Morgunblaðið - 26.01.1967, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.01.1967, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1967. Norðlendingar Munið rýmingarsölurnar á Akureyri og Sauðárkróki. 10% afsláttur af öllum vörum. Akureyri — Sauðárkróki. Blaðburðarfólk VANTAR í ÁUFHÓLSVEG EL Talið við afgreiðsluna í Kópavogi, sími 40748. BLAÐBURÐARFÓLK 1 EFTIRTALIN HVERFI: VANTAR Lindargata Skerjafjörður — sunnan flugv. Túngata Lambastaðahverfi Miðbaer Fálkagata Snorrabraut Lynghagi Sjafnargata Blesugróf Talið við afgreiðsluna, sími 22480 - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 16 eftir annað haft mikil áhrif á stjórnmál í V-Í>ýzkalandi. Þetta hefur oft gerzt á þann hátt, að blaðið hefur flett ofan af pólitískum hneykslismálum en þá gert það með þeim hætti, að ljóst var, að það var málefnið, sem sat í fyrir- rúmi, en ekki var verið að ofsækja einstaklinga. Æsi- blaðamennska og rógburður hefur ekki gætt en kappkost- að að hafa eins óyggjandi AUGNSKUGGARNIR eru komnir, 7 litir: Tveir bláir, Tveir rgænir, Brúnir gráir og hvítir. Vesturgötu 2. Sími 13156 sannanir fyrir sér, og unnt var á fyrir þeim staðhæfing- um, sem varpað var fram hverju sinni. Der Spiegel og Franz Josef Strauss. Kunnast slí'kra mála er vafa laust svonefnt „Spiegelmál“, sem frægt er orðið í evrópskri blaðamennsku eftirstríðsár- anna. Haustið 1962 birti Der Spiegel opinskáa en ítarlega grein um heræfingar Nato, „Fallex 62“. Þar kom fram hörð gagnrýni á Franz Josef Strauss þáverandi varnarmála ráðherra landsins (núverandi fjármálaróðherra). Þegar lög reglan síðan gerði húsleit í ritstjórnarskrifstofu blaðsins og ritstjórar þess voru hand teknir að undirlagi Strauss, vakti það almenna reiði, því að almenningur hélt að slík- ar aðferðir tilheyrðu fortíð landsins en væru nú úr sög- unni. Blöð í landínu tóku langflest málstað Der Spie- gel og töldu, að þarna hefði verið vegið háskalega að prent og skoðanafrelsi. Lyktir máls ins urðu þau, að Frans Josef Strauss varð að láta af em- bætti sem ráðherra og ljóst var, að lýðræði í landinu hafði þarna hlotið mikla eld- skírn og ekki aðeins staðizt hana heldur eflzt stórlega. Enda þótt Der Spiegel hafi Bókari Fyrirtæki í næsta nágrenni Reykjavíkur óskar eftir að ráða mann til bókhalds- starfa. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og starfsreynslu sendist blaðinu merkt: „8731“. hvað eftir annað lent í dóms- málum, verður vart sagt, að þau séu mikilvægasti þáttur- inn í sögu blaðsins í þau 20 ár, sem það hefur verið við lýði. Það sem meira máli hefur skipt, er að Der Spie- gel hefur sem fréttatímarit birt mikinn fjölda af grein- um, sem nákvæmur rökstuðn ingur hefur fylgt, og þær því orðið grundvöllur lýðræðis- legs mats og skoðanamynd- unar. f samræmi við þá skoðun, sem fram kemur í stefnuskrár yfirlýsingu blaðsins, að „fólk hafi ekki eirís mikinn áhuga á neinu og á fólki“, þá hefur tímaritið látið sig miklu skipta menn, sem komið hafa við sögu samtímans. Þannig hefur blaðið birt á s.l. 20 ár- um ítarlegar greinar um menn allt frá Jóhannesi XXIII. páfa til Popovs, trúðs við ríkissirkusinn í Moskvu og viðtöl við menn allt frá Patrice Lumumba til Walter Ulbrichts. Der Spiegel hefur hlotið mikið lof en einnig mikla gagnrýni, sem þó hefur stund um snúizt við og lent fyrst og fremst á viðkomanda en ekki á blaðinu eins og t.d. orð Adenauers fyrrum kanzl- ara eitt sinn: „Ég les þessa skítugu blaðdruslu aldrei“. Þó hljóta þeir, sem eru í and- stöðu við blaðið oft betri meðferð, en þeir, sem eru því samþykkir í einu og öllu. At- hugasemdir, sem beint hefur verið gegn útgefanda blaðs- ins persónulega, hafa jafnvel verið birt á meðal bréfa frá lesendum blaðsins. Tuttugu ár skapa vart langa sögu. Der Spiegel getur þó státað af óvenju litríkum og viðburðarmiklum ferli þegar. Upplag blaðsins er stórt og áhrif þess meiri en nokkru sinni fyrr. Allt bendir því til þess, að þetta sérstæða tima- rit eigi eftir langa og við- burðaríka sögu. BILAKAUP BILASKIPTI VLL MEÐ FARNIR BÍLAR í RÚMGÓÐUM SÝNINGARSAL. HJÁ OKKUR GETA KAUPENDUR SKOÐAÐ HREINA OG VEL ÚTLÍTANDI BÍLA. Skoðið bílana, gerið góð kaup Óvenju glœsilegf úrval SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐID Sýningarsalur Laugavegi 105 — Sími 22466.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.