Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1967. Sögulegt sumarfrí eftir Stephen Ransome um 'hópnnTn, fanrst m°r — a*$ sjálfum mér ef til vill undan- teknum. Ég hlýt að hafa ha®að mér pin kennilega — það sá ég nú. Ég stalst til bess að gá að blóðblett- um. starði á fólk, hvarf svo, án sýni'sgs tilefnis, lét mér svo skjóta upp aftur — án þess nokk urn tíma að láta þess getið, að ég hefði bara skroppið upp ti. að fullvissa mig um, að allt væri i lagi með Kerry. Það er vist óhætt að líta á mig sem grun- samlegan aðila, eða að minnsta kosti verkefni fyrir sálfræðing. Arásarmaður Kerry er víst al- veg jafn dularfullur nú og hann var þegar hann slæmdi vopni sínu að henni í myrkrinu. Ef hann er ekki utanaðkomandi, og eí ég 'hef nokkurn tíma séð hann »g talað við hann meðan á sam- kvæminu stóð, þá er ég einskis vísari um, hver hann er. Já, svona eru nú hæfileikarn- ir hjá rejrfarahöfundi. Þetta hefur verið erfiður dag- ur. Eitt glas til og svo í bælið. 3. kafli. Undir dögun, kl. 4.20 f.h. Ég get ekki sofið. Mig grunar, að Kerry vi*ti eitt- hvað meira en hún vill segja mér. Einnig efast ég um, að ég hafi heyrt raunverulegu ástæð- una til þess að hún fór allt í einu að koma heim. Vitanlega þarf hún að fá sér svolítið frí„ en ....... í þrjú ár er þetta ekki nema 1 annað sinn, sem Kerry hefur komið heim. Síðast átti hún er- indi, sem sé í brúðkaupið þeirra Glendu og Brads. Þá var nú stemningin öðru- vfsi hérna. Þetta var verulega ánægjulegt samkvæmi — þar sem ekkert varð til þess að spilla gleðinni. Ég minnist þess, hvern ig Brad ljómaði og Glenda lék við hvern sinn fingur, og allir vissu, að þau mundu verða ham- ingjusöm saman til efsta dags. En eitthvað er þegar orðið breytt — eittíhvað hefur farið úr lagi. Ekki milli þeirra hjónarna — þau eru enn jafnskotin h vort í öðru. Nei, það er eittihvað utan aðkomandi, eitthvað, sem hefur ruðzt inn, og á einhvgrn hátt hefur það leitt af sér þessa íll- yrmislegu árás, sem Kerry varð fyrir í kvöld. Mér er nú orðið ljóst, að hvað, sem þetta kann að vera, þá var það byrjað áður en við Kerry komum á staðinn. Það voru þarna ýmsir fyrirboðar, sem rétt er að geta um hér. Það var nú til dæmis ókunni maðurinn með páfagaukinn í Lindar- kránni, sem .... Nei, við skulum fara enn lengra aftur í tímann og byrja í gærmorgun í Waslhington. en þar má segja, að við höfum hafið ferð okkar inn í þetta dular- fulla .... Við vildum komast sæmilega snemma af stað, svo að ég kom heim til Kerry klukkan átta. Ég hef alltaf ánægju af að koma til Kerry, hvar og hvenær sem er. Ég sækist eftir Kercy Race. Þetta ef orðið að vana njá mér — skemmtilegum vana, þó að hann höggvi skarð í vinnu- tímann minn. Rétt eins og g< tt konjak, hefur hún lit, ljóma, örvandi áhrif — og njóti ég hennar í óhófi, fæ ég timbur- menn. Ég er hófsemdarmaður. en Kerry er nokkuð fyrir smá- Rafmótorar Laugavegi 15. RIÐSTRAUMSMÓTORAR — fyrirliggjandi — 22« Volt JAFNSTRAUMS- MÓTORAR 110 V. og 220 Volt Sjó og land-mótorar THRIGE tryggir gæðin. Ve.ílunin sími 1-33-33 Skrifstofan sími 1-16-20. ófhóf. Hún vinnur alltof mikið og gerir sér ofmiklar áhyggjur af velferð þjóðarinnar. Hún reyk.V ofmikið, drekkur ofmikið kaffi og stundum ofmikið viskí. Hún er ofmikið á ferðinni og vakir ofmikið fram eftir. Líklega hefur hún ekki sofið nema eins og fjóra tíma í nótt »em leið. Þegar ég kom, var hún að taka til morg unverð hana tveimur. En núna, í byrjun fyrsta al- mennilega frísins í þrjú ár, virt- ist hún eittihvað spænntari ;n venjulega. Kæti hennar og til- hlökkun að hitta Glendu og Brad, virtist eitthvað uppgerðar leg. Hún 'hefur sjálfsagt haft áhyggjur af því að verða burt frá vinnu sinni svona lengi, fannst mér — heilan mánuð. Hún er með allan hugann við þetta déskotans verk sitt, sem gengur fyrir öllu, svo að mér datt þarna ekki í hug, að hún gæti verið með áhyggjur út af neinu öðru — einhverju, sem lægi hérnamegin við þessa feið okkar. En einmitt þarna — það sé ég núna — var fyrsta hættumerkið — Kerry sjálf! Undir eins og við hötfðum skellf í okkur seinni kaffrbollan- um, dröslaði ég töskunum henn- ar niður í bílinn og við lögðum atf stað. 4 Þebta var yndislegur haust- morgun og litirnir eins og þeir sjást í litikvikmyndum. Það var otfurlítill kuldi í loftinu, en sólin var heit. Kerry taiaði og sagði mér síðustu pólitísku kjaftasög- urnar, bæði erlendar og innlend- ar — var óþarflega óðamála og hló óeðlilega mikið. Þetta eru bara taugarnar, hugsaði ég þá. En eftir á að hyggja nú, held ég beinlínis, að hún hafi verið hrædd. En við hvað? Það nefndi hún ekki á nafn. Við ókum áfram og ég sagði: — Ég hef nú fyrr komið með þessa spurningu, kannskí fjöru- tíu eða fimmtíu sínnum, en mig vantar ennþá svarið við henni: Til hvers ertu að þessu? — Hversvegna ég sé að gera mig vitlausa á þrældómi? Áttu við það? Það er bara af því að ég kann vel við starfið mitt, það er nú öll ástæðan. Auðvitað hafði ég heyrt þetta svar áður, í ýmiskonar mynd, en það var ekkert svar við spurningunni. — Ég fæ ekki séð, að það geti verið neitt eftirsóknarvert, Kerry. Fyrst og fremst er verka- skiptingin ósanngjörn. Þú hsfur bókstaflega alla fyrirhöfnina meðan þessi ábyrgðarlausi yfir- maður þinn keppist við að drekka sig í hel. Hann tekur allt þakklætið fyrir þetta ágæta verk, sem þú vinnur fyrir hann, ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN 1600 „Fastback' KOMID SKOÐIÐ og KYNNIST þessum glœsilega bíl Verð kr. 211.700 mm og þú ert ekiki nefnd á nafn. .Kerry er aðstoðarmaður Colin Quirke, slúðurdálkahötfundar, sem skrifar sex greinar á viku kallaðar „Quirke segir“, og þær koma í einum hundrað blöðum um öll ríkin. Og hún slítur sér út fyrir þessa fyllibybtu. Hún er búin að því oflengi og gegn of- litlu gjaldi, að snapa upp fréttir, bjarga honum frá heimskulegum mistökum og reyna að halda hon um upp úr skítnum. Hún stjórn- ar starfsliðinu hans, svarar í símann fyrir hann á öllum tím- um sólarhringsins. Ef mikið ligg ur við leitar hún að honum í drykkjukránum, þrælar í hann morgunmat, kreistir út úr hon- um grein dagsins eða skrifar hana sjálf, þegar hann er óvinnu fær. Hann er sextugur og á ekki til þakklátsemi og gerir sér ekki ljóst, að það er Kerry, sem heldur honum uppi. — Það er ekki nema satt, Steve, að lesendurnir heyra mig aldrei nefnda á nafn, en fólkið, sem þarna vinnur, veit ósköp vel, hver það er, sem heldur dálkun- um gangandi. — Já, og hversvegna hann fer síbatnandi. Nýlega dró hann að sér sérstaka atihygli vegna þess, hve slynglega Kerry afgreiddi viðkvæmt mál í sambandi við glæparannsóknarnefnd öldunga- deildarinnar. Án hennar hefði Quirke eyðilagt málið um leið og hann eyðilagði sjálfan sig. Þegar Kerry byrjaði að vinna fyrir hann, fann hún, að hann var alltaf að baktala snuðrarana sína, en án þeirra getur blaða- maður í Washington ekki lifað. Hún bjargaði þeim fyrir hann, og margur fréttasnuðrarinn hef- ur haldið áfram þarna, eingöngu vegna þess að Kerry var þeim 1 ’-klát fyrir hjálpina og kunni svo vel að meta hana. Og svo, auk alls annars, er hún lang- samlega fallegasti pólitíski frétta ritarinn í allri borginni. Einhver áhugaminni stúlka hefði nú trénazt upp á þessu fyrir löngu. Og Kerry viður- kennir líka, að hún njóti 'þess ekki beinlínis, en samt héldur hún áfram við það, af einhverj- um ástæðum, sem mér eru enn ókunnar, en er að reyna að upp- götva. — Það næsta, sem ég hef kom- izt því að skilja þig, var þegar ég komst að þeirri niðurstöðu, að þú værir nýtízkuleg og valda- sjúk kventegund. Og hvers vegna reynirðu ekki að koma þér upp fjölskyldu til að vera móðir fyr- ir heldur en að reyna að vera eiríhrver veraldarmamma? — Ég er nú stundum að hugsa um þetta sjálf, svaraði hún og brosti vingjarnlega, — og það getur meira að segja að því kom ið. Samt er það nú svo, að væri ég karlmaður, vildi ég ekki vera giftur mér. Það mundi gera mig vitlausan. Síðan þagði hún í nokkrar min útur, en svo var eins og hún stirðnaði upp aftur og yrði tauga óstyrk. Við stönzuðum við Lindar- krána í Crossgate og fengum okkur kvöldverð. Við vorum seint á ferðinni, því að það hafði verið eittihvert ólag á kveikjunni í bílnum og það hafði tafið okk- ur. Kerry hringdi úr kránni og frétti hjá Katy, að hanaatið væri þegar hafið i hlöðunni, og að henni — Katy — hefði verið skip að í rúmið með „gigtina" sína, og með meðaumbunarorðum frá „elsku frú Race“. í fcránni vorum við boðin hjartanlega velkomin af George, gestgjafanum, og svo sex eða átta bæjarbúum. Undir öllum þessum vingjarnlegu orðum, fann ég, að óróinn hjá Kerry fór vaxandi. Hún flýtti sér með rifja steikina, afþakkaði ábæti og kaffi og þaut út, áður en frammi stöðustúlkan fékk svigrúm til að gefa mér til baka. Þegar ég kom atftur að bílnum, var þar engin Kerry. En nokkr- um sekúndum seinna kom hún hlaupandi út úr bakdyrunum á kránni. Hún gaf mér ekki aðra skýringu, en eitthvert. óljóst bros. sem ekkert varð af ráðið. Þegar við nú lögðum upp á síðasta áfangann, heim til Racehjónanna sat Kerry lágt í sætinu og hjúfraði sig upp að síðunni á mér. Það kemur sjald- an fyrir að Kerry sýnist ósjálf- bjarga, en þarna gat ég merkt feginleik konunr.ar yfir því að hafa karlmann sér við hlið. Ég sagði: — Ef það er ekki of nærgöngult að spyrja: Hver fjandinn sjálfur gengur að þér? — Heyrðu, Steve. Tókstu eftir manninum við skekniborðið .... þessum með litla fuglinn? Jú, ég hafði tekið eftir mann- inum með litla fuglinn. Þetta var kranklegur náungi, einmana á svipinn, aðkomumaður. Hann var með hnarreistan, grænan páfagauk í búri, sem stóð á borð inu við hliðina á honum, meðan hann var að ljúka úr glasinu sínu, og naut sýnilega alls ekki drykkjarins. Ég hafði aldrei áð- ur séð mann á ferð úti með fugl með sér, en nánar atihugað sá ég. að fugl gæti nú verið viðkunnan legri félagi en hundur. Páfagauk ar tala að minnsta kosti eða gefa frá sér einhver bops, sem líkj- ast tali. Það er skárra en ekki að hafa einn slíkan til að tala við, býst ég við. Auk þess er mér ekki kunnugt um nein lög eða reglugerðir, sem banna fugl um aðganga að opinberum stöð- um, og að minnsta kosti fara þeir ekki í hundaáflog. — Hann sat þarna bara þegar við komum inn, og saup á glas- inu sinu í rólegheitum og hlust- aði á þvaðrið í fuglinum, sagði Kerry, — allt þangað til hann heyrði George kalla mig ungfrú Race, þá flýtti hann sér að byrgja búrið, til að þagga niður í fuglinum, og fór að hlusta á okkur í staðinn. — Því ekki það Samtalið okk ar var ekki það lítið uppbyggi- legt. — Mér er alvara, Steve, ég fékk hroll af því, hvernig þessi maður hlustaði á hvert orð, sem við sögðum, og hélt áfram að hortfa á mig í speglinum . — Það er nú ekki tiltökumál þó hann hafi hoitft á þig ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.