Morgunblaðið - 26.01.1967, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1967.
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
f TILEFNI 70 ára afmælis Leik-
félags Reykjavíkur gekkst félag-
ið' fyrir því, að sett var upp sýn-
ing á myndum og munum úr sögu
félagsins í Unuhúsi við Veghúsa
stíg. Hefur sýningin verið fjöl-
sótt og vakið mikla athygli. —
Blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins heimsóttu sýning
una fyrir skömmu og hittum við
þar fyrir ungan leikara, Sigmund
Örn Arngrímsson, en hann vann
mikið að uppsetningu hennar.
— Tillagan um að setja upp
sýninguna kom frá Brynjólfi Jó-
:Öi:: - i
Sigmundur örn Arngrímsson stendur hér hjá sviðsmódeli Freymóðs Jóhannessonar af
Eyvindi."
.Fjalla
ef saman eru borin ljósmyndin og
brúðan, hversu listilega hún er
unnin.
Á sýningunni eru nokkur sviðs
módel. Þau elztu eru úr Fjalla-
Eyvindi, gerð og í eigu Frey-
móðs Jóhannessonar listmálara,
þau yngstu eru hins vegar úr
„Sjóleiðinni til Bagdad“ og eru
eftir Steinþór . Sigurðsson. Sig-
mundur Örn sagði að núorðið
vaeru gerð módel að sviðum í
flestum þeim leikritum sem sett
væru upp, en Leikfélagið skorti'
tilfinnanlega aðstöðu til þess að
geta geyrnt þau.
Nokkur handrit eru sýnd á sýn
ingunni. Ber til að nefna, hand-
rit að fyrsta leikriti Leikfélags-
ins „Ferðaævintýri" og öðru er
nefnist Ævintýri í Rósenborgar-
garði. Þá er sýnt handrit að síð-
asta þætti „Fjalla-Eyvindar“.
með rithöncl Jóhanns Sigurjóns-
sonar og handrit Emils Thorodd
sens að „Pilti og stúlku“.
Þarna eru sýndar nokkrar
blaðaúrklippur og myndir úr
revíunni „Stundum og stundum
ekki“ en atriði úr henni þótti
hneykslanlegt fyrir augað. En
ekki var það stungið úr, heldur
voru sýningar á revíunni bann-
aðar. Sýna úrklippurnar og ljós-
.STUNDUM 06
STUNDUM EKKI
iimlnui
M STUN8UM II
Merk heimild um sögu
Leikfélags Reykjavíkur
— Litið inn á sýningu jbess / Unuhúsi
hannssyni leikara á aðalfundi
Leikfélagsins í haust, sagði Sig-
mundur, — en það voru Magnús
Pálsson og ég sem unnum aðal-
starfið við uppsetningu hennar.
Það liggur mikil vinna bak við
þetta og síðustu dagana áður en
hún var opnuð lögðum við nótt
við dag. En margir voru okkur
hjálplegir.og lögðu hönd á plóg-
inn.
Við spurðum um hvort ljós-
myndirnar séu eign Leikfélags-
ins.
— Svo er ekki, nema þá að
mjög litlu leyti. Það safn mynda
sem Leikfélaginu tilheyrir er
geymt í Skjalasafni Reykjavíkur
borgar, en engar þeirra mynda
er þar eru, eru eldri en frá 1927.
Myndir þær sem hér eru sýndar
eru að miklum meiri hluta úr
einkasöfnum. Gamlir leikarar
eins og Haraldur Björnsson,
Brynjólfur Jóhannesson og Valur
Gíslason áttu mikið af myndum
sem þeir lánuðu. Svo þegar
myndirnar voru fengnar var
vandinn að þekkja fólk á þeim,
en þar kom Brynjólfur okkur
til hjálpar og sagði okkur frá
flestum þeim er við ekki þekkt-
um deili á. Annars er það nú
þannig með þessar gömlu mynd-
ir að það er mikið til gleymt úr
hvaða leikritum þær eru, jafn-
vel þótt fólkið þekkist, því að
þá fóru leikararnir í gerfum sín-
um til ljósmyndara og fengu
hann til að taka mynd.
Fram með öðrum veggnum
stóðu nokkrar sýningabrúður,
klæddar hinum fegursta skrúða.
Sýna þær búninga sem notaðir
voru í leikritinu Pi-pa-ki, sem
fært var upp leikárið 1951—1952
undir stjórn Gunnars Róbertsson-
ar Hansens. Sigmundur Örn sagði
okkur að ekki væru allir bún-
ingar er notaðir væru í leikrit-
inu geymdir, en alltaf væri þó
haldið upp á þá sem væru sér-
stæðir og fallegir.
Þarna var ennfremur lítil
brúða, sem Inga Þórðardóttir leik
kona gerði og Halldór Pétursson
listmálari málaði. Sýnir brúðan
Alfreð Andrésson í hlutverki
sínu í „Eftirlitsmanninum“. Fyrir
ofan brúðuna er svo ljósmynd
af Alfreð í leikritinu og sézt vel
Brúðan er sýnir
litsmanninum".
*
Umsagnir blaða og ljósmynd úr revíunni „Stundum og stundum
ekki“.
Alfreð Andrés son í hlutverki sínu i „Eftir-
. , myndir af hinu hneykslanlega
Ijóslega hversu viðhorf manna
. '* til létts klæðnaðar hafa breytzt
mikið.
Margt fleira á sýningunni, svo
sem hárkollur, skartmuni, teikn
ingar og fl. mætti nefna, en sýn-
ingin í heild er mjög merk heim
ild yfir störf Leikfélagsins og
óneitanlega væri æskilegt að slík
sýning gæti vérið höfð uppi yfir
meira en takmarkaðan tima.
Einn af fyrstu leikurum Leikfél agsins, Árni Eiríksson, í ýmsum
hlutverkum.
íbúð Keflavík - Reykjavík
Nýtt einbýlishús f Keflavík til sölu. 140 ferm. m?ð
innbyggðum bílskúr. Skipti á íbúð á sæðinu. Hafn-
arfjörður—-Reykjavík koma til greina. Tilboð
sendist í pósthólf 456 Reykjavík.
- I.O.G.T. -
St. Andvari no. 265
Fundur fellur niður í kvöld.
Æ.t.
Hópferbabilar
allar stærðir
Simar 37400 og 34307.
Frystihús til sölu
Frystihús við Faxaflóa með aðstöðu til
sölu strax. Fyrirspurnir sendist Morgun-
blaðinu merkt: „Frystihús — 8732“,