Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 19«T.
27
Gylfi Sigurlinnason, Sigriður Gestsdóttir og Þórir Björnsson á nýju söluskrifstofunni.
Loftleiðir opna nýja afgreiðslu
KLCKKAN níu árdegis í dag
opna Loftleiðir nýja farmiðaaf-
greiðslu að Vesturgötu 2. Þar
var áður tii húsa verzlunin Raf-
orka, en Loftleiðir keyptu húsið
og lóðina í desember siðastliðn-
nm. Byrjað var á breytingum 7.
januar, og eins og annað sem á
Loftleiðavegum er hafa þær
gengið fljótt og vel.
Að Vesturgötu tvö er nú kom-
inn nýtízkulegur afgreiðslusal-
ur sem teiknaður var af ólafi
Júlíussy ni. Yfirumsjón með fram
kvæmdum hafði Þorvaldur Da-
víðsson. Húsgögn eru fengin frá
Helga Einarssyni, teppi hjá Vef-
aranum og um gluggaútstilling-
ar sá Ásgerður Höskuldsdóttir.
, í þessu rúmlega áttatíu fermetra
húsnæði vinna þrír af starfs-
mönnum Loftleiða, Gyifi Sigur-
| linnason, Sigríður Gestsdóttir, og
Þórir Björnsson. Loftleiðir eiga
húsið og lóðina sem fyrí segir
og hyggja ekki á meiri fram-
kvæmdir þar í bráð. Samkvæmt
skipulagi skad þarna risa stór-
hýsi, og munu Loftleiðir eflaust
geta nýtt eitt slíkt fyrir starf-
semi sina einhverntíma í fram
tiðinni.
—Iðnaðarmannafél.
Framhald af bls. 28
Ingólfur Finnbogason, formað-
ur Iðnaðarmannafélagsins af-
henti Geir Hallgrímssyni keðjuna
og gat þess um leið, að hún eigi
að tákna þá tign og þá virðingu,
sem embættinu fylgir. Síðan lét
hann keðjuna um hls Geir Hall-
grímssyni, sem þakkaði fyrir
hönd borgarstjóraembættisins.
Geir Hallgrimsson þakkaði
þann heiður og hlýthug, sem Iðn-
aðarmannafélagið sýndi embætt-
inu með þessari gjöf, og lét þes
einnig getið, að sama dag hefði
verið komið upp í húsakynnum
borgarráðs brjóstmynd af Jóni
Þorlákssyni fyrrum borgarstjóra
og forvígismanns iðnaðarmanna
um eitt skeið.
Brjóstmyndin er eftir Ríkarð
Jónsson myndhöggvara og stend-
ur í sömu salarkynnum og brjóst-
myndir af borgarstjórunum Páli
Einarssyni, sem fyrstur gegndi
því embætti og Knud Zimsen.
Lét Geir þess getið, að sér væri
það sérstök ánægja til tilkynna
þetta nú á affnæli Iðnaðarmanna
félagsins því að Jón Þorláksson
hafi verið forustumaður beggja
aðila.
— Útgerðarfélag
Framhald af bls. 28
mjög erfitt að fá aðstöðu til að
kynnast rekstri slíkra skipa, þar
sem þau útgerðarfélög sem reka
þau, hafa öðlazt reynslu, sem er
oft dýrkeypt og kostnaðarsöm.
Vilja aðstöðu til 6 mánaða.
Hugmynd útgeiðarfélagsins er
sú, að láta þessa tvo togara sína
hefja veiðar í Norður-Atlants-
hafi snemma í aprílmánuði n.k.
og þeir óska eftir að fá þessa að-
stöðu hér í 6 mánuði, þ.e. til
september, og þá er ætlunin að
flytja skipin aftur til veiða yið
Suður- og Vestur-Afríku.
Rætt við ráðherra.
Fulltrúi frá Atlantic Fisheries
var hér í þessari viku og ræddi
þá málið við sjávarútvegsmála-
ráðherra og lagði fram erindi
félags síns.
Þar sem hráefnisskortur fs-
lenzkra hraðfrystihúsa er mjög
tilfinnanlegur viriðst mér ástæða
til að heimila að fiskur sé keypt-
ur af erlendum skipum, sé þess
kostur á verði, sem framleiðslan
getur borið. Auk þess er þýðing-
armikið, að íslendingar fái að
kynnast vinnu um borð í skut-
togara, tæknilegum útbúnaði og
rekstursafkomu.
Vistir keyptar hérlendis.
Þá má benda á, að verði úr
þessu murr útgerðarfélagið kaupa
hér á landi margs konar nauð-
synjar til skipa og áhafna, m.a.
myndi það væntanleg kaupa hér
verulegt magn af pappakössum
fyrir fiskinn".
Stokowski í
Budapest
Budapest, 3. febr. AP.
BANDARÍSKI hljómsveitarstjór
inn, Leopold Stokowski, sem
fæddur er í Póllandi var ákaft
hylltur í Budapest í gærkveldi,
þar sem hann stjórnaði hljóm-
sveit sem gestur í fyrsta sinn
frá lokum heimsstyrjaldarinnar
síðari. Stokowski mun dveljast
í tvær vikur í Ungverjalandi,
en stjórnar aðeins þessum einu
hljómleikum. Hann er áttræður
að aldri.
DAS-happ-
drættisvinniiigar
í GÆR var dregið í 10. fl. Happ-
drættis D.A.S. um 250 vinninga
og_ féllu vinningar þannig:
íbúð eftir eigin vali fyrir kr.
500.000.00 kom á nr. 4021, á Eski-
firði.
Bifreið eftir eigin vali fyrir kr.
200.000.00 kom á nr. 27412, í aðal-
umboði.
Bifreiðir eftir eigin vali fyrir
kr. 150.000.00 komu á nr. 4763,
30686, 52308 og 55922.
Húsbúnaður eftir eigin vali
fyrir kr. 35 þús. 44248.
Húsbúnaður eftir eigin vali
fyrir kr. 25 þús 9973.
Húsbúnaður eftir eigin vali
kr. 20 þús 40144 og 4Ö276.
Húnbúnaður eftir eigín vali
fyrir kr. 15 þús. 46692, 53540 og
55697.
(Birt án ábyrgðar).
— Vöxtur innlána
Framhald af bls. 23.
ar í Reykjavík 45.9 milljarðar
króna eða 30% meiri en árið
áður, en þá jókst heildarveltan
um 23%.
Vöxtur sparisjóðdeildar með úti-
búum;
Heildaraukning innlána í
bankanum með útibúum varð
samtals 227.4 milljónir króna eða
um 19% hækkun. Heildaraukn-
ing sparifjár varð 191.3 milljó-
ir eða 18.4%' hækkun, en velti-
innlána 36.1 milljón eða 22.9%
hækkun.
Heildarinnstæður í Búnaðar-
bankanum með útibúum námu
í árslok 1425.2 milljónum króna
en 1197-8 milljónum króna í árs
íok 1965 og 912 milljónum í árs
lok 1964.
Ný útibú:
Búnaðarbankinn setti á stofn
eitt útibú á árinu að Armúla 3
í Reykjavík. Á árinu fékk bank-
inn auk þes leyfi til að starf-
rækja útibú í Arnessýslu og
verður það staðsett í Hveragerði,
og tekur væntanlega til starfa
á næstunni. Bankinn starfrækir
nú fimm útibú í Reykjavík og
sjö úti á landi. Vöxtur útibúanna
hefur verið mikill og ör og
rekstrarafkoma góð.
Sameining tveggja sparisjóða
við útibú bankans:
í desembermánuði sl. var
gengið frá samningum við Spari
sjóð Fljótdalshérað um samein-
ingu við útibú Búnaðarbankans
á Egilsstöðum, og tók sá samn-
ingur gildi 1. janúar 1967.Þá
var Sparisjóður Flateyjar sam-
eínaður útibú bankans í Stykk-
ishólmi.
Halldór Ásgrímsson útibús-
stjóri á Egilsstöðum lét af störf-
um fyrir aldurs sakir um síðustu
áramót, en við tók Þórður Bene
diktsson, skólastjóri og spari-
sjóðsstjóri þar.
Veðdeild Búnaðarbankans.
Veðdeild Búnaðarbankans
veitti 40 lán á árinu að fjár-
hæð 3.1 milljón krónur á móti
6.5 milljónum króna og 83 lán-
um 1965. Rekstrarhalli Veðdeild
ar var 1.4 milljón krónur.
Stofnlánadeild landbúnaðarins:
Stofnlánadeild landbúnaðarins
afgreiddi á árinu samtals 1530
lán að fjárhæð kr. 146.7 millj-
ónir eða 18.9 milljónum meira
en nokkurt annað ár.
Samþykkt en óafgreidd lán
um áramót námu samtals að
fjárhæð kr. 7.4 milljónum.
Hrein eign Stofnlánadeildar
um áramót var 122.1 millj. króna
Eignaaukning Stofnlánadeildar
á árinu var 29.7 millj. kr.
Staðan gagnvart Seðlabankan-
um:
Staðan gagnvart Seðlabank-
anum var góð á árinu. Innstæða
á bundnum reikningi var í árs-
lok 267.3 milljónir króna og
hafði hækkað um 63 milljónir
króna á árinu. Innstæða á við-
skiptareikningi var í árslok 39.5
milljónir króna.
Heildarinnstæða Búnaðar-
bankans í Seðlabankanum var
því í árslok 306,8 milljónir króna
Af urðalánaví xlar:
Endurseldir afurðalánavíxlar
bankans með útibúum námu í
árslok 205.2 milljónum króna og
hækkuðu á árinu um 105.6 millj.
eða 106%, en árið áður höfðu
afurðalánin hækkað um 33.1
millj. eða 49.8%.
Hlutur Búnaðarbankans með
útibúum í heildarfjárhæð end-
urkeyptra víxla Seðlabankans út
á birgðir landbúnaðarafurða
nam í árslok 35.02% af heildar-
Iðnaðarmeim hjá borgarstjóra.
Seoul, 3. febrúar — NTB —
Varðmenn frá Norður Kór-
eu réðust í nótt á S-kóre-
anska hermenn með þeim af-
leiðingum, að einn hermað-
ur þeirra sjálfra beið bana
og þeir urðu að skilja eftir
sig vopn sín, sovézk-smíðað
vélbyssu og tvær hand-
sprengjur.
fjárhæð afurðalán* Seðlabank-
ana til landbúnaSarins.
Nýr afgreiðslusalur i aðalbank-
anum:
Á árinu 1966 var unnið að
gagngerðum breytingum á húsi
aðalbankans í Reykjavík með
það fyrir augum að bæta af-
greiðsluskilyrði bankans gagn-
vart viðskiptamönnur.i sínum,
og var opnaðuí nýr afgreiðslu-
salur á annarri hæð bankahúss-
ins í Austurstræti 5 og Hafnar-
stræti 6 hinn 3. desember sl. í
nýja afgreiðslusalnum eru þrjár
deildir bankans: Veðdeild Bún-
aðarbankans, Stofnlánadeild
landbúnaðarins og víxladeild.
Skrifstofur bankastjórnar og
bankaráðs hafa verið fluttar á
4. hæð til þes að rýma fyrir
hinum nýja afgreiðslusal.
Vélbókhald með IBM skýrslu-
vélum:
Á árinu var tekið upp vél-
bókhald með IBM skýrsluvélum
fyrir víxladeild, veðdeild Bún-
aðarbankans og Stofnlánadeild
landbúnaðarins.
Af þessu tilefni hefur verið
seti á stofn ný deild innan bank
ans, skýrsluvéladeild, sem ann-
ast gagnúrvinnslu fyrir áður-
nefndar deildir eftir gatspjöld-
um, og hófst undirbúningsvmna
við breytinguna sl. vor og lauk
fyrir gjalddaga lánanna um
haustið.
í Víxladeild var byrjað að
vinna með vélbókhaldi og IBM
skýrsluvélum í byrjun janúar-
mánaðar 1967.
Nafnnúmer Þjóðskrár — Nafn-
skírteinl:
Hinn 9. apríl 1965 samþykkti
Alþingi lög um útgáfu og notk-
un nafnskírteina. Hagstofa ís-
land fyrir hönd Þjóðskrárinnar
gefur út nafnskírteini til allra
einstaklinga 12 ára og eldri, sem
skráðir eru hér á landi.
í 2. gr. laganna 2. og 3. máls-
gr. segir: „Heimilt er að ákveða
með reglugerð, að menn skuli
sýna nafnskirteini í skiptum sín
um við opinberan aðila, sem not
ar nafnnúmer þjóðskrár í um-
sýslu sinni
Nafnskírteini skal að öðru
leyti notað sem sönnunargagn
1 um, hverjir menn séu, og um
aldur, eftir því sem henta þyk-
ir, og í skiptum manna á milii
og á opinberum vettvangi."
Búnaðarbankinn hefur nú tek
ið upp það nýmæli að nota
nafnnúmer þjóðskrár við af-
greiðslu lána í Veðdeild. Stofn-
lánadeild og víxladeild. Sérhver
lántakandi og víxilaðili: sam-
þykkjandi, útgeíandi, framselj-
andi (ábekingur) og seljandi víx
ils verður að tilgreina nafnnúm-
er sitt.
Þjóðskrárnúmerin eru tekin
upp til þess, að auðveldara sé
að gera fullkomna spjaldskrá og
skapa meira öryggi fyrir bank-
ann.
Framleiðnisjóður landbúnaðar-
ins;
Alþingi samþykkti 16. desem-
ber 1966 lög um Framleiðnisjóð
landbúnaðarins. Hlutverk sjóðs-
ins skal vera það að veita styrki
og lán til framleiðniaukningar
og hagræðingar í landbúnaði og
atvinnurekstrar á bújörðum. Má
með jöfnum höndum styrkja
rannsóknir og framkvæmdir, er
miða að lækkun framleiðslu- og
dreifingarkostnaðar, svo og fram
kvæmdir, er stefna að því að
samræma landbúnaðarframleiðsl
una þörfum þjóðfélagsins miðað
við markaðsaðstæður innan-
lands og utan á hverjum tíma.
Lán og styrk úr sjóðnum má
meðal annars veita til einstakra
bænda, vinnslustöðva, ræktun-
arsambanda og vísindastofnana.
Við styrkvéitingar til einstakra
bænda skal að öðru jöfnu taka
tillit til efnaþags þeirra.
Stjórn Framleiðnisjóðs skal
skipuð fimm mönnum, er land-
búnaðarráðherra skipar til fjög
urra ára í senn.
Stjórn framleiðnisjóðs úthlut-
ar lánum og styrkjum úr sjóðn-
mn.
Búnaðarbanki íslands hefur
umsjón með Framleiðnisjóði, sér
um bókhald hans og rekstur,
eftir nánari samkomulagi við
sjoðsstjórnina.