Morgunblaðið - 26.01.1967, Side 2

Morgunblaðið - 26.01.1967, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1667. Wilson og Brown nm fundi. utanríkisráðherra Breta og De Gaulle að lokn- Virkjun við Lagarfoss hið fyrsta Frá fizsiiTI svellar- félaga á AusliHrlandsutjördænii EGILSSTÖÐUM, 25. jan. — Hér var í gærkvöldi haldinn fjöl- mennur fulltrúafundur á vegum sveitarfélaga á Austuriandi. Voru þar mættir fulltrúar frá flestum sambandsfélögum, þeir sem komust á staðinn vegna færðar. Einnig voru þar maettir allir þingmenn Austurlandskjördæm- is og rafmagnsveitustjóri Val- garð Thoroddsen og raforkumála stjóri Jakob Gíslason. Umræðuefni fundarins var að ræða um raforkumál. Þar sem grunur hefur leikið á að yfir- völd hyggðust leggja línu frá Laxá og draga með því virkjun Lagarfoss um ófyrirsjáanlegan tíma, var þessi fundur haldinn í mótmælaskyni og þar sett fram eindregin krafa um virkjun Lagarfoss. Eftirfarandi sam- þykktir voru gerðar: Fundi Wilsons og de Gaulle lokið Árangurinn upporvandi, segir Wi9s»n London og París, 25. jan. NTB — AP. I KVÖLD lauk í París viðræð- um þeirra Wilsons, forsætisráð- herra Bretlands og De Gaulle Frakklandsforseta um hugsan- lega aðild Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu Wilson sagði á fundi með fréttamönnum skömmu áður en hann lagði af stað til Bretlands, að Frakkar hefðu sýnt mikla kurteisi í við- ræðunum og sagði hann að þær og móttökurnar hefðu verið mjög uppörvandi. Wilson sagði, að brezka sendi- nefndin, en í henni eru m.a. Georg Brown utanríkisráðlierra, íhefði ekki komið til Parísar til að spyrja spurninga,. sem aðeins væri hægt að svara ja eða nei. Sagði hann að Bretar gerðu sér vel grein fyrir því, að Efnahags- bandalagsríkin yrðu að ráðgast innbyrðis áður en hægt er að taka nokkra ákvörðun. Þá skýrði hann frá því að á fundinum hefðu öll vandamál í sambandi við Rómarsamninginn verið rækilega rædd. Lýsti Wilson yfir þakklæti sínu til De Gaulle og stjórnar hans, fyrir að hafa lagt sig fram um að kanna hin ýmsu vandamál til grunna. Er fréttamaður einn spurði Wilson hvort það væri í raun og veru tímabært fyrir Bretland að sækja um aðild að bandalag- inu, svaraði Wilson að á því léki enginn efi. Aðspurður um hvort hann hyggðist koma aftur til Parísar til frekari viðræðna, svaraði Wilson, að öil atriði hefðu verið svo rækilega rædd, að Frakklandsforseti ætti að geta tekið ákvörðun í málinu. Engin yfirlýsing var gefin að fundinum loknum, en heimildir Framboðslisti SJálf- stæðisflokksins á IMorð- urlandi vestra í París hermdu, að Wilson hafi ekkert svar fengið frá De Gaulle áður en hann hélt heim. >au atr- iði, sem forsetinn mun helzt kanna eru tæknilegs eðlis í sam- bandi við landbúnaðarmálin og einnig um framtíðarstöðu punds ins sem alþjóðlegs gjaldmiðils, en Wilson sagði að ekkert hefði komið fram á fundinum af hálfu Frakka um að skilyrði fyrir inn- göngu Breta væri gengisfelling pundsins. Hann viðurkenndi þó, að staða pundsins, sem alþjóða- gjaldmiðils hefði skapað ýmis vandamál, en hann bætti við, að fjárhagsleg staða Bretlands sé slík, að þessi vandamáf ættu ekki að verða hindrun fyrir aðild Breta. Couve de Murville, utanrík's- ráðherra Frakka sagði í sjón- varpsviðtali í kvöld, að viðræð- urnar hefðu verið mjög einlægar og hreinskilnar, þannig að eng- inn misskilningur hefði getað komið til. 4 togarar selja í Bretlandi Fundur sambands veitarfélaga í Austurlandskjördæmi haldinn á Egilsstöðum 24. jan. 1667 tel- ur að brýn þörf sé orðin á, að raforkumál Austurlands verði leyst með nýrri vatnsaflsvirkjun á Austurlandi. Fundurinn bendir á, að raf- orkunotkun á Austurlandi hetir aukizt mjög mikið á síðust/u ár- um og hlutfallslega meir en ann arsstaðar á landinu. Allar líkur benda til þess að áfram muni raforkunotkunin á Austurlandi fara hratt vaxandi, enda er nú svo komið að þýðingarmesti fiskiðnaður landsins hefir mið- stöðar sínar hér eystra. Fundurinn telur, að þar sem fyrir liggur að hægt er að gera hagstæða raforkuvirkjun við Lagarfoss sé einsýnt, að í slíka virkjun beri að ráðast, og það sem allra fyrst. Fundurinn er mjög andvígur þeim hugmyndum sem fram hafa komið um það að fresta enn virkjunarframkvæmdum á Aust- urlandi, en leysa um skeið raf- orkumál Austurlands með því að leggja háspennta raforkulínu frá Laxárvirkjun austur og kaupa síðan nauðsynlega viðbótar raf- orku vegna þarfa Austurlands frá Laxárvirkjun. Fundurinn vill sérstaklega vegna þeirrar hugmyndar benda á, að erfitt hlyti að verða með allar viðgerðir af raforkulínu, sem lögð yrði frá Laxá til Egils- staða yfir eitt mesta hálendi landsins einkum að vetrarlagi og epv illa færi væri mikið í húfi eins og raforkumálunum á Aust urlandi er komið. Þá er þess að gæta, að Laxárvirkjun er sér- eignarfyrirtæki og fyrst og fremst undir stjórn Akureyrar og skiljanlega rekið út frá sjónar- miði eiganda hennar og er alls- endis óvíst að viðhorf þeirra séu í samræmi við hagsmuni íbúa Austuriands eða þeirra, sem þar starfa. Fundurinn álítur að vissulega komi til greina að tengja sam- an rafveitukerfi Norður- og Austurlands, en telur að áður en til slíks komi þurfi að ráðast í vatnsaflsvirkjun á Austurlandi, sem sé í samræmi við raforku- þarfir hér eystra og sem veiti nauðsynlegt öryggi þýðinga- miklum atvinnurekstri og eðli- legt svigrúm til æskilegrar þró- unar í alvinnumálum þjóðarinn- ar. í>að er því eindregin áskorun fundarins til ríkisstjórnarinnar, að hún ákveði að ríkið ráðist í virkjun Lagarfoss og leysi á þann hátt eðlilega og hagstæða þróun atvinnumála á Austur- landi og næga og örugga orku fyrir þann stóriðnað í sjávarút- vegi sem á Austurlandi er, svo og þörfum landbúnaðarins og ann- arra atvinnugreina á hverjum tíma. Fundur Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi haldinn á Egilsstöðum 2.4. jan. 1987, telur brýna nauðsyn á að þegar á þessu ári verði hafnar byggingar dreifilína til þeirra sveita í Ausburlandskjördæmi, sem enn hafa ekki fengið raf- orku þar eð mi'kil hætta er á, að þær fari í eyði, ef ekki verður gengið að umræddum fram- kvæmdum með oddi og egg. I þessu sambandi telur fund- urinn, að rétt sé og nauðsynlegt, að gerð verði endanleg áætlun um framkvæmdir þessar, þannig að sjá megi hvenær hinar ein- stöku dreifilínur verði byggðar. Fundur Sambands Sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi haldinn á Egilsstöðum 24. jan. 1967, skorar á raforkumálaráð- herra að bæta við tveimur mönn um, búsettum á Austurlandi í nefnd þá, er hann hefur skipað til að rannsaka raforkumál Aust- urlands og Laxárvirkjunarsvæð- Fundur Sambands sveitar- félaga á Austuriandi, haldinn á Egilsstöðum 24. jan. 1967 skorar á Raforkumálastjórnina að sain- ræma raforkuverð í þeim byggð- arlögum á Austurlandi sem raf- orku fá frá Rafmagnsvehum ríkisins, og tengja þessi byggðar lög saman í eitt raforkukerfi. Unniö að athugunum við Laxárvirkjun með tilliti til stærri markaðar LI S TI Sjiálfstæðisiflokksins í Norðurlandskjördæmi veistra er .þannig skipaður: 1. Séra Gunnar Gíslason, Glaumbæ. 2. Pálmi Jónsson, bóndi, Akri. 3. Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, Reykjavík. 4. Óskar Leví, bóndi, Ósum. Aðalfundur Sjálf- stæðisfélags Eyrarbakka ÁÐALFUNDUR SjálfstæðiS- félags Eyrarbakka var haldinn sunnudaginn 22. janúar sl. f stjórn voru kosnir: formaður Óskar Magnússon, ritari Jóhann Thorarensen, Varastjórn: Eirík- Jóhannsson, gjaldkeri Hörður ur Guðmundsson, Gunnar Olsen og Kjartan Guðjónsson. Á fundinum var mikið rætt um hrepps og héraðsmál. Ríkti einnig mi'kill áhugi varðandi væntanlegar alþingiskosningar á komandi sumri. Margir nýir fé- lagar gengu í félagið á árinu. 5. Þorfinnur Bjarnason, sveitarstjóri, Skagaströnd. 6. Björn Daníeisson, skólastjóri, Sauðárkróki. 7. Jóhannes Guðmundsson, bóndi, Auðunarstöðum. 8. Andrés Hafliðason, forstjóri, Siglufirði. 9. Valgarð Bjömsson, læknir, Hofsósi. 10. Bjarni Halldórsson, bóndi, Uppsölum. TOGARARNnt Jón Þorláksson og Kaldbakur seldu afla sinn i Grimsby í fyrradag. Jón Þorláks- son var með 135 tonn, sem seld- ust fyrir 10.315 sterlingspund, og Kaldbakur með 153 tonn, sem seldust fyrir 11.983 pund. Úranus seldi afla sinn í Bret- landi í gær, en ekki var kunnugt um söluupphæð í gærkvöldi. Þá átti Maí að selja í Grimsby í gær, en hann verður að bíða löndunar þar til í dag. MORGUNBLAÐINU hefur bor izt eftirfarandi fréttatilkynning frá Laxárvirkjunarstjórn um at- huganir þær sem fram hafa farið á hagkvæmustum viðbótar virkjunum og nýjum útreikning um sem í gangi eru, ef raforku- þörf Austurlands og Norðurlands verða leyst með línum frá Laxá og Akureyri. Fer fréttatilkynn- ingin hér á eftir: Allt frá því að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti, þann 23. marz 1965 að Laxávirkjun skyldi ekki gerast aðili að Landsvirkj- ur^ og að næsta skref í raforku- öflunarmálum Laxárvirkjunnar- svæðisins skyldi vera ný virkjun í Laxá, hafa þessi mál verið í stöðugri athugun og margar virkj unartilhaganir kannaðar og reiknaðar fjárhagslega. Þær til- haganir, sem þannig hafa verið teknar til nákvæmrar athugunar eru eftirfarandi: 1. Efstafallsvirkjun, en það er bygging stórrar stíflu efst í Lax- árgljúfrum og virkjun þess falls er þannig fæst. Stærð 12. þús. kw. Virkjunartími um 3 ár. 2. Efstafallsvirkjun. nákvæm- lega eins og undir lið 1, nema hvað bygging stíflunnar er ráð gerð framkvæmd sérstaklega og framkvæmdir við sjálfa virkjun ina gerðar, ekki samtímis, held- ur um 2 árum síðar. Virkjunar tími alls um 5 ár. Framhald beggja þessara virkj ana yrði síðan virkjun samtíða núverandi fyrstu virkjun Laxár að afli um 10,5 þús. kw. 3. Gljúfurversvirkjun, en það er bygging stóru stíflunnar og virkjun fallsins, sem hún skap- ar og niður í inntakslón nýju stöðvarinnar. Stærð um 22 þús. kw. Virkjunartími um 3 ár. 4. Virkjun úr inntakslóni gömlu stöðvar, samsíða henni, um 10,5 þús. kw, en þannig véla samstæða að þegar stíflan yrði gerð og lenging aðrennslisganga, þá gæti hún unnið við hið meira fall, sem þá myndaðist, og er þetta nánast til'högun 3, en fram kvæmd í tveim áföngum. 5. Virkjun sú, 10,5 þús. kw. sem um getur undir lið 4 fyrst, en síðan stóra stíflan og Efsta- fallsvirkjun (sama og undir lið 1). Þessi tilhögun er nánast öfug röð á virkjunarröðinni undir lið 1. Seðlabanki íslands hefir fram- Framlhald á bls. 8 ENN var austan átt í gær með éljum á Austur og Suð- urlandi, en yfirleitt björtu veðri annars staðar. Er lík- legt að ekki breyti verulega um átt næstu daga. Mikil frost eru nú í Skandinavíu, en hlýtt á Bretlandseyjum og í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.