Morgunblaðið - 27.11.1966, Síða 11
Sunnudagur Tf. nóv. 1966
MORCU N B LAÐIÐ
11
hjá mér af lifa af þessu. Ég !
hef aelt nokkuð reglulega frá
því að ég byrjaði að sýna.
— Kostar það þig ekki neinn
sársauka að láta frá þér mynd-
ir þínar?
Flóki hugsar sig um og dreg-
ur við sig svarið. — Ne-i, yfir-
leitt ekki, ef ég veit af þeim
á svona nokkurn veginn góðuni
stöðum, þá kemur það ekkert
illa við mig að láta þær.
—■ Hugsarðu til myndanna
þinna?
— Já, það geri ég iðulega.
— Veiztu hvar þær eru?
— Já, svona í það stóra heila.
Eg skrifa það niður og ég held
að ég haf: nokkuð góða skrá yf-
ir það sem ég hef gert allt frá
því að ég var tólf ára gamall |
— Svo við víkjum aðeins afí-
ur að þjáningunni, sem að lista- I
mannalaunin leiddu okkur frá
áðan, þá langar mig til að
spyrja: Finnst þér þjáningin at-
hyglisverðari en hamingjan? Nú
er margt fólk hamingjusamt? !
— Jú, jú. Ég vil ekki segja
að ég hafi neitt einskorðað mig
við þjáninguna eða bitið mig
fastan í lærið á henni og sleppi
þaðan ekki tökum. Mitt plan er (
nokkuð stórt. Svo er það ef til
Vill erfitt að skilgreina hugtök
eins og hamingju og þjáningu,
Það verður oft ákaflega nota-
legur kokteill úr þessu.
Það er rétt, að myndir sem
ég hef gert hafa verið beinlín- '
is óhugnanlegar, en svo virð- |
ist að þær höfði ekki síður I
til fólks og verið keyptar og
jafnvel hengdar upp í svefn- j
herbergjum eða barnaherbergj- |
um. Smekkur manna er alltaf
mjög persónubundinn.
—Þú telur sem sagt að mynd
ir þínar nái til fólksins?
— Ég held að fólk skilji mín-
ar myndir. Maðurinn á götunni
hefur miklu meiri tilfinningu
fyrir myndum heldur en t.d.
listfræðingurinn. Það er með
hann eins og leikarann að hann
er búinn að fá atvinnusjúkdóm,
og getur ekki sagt já, já, eóa
nei, nei, en allt þar á milli er
frá djöflinum. Hann sér ekki
lengur greinarmun gcðs og ills.
Almenningur hefur miklu sterk
ari tilfinningu fyrir myndlist.
Það opnaði t.d. augu mín tölu-
vert fyrir þessu 1956, fyrsta vet-
urinn minn í Handíðaskólanum.
Þá var það í listasögutíma hjá
Birni Th. Björnssyni að talið
barst eitthvað að hreinni mynd
list og apstraktlist og Bjöm
gagði af sinni alkunnu hlé-
drægni að hann yrði nú að segja
fyrir sig, að hann hefði mesta
nautn af non fíkúratífum mynd-
um. Þetta sló mig eins og það
hefðu farið í mig fjörutíu þús-
und leðurblökur Sko, það hlyti
að vera heldur hraklegur og
voðaiegiu* æviferill að sitja við
það frá morgni til kvölds að
búa til nautnalyf handa Birni
Th. BjörnssynL Eftir þetta fór
ég að sjá listasöguna í öðru
Ijósi.
— íslenzk myndlist er á lágu
atigi pf þínu áliti?
— Ég nef hugsað mér að setja
•koðanir mínar um íslenzka mál
aralist upp í ágæt medium sem
er leynilögreglusaga, sem ég hef
*vo hugsað mér að gefa út í
framtíðinni í gömlu og góðu
hasabiaðaformi, mikið mynd-
íkreyttu. Ég skal segja þér efni
•ögunnar í stuttu máli til þess
að' intresera þig: Það eru tveir
fulltrúar fyrir ísland sendir með
íslenzka yfirlitssýningu til Ang-
magssalik á GrærJandi Þetta
eru hinn kunni iistfræðingur
Theodór Bj. Theodórsson og
Pétur Valtýsson listmálari. Þeir
lenda þarna í ýmsum ævintýr-
lun og það koma fram inn á
milli harðar rökræður þeirra um
myndlist. Þeir kynnast m.a.
mjög sérvitrum amerískum millj
ónamæring sem hefur komið sér
upp villu þarna og á helvíti
mikið safn listaverka, eftir því
eem hann segir. Þeir vilja nátt-
úrlega kynna sér þetta safn sem
áhugamenn um myndlist. En
þeir hverfa þá á mjög dularfull-
an hátt og kemur það ekki fram
fyrr en í bókarlok og þá gegn-
um grænlenzkar vændiskonur
að ameríkaninn safnaði eliki
listaverkum í þeim skilningi,
heldur uppstoppuðum lista-
mönnum Þessi saga er sett í
mjög spennandi form og er
kröftuglega myndskreytt. Ég er
langt kominn með hana nú.
— Og þú hefur í hyggju að
gefa hana út?
— Ef ég lík henni, sem ég
vonast nú tii að verði þá hef
ég ekkerí á móti því að gefa
hana út. Ég er alveg viss um
að bezta ráðið til pess að koma
skoðunum sínum fram, ekki sízt
þegar myndlistin á í hiut, sé
leynilógreglusöguformið eða
eitthvað fantatiskt. Ég er í grund
vallaratriðum sammála því sem
franskur listmálari segir á ein-
um stað 1 dagbók sinni, nefni-
lega að rryndlistin hafi verið
í stöðugri hnignun alit frá dög-
um haendurreisnarlíabilsins, og
kemur þar rnargt til.
— Hefurð i ferðast víða?
— Lítilsháttar. Ég hef verið
langdvölum í Danmörku og þá
aðallega í Kaupmannahöfn og
hef einnig farið um Þýzkaland,
Frakkland, Spán, Sviss og Sví-
þjóð.
— Er það listamanni nauðsyn-
legt að ferðast?
— Eg held að það sé í raun
og veru er ekki hægt að kynn-
ast íist r.ema að maður ferðist
og fari á söfn því að bækur um
listir og listastefr.ur eru ekki
gefnar út. Ég talaði við dansk-
an gagnrýnanda sem var við
nokkuð stórt og lesið blað þar
og hann sagðist ekki þora að
skrifa um myndlist sem ekki
væri annað hvort mon fíkúratíí
eða í ætt við kóbragrúbbuna
alræmdu Hann átti einfaldlega
í hætu að missa stöðu sína við
blaðið. Svona gengur þeta og
sérstaklega þar sem afstraktlist
og non fígúratíf list eiga í vök
að verjast eins og í stærri lönd-
unum.
— Ef við tölum aðeins meira
um liti Flóki. Telur þú ekki að
það sé hægt að ná fram sterk-
ari áhrifum með litum?
— Ég held að svo sé ekki, —
ekki a.m.k. fyrir mig. Það er
oft gaman að sjá á stórum söfn-
um þegar lítil teikning hangir
við hliðina á stóru olíumálverki
og teiknirsgin bókstaflega stein-
drepur málverkið. Það hefur eitt
skáld og listamaður kallað liti
elskhuga beljurassa, en ég er því
nú ekki sammála, þótt langt sé
reyndar síðan ég hef séð fallegt
málverk. Það er alls ekki hægt
að kasta teikningunni íyrir borð,
því engin mynd getur staðið á
litunum einum saman. Það verð
ur að vera fullkomið samspil á
milli teikningarinnar og litana. j
— Hugsarðu aldrei í litum
þegar þú teiknar?
— Jú, það geri ég gjarnan og
ég held að ég geti fengið meira !
litaspil út úr pennanum og
svörtu tússi hcldur en margur j
málarinn. j
— F.r ekki gaman að vekja um
tal og vera umdeildur?
— Mér finnst ákaflega gam-
an af slíku. Mér líkar mjög vel .
ef það verða einhverjar diskús-
sjónir um myndir mínar, en það '
segi ég alveg satt, að ég hef
I aldrei gert neitt til þess að vekja
athygli á mér. Ég hef aðeins
gert eitt það að segja mein-
ingu mína svona nokkurn veg- I
inn hreint út. Ég hef ekkert á
móti þv' að vekja skandal, en
það hef ég aldrei gert af ásettu 1
ráði. Skandalar þurfa bara að
vera nógu stórir. Og einmitt sá
' áróður sem skapast í gegnum þá ’
er stærsti áróður og sterkasti
sem til er. Það eru til málarar
. sem dóu lóngu fyrir aldamót, en
j eru umtalaðir ennþá vegna þess
| að þeir sýndu einhverja mynd
I á salóninu í París sem vakti
hneyksli á sínum tíma.
— En pop eða páfa listin?
— Það er tízkufyrirbrigði sem
líður fljótt hjá. Ég held að páf-
inn í Róm og ég munum líta
það íyrirbrigði svipuðum aug-
um.
— Ertu afkastamikill?
— Það er tímabilsbundið. Ég
get verið asskotanum afkasta-
meiri á tímabilum.
— Er það eitthvað árstíða-
bundið?
— Skammdegið hefur alltaf
virkað vel á mig. Ég hef líka
tekið eftir því að ég vinn bezt
þegar tungl fer vaxandi eða er
fullt.
— Þínar myndir verða til við
innspírasjón?
— Já. Ég er ekki málari sem
labbar með trönur út í náttúr-
una. Ég vinn nokkuð reglulega,
en það má heldur líta á það sem
æfingar, meðan myndirnar erii
að mótast í hausnum á mér.
— Gerirðu skissur?
— Nei, aldrei. Einmitt það er
mörgum nauðsynlegt og sjáif-
sagt. En það virkar þannig á
mig að ef ég geri skissu ao
mynd og reyni að forma mynd-
bygginguna þá hef ég einhvern
veginn mist lögunina til þess að
búa til myndina sem ég var með
í hausnum. Það er t.d. eins og
þegar maður fær einhverja hug
mynd og fer síðan á kaffihús
og segir frá henni. Hann kjaftar
sig í raun og veru frá hugmynd-
inr.i og missir alla löngun til
þess að búa eitthvað til.
— Nú leggur þu mikla vinnu
í þínar mj r.dir. Þvnnast hug-
myndirnar aldrei út á meðan þú
ert að teikna myi cina?
— Nei, síður en svo, þær
þrengjast út og magnast og ef
það er einhver málari sem hef-
ur örvandi áhrif á mig þá er
það Alfreð Flóki.
— Sérðu eftir að hafa gert
sumar myndir þínar?
| — Nei, aldrei jafnvel bó að
ég verði óárægður með þær
seinna sem sjaldan kemur fyr-
ir. Þær eru alla vega heimildir
um mig á vissu tímabili.
j — Og ertu ánægður með
myndir þínar?
I — Annars væri ég ekki að
þessu.
Og hér gæti verið amen eftir
efninu. stjL
Lækningastofa
okkar er flutt að Klapparstíg 25 — 27. Sími
óbreyttur 12811. Stofutími hjá Árna Guðmundssyni
sami og áður, 4—5, hjá Henrik Linnet laugar-
dagstími 9,30—10,30 annar tími óbreyttur (1,30—
2,30, fimmtudegi 5—6). Símviðtal y2 tíma fyrir
stofutíma, í síma 12811, fimmtudaga frá 12—1 í
heimasíma 31173. Vitjanabeiðnir hjá báðum í
síma 12811 til kl. 1 f.h.
Árni Guðmundsson Henrik Linnet
læknir. læknir.
áSPAIAGOS
SOUf MiX
asperges
—OCT m WHU X.
DLLFRAI\!CE
Franskar súpur
tiu tegundir
Biðjið um BEZTU súpurnar!
Biðjið um ÓDÝRUSTU súpurnar!
Biðjið um FRÖNSKU súpurnar!
Heildsölubirgðir:
Sími: 15789.
John Lindsay hf.
Aðalstræti 8.
1 svipmyndum
Eftir STEINUNNI S. BRIEM. Upp-
haflega varð ráð fyrir þvi gert, að
bókin hefði inni að halda 100 við-
töl og bæri nafnið «100 svipmynd-
ir". En þegar farið var að vinna við
hana í prentsmiðjunni, reyndist
efnið of mikið i eitt bindi, og var
þá horfið að því ráði að skifta
því í tvö bindi. Kemur hið síðara
væntanlega á næsta ári. Fyrir því
er efni þessa bindis einhæfara en
til stóð og takmarkast að mestu
leyti við trúarieg og dulrœn efni.
leiklist, dans, söng og músík.
Verð kr. 397.50.
* :'-X- „vj. j ■
. ý . /
, ■■ ■
1
Ljós í myrkrinu.
Sigríður Einars frá Munaðarnesi
þýddi bókina. — Hér er sagt frá
litlum dreng, sem hrekst um
Evrópu á styrjaldarárunum. Hann
kynnist útlegðinni, hungrinu og
skelfingum stríðsins. Hann ferðasi
um tryllta veröld striðs og hörm-
unga, án þess að bíða tjón á sálu
sinni. Hann hefur varðveitt hjarta-
lags bamsins og trúna á lífið og
hið góða í mannssálinni.
Verð kr. 193,50.
Steinaldarþjóð heimsótt ööru sinni
Eftir Jens Bjerre.------ Við fylgj-
umst með, hvernig höfundur bók-
arinnar og ástralskir varðflokks-
stjórar brjótast yfir torgeng, skógi
klædd fjöll til frumstæðra íbúa
Nýju Gineu, $em aldrei hafa hvíta
menn áður augum litið. — Þetta er
bæði skemmtileg ferðabók og fög-
ur og heillandi lýsing á fyrstu
skrefum frumstæðrar þjóðar af
stigi steinaldar, rituð af reyndum
rnanni, sem hefur innsýn og skiln-
ing á efninu. — — 1 bókinni eru
56 skrautlegar myndir, prentðar í
fjórum litum. Verð kr. 349.40.
LEIFTUR