Morgunblaðið - 27.11.1966, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.11.1966, Qupperneq 21
Sumufflagur 5T. nóv. 1966 MORGUNBLAÚIÐ 21 — Málshættir Framhald af bls. 18 valið með það fyrir augum, að það hafi siðbætandi áhrif á nem endur. Safn þetta var fyrst prentað árið 1506 og aftur 1508 og 1515, auk þess sem það var gefið út í tveimur bindum með formála og skýringum af Sví- unum Axel Kock og Carl af Petersens (Kaupmannahöfn 1889—1892). Merki þessa safns sjást á íslandi þegar á 16. öld, fyrst í svonefndri Syrpu síra Gottskálks Jónssonar í Glaumbæ (um 1524—1590), sem varðveitt er í eiginhandarhandriti í British Museum og hefur meðal annars eð geyma nokkra málshætti, en tveir þeirra virðast runnir frá saíni Laales, útgáfunni frá 1515. HELZTU FORMEINKENNI ÍSLENZKRA MÁLSHÁTTA Áður en lengra er haldið, þykir hlýða að gera grein fyrir ytra búningi íslenzkra máls- bátta. Að sumu leyti sver form þeirra sig í ætt við bundið mál. Algengasta einkennið er Btuðlasetning: „Bragð er að, þá barnið finnur", „Falls er von að fornu tré“, .Enginn má við margnum“, „Öndverðir skulu ernir klóast", „Fátt er illum ugg- laust" og svo mætti lerigi telja Stundum fylgir höfuðstafurinn með: „Sjaldan er bagi að bandi né burðarauki að staf“. E. t. v. er síðari hlutinn ekki upphaf- legur, enda sjást þess oft merki, að málshættir eru auknir. Nokk- Nýjar bækur Spakmæli Yogananda KMEISTARINN SAGÐI) Lesendur kannast við bókina MHva8 er bak við myrkur lokaðra augna?" Sú bók seldist upp á mjög skömmum tima, og er nú með öilu ófáanleg. Þessi nýja bók er eftir sama höfund: Parama- hansa Yogananda.-----„Bókin gefur glögga sýn inn í huga kenni- manns i nútíma heimi. Af hverri blaðsiðu skín samúðarríkur skiln- ingur hans um manninn, og tak- markalaus kærleiki hans til Guðs“. Kemur í bókaverzlanir eftir nokkra daga. Verð kr. 236.50. BIOLD — leikrit i sjö þáttum eftir Sigurð Róbertsson. — Leikritið var flutt i Ríkisútvarpið 30. okt. 1965, og fóru margir okkar beztu leikara með hlutverkin. — Verð kr. 199.50. Ifin gömlu kynni, eftir Steinunni Eyjólfsdóttur. — Þetta eru smásögur úr daglegu lífi alþýðufólks. — Steinunn vinnur al- genga vinnu, þekkir hug og til- finningar samveikafólks síns og skrifar skemmtilega.. Steinunn er höfundur, sem rétt er að veita at- hygli. — Kostar innb. 161 25. Prcstsfrúin eftir Guðmund Jónsson. — Guð- mundur hefur áður skrifað tvær bækur „Heyrt og séð erlendis" og „Hann bar hana inn í bæinn“. — Sögur Guðmundar eru látlausar og ánægjulegt að lesa þær. — Ýmsar setningar í sögum hans eru svo snjallar, að vel sæmdi hverjum miklum rithöfundi. — Kr. 161.25. Ifúsiú dularfnlla, skáldsaga eftir Craig Rice og Ed. McBain, en Herborg Gestsdóttir ís- lenzkaði. — Þetta er leynilög- reglusaga, vel skrifuð og ágætiega þýdd, jafn skemmtileg fyrir konur sem karla. — Kostar kr. 193.50. L E I F T IJ H uð ber á endarími: „Sá er dreng- ur sem við gengur“, „Það er góðra siður að leggja sauðinn niður“, „Pútur þurfa ei kvíða pinkil fá þær víða“, „Margt þyk- ir svöngum sætt, er söddum þykir óætt“, „Sá hefur lítið vit sem gengst fyri lit“. Dæmi eru um hendingar eða innrím, og eru þar frægust orð Gunnlaugs sögu ormstungu: „Eigi leyna augu, ef ann kona manni“. Þessi háttur gæti raunar verið tvö vísuorð úr dróttkvæðri vísu. Enn mætti nefna: „Fátt er betur virt en vert er“, „Sjálfir rífast úlfar, ef eiga sér ei kálfa“ og „Fyrr skulu menn fá sér brauð en brúði“. Tilviljun kann þó að ráða sumum slíkum hendingum fremur en ásetningur. Ekkert þeirra atriða, sem hér eru nefnd, er þó óhjákvæmilegur fylgi- fiskur málshátta. Dæmi: „Can- inn gefur listina", „Öllum þykir víf bezt“, „Margur er kviks voð- inn“ („Margt er kviks voði“), „Lítils er verður öfundlaus mað- ur“. Oft verður þess vart, þegar málshættir breytast, að þeim er fengið eitthvert form bundins máls: „Svangur er maður á hverju nóni“ verður „Svangur er maður á máli hverju“. Enn er það eitt form málshátt, að þeir eru stundum lagðir einhverjum í munn, og er þá oft bætt aftan við málsháttinn orðum eins og „sagði karlinn“, „sagði kerling- in“, „sagði refurinn“, ,sagði álf- konan“, „sagði tröllkonan". Sumt af slíku er þó fremur máltæki, sem hæpið er að flokka undir málshættL MÁLSHÆTTIR f ÍSLENZKUM FORNRITUM íslenzk fornrit eru auðug að málsháttum. Fremur eru þeir þó fáskrúðugir í eiginlegum dróttkvæðum, en allmargt er um þá í Eddukvæðum, einkan- lega þeim, sem ort eru undir Ijóðahætli, svo sem Hávamál. Örðugt og oft næstum ógerlegt er þó að greina í sundur, hvað í þessum kvæðum er upphafleg- ir málshættir, sem höfundur hefur gripið til, og hvað frum- ort og síðan notað af öðrum sem málshættir. Einkum eru það 3. og 6. vísuorð í ljóðahætti, sem falla saman við form málshátta. enda eru þau mjög oft sjálfstæð málsgrein hvor um sig. Einnig ber það til, að Hávamál og mörg fleiri kvæði undir ljóðahætti hafa að geyma lífsreglur og siða- boðskap, og má þá segja, að efnið bjóði heim notkun eða ný- myndun málshátta. Þýzki norr- ænufræðingurinn Andreas Heusl er hefur gert tilraun til að vinza málshætti úr Eddukvæðum í rit- gerð, er hann nefnir Sprich- wörten in den dischen Sitten- gedichten (í Zeitschrift des Ver- eins fiir Volkskunde, Berlin 1915 og 1916). Þó að margt sé þar skarplega athugað, eru menn ekki á eitt sáttir um niður- stöðurnar í einstökum atriðum. Geta má þess, að setningin „Sjaldan liggjandi úlfur lær of getur né sofandi maður sigur“ (Hávamál 58. v.) kemur einnig fyrir lítið breytt í hinni latnesku Danasögu Saxa hins fróða (um 1200), en ólíklegt er talið, að hann hafi haft Hávamál við að styðjast, heldur mun hér um sameiginlegan norrænan arf að ræða, eins og mjög oft má sýna fram á um málshætti frá Norð- urlöndum. Oft er ekkert vafa- mál, að höfundur Hávamála hefur notað málshætti. Um lielgikvæðið Sólarljóð gegnir mjög líku máli í þessu efni og um Hávamál, enda hafa Sólar- ljóð erft búning Hávamála. Undir sama hætti er siðakvæðið Hugsvinnsmál, en það er þýð- ing, líklega frá 13. öld, á lat- nesku kvæði, Disticha Catonis de moribus, sem talið er ort um 200 e. Kr. Þar er allmargt, sem gæti verið málshættir, en mikil vandkvæði eru hér enn á að greina, hvað hefur áður verið málsháttur og hver er hlutur þýðanda. Bæði af þessari ástæðu og öðrum hefur tiltölulega fátt verið tekið í þá útgáfu, sem hér liggur fyrir, úr kvæðum þeim, sem nú hafa verið nefnd. Ein helzta og merkilegasta bein heimild um norræna máls- hætti er svokallað Málshátta- kvæði. Það er varðveitt í Kon- ungsbók Snorra-Eddu, en því miður er kvæðið stórlega skert. í handritinu stendur það næst á eftir Jómsvíkindadrápu Bjarna Kolbeinssonar biskups í Orkneyj um (biskups um 1190—1222). Eins og nafnið bendir til, er uppistaða kvæðisins málshættir, en ívafið er ástarharmar skálds- ins. Auk þess er þar nokkuð um j,forn-minni“, sem svipar um sumt til málshátta, en mega þó fremur teljast skírskotanir til fornra kvæða eða hetjusagna. í Jómsvíkingadrápu barmar skáld ið sér einnig yfir óförum í ást- armálum. Bæði af því og ýmsu öðru, ekki sízt orðmyndum, sem fremur er að vænta í orkneysku kvæði en íslenzku, hallast fræði- menn að því, að Bjarni biskup sé höfundur að báðum kvæðun- um. Málsháttakvæði er runhend drápa með frémur löngum vísu- orðum, og ber form margra málsháttanna nokkur merki þess, að skáldið hefur orðið að víkja orðaröð nokkuð við til að koma þeim fyrir í kvæði sínu. „Færa ætlum vér forn orð sam- an“, segir skáldið á einum stað, og hefur kvæðið af því einnig verið nefnt Fornyrðadrápa. ,Forn orð“ eru hér málshættir, og kemur það orðalag vel heim við íslendingasögur, eins og brátt verður að vikið. Margir málshættir kvæðisins koma einnig fyrir í öðrum fornum heimildum, óháðum kvæðinu, og málsháttasöfnum frá síðari öld- um. í þessari útgáfu eru máls- hættir, sem teknir eru úr kvæð- inu, merktir M. Snorri Sturluson hefur svo mikið við málshætti, að hann nefnir bragarhátt einn í Hátta- tali sínu (26. v.) orðskviðuhátt (sem e. t. v. er ritvilla fyrir orðskviðahátt). í vísunni er máls háttur í öðru hverju vísuorði, samtals fjórir: „Bregður hönd á venju“, „Spyr ætt að jöfrum", „Sér gjöf til launa“, „Vex hver af gengi“. í íslendingasögum og öðrum fornritum í sundurlausu máli er gnótt málshátta. Greinilegt er, að sumir höfimdar sagnanna hafa haft hið mesta dálæti á málsháttum, og er höfundur Grettissögu ljósast dæmi þess. Mætti láta sér til hugar koma, að hann hafi haft fyrir sér skrifað málsháttasafn, þótt um það verði ekki fullyrt. Tíðast eru þessir málshættir lagðir Gretti í munn. Ljóst er, að hinir fornu höfúndar hafa svipaða afstöðu til málshátta og Bjarni biskup Kolbeinsson, þeir nota oft um þá orðin „fornmæli“, „fornkveð- inn“ og „fornmæltur". Oft eru að málsháttunum einkennileg inngangsorð, sem eru eins og leiðbeining til lesandans um, að málsháttur sé í aðsigi: „Það er íorn orðskviður, að . . .“ „Sann- aðist forn orðskviður, að . . .“, „Hér kom fram sá orðskviður, að . . .“, „Fornkveðið orð, er að . . .“, „Sannaðist hið forn- kveðna, að . . .“, „Sannast (sann- aðist) það, sem mælt er, að . . .“, „Oft er mælt, að . . .“, „Var þá sem oft kann að verða, að . . .“, „Þar varð sem víða annars stað- ar, að . . .“, o. s. frv. o. s. frv. Finnur Jónsson prófessor safn- aði saman öllum þeim málshátt- um, er hann fann í fornum rit- um, og birti þetta safn sitt í Arkiv for nordisk filologi, 30. ár- gangi 1914. Um líkt leyti hafði þýzki norrænufræðingurinn Hugo Gering tekið sér hið sama fyrir hendur, varð aðeins seinni til en Finnur að koma safni sínu á framfæri, en birti tveim árum síðar í sama tímariti viðauka og athugasemdir við verk Finns. Má þá gera ráð fyrir, að til skila hafi komið flestir málshættir úr þeim fornritum, er þá höfðu ver- ið prentuð. Við báðar þessar rit gerðir studdist Finnur Jónsson I íslenzku málsháttasafni, er hann gaf út á vegum Fræðafélagsins í Kaupmannahöfn árið 1920, og enn nýtur sú útgáfa, sem hér kemur fyrir almenningssjómr, verka þessara merku fræði- manna. Þó hafa fornir máls- hættir hér oftast verið bornir saman við yngri fomritaútgáfur en þær, sem Finnur og Gering studdust við. Er hér vitnað í kapitula sagnanna, nema annars sé getið, og er þá miðað við kapitulaskiptingu í fornritaút- gáfu íslendingasagnaútgáfunnar, enda er texti hennar prentaður eftir útgáfu Hins íslenzka forn- ritafélags, eftir því sem hún vinnst til, en íslendingasagnaút- gáfan mun nú til á fleiri heimil- um í landinu en nokkur önnur fornritaútgáfa. f rímnabók einni mikilli í Árnasafni, AM 604, 410, er tals- vert málsháttasafn, undarlega til komið. Handrit þetta er talið frá 16. öld. Skrifarinn hefur gert sér það til dundurs og hugarhægð- ar að krota á jaðra handritsins, einkum neðanmáls, ýmiss konar setningar, sem eru ekki í nein- um tengslum við meginmál bók- arinnar, þ. á. m. athugasemdir um pennann sinn, hrörnandi sjón sína og jafnvel þverrandi um kvenhylli. Meiri hluti þessara setninga er þó málshættir, sam- tals um 200, en hafa í öndverðu vafalaust verið miklu fleiri, því að týnzt hafa úr handritinu bæði einstök blöð og heil kver. Þetta safn er á margan hátt athyglis- vert. Danski norrænufræðingur- inn Kristian Kálund gaf það út í safnritinu Sm&stykker nr. 7 árið 1886 (Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur). Finnur Jónsson tók þessa máls- hætti upp í safn það af fornum málsháttum, er hann gaf út í Akriv 1914 og áður er getið, og í íslenzkt málsháttasafn 1920. Að dæmi Finns eru málsættir, sem teknir eru út rímnabókinni, í þessari útgáfu merktir K. 30 den. - sokkar Vestur-Þýzk gæða vara FRAMLEIDD ÚR: PERLON ÞRÆÐI AF BEZTU GERÐ. LOKSINS FÁST ÞESSIR ÚRVALS PERLON- SOKKAR í REYKJAVÍK HJÁ: OCULUS, Austurstr. ^ LONDON, Austurstr. SÍSI Laugavegi * AÐALBÚÐINNI, Lækjartorgi. OG UM LAND ALLT. HEILDSÖLUBIRÐIR: G. BERGMAIMIM SfMI: 18970. Immer mehr Frauen tragen Bellinda-Strumpfe. Qualitat und Werbung sorgen fur gute Umsátze. Deshalb: Bellinda gehört In Ihr Strumpf-AngeboL Chic... grand chic..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.