Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐI©, LAUGARDAGUR 4. FKBRÚAR 1*OT.
— Kína
Viðræður um rekstur
Framhald af bls. 1
nokkru landi, sem í Kina. Tass
segir að þrátt fyrir allt þetta
muni Sovétstjórnin gera allt, sem
í hennar valdi stendur til að
forða stjórnmálaslitum við Kína.
Moskvuútvarpið sakaði í dag
Kínverja um að hafa ráðizt á
sovézka flugvél á flugvellinum í
Peking með grjótkasti og skemmt
hana ogþiannig seinkað för henn-
ar, en fugvélin var á leið til
Hanoi með sovézka hernaðarsér-
' fraeðinga. Sagði útvarpið að að-
gerðir þesar væru ekki einungis
móðgun við sovézku þjóðina,
heldur einnig svik við vietnam-
isku þjóðina. Sagði útvarpið að
lýðurinn hefði þyrp^t út að vél-
inni jafnskjótt og hún vár lent
og hefði allt bent til þess að um
velskipulagðar aðgerðir hefði
verið að ræða, því að. trylltur
múgurinn hefði ekki getað vit-
að hverjir voru i véiinni, né
hvert för þeirra var heitið, án
þess að opinber yfirvöld hefðu
skýrt frá því.
í dag laugardag verður sett
upp loftbrú milli Peking og
Moskvu og þrjú hundruð börn
og eiginkonur sovézkra sendi-
ráðsstarfsmanna í Peking fluttar
heim. Er gert ráð fyrir að flutn-
ingum þessum ljúki á mánudag.
Sagði talsmaður sendiráðsins, að
öll börn og eiginkonur sendiráðs-
manna yrðu futt til Moskvu.
Aðalástæðan fyrir þessum að-
gerðum eru mótmælaaðgerðir
rauðu varðliðanna fyrir framan
sovézka sendiráðið, sem nú hafa
staðið í 9 daga látlaust. Hefur
sendiráðsfólkið varla getað sofið
yfir blánóttina, vegna trumbu-
sláttar og hátalaratilkynninga
varðliðanna fyrir utan. Þá segir
að sovézkir borgarar hafi ekki
getað sýnt sig á götum Peking,
vegna þess að varðliðarnir hafi
grýtt þá. Ekki hefur verið minnst
á að fækka eigi sendiráðsmönn-
unum, eins og sögur hermdu fyrr
í vikunni.
Kosygin forsætisráðiherra Sov-
étríkjanna sendi Chou en-lai
forsætisráðherra Kína persónu-
legt bréf I dag, þar sem hann
biður starfsbróður sinn persónu-
lega að tryggja öryggi sovézkra
borgara, sem séu á förum frá
Jíeking. í bréfinu segir, að kín-
verskir sendiráðsmenn hafi aldr-
ei orðíð fyrir óþægindum af
hálfu sovézkra borgara í Moskvu.
Þá fór Kosygin einnig fram á að
sovézkt starfsfólk fengi leytfi til
að koma til Peking og taka við
störfum kínversks þjónustuliðs í
sendiráðinu ,sem nýiega var sagt
upp sCorfum.
Mótmælaaðgerðir héldu áfram
fyrir framan franska og júgó-
slafneska sendiráðin í Peking.
Máluðu rauðu varðliðarnir slag-
orð á gangstéttir með mógunum
í garð franska verzlunarfulltrú-
ans, Robert Riohard og konu
hans.
Fréttaritari norsku fréttastof-
unnar NTB skrifar frá Moskvu,
að margir áliti nú, að Kínverjar
stefni markvisst að því að fá
Sovétmenn til að rjúfa stjórn-
málasambandið við þá.
Mao tse-tung formaður kín-
verskra kommúnista kom í dag
fram opinberlega í fyrsta skipti
síðan í nóvember sl. en á þessum
tíma hefur menningarbyltingin
þróast í baráttu andstæðinga og
og stuðningsmanna foringjans.
Mao tók á móti albanskri sendi-
nefnd, sem kom til Peking í dag
undir forustu albanska varnar-
málaráðherrans Bekir Balluku. í
frétt kínverska útvarpsins frá
móttökunni voru hvorki Chou en
lai, forsætisráðherra né Lin Piao
varnarmálaráðherra nefndir á
nafn, og finnst mönnum mjög
einkennilegt, að Lin Piao skyldi
ekki vera til staðar til að taka á
móti starfsbróður sínum. Hvor-
ugur þeirra tók heldur þátt í
hádegisverði, sem haidinn var til
heiðurs albönsku sendimönnun-
um. ,
Japanska dagblaðið Yomiuri
sagði.í dag, að skv. veggspjöld-
um rauðu varðliðanna, væri bú-
izt við að kínverskir hermenn
yfirtækju lögreglustöðina í Pek-
ing af þjóðöryggisástæðum.
flugafgreiðslu
— á Keflavflkurflugvelli
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIO á
um þessar mundir viðræður við
Loftleiðir og Flugfélag íslands
um rekstur flugafgreiðslunnar á
Keflavíkurflugvelli.
Keflayíkurflugvöllur heyrir
undir útanríkisráðurieytið og
samkvæmt samningi þess við
Loftleiðir annast það fyrirtæki
rekstur flugafgreiðslunnar þar
syðra.
í byrjun ágústmánaðar sl. var
samningum sagt upp til endur-
skoðunar vegna hugsanlegra
breytinga í sambandi við kaup
Flugfélags íslands á þotu, sem
ákveðið er að verði gerð út frá
Keflavíkurflugvelli.
Kópavogur annar
stærsti bær landsins
KÓPAVOGUR er nú orðinn
næst stærsti bær landsins, og
hefur nú 26 íbúum fleira en
Akureyri, samkv. bráðabirgða
tölum frá Hagstofu íslands
um mannfjölda í landinu
1. desember.
Bráðabirgðatölurnar segja
að hinn 1. des. hafi íbúar
Kópavogs verið orðnir 9.933
talsins eri íbúar Akureyrar
9.907. Á s.l. ári fjölgaði íbúum
Kópavogs um 729, en íbúum
Akureyrar um 265.
__________i
Árásarmálið:
Réöust á hann
fyrirvaralaust
YFIRHEYRSLUR hafa nú farið
fram vegna slyssins í Mávahlíð
s.l. laugardag þegar ungur -pilt-
ur lærbrotnaði í átökum. Svo
sem skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu fór piltur þessi,
Þór Þorbjörnsson út til þess að
athuga hvað væri um að vera,
þegar hann heyrði kvenmanns-
óp.
Þegar hann kom á staðinn
voru þar fyrir nokkrir piltar
og stúlka og var hún veinandi
hástöfum. Þór gekk til piltanna
og bað þá sleppa heimi en þeir
réðust þá fyrirvaralaust á hann,
þrír saman. Þór var lítt bardaga-
fær þar sem hann var nýbúinn
að sleppa hækjum sem hann
hafði gengið við eftir að hafa
Spilakvöld
á Akureyri
SPILAKVÖLD verður í Sjálf-
stæðishúsinu á Akureyri n.k.
sunnudagskvöld og hefst kl.
20.30.
Spiluð verður félagsvist. Glæsi
leg verðlaun.
Ávarp flytur Marias Helgason,
umdæmisstjóri.
Skemmtiatriði v'erða flutt og
dansað til kl. 1. Forsala aðgöngu-
miða verður á sunnudag kl. 2—3
í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins,
Hafnarstræti 101.
lærbrotnað í sumar. Lauk svipt-
ingunum með því að gamla brot
ið tók sig upp aftur og liggur
Þór nú á sjúkrahúsi. Rannsókn-
arlögreglan hefur enn ekki getað
haft tal af honum þar sem líðan
hans er ekki góð.
Old Boys töpuðu
KEFLVÍKINGAR yoru sigur-
sælir á innanhúsknattspyrnumót
inu, því að a-lið þeirra og b-lið
léku til úrslita. Að venjulegum
leiktíma loknum var staðan 3-3,
og var þá framlengt. í framleng-
ingunni skoraði hvort liðið eitt
mark, 4:4, og varð því að varpa
hlutkesti. Hlutkestið vann b-liðið
og sigraði það því á mótinu.
íþróttafréttaritarar sigruðu „old
boys“ lið Vals auðveldlega 7:6.
Fundu björgun-
arbát með 6
Helsingfors, 3. febr. NTB.
VESTUR-Þýzka skipið „Oste-
jems“ fundu í nótt björgunar-
bát á reki á norðurhluta Eystra-
salts með sex Rússum um borð,
fimm körlum og einni konu.
Fólkið var flutt til Nyham á
Álandseyjum í læknishendur og
skýrðu skipbrotsmenn svo frá,
að þeir hefðu verið um borð í
sovézku skipi, sem hefði sokkið
og fjórir menn með því.
Fnlltrúaráðsfnndur í Kópavogi
Aðalfundur Fultrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna í Kópavogi
verður haldinn í Sjálfstæðishús-
Ákvörðunin um þetta var tekin
eftir að kíriverskir lögreglumenn
höfðu lent í átökum við rauða
varðliða í héraði rétt utan við
Peking.
Um það bil 250 manns slösuð-
ust og þar af 50 alvorlega, er til
átaka kom í Peking í dag milli
stuðningsmanna og andstæðinga
Maos að sögn japönsku frétta-
stofunnar Kyodo.
Þá sagði annað japanskt blað,
að andstæðingar Maos í Kanton
undirbyggju nú blóðuga upp-
reisn í næstu viku, í sambandi
við nýárshátíðahöldin.
inu Borgarholtsbraut 6, þriðju-
daginn 7. feb, n.k. kl. 20.30. Að
loknum venjulegum aðalfundar-
störfum veroa umræður um þjóð
mál og landsmál Frummælend-
ur verða Axel Jónsson alþm. og
Pétur Benediktsson, bankastjóri.
Meðiimir Fultrúaráðsins eru
hvauir tii þess að fjölmenna.
Osló, 3. febrúar. NTB.
Norska sjavarútvegsmálaráðu-
neytið hefúr fallizt á að fram-
lengja leyfi fyrir norska togara
til að stunda veiðar innan 12
mílna landhelginnar fram til árs
ins 1970. Leyfi þetta var fyrst
gefið út árið 1961, er landlhelgin
var íærð út.
Vfðræðum ráðuneytisins og
flugfélaganna er ekká lokið enn
þá.
Fyrst og fremst þrír mögu-
leikar koma til álita. Að Loft-
leiðir annist rekstur flugaf-
greiðslunnar og leigi T. í. að-
stöðu fyrir þotuna, að flugfé-
lögin annist reksturinn sameigin
lega eða ríkið taki aftur við
rekstri flugstöðvarinnar og leigi
félögunum.
Séð inn í stjórnklefa tilraunageimfarsins í geimferðalæknis-
fræðistofnuninni í San Antonio, þar sem eldur brauzt út og
tveir flugmenn biðu bana. 1 klefanum var hreint og ómengað
súrefni.
UPP úr hádeginu var NA-gola
og viðast snjókoma eða slydda
norðan lands. Suðvestan lands
var v-gola og sums staðar
slydduél, en bjartviðri og víð
ast logn á SA-landi og Aust-
fjörðum. Hiti var nálægt frost
marki, kaldast þriggja stiga
frost á Hveravöllum og í
Grímsey.
Lægðin yfir Grænlandi var
á hreyfingu A á bóginn og var
því búizt við hvassri sunnan
átt og rigningu með morgnin-
um.
Eltingaleikur
við bílþiófa
LÖGREGLAN Ienti í miklum
eltingaleik við tvo bílþjófa í
fyrrinótt og máttu lögreglumenn
irnir prísa sig sæla að sleppa
ómeiddir úr þeirri viðreign.
Laust eftir klukkan þrjú hringdi
maður úr Harunbæ til lögregl-
unnar og tilkynnti að verið væri
að brjótast inn í bifreið sem
hann á. Það vildi svo til að einn
af eftirlitsbílum lögreglunnar
var staddur fyrir ofan Árbæjar-
hverfið og var honum stefnt á
staðinn.
Lögreglubíllinn mætti þeim
stolna við Rofabæ, milli Árbæjar
og Selásbúðar. Lögðu lögreglu-
mennirnir farartæki sínu þvers-
um yfir götuna og stigu út til
þess að stöðva þjófana. Þeir
hins voru voru alls ekki á þeim
buxunum heldur gáfu í og
geystust framihjá Voru lögreglu
mennirnir heppnir að geta stokk
ið til hliðar. Nú upphófst mikill
ejtingaleikur. Stolna bifreiðin fór
á ofsahraða niður Árbæjarbrekk-
una og lögreglubifreiðin á eftir
með vælandi sírenu. Eftir Skeið-
vallarvegi var farið og Blesu-
gróf þar sem stolnu bifreiðinni
var ekið utan vegar góðan spöL
Fleiri lögreglubifreiðar voru nú
komnar í spilið og á Vatnsveitu-
vegi tókst þeim að króa þjófana
af. Þeir stukku þá úr úr bifreið
sinni sem var af Volkswagen-
gerð, tóku til fótanna og hurfu
út í myrkrið. Lögreglumennirnir
þustu á eftir og náðu þeim brátt.
í eltingaleiknum féll einn lög-
regluþjónninn og brákaðist á
handlegg en önnur ófhöpp urðu
ekki. Bílþjófarnir tveir voru
fluttir í Síðumúla.