og valdi um leið samdrætti og kyrrstöðu í at- vinnulífi landsmanna? Við eigum í dag afkastameiri og fullkomnari framleiðslutæki en nokkru sinni fyrr. Þessi tæki geta haldið áfram að auka arðinn af starfi fólks- ins og bæta og treysta lífs- kjör þess. En þau geta líka stöðvast af völdum halla- reksturs og jafnvægisleysis í efnahagsmálum. Afleiðing þess yrði atvinnuleysi og versnandi lífskjör. Slíkt má ekki henda. íslendingar gera sér Ijóst að þeir eru sinnar eigin gæfu smiðir. Þeir vilja oyggja upp bjarta og farsæla framtíð til handa þeirri glæsilegu og þróttmiklu æsku sem nú er að vaxa upp í land inu. Þeir vilja áframhald- andi þróun, og réttlátt og rúmgott þjóðfélag á íslandi. KOKS OG KOL l»að er góðra gjalda vert að * Reykjavíkurborg aðstoð- ar fólk nú að fá keypt kol, oá sem þurfa í okkar góðu borg, sem nýtur þeirra sér- stöðu ein allra höfuðborga heims, að nota jarðhita til húsahitunar. Hitt er erfiðara að skilja, að borgaryfirvöld- in þurfi að sinna slíkum verk efnum. Það hlýtur að vera hlutverk verzlunarinnar að annast þessa þjónustu. En vitað er að þeir aðilar, sem annast hafa kolainnflutning, hafa átt í erfiðleikum vegna skorts á mannafla við dreif- ingu kola. Engu að síður er >að mjög miður farið að hið opinbera skuli neyðast til >ess að taka þessa þjónustu sínar hendur. Á sl. sumri bárust þær fregnir víða úr héruðum að bændur, sem hafa kokselda- vélar horfðu fram á það að erfiðleikar myndu á því að fá koks í vélarnar. Horfði til vandræða af þessum orsök- um, þar sem fjö'ldi sveita- heimila, er ekki hefur raf- magn verður að nota koks- eldavélar. Úr þessum vanda- Fiugvélasmíði á eftir áætlun Stríðið í Vietnam kemur bandarískum flugfélögum i vandræði New York, (George Taylor — AP) FLUGVÉLASMÍÐI fyrir bandarísku flugfélögin hefur ðregizt mjög aftur úr áætlun vegna styrjaldarinnar í Viet- nam, sem hefur gert það að verkum að fiugvéiasmiðjurn- ar hafa ekki undan við að smíða herflugvélar. Talsmaður eins flugfélags- ins talaði fyrir munn þeirra allra, er hann sagði: „Við er um í mestu vandræðum, okk- ur vantar svo flugvélar". Segja fulltrúar sumra fél- aganna að afhending á nýjum vélum sé nú þremur mánuð- um á eftir áætlun. Tvær stærstu flugvélasmiðj urnar, Boeing og Douglas, segjast ekki geta staðið við gerða samninga vegna skorts á hreyflum. Pratt & Whitney, sem eru stærstu þotu-hreyfla smiðirnir fyrir farþegaflug- vélar, segja að pantanir hers ins hafi forgang fyrir pöntun- um flugfélaganna. Alltaf þeg ar herinn sendi inn pöntun verði smíði hreyfla í farþega flugvélarnar frestað. Douglas verksmiðjurnar eru nú 29 farþegaþotum á eftir á- ætlun. Boeing segist verða 36 málum mun eitthvað hafa greiðst með haustinu. En það er alvarleg stað- reynd, hve ófullkomin ýmis konar þjónusta er í þessu landi. Vitað er að neytenda- samtökin vinna að umbótum á þessu sviði. Þar er vissu- lega mikið verk að vinna. Mikil áherzla hefur verið lögð á það á síðari árum að skapa frelsi í verzlun og við- skiptum, tryggja hömlulaus- an innflutning á nauðsynja- vörum, og bæta þannig að- stöðu almennings. Það má þess vegna ekki henda að ein stakar nauðsynjavörur verði þotum á eftir áætlun í árs lok. Hinn 30. september s.l. lágu Boeing-smiðjurnar með flugvélapantanir fyrir alls 4.897 milljónir dollara. í októ berlok námu pantanirnar hjá Douglas 3.200 milljónum doll ara. í báðum tölum eru með- taldar pantanir hersins. Flugvélaskorturinn háir sumum flugfélögum meira en öðrum. National flugfélagið hafði reiknað með að fá nýja stækkaða útgáfu af Douglas D08 þotum, sem eiga að taka 213 farþega. til að setja inn í vetraráætlunina til Florida, en ferðir þangað ná hámarki í janúar. Nú virðist sem flug- vélarnar verði ekki tilbúnar fyrr en í marz, þegar vetrar- annatímanum er að ljúka. En flugfélagið segir að þetta þurfi ekki að hafa alvarlegar afleiðingar. Eastern og Delta flugfélögin, sem halda uppi flugi til Florida frá norð-aust ur og mið-vestur ríkjunum, segjast ekki hafa getað fjölgað ferðum fyrir vetrarannatím ann vegna þess að nýju flug- vélarnar fengust ekki. Og Eastern félagið verður enn að notast við skrúfuvélar á leið- inni New York — Boston — Washington, sem ætlunin var að fljúga eingöngu með þotum Pan American flugfélagið varð að taka þotur úr Atlants hafsfluginu og senda til Kyrrahafsins til að anna kröf um hersins. Og svona má léngi telja. öll félögin hafa sömu sögu að segja. Flugfélögin segja að drátt ur á afhendingu nýju þotanna spilli þeirri fyrirætlun að leggja skrúfuvélunum gömlu. Meðan nýju vélarnar ekki komi verði að notast við það, sem til er. Þessi dráttur hefur einnig hliðarverkanir. Þjálfun á- hafna hefur tafizt mjög mik- ið Aætlanirnar, sem gerðar voru og miðaðar við sæta- fjölda nýju vélanna, hafa far ið út um þúfur. Að vissu leyti hefur vel- gengni flugfélaganna átt sinn þátt í þessum vandræðum. Hinn 1. júlí s.l. áttu banda- rísku flugfélögin 600 þotur í pöntun hjá flugvélasmiðjum þar í landi. Og sennilegast er þessi tala komin upp í 800 í dag. Þegar þessi gífurlegi flúg vélafjöldi bætist ofan á pant anir hersins, hafa flugvéla smiðjurnar engan veginn und an. Fiskimjölssolar í Perú stoina sölnsamtök VEBKFALLIÐ í Perú stendur ennþá. En líkur eru á því, að út- flutningur Perú á fiskimjöli verði skipulagður þannig, að sölusamtök fjögurra aðila flytji út fiskimjöl frá landinu. Ekki hefur þó enn verið samið um hráefnisverðið í Perú, en verk- fallsmenn krefjast 115 sólas greiðslu til skipshafnar fyrir svo til ófáanlegar og valdi þar með fjölda heimila í land inu tilfinnanlegum erfiðleik- um. tonnið í stað þeirra 80, sem þeir fá núna. (1 sólas jafngildir 1,60 kr.). Að því er dr. Þórður Þorbjarn- arson, á Rannsóknarstofu Sjáv- arútvegsins, tjáði Mbl. í gær, hafa íslenzkir fiskmjölssalar stöðvað framboð á Vestur- Evrópu markað síðan á mið- vikudag í síðustu viku og þar til í dag, að beiðni stéttarbræðra þeirra í Perú, sem bjuggust við, að minnkandi framboð á Vestur- Evrópu markaði gæti haft álhrif á söluverð fiskimjöls þannig að auðveldara yrði með samninga við hráefnisaflastéttina í Perú. Útgefandi: Fr amkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Biarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 7.00 eintakið. MIjlíiWSI VŒJ UTAN ÚR HEIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.