Morgunblaðið - 26.01.1967, Page 11

Morgunblaðið - 26.01.1967, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1967. 11 í STUTTU MÁLI Samsærl Santo Domingo, 24. jan. (NTB) Komizt hefur upp um samsæri í Dóminíkanska lýðveldinu. Eru nokkrir stjórnmálaleiðtogar sak- aðir um að hafa unnið að því að steypa Joaquin Balaguer forseta af stóli. Voru leiðtogar þessir handteknir í gær. Tsafendas einn seknr Höfðaborg, 24. janúar (NTB). Sérstök nefnd, sem ríkisstjórn Suður-Afríku skipaði til að kanna forsendur fyrir morðinu á Hendrik Verwoerd fyrrum for- sætisráðherra í septem'ber sl., hef ur skilað áliti. Segir nefndin að ekkert bendi til að nein samtök eða flokkar hafi staðið að morð- inu. Beri því morðinginn Dim- itrio Tsafendas einn alla sökina. Við rannsókn kom í ljós að Tsaf- endas hafði verið visað úr landi, og átti hann með réttu að vera horfinn úr landi er morðið var framið. En seinagangur hins op- Inbera leiddi til þess að lögregl- an fékk ekki fyrirmæli um að vísa morðingjanum úr landi í tæka tíð. Sonning verSlaunin Kaupm.höfn, 24. jan. (NTB). Hollenzka kirkjuleiðtogan- um Willem Adolp Visser ’t Hooft hafa verið veltt Sonning-verð- launin dönsku. Verðlaunin nema 125 þúsund dönskum krónum. Visser ’t Hooft lét í fyrra af störfum sem aðalframkvæmda- stjóri alþjóða kirkjuráðsins. Verð launin verða afhent 19. apríl nk. I fyrra hlaut leikarinn sir Laur- ence Olivier verðlaunin. CROWN hollenzku rafgeymamir aftur fyrirliggjandi í flestum stærS um. flfrnausíh.1: HöfSatúni 2. — Sími 20185. LOFTUR hf. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 1-47-72. International Harvester traktorsgröfur í mörgum stærðum. Á hjölum eða beltum. Frá U.S.A., Eng- landi. Þýzkalandi. Nanari upplysingar fus- lega veittar. Véladeild SÍS Ármúla 3. Sími 38900 Farþegaaukning Lof tieiða 17,5 % s!. ár f FRÉTTABRÉFI, sem Loftleið- 9336 og er það 104% aukning frá ir hafa nýlega sent frá sér, segir fyrra ári. í nóvembermánuði ein- að í árslok hafi viðdvalarfarþeg- um urðu viðdvalarfarþegar fé- ar Loftleiða í Reykjavik orðið lagsins 467 og er það 69.8% aukn ---------------ing frá sama mánuði 1965. í des- ember urðu farþegarnir 487 eða 149.7% aukning frá sama mán- uði 1966. Árið 1966 gistu Hótel Loftleið- ir 17.378 manns, en eins og kunn- ugt er tók hótelið til starfa 1. maí 1966. Herbergjanýting hótelsins á þessu tímabili nam 65.9%, en tvo síðustu mánuði ársins komst nýtingin í lágmars. 43.4% 1 nóvember og 44.7% í desember. Gestafjöldi þessa tvo mánuði var 2904. Árið 1966 fluttu Loftleiðir 165.645 farþega, en 141.051 árið 1965 og ér aukningin því 17.48%. Vöru- og póstflutningar hafa einnig aukizt verulega. Fyrstu 11 mánuði ársins þannig: Vöruflutningakílómetrar hækk uðu um 16.4% í 111.3 milljónir óg keyptir flutningakílómetrar hækkuðu um 15.8% 1 79.6 millj- ónir. Varð vöruflutninganýtmg félagsins því 71.5%. Við síðastliðin árslok unnu hjá Loftleiðum á íslandi 667 manns, þar af 142 á aðaiskrifstofunum i Reykjavík og 186 á Keflavikur- flugvelli. Á Hótel Loftleiðir unnu samtals 137 manns. Þá er með- talið í þessari heildartölu 203 áhafnarmeðlimir. Konur söfnullu tæpl. 20. þús. kr. Á VENJULEGUM janúarfundi kvennadeildar Slysavarnafélags ins í Reykjavík sem haldinn var á Hótel Sögu í fyrrakvöld, stakk formaður deildarinnar, frú Gróa Pétursdóttir, upp á því, að kon- ur skytu saman einhverri fjár- upphæð 1 Hnifsdalssöfnunina. Árangurinn varð meiri, en bjart sýnustu konurnar höfðu þorað að vona, því að alls söfnuðust kr. 19.150,— sem þegar hafa verið afhentar Morgunblaðinu til fyrirgreiðslu. Segja má, að þetta sé til sóma kvennadeildinni og til fyrirmyndar öðrum félags- samtökum. Drengur fyrir bíl UMFERÐARSLYS varð á móits við Hraunbæ í fyrradag en þar varð niu ára drengur á jreiðhjódi fyrir bifreið. Slysið varð me‘ð þeim hætti að bifreiðin R-8807 var ekið aust- ur Suðurlandsbraut, en þegar hún var komin á mclts við Hraunbæ kom drengurinn skyndilega hjólandi út á götuna fram með kyirrstæðri bifreið er stóð á vinstri vegaTbrún, með þeim afleiðinigum að biifreiðin lenti á hjólinu. Við það kastað- isrt drengurinn af hljólinu, en bif- reiikin ók yfir :það. Drengurinn var fluttur í Slysavarðstofuna, en hann kvairta'ði undan þraut- um í höfði, auk þess sem álitið er að hann hafi handleggsbrotn- að. Kaupmenn — Kaupfélög 0PAL sokkarnir komnir Sendið pantanir sem fyrst. Takmarkaðar birgðir. Kr. Þorvaldsson &■ Company heildverzlun Grettisgötu 6 símar 24730, 24478.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.