Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1567. Þórn Júííusdóttir Björnssan Minningnrorð „Þú vógst upp björg á þinn veika arm, þú vissir ei hik eða efa. í alheim ég þekki einn einasta barm, sem allt kunni að fyrirgefa*.. Svo kvað Einar skáld Bene- diktsson um móður sína. Hið sama hefði mátt segja um hana, sem hefur hvatt lífið, því það var einn af hennar góðu kostum, bve vel hún kunni að fyrirgefa og umvefja aðra ástúð sinni. Þóra Júlíusdóttir var fædd 1 Klömbrum í Húnavatnssýslu 26. ágúst 1879. voru foreldrar hennar hjónin Júlíus Halldórsson, laekn ir, sonur Halldórs Kr. Friðriks sonar. yfirkennara og Ingibjörg Magnúsdóttir, prests Jónssonar á Grenjaðarstað, en systur séra Magnúsar voru: Guðný, skáld- t Móðir mín, Guðrún Sigríður Einarsdóttir ltézt 3. febrúar í Borgarspát- abmmk Fyrir mina hönd og ann- arra vandamanna. Simon Konráðsson. t Móðir okkar, Guðrún Daníelsdóttir, Laugaveg 76, lézt að heimíli sánu 1. fefor. Börnin. t Sornjr okkar, Guðbjartur Óiafsson, nndeðist í Borgar. ikra- búsinu fimmtudaginn 2. fefor úair. Ðóra Guðbjartsdóttir Ótafur Jóhanneason. t Maðurinn minn, Árai Eiriksson frá ReykjarfoóL, verður jarðstmginn májttudag inn 6. þ.m. frá Foesvogskirkju ká. 10.30. Jarðarförinni verð- ur útvarpað. Fyrir mtna hönd og arm- anra vandamanna Liney Guðnwindsdóttir. t ÚMBr eigmtkonu minnar, móður okkar tengdamóður og ömmu Þóru Ingibjargar Gisladóttur Nýbýlaveg 205 sem andaðist 27. janúar fer fram frá Fossvogakirkju mánudiaginn 6. feforúar kl. 1.30 e.h. BhMtr Vídalín Einaramn, böra teagdabörn ag baraaböra. kona, móðir Hallgríms Sveins- sonar, biskups, og Kristrún, sem trúlofuð var Baldvin Einarssyni og varðveitti mörg merkileg bréf hans. Var Ingibjörg, móðir Þóru fluggáfuð, menntuð og svo hátt prúð og tígurleg kona að af bar. Þóra ólst upp hjá foreldrum sín um í Klömbrum og vandist þar öllum algengum sveitastörfum, og einhvertíma sagði hún mér að hún hefði verið látúm ganga berfætt á engjar með kaupakon- unum til að herða hana, því fað ir hennar vildi ekki gera börn sín að aukvisum. Bræður hennar voru þreir: Halldór Júlíusson, fyrrverandi sýslumaður í Strandasýslu, hinn síungi öldung ur, sem nú er orðinn 89 ára og ber aldurinn með glæsibrag, var hann elstur þeirra systkina og er nú einn á lífi, en yngstur var Maggi Júl. Magnús, læknir, sem er látinn fyrir mörgum árum, þriðji bróðirinn dó ungur. Hinn 16. maí 1902 giftist l>óra Guðmundi Björnssyni frá Svarf hóli, sýslumanni í Barðastrandar sýslu og seinna I Mýra- og Borg arfjarðarsýslu. I»au höfðu þá verið heitbundin í mörg ár og meðan hann var við háskólanám í Kaupmannahöfn dvaldist Þóra þar einnig um tíma við nám og m.a. Iærði hún matreiðslu á heim ili Valdemars prins (syni Krist- jáns IX), enda var hún mikil kunnáttu kona í þeirri grein, «i t Alúðarþakkir til allra er sýndu vináttu við fráfa-M g útfiör elskulegs eiginmanns föður, tengdaföður og afla, Ólafc Kr. Steinarseonar bénda Keldu Guð blessi ykknr öH. Guðrún CHafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Borgar Halidórsson, Ólafur Borgarsson, Ari Sigurjónsson. t Okkar beztu þakkir fyrir auð sýnda sa-múð við andilát og jarðarflör móðar okkar, tengdamóóur og ömmo, Jónínu GnSjónsdóttur Háteigsveg 25, sérstaklega þökkum við iaekn um ag hjúkrunarliði Hvfta- bandisins fyrir veibta hjálp í sjúkralegu hennar. Synir, tengdadætur og baraabörn. t Þökkurm auðsýndn samúð og vináttu við andlát og útfiör móður okkar, Katrinar Guðmundsdóttur, frá Hólmavik. Böra, tengdabörn og barnabörn. það var hún líka á fleiri sviðum, því það var eins og allt léki í 'höndum hennar, hvort heldur sem var, hannyrðir, föndur eða línsaumur, allt skyldi gert af nákvæmni og vandvirkni. f*ó held ég hún hafi unað sér bezt við blómarækt og garðrækt, þar naut frábær dugnaður hennar sín bezt, þar átti hún sínar unaðs- stundir meðal blóma, matjxirta og trjáa. Úti í náttúrunni kunni hún við sig og spurði þá hvorki um veður né vind. Það hafði læknis dóttir í Klömbrum lært á æsku- dögum. En hún var líka svo lán- söm að eignast ágætan öðlings- mann, eina manninn, sem hún unni, enda var hjónaband þeirra ástrikt og innilegt, og alltaf ber hún Ijósið og ylinn inn til hans, en hann virti hana og dáði. Guð mundur Björnsson var sýslumað ur í Barðastrandasýslu frá 1905 til 1918, og það voru sólskinsár- in mín, sagði frú Þóra mér ný- lega. Þar fæddust sex börnin þeirra, en tvö þau elstu i Klom brum og á Blönduósi. AUs eign uðust þau átta börn þrjá syni og fimm dætur og eru sjö þeirra enn á lífi, en yngsta soninn Karl Leó, misstu þau rúmlega þrítug an að aldri, gáfaðan og ljúfan dreng. Ég minnist þess er ég sá hina ungu sýslumannsfrú í fyrsta sinni. Ég var þá barn að aldri hjá afa mínum og ömmu á Svarf hóli í Stafholtstungum, foreldr- um Guðmundar. Hann var þá bú inn að fá veitingu fyrir sýslu- mannsembætti. Hún stóð inni í svefnherbergi þeirra og var að greiða hár sitt glóbjart og sítt, sem náði niður á hné. Ég hafði aldrei séð svo fallegt hár, það var eins og sólargeislar brynnu um herðar hennar og háls. Hún var beinvaxin og grörm eins og lilja, hörundsbjört og sviphrein, og hún hafði sérkenniíeg augu, blá-grá, nokkuð Ijós og þau voru eins og heiðbjartur morgun. Þar var ekki fals að sjá. Svona var hún þegar ég sá hana fyrst og sú mynd máðist aldrei úr huga mínum. Þau voru á förum, t Þökkium öMum þeim er auð- sýndu samúð við ancHát og jarðarflör, Hjartar EUaMonar, fyrrv. verkstjóra. Þökkum ennfremur herfoerg- isflétögum hiarvs að VSfitetiöð- um, starfsfólki og lækmrm. FJj atetandenda Gy8a Erlingsdóttir, Svavar Gests. t Innifegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð við andást og jarðarför mannsins máns, flöð ur dkkar, tengdaflöður og afa, Eggerts Kjartanssonar Hofstöðum. Sigriður Þórðardótttr, Þórdis Eggertsdóttir, Sigmundur Guðmundsson, Kjartan Eggertason, Soffía Guðjónsdóttir, Ingibjör, Eggertsdóttir, Gisli Gtslason, Áslaug Guðmundsdóttir, Bergþór Sigurðsscm, og barnabörn. ungu hjónin, og hann að kveðja æskuheimili sitt til að hefja lífs- starfið. Ég man líka það sem Þuríður amma mín sagði við hann að skilnaði, er hún kvaddi hann: „Og vertu nú góður við aumingja þjófana". Mér þóttu þessi orð hennar svo undursam- leg að ég hef heldur aldrei getað gleymt þeim. Hvemig sem hann hefur skilið orð móður sinnar eða breytt eftir þeim, þá er eitt víst, að hann var góður við alla, ekki sízt þá sem aumastir voru. Og meðan hann var á Patreks- firði, held ég að hann hafi aldrei þurft að dæma í þjófnaðarmál- | um, þeir voru þá svo ráðvandir fyrir vestan, nema þá helzt við brezku veiðiþjófana, en þeir áttu það l»ka skilið, enda var það einn slikur sem rændi honum ásamt Snæbirni hrepp- stjóra í HergiLsey og flutti á tog ara sínum til Skotlands árið 1910 er sýslumaðurinn tók þennan erlenda botnvörpung að ólögleg um veiðum á Breiðafirði í land- helgi. Og er hann hljóp um borð í botnvörpunginn kom skipstjór inn móti honum með reidda exi, en sýslumaður lét sér hvergi bregða. Snæbjörn greip þá jám- flein og sló svo hart í borðstokk inn að brezku hetjumar misstu móðinn og urðu smeykir við ís- lenzku heljarmennin, og sigldu til hafs með sýslumann og hrepp stjóra. Bátsmennirnir sem eftir urðu á Varanger, skipinu sem flutti sýzlumann og Snæbpjöm út í botnvörpunginn, símuðu svo til Patreksfjarðar hvernig komið var og má nærri geta að ekki hafa það verið svefnsmar nætur hjá ungu sýskimannsfrúnni með an hún beið milli vonar og ótta um afdrif manns sins, en þá hafði hún sýnt mikla stillingu og kjark, eins og hún þurfti líka oft að gera seinna í lífinu. En allt fór vel, eftir hálfan mánuð urðu aftur fagnaðarfundir, er báðir komu heilir heim. Vorið 1918 fluttust þau sýski- mann.shjónin til Borgamess. Hafði Guðmundur Björnsson þá fengið veitingu fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, og mun það hafa verið átthagaþrá. sem dró hann þangað öllu öðru fremur. Þar áttu þau svo heima í tuttugu ár eða þangað til hatm lét at embætti 1939 og fluttust þau þá til Reykjavíkur og settust að í litlu húsi við Sogaveg. Ekki voru þau búin að vera þar lengi er frú Þóra tók til við ræktun kringum húsið og innan fárra ára hafði hún komið þar upp falleg um jurta- og trjágarði með gos- brunni. Átti hún þar mörg, löng dagsverk og undi sér vel. AUtaf stækkaði garðurinn ár frá ári, blómareitunum fjölgaði, trén hækkuðu og breiddu út limar sín ar og nytjajurtirnar, sem þrosk- uðust undir handarjaðri hennar urðu þroskamiklar og auðugar að bætiefnum. Og alltaf var nota legt að konva til þeirra í litla hús ið í Sogamýri, þvi bæði voru gestrisin og hjá þeim var Ingi- björg móðir Þóru ÖU síðustu árin sem hún lifði, en hún var komin hátt á tíræðisaldur þegar hún dó, en alltaf var gott að tala við hana fram á síðustu stund. Eftir að hún rar lögst i rúmið hjúkr- aði Þóra henni og hafði aUt svo tandurhreint í kringum hana eins og væri hún vöggubarn. Guð- mundur var hefini líka mjög-góð ur og umhyggjusamur, eins og öllum sem hjá honum voru. Þótti Guðmundur sýslumaður ætti fjölda frænda og vina í Borg arfirði og nyti þar trausts og virð ingar, þá urðu fleiri erfiðleikar á vegi þeirra hjónanna þar, en fyrir vestan. Ollu þeim að mestu veikindi barnanna. Þá reyndi mest á móður þeirra. sem virtist allt geta og búa yfír svo undra- verðum mætti, að það var eins og lífskraftur hennar sjálfrar gæti hrifið börnin hennar úr hel greipum. Viljakraftur hennar, móðurleg umhyggja og fórnfýsi virtist engin takmörk eiga. Hvað eftir annað sat hún við sjúkra- beð þeirra þegar jafnvel læknar voru búnir að gefa upp alla von, en máttur hennar var engu lík- ur, eins og logi hennar sjálfrar hefði tendrað líf þeirra að nýju og þau komust aftur til heilsu, Móðurkærleikur hennar var slík ur, sem öllu gat fómað fyrir börn in, manninn og fjölskylduna. um borið og fyrirgefið. En með þeim átti hún líka sínar hamingjustund ir, og gleði hennar var „svo diúp og ríkí' og barnslega innileg þeg ar hún hafði hópinn sinn í kring um sig, allt fram á síðustu stund, þegar þau heimsóttu hana á sjúkrahúsið. Þóra Björnsson var trygg og vinföst, hún var líka mannþekkj ari og þessvegna ekki allra. Á æskurárum mínum dvaldi ég rúm fjögur ár á heimili þeirra hjóna á Patreksfirði. Guðmundur var móðurbróðir minn og mér ákaflega góður Hjá honum vann ég líka og hann kenndi mér meira en nokkur annar hefur gert. En ég lærði einnig margt hjá Þóru og þá ekki síst að meta mann- kosti hennar og ég minnist þess trúnaðartrausts, sem hún sýndi mér ungri stúlku eitt sinn í við- kvæmu vandamáli hennar og þá fann ég og skildi hve mikið göf- uglyndi hún átti innst í hjarta sínu og að það gat líka náð út fyrir hennar nánustu. Annað sinn minnist ég þess á Patreksfirði, er hún tók tvo litla drengi inn á heimili sitt, þar sem átta börn voru fyrir, en móðir drengjanna var þá að ala þriðja soninn og var alein í gömlu húsi þar sem ekkert var til. en maðurinn úti á sjó. Þá sagði frú Þóra: ,Á*ig langar svo til að taka yngri dreng inn alveg til mín, en ég veit ekki hvort það er rétt af mér“. En drengirnir voru samt lengi hjá henni og hún gaf þeim mat og fatnað og hhiði að þessu ör- snauða heimili. Og hún vildi oft gera meira en hún megnaði. Þóra Björnsscm var alltaf bjart sýn og glaðlyrvd, hún hafði gam an af aS ferðast, vera samvistum með öðru fólki og sérstakt yndi af að fara í berjamó og vera úti í náttúrunni. Og það þýddi engum að keppa við hana í berja týnslu, svo fljót var hún og kapp söm eftir að hún var komin á efri ár að undrun sætti. Mann sinn missti þóra 4. júnl 1953, eftir mikla vanheilsu. þau höfðu þá árið áður haldið gull- brúðkaup sitt. Eftir lát hans var hún oftast til skiptis hjá dætrum sínum, en þær voru fimm og eru allar á lífi Lengst var hún sið- ustu árin hjá önnu, bókaverði I Hafnarfirði unz heilsa hennar var svo þrotin að hún varð að fara á sjúkrahúsið Sólvang í Hafnar- firði og þar lézt hún 26. janúar s.l. Tveimur klukkustundum áð ur höfðu tvær dætur hennar kvatt hana hressa og glaða, en svo voru þær kallaðar aftur og voru hjá henni unz yfir laúk. Hér hefur mikiihæí kona og frábœr móðir og eiginkona kvatt lífið eftir langa og athafnasama ævi og eins og hún sjálf sagði, verið hamingjusöm og sátt við lífið, sem gaf henni bæði gleði og sorg, en meira af gleði. Ég kveð hana með þakklæti fyrir birtuna sem geislaði af henni og óska henni góðra saa funda i nýjum heimi. Sigríður Einars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.