Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1967.
il
SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA:
ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN
I ' . •
RITSTJÓRI: ÁRMANN SVEINSSON
Kynnisferð Heimdall-
Stiárnmálavið-
horfið á fundi
Eyverja í dag
ar í Alþingi
uðu þátttakendur Alþingisihúsið'-f
í krók og kring undir leiðsögn
Friðjóns Sigurðissonar. í>á þáðu
þátttakendur kvöldkaffi í
flokksherbergi Sjálfstæðisflokks
ís.
Um fimmtíu Heimdallartfélagar
tóku þátt i kynnisferðinni og er
góður rómur að henni gerður.
Síðar í þessum mánuði efnir
Heimdallur til kynniisferðar í
húsakynni borgarstjórnar. Verð-
ur ferðin auglýst síðar.
HEIMDALLUR efndi á mánu-
dagskvöld til kynnisferðar í Al-
þingi. Jóhann Hafstein, vara-
íormaður Sjálfstæðisflokksins,
og Friðjón Sigurðsson, skrif-
stofustjóri Alþingis, tóku á móti
þátttakendum. í fundarsal neðri
deildar og Sameinaðs þings flutti
Jóhann erindi um starfsemi Al-
þingis. Rakti hann m.a. þróun
kosningaréttar og kjördæma-
skipunar í iandinu frá endur-
reisn Alþingis 1843. Rit, sem Jó-
hann tók á sínum tíma saman
um kjördæmamálið, lá frammi,
en það hefur að geyma margvís-
legar upplýsingar um endur-
reisn Alþingis og þróun kjör-
dæmaskipunarinnar.
Að erindi Jóhanns loknu skoð-
Laugardaginn 4. febrúar efna
„Eyverjar“ félag ungra Sjálf-
stæðimanna í Vestmannaeyjum,
til félagsfundar í Samkomuhús-
inu í Vestmannaeyjum.
Efni fundarins verður Stjóm-
málaviðhorfið. Framsögumaður
verður Styrmir Gunnarsson lög
fræðingur.
Sjálfstæðisfólk i Vestmanna-
eyjum er hvatt til að fjölmenna
á fundinn, en hann hefst kl. 16.
SÍÐASTLIÐINN laugardag efndi
Stefnir, félag ungra sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði til hádegis-
verðarfundar í Sjálfstæðishús-
inu. Dr. Bjarni Benediktsson,
forsætisráðherra var gestur
fundarins og talaði um Ólaf
Thors.
Hádegisverðarfundurinn var
fjölsóttur og á allan hátt hinn
ánægjulegasti. Myndirnar eru
frá fundinum.
Herranótt 1967
„The Comedy of Errors“
eftir Shakespeare
NÆSTKOMANDI mánudags-
kvöld frumsýnir Herranótt
The Comedy of Errors eftir
William Shakespeare. Verða
sýningar Herranætur nú í
annað sinn í Þjóðleikhúsinu.
Herranótt, hinn árlegi skóla-
leikur nemenda Menntaskól-
ans í Reykjavík, hefur um
áratugaskeið verið fastur þátt
ur í leikhúslífi borgarinnar.
Herranótt á upptök sín 1
Skálholti fyrir um það bil
tveim öldum. Oún fylgdi
skólapiltum í Bessastaðaskóla
og síðan nemendum Lærða
skólans í Reykjavík, og var
lengst aif leikin í skólun-
um sjáifum. Árin 1922-1966
fékk Herranótt inni í húsa-
kynnum Leikfélags Reykja-
víkur, en í fyrra var leitað á
náðir Þjóðleikhússins og svo
er einnig nú.
Gamanleikurinn The Com-
edy of Errors er annað Shake-
speare-verkið, sem Herranótt
sýnir. Hið fyrra er Þrettánda-
kvöld, sem sýnt var árið
1959. The Comedy otf Errors
er flutt í þýðingu Shakespeare
þýðandans Helga Hálfdánar-
sonar á Húsavik. Þýðingin er
sögð afbragð, eins og við er að
búast.
Leikstjóri í ár er Ævar
Kvaran. Trausti Valsson, nem
andi í 6. bekk, hefur gert leik
tjöld. Leikendur eru fjöl-
margir. Verndari Herranætur
er eins og undanfarin ár Ein-
ar Magnússon, rektor.
Menntaskólanemar kjósa
sér leiknefnd, sem með að-
stoð fjölmargra nemenda sér
um Herranótt. Leiknefnd
skipa nú: Pétur Gunnars-
son, 5. bekk, formaður; Ragn-
ar Finnsson, 6. bekk; Grétar
Sigurbergsson, 6. bekk; Helgi
Skúli Kjartansson, 5. bekk;
Trausti Valsson, 6. bekk;
Steinunn Sigurðardóttir, 4.
bekk og Stefán Thors 4. bekk.
Leikhúsferð Heimdallar:
Húsf yllir
á sýningu einþáttunga
IVIatthíasar Johannessens
HEIMDALLUR efndi í fyrra-
kvöld til leikhúsferðar í Lind
arbæ til að sjá tvo einþátt-
unga Matthíasar Johannes-
sens, ritstjóra,, „Eins og þér
sáið“ og „Jón gamli“.
Um einþáttunginn „Eins og
þér sáið“ segir Matthías: ,J>egar
ég var drengur, hugsaði ég, að
gefnu tilefni, oft um stjórnmála-
ástandið á fslandi um 1930. Þá
lágu stjórnmálin eins og farg á
þjóðinni. Ef þá hefði verið her
♦ og öfíug lögregla hér á landi, má
guð vita hvort við byggjum enn
við lýðræði“.
Jóni gamla segiist höfundur
hafa kynnzt í störfum sínum, sem
blaðamaður, en Jón sé ofinn úr
mörgum þráðum.
Leikhúsferðin var Heimdallar-
félögunum til mikillar ánægju,
og óska þeir Matthíasi farsældar
á leikritunarbrautinni Eirus og
fyrr er sagt var húsfyllir á þess-
ari sýningu og svo hefur einnig
verið á hinum fyrri. Verður eng
inn svikinn af því að leggja leið
sína í Lindarbæ á sýningar ein-
þáttunga Matthíasar.
102 nýir Heimdallarfélagar í janúar