Morgunblaðið - 26.01.1967, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1967.
Bréf úr Viefnamferð
ir John Steinbeck
EV MARTIN, sem er ákrif-
stofustjóri Newsweek hér um
slóðir er að mínu áliti stríðs
fréttaritari samkvæmt hinni
góðu, gömlu hefð; með öðr-
um orðum, hann verður sér
úti um fréttir á orrustusvæð-
unitm fremur en í vínstúkum
eða úr opinberum tilkynn-
ingum. Fyrir tveimur dögum
fórum við saman til her-
stöðvar, þar sem hann hefur
dvalizt svo lengi og fylgt svo
dyggilega, að hann er raun-
verulega hluti af henni — það
er fjórða hersveitin, sem
nefnd er Manchus frá tímum
boxarauppreisnarinnar í Kína.
Robert A. Hyatt liðsforingi
er yfirmaður hersveitarinnar
og hann fór með okkur til
Bravo-félagsins, sem vinnur
í smáþorpum og á hrísgrjóna
ekrunum. Bravo-félagið er
undir yfirstjórn ungs manns,
Nicholais Turchino. Hann er
frá Valley Stream á Long
Island, þaðan er skammt
heim til mín. Auk þess hefur
Farmingdale á Löngueyju
tekið að sér þessa herstöð,
eins og hún eigi hana.
Verkið er fólgið í vandlega
yfirveguðu hernámi, dag og
nótt, gæzlustörfum og eftir-
litsferðum um svæði, sem er
erfitt yfirferðar og gefur
ekkert eftir öðrum landshlut-
um í því efni. Það er víð-
áttumi'kið og sundurskorið af
ferhyrndum hrísgrjónabeð-
um, huldum vatni, takmark-
að af þröngum fyrirhleðslum,
sem einnig eru gangbrautir,
þaktar leðju og hálar og
klístrugar eins og skítugur
grís. Hús og þorp eru dreifð
á þessu flata landi, og hvert
þeirra er staðsett á eyjum eða
leirpöllum. Eyjur þessar hafa
verið byggðar á nokkrum
öldum með því að bera að
leir í körfum og láta hann
þorna, þar sem honum var
jafnað niður. Árangurinn er
sá að umhverfis sérhvert hús
eða þyrpingu húsa hefur
myndast tiltölulega djúpt
síki, þaðan sem leirinn var
tekinn í eyjuna. Húsin eru
gerð af stráum og ofnum
pálmablöðum og gólfin úr
troðnum leir, og sérhver eyja
hefur kókóshnetupálma, bana
tré, papajas og margvíslega
ávexti, sem ég kann ekki að
nefna.
Við komum til Bravo-félags
ins með þyrlu, sem lenti á
hrisgrjónaekru. Ég vi-ssi, að
ég yrði blautur, þegar ég
stykki út, en ég vissi ekki að
ég mundi standa í mitti í
leirlituðu vatni og tæki síð-
an að síga hægt í hina mjög
límkenndu botnleðju. Ef mað-
ur reyndi að draga að sér
annan fótinn sökk hinn
dýpra. Mér tókst að skríða
og brölta að fyrirhleðslunni
án þess að missa tækin eða
drukkna, en ég gaf frá mér
hljóð eins og gömul, stór kýr
í feni.
Við runnum og hrösuðum
eftir gangstígnum, sem var
ataður leðju og við gengum
með hæfilegu millibili. Þetta
er tilvalið Iandssvæði fyrir
leyniskyttur og það borgar
sig ekki að hópa sig saman.
Ev Martin gekk á eftir mér,
og er ég leit um öxl, sá ég
hvað hann ætlaði að gera.
Ljósmyndavélin hans var tii
taks, ef ég rynni til á gang-
stígnum og dytti, fálmandi
út öllum öngum, í vatnsleðj-
una. Hann vildi fá mynd af
því og kannske hefði ég átt
að þóknast honum, en þess
í stað var ég mjög gætinn og
tiplaði áfram eins og dans-
mær, hins vegar rann Ev til
sjálfur og féll í vatnið. Það
var gaman að sjá atvinnu-
manninn koma upp í hoitum.
Hann datt og hélt myndavél-
inni hátt yfir höfði sér til
að hún blotnaði ekki.
Hyatt liðsforingi var að at-
huga flokkinn sinn. Mennirn-
ir voru fremur þreyttir. Þeir
höfðu unnið klukkustundum
saman, leituðu að sprengi-
efni í húsunum og óðu eftir
síkjunum í leit að vopnum.
. Viet Cong felur vopn sín
gjarnan í vatnseðjunni og
einnig skotfæri sin innsigluð
í járnhólkum. Þaðan geta þeir
fiskað þau upp, þegar þeír
vilja. Það sætir tíðindum, að
slrkt skuli finnast í þessum
óralöngu síkjum og ekrum.
En í gær komu þeir að miklu
vopnabúri og í morgun fundu
þeir nokkur vopn, en ekki
mörg. Erfiðleikarnir eru fólgn
ir í því, að ef þeir sjá eitt-
hvað grunsamlegt í vatninu,
sem likist byssuhlaupi og
reyna að ná því þá getur það
verið jarðsprengjugildra.
Við komumst með erfiðis-
munum eftir stígnum til eyj-
unnar, stigum yfir lágt grísa-
hlið og komum til stráhúss í
runna fagurra og ávaxtasælla
trjáa. Þar fóru fram yfir-
heyrslur, sem túlkar Vietnam
hersins túlkuðu á einhvers-
konar alþjóðlegt hrognamál.
Það var gamall maður með
langt og þunnt hvítt skegg
og hvítt yfirskegg, sem lá í
hnökrum um munnvik hans,
eins og rætur, sem leita jarð-
vegs. Augu hans voru stór
og varkár, algjörlega tjáning-
arlaus. Konan var gömul og
lúin og naktir fætur þeirra
beggja voru eins breiðir og
þeir voru langir, tærnar glennt
ar, mikið hæfari til að troða
leirnum en herstígvélin okkar.
Sjúkur maður lá með augun
aftur í ofnu hengirúmi milli
tveggja stólpa hússins.
1 einu horni hússins var
stór haugur af hrísgrjónum
með hýðinu á og bak við
hauginn minnst 10 hrísgrjóna
sekkir. Sekkirnir lágu upp að
stoðum þeim, sem eru í öllum
húsum hér, lágum, samsíða
veggjum hlöðnum eða af leir.
Ofan á liggja harðviðarplank
ar minnst 3 þumlunga þykkir
og ofan á þeim er harðnaður
leir. Þetta er vörn hússins,
skotheld. Húsið er opið í báða
enda. 'Hingað skríða þau inn
á hverju kvöldi til að finna
nokkurnveginn öruggt skýli.
Yfir höfðum okkar hékk
stór og mjög skrautleg ljósa-
króna með miklum glerkúpli,
allfagur á að líta. Allt er í
hrópandi ósamræmi í þessum
húsum. Þarna voru tvö mjög
þung, útskörin matborð, fæt-
ur þeirra útskorin á hinn sér
kennilegasta hátt, og litu mik
ið frenuur út fyrir að vera af
spænskum uppruna en aust-
rænum og undarlega fram-
andi hér í þessu stráhúsi með
troðnu leirgólfl.
„Maður sér hina furðuleg-
ustu hluti í þessum húsum“,
segir Turchino liðsforingi.
„Ekkert hægt að segja um
hvaðan eða hvenær fólkið
hefur fengið þá“.
Liðþjálfi með hjálm, í stál-
vesti yfirheyrði gamla fólkið.
„Hvar eru ungu mennirnir og
konurnar? Hvar eru börnin?"
Skothríð af spurningum og
svarið á söngluðu tungumáli,
síðan:
„Hann segir þau hafa farið.
Þau hrædd“.
„Hvert fóru þau?“
„Hann segir hann ekki
vita“.
„Spurðu hann hverjir ann-
ist hrísgrjónauppskeruna?“
Syngjandi samræður.
„Hann segir hann gerir
það“.
„Vitleysa. Hann gæti það
ekki. Það er of mikið fyrir
hann“.
„Hann segir annað fólk
hjálpar".
Liðþjálfinn andvarpaði
vegna tilgangsleysis þessara
samræðna. „Hvað er að mann
inum í hengirúminu?“
„Vei'kur".
„Við sendum lækni“.
„Hann segir gott“.
„Koma Viet Cong henmenn
irnir oft?“
Skýla lagðist fyrir hin
gömlu, sióru augu án þess
að þau lokuðust.
„Stundum".
„Hvað gera þeir? Segja
þeir ykkur hvað þið eigið að
gera?“
„Stundum. Þeir láta okkur
matreiða fyrir sig“.
„Hversu oft koma þeir?“
„Hann segir ekki mögulegt
að vita“.
„Á hvaða tímum koma
þeir“.
„Hann segir seint á kvöld-
in. Þeir fara áður en birtir.
Sjá ekki aftur".
Liðþjálfinn sagði biturlega:
„Einhverjir þeirra liggja í
vatninu einmitt núna og anda
gegnum rörstrá. Þeir geta
legið í vatninu tímum sam-
an“.
Ég spurði: „Setjast blóð-
iglur ekki á þá?“
„Vissulega. Allt sezt á þá
— blóðiglur, snákar, malaría,
lungnabólga, berklar. Þau eru
næstum öll veik“.
„Hvernig komast þau af?“
„Þau komast ekki af. Þau
deyja ung“.
„En hér er gamalt fólk“.
„Tvö gamalmenni“, sagði
liðþjálfinn, „í húsi, sem ætl-
að er tuttugu manns“.
Meðan á yfirheyrslunum
stóð hélt leitin áfram. Strá-
veggirnir voru rannsakaðir,
ríshaugarnir skoðaðir, sekk-
irnir kannaðir með stáltöng-
um. Einn flokksstjóranna gaf
skýrslu sína: „Allt virðist í
lagi, en það þarf ekki að vera
það, eins og þú veizt“.
Við færðum okkur £ for-
sælu þar sem hænsni og end-
ur. móktu í miðdegishitanum.
Vietnamsbur hermaður kom
frá útihúsi og glamraði á gít-
ar í ti'lraunaskyni. Hyatt
sagði: „Hvar náðirðu í
þetta?“ Maðuriim glotti og
benti aftur fyrir sig. „Jæja,
láttu gítarinn þar sem þú
tókst hann“, sagði liðsforing-
inn. „Þú veizt fjandi vel, að
við erum ekki hér til að ræna
þetta fólk“.
Hermaðurinn sneri við
hikandi, næstum þrjózkulega.
„Mér væri það gleðiefni, ef
við gætum einhverntima náð
við þá persónulegu sambandi
sagði Hyatt. „Við verðum
að gera það, ef við eigum
ekki alltaf að hjakka í sama
farinu“.
Tveir hermenn, Bandaríkja
menn, óðu í síkjunum, sem
umkringdu litlu, ferhyrndu
eyna. Leðjublandið vatnið
náði þeim í mitti. Þeir þreif-
uðu fyrir sér með höndum
og fótum.
„Finnið þið eitthvað?" kall
aði Turchino.
„Joe fann punji-sprengju
með hendinni. Hann fór til
baka til að gera hana ó-
virka“.
Skyndilega minntist ég
nokkurs. Ég sagði: „í Sag
Habor á ég fimm punda segul
stál. Ég keypti það af göml-
um stríðsbirgðum. Það dreg-
ur upp 75 pund undan vatni.
Ég bind í það línu og dreg
það eftir botninum, ef ég
missi eitthvað útbyrðis.
Þannig hef ég fiskað upp allt
frá stáltöngum á utanborðs-
mótor í níu feta djúpu vatni.
Gæti slíkur hlutur ekki kom-
ið að notum hér? Tveir menn
gætu gengið eftir bökkunum
og slætt með því botninn.
Það mundi finna allt gert af
járni eða stáli“.
Hyatt virtist mjög áhuga-
samur. „Ég hef aldrei heyrt
um þetta“, sagði hann. „Seg-
ulstál gæti vissulega komið
að notum. En hvar á ég að fá
það?“ Ég sagði: „Ég skal at-
huga hvort seglar eru til í
Saigon, og ef svo er ekki, skal
ég reyna að panta einn að
heiman ti'l reynslu". „Ef hann
gagnar, þá legg ég inn pönt-
un“, sagði liðsforinginn. „Við
gætum bundið þrjá saman og
slætt síki í einni umferð".
Það er þess virði að reyna
það. Sérhvert vopn, sem
finnst bjargar Iíklega einu
eða fleiri mannslífum. Það er
vissulega þess virði, finnst
ykkur ekki?
Ykkar, John.
3ja herb. íbúðir Til sölu í Hafnarfirði fjórar 3ja herbergja íbúðir í fjórbýlishúsi. Seljast fullbúnar. Upplýsingar í síma 12494. Útsala á karlmannaskóm Útsala á kuldaskóm karlmanna
Karlmannaskór úr leðri, stærðir 37—46, verð frá kr. 198,00.— Kuldaskór úr leðri, lágir, stærðir 38—42, verð kr. 295,00.— Kuldaskór úr leðri, háir, kr. 598,00. — Kuldaskór úr leðri fyrir drengi og kvenfólk, stærðir 35—40, kr. 150,00. — Inniskór karl- manna, verð kr. 100,00. — Götuskór kvenna kr. 298.— Notið þetta sérstæða tækifæri. Skóbúð Austurbæfar Laugavegi 100.
Rafmagnstalía RAFMAGNSTALÍA til sölu, lyftikraftur 1000 kg. Hagstætt verð. Cudogler hf. Skúlagötu 26 — Símar 12056 og 20456.