Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 30
MokcUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. nóv. 1966 stundin hjá ísl. í handknattleik Tapaði fyrir Turnverein Oppum 18:25 Svartasta landsliðinu „Enginn verður óbarinn bisk- np“ sagði mætur maður við son sinn forðum. Söguna má viðhafa um ísl. landsliðið í handknatt- leik — nema það er búið að berja það svo oft, að vonlítið fer að verða um biskupstitilinn því til handa. Þýzka liðið, sem hefur verið eftirbátur Fram og FH liðanna á öllum sviðum handknattleiksins, tók frum- kvæði leiksins i sínar hendur í byrjun Ieiksins við „tilrauna- landslið“ í gærkvöldi og hélt því til loka og sigruðu 25—18 eftir að staðan hafði verið 13—6 fyrir Þjóðverja í hálfleik. Segir mér svo hugur um að því verði vart á lofti haldið í Þýzkalandi að leikið hafi verið gegn Fram og FH en hitt muni seint gleymast suður þar, að Turnverein Oppum hafi farið til íslands og unnið landsliðið með 25—18. Og satt að segja er ósigurinn hin mesta hneisa, eitt hið mesta afhroð sem handknattleikurinn hefur goldið. Því óhögguð standa enn þau orð sem viðhöfð voru um leik Þjóðverjanna í fyrri leikjunum að þeir hefðu hvorki hraða né skothæfni á við ísl. handknattleiksmenn. Vopn Fram og FH, sem ger- sigruðu Þjóðverjana, voru taktik og hraði. Þó uppistaða landsliðs ins sé úr þessum liðum sást ekki örla hvorki á taktik né hraða. Það var eins og ísl. liðsmennirn- ir hefðu verið tíndir saman sinn frá hverri plánetunni — sam- æfing var ekki meiri en það, að svo gat verið. Og mark- varzlan gekk eftir öðru. Na=st- um ekkert skot varið í fyrri hálf leik og örfá í þeim síðari. Einu ‘sinni var staðan jöfn. Það var eftir 4% mín 1-1. Sið- an tóku Þjóðverjarnir forystuna og staðan varð svo dæmi sé tekin 1-3, 2-6, 3-8 og 6-13 var staðan í hálfleik. Svo hastarlega illa gekk ísl Iiðinu að mark var ekki skorað — ef vítaköst eru und anskilin — fyrr en eftir 2214 mín. í fyrri hálfleik. Slíkt mun eindæmi hjá nokkru landsliði. MOLAR Skotland og Wales (áhuga- menn) skildu jöfn 1—1 í landsleik í Lanelli í Wales. Skotland er þá efst í 1. riðli Evrópukeppni áhugamanna- landsliða með 7 stig, Wales hlaut 3 og írland 2. í öðrum riðli vann England Holland 1—0. En áður höfðu Austurríkismenn tryggt sér sigur í riðlinum og halda því áfram í úrslitakeppninni. Austurríki hlaut 6 stig, Eng- land 5 og Holland 5. Þjóðverjarnir reyndu að halda hraðanum niðri og tókst það, án þess tilraun væri gerð til að breyta því. Þá tókst þeim að spila alllagelga, en mestu j munaöi xun að ísl. liðinu virðist enginn vörn fyrir miðju marknu og í skotum þaðan ýmst af línu eða langskotum, bæði góðum og lélegum, komu flest mörkin — og ,rjóminn“ af ísl. handknatt- leiksmönnum horfði á undrandi. í síðari hálfleik örlaði aðeins fyrir vilja til að gera eitthvað hvað meðal ísl. liðsins. Það sá- ust tilþrif í sóknarleiknum og forskot Þjóðverjanna minnkaði í 5 mörk. En vörn ísl. liðsins stóð svo illa í stykkinu, að aldrei tókst að hamra meir á forskotið. Og tækifærin til marka fengu Þjóðverjar oft eins og færð á silfurfati, því sendingar voru svo lélegar milli íslendinga að knötturinn fór útaf eða Þjóð- verjar gátu hlaupið á milli manna. Rétt fyrir lokin var forskot Þjóðverja komið í 9 mörk 25—16 en tvö síðustu mörkin tryggðu þó jafntefli í síðari hálfleik — ef það er einihverjum huggun. Mörk Þjóðverjanna skoruðu: Schwanz (9) 7, Zwirkowki (10) 8 Rebach (5) 6, Sehroers 2, Grallert og Aute sitt hvor. Mörk landsliðsins: Hermann 6 (2 úr víti) Birgir 4 (3 úr víti), Geir 4 (1 úr víti) Gunnlaugur 2, örn eitt úr víti og Einar Magn- ússon 1. íslendingar fengu 10 vítaköst en misnotuðu 3. Þjóðverjar fengu eitt vítakast og skoruðu. Tveim Þjóðverjum var visað af velli í tvær mín. fyrir gróf eða ítrekuð íslenzka liðið lék nú í flestu eins og ekki á að leika handknatt leik og vonandi fáum við að sjá eitthvað annað og betra fljótt — því ella verður falið ilbrúanlegt. Ekki er hægt að gagnrýna Sig- urð Jónsson „veljara“ liðsins. Hann hélt sig innan ramma 22 manna hópsins er æft hefur á vegurn nefndarinnar. Og satt að segja á ekki að vera svo mikill munur á neinum þeirra manna að sköpum geti algerlega skipt ef t.d. tveir eru ekki með í ein- um leik eins og raunin var með Ingólf og Sig. Einarsson nú. Mistökin hljóta að liggja í þjálfuninni — samæfingunni og við skulum vona að „þrístirn- inu“ sem nú sér um þjálfaramál- in takiizt að finna gallana og gera hugarfarsbreytingu þar á þeim 5 dögum sem etfir eru til landsleiksins við V-Þjóðverja. Já, það eru bara 5 dagar. Magnús Pétursson dæmdi leik inn af mikilli nákvæmni, enda var leikurinn rólegur og prúður. A. St. Kolbeinn verst undir körfunni. Simmenthal vann KR115:64 Og KR-ingar úr ÞÁTTTÖKU KR-inga í Evrópu- keppni meistaraliða í körfu- knattleik er lokið. í síðari leikn um við Simmenthal, sem fram fór í Milano í fyrrakvöld töpuðu KR-ingar með 64 stigum gegn 115. Fyrri leikinn vann Simm- enthal með 90—63 svo Evrópu- meistararnir hafa unnið KR sam anlagt með 205 stigum gegn 127. Leikurinn í fyrrakvöld fór fram í íþróttahöllinni í Milano og voru áhorfendur 3000. Bandaríkjamennirnir tveir í keppninni FH eitt 16 liða í Evrópukeppninni 5 þáttlökuEið fallin út FH tekur í vetur þátt í Evrópu- keppni meistaraliða í handknatt- leik — eins og í fyrravetur, en þá vann FH Fredenborg og komst í 2. umferð, en féll þar úr eftir góða frammistöðu gegn Dukla Prag. í ár tilkynntu 21 meistaðalið þátttöku í keppninni. Var ákveð- ið í aðalstöðvum keppninnar, að draga út 10 þeirra og skyldu þau leika í 1. umferð, en hin 11 sitja hjá. Fimm leikjum þessara liða er nú lokið og hafa úrslit orðið þessi: Sittardia, Holland — Scraerbeck, Belgíu 21—5; 25—18. Ivry, Paris — Oporto, Lissabon 22—19; 25—8. Fredensborg, Osló — Granollers, Madrid 19—24; 27—16. Medvescak, Júgóslavíu — Union West, Vín, 21—5. Gummersbach, V-Þýzkal. — Göta Helsingborg 19—20. Lokið er síðari leikum milli Medvescak og Union West og milli Gummersback og Göta, en úrslitatölur hafa ekki borizt hing að. En Union West mun vart hafa möguleika til að vinna upp 21—5 forskot Júgóslava og Gummersbach er talið sigur- stranglegra á heimavelli sínum. í 16 liða keppninni verða því: Sittardia, Holland — Ivry, París — Fredensborg, Osló — Medverscak, Júgóslavíu — Gummersbaeh V-Þýzkal. eða Göta, Helsingborg — Fimleika- félag Hafnarfjarðar — Urheilu- Kerho, Helsingfors — HG, Kaup- mannahöfn — DHFK, Leipzig — Wylorzario, Gdansk, Póllandi — Dinamo, Bukarest — Grasshopp- er, Zúrich — Trud, Moskvu — Dukla, Prag — Honveg, Buda- pest — Dudelange, Luxemborg. Nú verður dregið um það, hvaða lið lendi saman í næstu umferð og verður spennandi að . vita, hvað fellur í hlut FH-inga. liði Simmenthal settu mestan svip á leik Evrópumeistaranna bæði að því er snerti að móta spilið og að skora stigin. Austin Robbins, sem áður lék með liði Tennesy háskólans skoraði 28 stig og var stighæsti maður leiksins og Steve Chubin frá Californiu skoraði 11 stig. í hálf leik stóð 55—24. ★ Nú sem fyrr vakti það athygli Italanna í hve góðri úthalds- þjálfun KR-ingar eru, en geta þeirra sem liðs var ekki nægj- anleg móti hinu sterka ítalska liði. Einstakir leikmenn KR stóðu jafnfætis mótherjum sín- um, en heildin ekki. Thomas Curren þjálfari KR sagði eftir leikinn að hann hefði búizt við stórum ósigri. En við komum hingað til að auka lær- dóm okkar í körfuknattleik, og okkur finnst förin, þrátt fyrir ósigurinn, fyllilega borga sig. Liðsmenn Simmenthal báru af í knattmeðferð yfirleitt og 'hinum hröðu og nákvæmu stuttu sendingum. Hins vegar var lítill munur á liðunum hvað það snertir að ná fráköstunum. Simmenthal náði forysttt strax. Staðan var 8—2 eftir 3 mín. og 33—12 eftir 12 mín. Fyrir Simmenthal hófu leikinn Jellini, Massini, Robbins, Rim- inucci og Chubin. Þeir léku all- an hálfleikinn, en í síðari hálf- leik tóku við Longhi, Pieri, Vianello, Ongaro og Gnocchi. Fyrir KR hófu leikinn Kol- beinn, Hjörtur, Gunnar, Ágúst og Einar en að venju skiptu KR> ingar mikið allan tímann. Stig Simmenthal skoruðu Robbins 28, Pieri 14, Macini 18, Chubin 11, Longhi 8, Gnocchi og Binda 7 hvor.Riminucci, Vianello og Ongaro 6 hver og Jellini 4. Stig KR skoruðu: Gunnar og Einar 13 hvor, Kolbeinn og Þor?i steinn Ólafsson 12 hvor, Ágúst Svavarsson 6, Kristinn 5, Gutt- ormur 2 og Hjörtur 1. Simmenthal skoraði 10 stig úr vítum af 16 mögulegum, en KR skoraði 12 stig af 26 í sínum vítaköstum. Dómarar voru B. Krumen og E. Bergber frá Sviss. Bezta stökkbraut heims i Grenoble HIN nýja 90 metra stökkbraut i Grenoble verður að sögn bygg ingameistarans fræga Heini Klopfer, sem ábyrgð ber á bygg- ingu hennar, bezta stökkbraut heimsins. Mun hún taka öllu fram á sínu sviði sem nú þekk- ist, sagði hann í viðtali við þýzku fréttastofuna. Byggingin mun kosta 7 milljónir marka. Við stökkbrautina verður áhorfendasvæði fyrir 60—80 þús. manns, lyfta fyrir keppendur og dómaraturn. Áður en þetta gat risið var að fjarlægja 270 þús. teningsmetra jarðvegs og urðar. Stökkbrautin sjálf verður vígð í sambandi við Mið-Evrópustór- mótin í febrúar næsta ár, en byggingarnar við brautina verða þá ekki tilbúnar. Samkv. áætlunum meistarans verður „krítiskí" punktur braut arinnar um 90 metra en beztu stökkmenn munu stökkva yfir 100 m í brautinni. Klopfer telur að þessi braut sé með „réttara" eða betra lagi en Holmenkollenbrautin, braut- in í Innsbruck og í Zakopane og fallhættan verði mun minni og svifið betra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.