Morgunblaðið - 26.01.1967, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1967.
leikrltinu, gömul einstæð-
ingskerling í barndómi leik-
in af Nínu Sveinsdóttur, og
tuskukanína hennar, Bríet Héð-
insdóttir, sem rís upp úr gulla-
kassanum og hefur sig talsvert
í frammi. Nínu verður ekki svo
lítið úr hlutverki kerlingar fram
an af, en hvorki henni, Bríet né
leikstjóranum, Erlingi Gíslasyni,
verður með nokkurri sanngirni
legið á hálsi fyrii það, þótt sýn-
ing þessi færi að mestu út um
þúfur.
,Lífsneisti'
að honuin liggur geysimikið á
hjarta, en það er ennþá alltof
óbeizlað, og leikritsformið hefur
hann enn illa á valdi sínu, þótt
margar djarfar og skemmtilegar
hugmyndir komi fram hjá hon-
um. Tvær persónur eru í
Höfundur: Birgir Engilberts
Leikstjóri: Erlingur Gíslason
vegna þess, hvar og hvernig þær
eru sagðar. Táknmál leiksins er
afar auðskilið og kemur það pví
mjög á óvart, þegar höfundur-
inn grípur allt í einu til þess ör-
þrifaráðs í leikslok, að kasta
grímunni og hefja prédikun,
nokkurs konar eftirleik, sem al-
gerlega stingur í stúf við fyrri
efnismeðferð. Uppskeran er auð
vitað einhver elzti formgalli
leikhúsverks, — „antiklimax".
Eitt hið athyglisverðasta við
leikrit Magnúsar Jónssonar, ef
við látum sem eftirleiknum væri
sleppt, er hve vel höfundinum
hefur tekizt að nýta í verki þessu
kynni sín af ólíkum leikrita-
skáldum og stefnum. Áhrifin
koma ekki hrá inn í verkið, eins
og stundum hendir, heldur hef-
ur Magnús beitt ýmsum aðfengn
um stílbrögðum, þar sem þau
eiga vel við, og fellt þau þanmg
saman við sínar eigin hugdeú-
ur, að heildarstíllinn er samfelld
ur og persónulegur. Hins vegar
er eftirleikurinn í sjálfu sér m:s
heppnaður, svo að engin tækni-
brögð frá Piscator eða Brecht
geta orðið honum að liði.
Úr „Lífsneista": Kanínan, Bríet Héðinsdóttir, og gamla konan,
Nína Sveinsdóttir.
Leikfélagið Gríma:
FYRSTA sýning leikfélagsins
Grímu á þessum vetri var síðast
liðið laugardagskvöld í Tjarnar-
bæ. Sýnd voru tvö ný, íslenzk
leikrit eftir Magnús Jónsson og
Birgi Engilberts. Var leikrit
Magnúsar um margt betur úr
garði gert en flest önnur til-
,, raunaverk innlendra höf unda,
sem sézt hafa á sviði hér undan-
farin ár.
„Lífsneisti" Birgis Engilberts
ber öll helztu einkenni fyrra
verks hans „Loftbólna", sem
sýnt var á litla sviði Þjóðleik-
hússins í fyrra. Uppistaðan er
undarlega skáldlegar og hnytti-
legar setningar um tilgang og
eðli lífsins, — en svo gersam-
lega sundurlausar, að þær ná
hvorki, að haldast á neinn hátt
í hendur innbyrðis né að falla
inn í umgjörð verksins. Ég tel
alls ekki loku fyrir það skotið,
að Birgir eigi eftir að skrifa
eitthvað veruiega markvert, því
Úr leikritinu „Eg er afi minn“. Talið frá vinstri: Systa, Björg Davíðsdóttir, Bró!, Sigurður
Karlsson, sálfræðingur, Arnar Jónsson, Mamma, Jóhanna Norðfjörð og Pabbi, Jón Júlíusson.
,Ég er afí minn'
Höfundur: Magnús Jónsson
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir
Leikmyndir: Sigurjón Jóhannsson
Leikrit Magnúsar Jónssonar,
„Ég er afi minn“, er táknrænt
ádeiluverk um afskipti Banda-
ríkjamanna ^ af styrjöldinni í
Víetnam. Áróðursleikrit hafa
alltaf tíðkazt og fæ ég ekki bet-
ur séð en að þau eigi eins mik-
inn rétt á sér og hver önnur teg-
und leikrita, ef þau eru góð leik
húsverk. Áróðursgildi verkanna
fer einnig eftir því, hvort höf-
undi tekst að reka áróður sinn
innan ramma listgreinarinnar,
eða hvort prédikunin ber leik-
húsið ofurliði. Hið furðulega er,
að á umræddri sýningu skeður
hvorttveggja. Fram undir leiks-
lok hefur Magnús mjög skemmti
leg tök á efni sínu. Leikurinn
gerist á heimili fjölskyldu, sem
fær heimsókn af sálfræðingi
barnaverndarnefndar. Hann tek
ur með valdi að sér uppeldi
Lillalilla, yngsta fjölskyldumeð-
limsins, lætur undan öllum dutt-
ungum hans, þrátt fyrir mót-
mæli föðurins og systkinanna,
og leyfir honum loks að fara í
„hershöfðingjaleik með alvöru-
skotfæri“.
Fram að þessu er atburðarás-
in samfelld og fyndin. Texti
Magnúsar er greinilega saminn
af góðri kímnigáfu og þekkingu
á leikhúsi, því að flestar setning
arnar eru sennilega látlausar á
prenti, en af því tagi, sem „gera
sig“, þ.e.a.s. verða hlægilegar
Verkstæði - Smiðjur
Höfum til sölu sem nýja rafmótordrifna
100 tonna vökvapressu og lofthitunarketil
50 þús. kíló cal, hentugan fyrir iðnaðar-
húsnæði allt að 1000.00 — 1500.00 rúm-
metrar að stærð.
Upplýsingar í símum 32480 og 31080
JARÐVINNSLAN S/F, Síðumúla 15.
Blikksmiðir
Viljum ráða nokkra blikksmiði nú þegar.
NÝJA BLIKKSMIÐJAN H/F
Ármúla 12,
Hjúknmarfélag íslands
heldur fund í Domus Medica föstudaginn 27. janúar
lfl. 8,30. — Fundarefni: Félagsmál. 2. Kristjana
Heigadóttir læknir talar um mislinga og mislinga-
varnir. 3. Vigdís Jónsdóttir sýnir myndir: Páska-
vika í Selvilla.
STJÓRNIN.
Inöieí'
Verzlunarpláss
Eitt af verzlunarplássunum á fyrstu hæð
(í boga) er til leigu nú þegar, allar nánari
uppl. veitir hótelstjórinn í síma 20600.
Raf iria g nsta I tuc.tr
Höfum fyrirliggjandi
200 — 400 — 500 og 1000 kg.
rafmagnstalíur
Útvegum stærri talíur með
stuttum fyrirvara.
Laugavegi 15,
sími 1-16-20
og 1.33-33
Sigurjón Jóhannsson gerði
leiktjöldin við báðar sýningarn-
ar og hefur farizt það verk ein-
staklega vel úr hendi. Mér er
ekki kunnugt um, að Sigurjón
hafi unnið fyrix leikhús áður,
en á tjöldunum er engan viðvan
ingsbrag að finna, heldur bera
þau vott um hugkvæmni og
skilning á hlutverki leiktjalda.
Þá eru grímur þær, sem Sigur-
jón hefur gert fyrir tvær aðal-
persónurnar í síðara leikritinu,
prýðilega gerðar, og notkun
þeirra hefur heppnazt vel á sýn-
ingunni.
Uppsetning Brynju Benedik:r-
dóttur á „Ég er afi minn“ er
skynsamlega og vel unnin. Hlut
verk leikritsins geta varla tal'.zt
mjög vandasöm. Þau eru í eð’.i
sínu yfirborðsleg og ekki til
neinna „fínni blæbrigða" fallin.
Leikurinn á að vera hópátak og
áhrifin mega gjarnan vera gróf,
eins og þau urðu hjá leikendun-
um, Sigurði Karlssyni, Björgu
Davíðsdóttur, Jóni Júlíussyni,
Jóhönnu Norðfjörð, Oktavíu
Stefánsdóttur, Arnari Jónssyni,
Kjartani Ragnarssyni og Þór-
hildi Þorleifsdóttur.
Því miður missti ég af „Leik-
ritinu um frjálst framtak Stein-
ars Ólafssonar í veröldinni“, eft
ir Magnús Jónsson, sem Gríma
flutti fyrir rúmu ári, en þeir
hæfileikar og sú kunnátta, sem
fram koma í leikritinu „Ég er
afi minn“, nægja til að vekja
þá von, að þunnskipuðum hópi
íslenzkra leikritahöfunda hafi
bætzt eftirtektarverður liðsmað-
ur.
Örnólfur Árnason.