Morgunblaðið - 26.01.1967, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.01.1967, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1967. 17 Aldarafmæli Þorsteins Gíslasonar skálds og ritstjúra í DAG er aldarafmæl'i Þor- steins Gislasonar, skálds og ritstjóra. Hann var um skeið ritstjóri Morgunblaðsins og lét mjög að sér kveða í menn ingar- og þjóðmáduim um sína daga. Einkum áttu margir ungir rithöfundar og lista- menn athvarf á heimilli hans og Þórunnar Pálsdóttur, konu hans. Morgunblaðið viDl heiðra minningu þessa gamla rit- stjóra síns með því að birta kafla úr grein Guðmundar G. Hagatíns, rithöfundar, sem hann skriíaði fyrir bók þeirri, sem Atonenna bóka- félagið gaf út fyrir jód með verkum Þorsteins. Ennfrem- ur fer hér á eftir yfirlit yfir ævi hans og störf og ioks birtum við ljóðið Hornbjarg, en sem kunnugt er var Þor- steinn skáld gott. Æfiferill Þorsteins Gíslasonar. Þorsteinn Gíslason fæddist í Stærra-ÁrskÓ!gi við Eyj'afjörð 26. jianúar 1867. Var hann elzt- ur af 16 íbörnum hjónanna Ing- unnar Stefánsdóttur og Gísla Jónassonar skipstjóra og bónda. Mynd úr Latínuskólanum milli 1880—90. Sitjandi Benedikt Þ. Gröndal. Standandi Þor- steinn Gislason og Friðrik Friðriksson. Tv’ö systkini Þorsiteins eru á Itíúfi, Björn og Steinunn, bæði búsett í Reykjiavík. Fimm ára gamall fluittist Þiorsteinn með foreldruim sínum til Austurlands, þar sem hann dvaldist til 19 ára aldurs, «engst í Kirkjulbæ í Hróarsitungu. Þegar hiann var tvítugur, réðst hann til náms í L.atínuskiólanum, og stúdent var'ð hann 1892. Það »ama hausit sigldi hann til há- skólanáms í Kaupmannalhöifn og lagði stund á norræna málfræði með bókmenntasögu sem sér- grein. Vildi hann semja meist- araprófsritgerð um íslenzkar bókmenntir síðari alda, en fékk ekki leyfi til (þess. Vegna deilu um þetta mál við háskólann og danska kirkju- og kennslumála- ráðuneytið hætti Þorsteinn námi. Um afstöðu háskólans til ís- lenakra bókmennta ritaði 'hann harðorða grein, sem birt er í riit- safni hans, Skáldskap og stjórn- málum, er Almenna bókafélagið gaf út niú á þessum vetri. Þorsteinn Gíslason lét fyrst á sér bera á opiruberum vettvangi, er út kom árið 1893 ljióðaibók hans, Kvæði. Aililt til æviloka lagði hann stund á Ijóðagerð, enda oftast nefndur bæði skáld og ritstjóri meðal almennings. Kvæði sín og ljó'ðaþýðingar gaf hann út í bók, er nefnast: Nokk- ur kvæði (1904), Ljóðmæli 1920), Dægurflugur (safn gam- anvísna, 1920) og Önnur ljóð- mæli (1935). Meðan Þorsteinn var við nám í heimsipekideild Hafnailháskóla, gerðist hann ritstjóri tímaritsins Sunnanfara, er út kom í Kauip- mannahöfn. Hófst þar með ann- ar aðalþáítur lífsstarfs hans. Fyrir aldamót var hann ritstjóri Dagskrár og íslands í Reykijavík. Ritstj'óri Bjarka á Seyðisfirði var hann 1890—1904. Lengst stýrði hann tímaritinu Óðni (1005-— 1937) og blaðinu Lögréttu (1906 —1936). Óðinn var myndskreytit tímarit um persónusögu og al- menn mál, og gaf Þorsteinn það út sjiálfur. Lögrétta var lengst um a'ðaliblað Heimastjórnar- manna, en síðar menningarmála- tímarit og þá gefið út af Þor- steini sjálfum. Á árunum 1920 —1924 var Þorsteinn ritstjóri Morgunblaðsins. Tók hann við blaðinu, er stofnendu.r iþess seldu það sérstöku útgáifulfélagi, en lét af ri'tstjórninni, er ágreiningur kom upp milli hans og stjórnar félagsins um stjórnimálasikirif blaðsins. Bókmenntir, önnur menning- armáil, samtímasaga og atvinnu- má.1 voru aðalálhugamál Þor- steins Gíslasonar sem ritstjóra. Hann setti ungur fram kröfu um fullan skilnað ísilands og Dan- merkur og tmælti með stofnun ís- l'enzks háskóla, er yrði höfuðset- ur íslenzkra fræða. f blöðum sdnum og tímaritum birti hann ýmis merk bókmenntaverk, bæði ísilenzk og erlend, mörg í eigin þýðingum. Margar af iþýðingum hans hafa komið út í sérstökum bókum, og á síðusitu æviárum sínum sá hann um útgáfur á rit- um annarra islenzkra skálda. — ÞoriS'teinn rak ilengi bókiaútgáfu og einnig bókaverzlun um skefð. Hann átti hlut í prentsmiðjum og stóð að kaupum á fyrstu setj- aravél, sem til landsins kom. Hann tók þátt í ýmisum flélaigs- máluim og stjórnmólastarfi. Hann hafði náin persónuleg kynni af helztu skáldum og menntamönn- um tveggja kynsióða og beitti 'blöðum sínum og florlagi þeim tiil sty.rktar. — Á sdðustu árum stín- um samdi Þorsteinn Þætti úr stjórnniálasögu íslands árin 1896—1918. F'lutti hann þá upp- 'haflega í útvarp, en síðan hafa þeir komið út á prentii þrisvar, nú síðast í fyrrnefndu ritsafni, er Almenna bókafélagið hefur ný- lega gefið út. Þá vann hann að Lýsingu íslenzks þjóðlífs um alda mótin í ská'ldsöguibúningi, og 'hafði hann gengið frá fyrri hluta þess verks, er hann lézt. Kona Þorsteins Gíslasonar var Þórunn Páílisdóttir, snikkara Halldórssonar í Reykjavik. Frú Þórunn andaðist 14. janúar á sl. ári, 88 ára að aldri. Þorsteinn Gíslason lézt á heimili sií niu, Þingholtsstræti 17 í Reykjavík, 20. október 1938. Eg mun fyrst hafa heyrt hans getið, þegar hann var farinn að gefa út miyndablaðið Óðin og orð inn ritstjóri Lögréttu. Þó að ég væri þá ekki nema sjö, átta ára, var ég tekinn að hlusta vand- lega á allt, sem rætt var á heim- ili forðldira minna um bækur og stjórnmál og þá atburði, sem gerðust úti í hinni víðu veröld, og ennfremur var ég Jarinn að lesa flest, sem ég í náði. Óðinn var biað, sem flutti myndir af merkum íslenzkum samtíðar- mönnum, og þar var í stuttu málli greint frá æviferli þeirra og af- rekum, en blaðið flutti einnig annað efni, og þá einkum kvæ'ði ungra og upprennandi skálda og vísur ýmissa hagiyrðinga. Lög- rétta var aftur á móti stj'ónmáJa- 'blað, málgagn hins volduga og 'vaxandi Heimastjórnrfllokk, sem hlítti forustu hins glæsilega og fjölgáfaða foringja, Hannesar Hafsteins, sem ailir vestra virtu og dáðu sem glæsimenni og góð- skáld og margir ail'lt að þvd ti'l- báðu sem stjórnmálaforingja. Óðinn 'hlaut almennar vinsee'Ldir, og Lögrétta varð átrúnaðargoð þeirra alþýðumanna, sem trúðu á frábæra forustuhæifileika Haf- steins, og þó að andsteeðingar hans hefðu ímugust á stjiórnmáia greinunum í Lögréttu, vifldiu margir Iþeirra ógjarnan án henn- ar vera. Þar kom einkum tvennt til. Annað var greinar ritstjórans um helztu viðbur'ði, stefnur og strauma erlendis, hitt sögiurnar, sem ibann þýdidi á létt og lipurt mál og birti í blaðinu. Ég minn- ist þess lj.ósHega, h>ve fólkið á bernsikuheimili mdnu og í ná- grenninu var brifið af Sjómanna ldfi Kiplings og hinni ævintýra- legu sögu, ívar blújárn eftir Waiter Scott. Hri'fnin var jöfn hjá öldum sem ungum, og svo var þá keypt Quo vadis? eftir Sienkievitz, sem Þorsteihn Gísia son hafði einnig þýtt, oig reynd- in af henni varð sízt síðri en af 'hinium. Ekki minnist ég þá sáð- ut þeirrar un.unar, s>am ég ha.fði af að lesa Árna Bj'örnsson í þýð- ingu Þorsteins. Ef til vili hriifu ij'óðin mig mest, en hvort tveggja, laust mál og Ijóð þeirr- ar sögu, hafði á mig djúptæk álhrif. Ég las og þýðingu Þor- steins á Nýlenduprestinum eftir Kristofer Janson, og sakir þess, hve ég hugsaði mikið um trú- mál, varð sú saga mér ógleym- anleg, en hún er ein af sögum Jansons úr byggðum Nor'ðmanna á sléttum Norður-Dakota, og þær Þorsteinn Gíslason skáld og ritstjóri. eru tai'dar eitt hið snjallasta, sem höfundurinn skriiaði. Loks lais ég af mikium áhuiga allar igreinar Þorsteins um erlend efni og öll ljóðin, sem birtust í Óðni og Lögréttu, og ég (þóttist sjá, .að Þorsteinn væri mikill vinur ungra skálda og vildi kynna þau og styðja tiil frajna. Fyrir allt iþetta — og síðar á unglimgsárum mínium fyrir útgáfur hans á bók- 'Uin Jóns Trausta, Fjalla-Eyvindi J.óhanns Sigurjónssonar, sögum Gunnars Gunnarssonar o.g Ein- ars H. Kvarans dáði ég Þorstein Gíslasonar og yar honum þakk- látur, ag fljöldi manna, sem ég þekkti, bar til hans svipaðan hug. Hins vegar þekktu menn ^JJornb yarcj. Turnafögur Hornbjarg heitir höll við marar ál. Þar á vori’ um kvöld ég kom, sá kynt í hamri bál. Hallardyr að hafi snúa. „Hér mun ríkur kóngur búa.“ Gulls- og silki-glit frá tjöldum geisla sást í öldum. Sólin rauð frá hafsbrún horfði, hljóður hvíldi sær. Fiagg að hún á fleyi steig; er færðist bjargi nær. Hér var ei að koma’ að koti. Kóngi heilsað var með skoti. Brátt til svara bumbur allar buldu’ í hvelfing hallar. Varpfugl svaf, en við þær kveðjur vaknar; hver ein tó úr sér vængjum óteljandi yfir djúpið spjó. Hristist ioft, en hljóða-gargið hermdi’ og tuggði eftir bjargið; og með ráma radda súgnum rigndi drít frá múgnum. En sá sveimur! En þau læti! En það sarg og garg! Auðséð var, sá urmull þóttist eiga þetta bjarg. Hver um annan sveiflast; sjónir svimar við þær millíónir. Yfir ræður enginn; fjöldinn allur fer með völdin. Luktist bjargið, ljósin dóu, litskreytt hurfu tjöld. Sáust skitin skegluhreiður. Skríllinn hafði völd hér sem víðar. Buðlung bjargsins bundið hefur múgagargsins öld, svo fyrri fegurð geymist fólgin, eða gleymist. Það var eins og hami hefði hugur kastað minn. Skamma stund í huldu-heima hafði’ ég litið inn. Fyrrum hafði fólkið kynni föst við heiminn þarna inni. Nú er fögrum huldu-höllum harðlæst fyrir öllum. Aðeins þegar sumarsólin svona fögur kveid inn til vætta hafs og hamra himins sendir eld, opnast hallir huldu-þjóða, heimar, þar sem vögguljóða draumnum ljúfa, dularspaka dánir yfir vaka. minna skáld'skap hans á þessurft árujpi, þyí að hann safnaði ekki ’ljóðum sínruim í bók frá 1904 til 1920, og kverið, sem út kom 1904, miun ha.fa veri’ð í tiltölulega fárra höndiuim. Hann gerði löngum meira að þyí að greiða öðrum skáldum leið til þjóðar sinnar en að gera sinn hl.ut mikinn á vett- vangi íslenzikra bókmennta. Árið 1904 gerðust mikid táð- indi í stjlórnmátLasögu ísiendinga. Stjórnin var flutt inn í landið, og Hannes Hafstein var skipaður fyrsti ráðherra íslands með bú- setu í Reykjavík. Þorsteinn Gislason hafði haft sérstöðu í sjálfsfæðismálinu, svo sem áður hefur veri'ð á minnzt, en hann hafði verið góðvinur dir. Valtýs Guðmund'ssonar og hon- um mjög samimáia um, að flest væri til þess vinnandi, að hér á íslandi hæfust sem fyrst stór- feildar framkvæmdir í atvinnu- og samgönguimálum. Hann hafði því verið mjög meðmæltur stofn un hlutafjárbanka, og ritsíma- samlband við umheiminn og síma iagninigar innanlanids voru 'hion- um áhugiamál. Hann segir svo í ikvæðinu Landsmál: Við flá viljum flé inn í l.andið og fara að bylita þar tii í búskapnum, leggija brautir með brúm yfir ár og gil, o.g tengja hérað við hérað, sem heiðarnar skilja nú, með tízkuinnar samgöngutækj- um. Það teksit, ef við iStarfið rækjum. En til þess þarf dug og trú. Vil viljum fá vatnsaflið tamið til verka, og fossanna magn, þá framtíðarsjóði landsins, sem fyrst til að vinna gagn.. Og breyta sveitanna búska.p og byrja þar nýjan sið. Ú.r rústum bæi reisa og rækta mold og 'leysa úr álögum ættjarðar svið.“ Hann helduir þannig áfram f fjórða erindi kvæðisins: „Sko, íslenzku fleyjunum fjiölgar við formennsku’ og veiðar. En bvað veLdur? Menn fyrnskunni fleygðu Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.