Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 3
3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1967.
Góðkynjuð innrás í Reykjavík
MA sýnir „Biedermann og brennuvargana
á Akranesi um helgina
64
í Reykjavík og
INNRÁSIR eru misjafnlega
skemmtiiegar, en um þessa
helgi eiga Reykvíkingar von
á mjög skemmtilegri innrás
og góðkynjaðri að þessu sinni
frá' höfuðstað Norðurlands,
Akureyri.
Hingað eru komnir í leik-
I ferð 33 nemendur Menntaskól
I ans á Akureyri til að sýna
hér og á Akranesi leikrit
1 sitt: „Biedermann og brennu-
I vargarnir", og mun vissara að
j hafa allt slökkvilið borgarinn
ar til taks, ef brennuvargarn-
ir skyldu taka upp á því að
1 leika listir sínar utan sviðs.
Segjast þeir þó hafa slegið
varnagla við öllum slysum af
þeirra hálfu, með því að hafa
með sér slökvilið, og er slík
fyrirhyggja mjög til fyrir-
myndar, og þegar þar ofan á
bætist, að þessir slökkviliðs-
menn syngja kórsöng, ættu
þeir að vera aufúsugestir
borgarbúa um þessa helgi.
Þrír höfuðpaurarnir komu
rétt sem snöggvast niður á
blað í gær, rétt til að láta
vita af sér og kynna sig.
„Við erum eins og forystu-
kríurnar, sem korna í Tjarn-
arlandið, reka burtu ólukku-
fugla, annast ýmsan undir-
búning og reka alls konar er-
indi“, sagði Einar Karl Har-
aldsson, formaður Leikfélags
Menntaskólans á Akureyri
við blaðamenn Morgunblaðs-
ins, þegar hann hitti þá að
móli í gær.
„Við komum hingað sam-
tals 33 nemendur, en hinir
30 eru einhvers staðar á leið-
inni að velkjast í rútubíl,
lögðu af stað kl. 9 í morgun
frá Akureyri, og maður von-
ar hið bezta. Við erum með
talstöð í okkar bíl, og ætlum
að reyna að hafa samband
við þá seinnipartinn."
„Og hvað á svo að bjóða
höfuðstaðarbúum upp á um
helgina?" spyrjum við.
„Biedermann og brennu-
vargana."
„'Höfum við ekki séð þá áð-
ur?“
„Eitthvað af þeim, en ekki
þann þáttinn, sem höfundur-
inn May Frisch kallar Eftir-
leik. Hann hefur aldrei ver-
ið sýndur hérlendis áður.
Sumir segja raunar, að ekki
eigi að sýna hann með, en
raunar finnst öðrum hann
reka rembihnútinn á leikrit-
ið. Leikrit þetta er mjög ný-
tízkulegt, heimsdeila í nýjum
stíl, deilir á andvaraleysið hjá
almenningi, nokkuð grátt
gaman, en mjög forvitnilegt.
Meginlærdómurinn, sem af
því má draga er sá, að það sé
of seint að koma í veg fyrir
eldsvoðann, illvirkið, þegar
sírenurnar eru farnar að
gjalla.
í Eftirleiknum er mestu ó-
leiksmönnum veraldarsögunn
ar, svo sem Hitler og Stal-
in, skipað til Himnaríkis, en
smáþjófum ýmiss konar og ó-
knyttisstrákum til Vítis, og
á það að leggja áherzlu á þá
skoðun höfundar, að siðferð-
isvitund almenning sé í meira
lagi brengluð."
Allir voru þeir félagar sam
mála um ágæta leikstjórn Erl
ings Halldórssonar, sem hefði
byrjað með því að hafa með
þeim námsskeið í framsagn-
arlist, og frá námsskeiði hefðu
raunar flestir leikendurnir
komið.
Þeir töldu alla leikendur
hafa lært mikið af samskipt-
um við Erling, og voru þeir
honum afar þakklátir.
Al meðfæddri forvitni
spurðum við þessa þrjá,
hvern um sig, um uppruna
þeirra. ,
Einar Karl Haraldsson er
innfæddur Akureyringur,
nánar tiltekið frá Syðri-
Brekkunni, ofarlega, en ljósa
meistarinn, Guðmundur Þórð
arson, er Reykvíkingur, sem
lauk landsprófi í Hlíðardals-
skóla Þetta er allt svo lítið
flóknara með Magna Jónsson,
sem er Reykvíkingur, búinn
til á Akureyri, fæddur á Norð
firði, og alinn upp mestan
part í sveit á Meirakkasléttu,
og unnið á Raufarhöfn, en
ber þó engin merki Þingey-
inga.
Einar Karl er sviðsvanur,
hefur leikið í 3 leikritum áð-
ur, en segist þó alltaf finna
til kvíða fyrst áður en hann
á að koma inn á sviðið, en
sá kvíði hverfi alveg, þegar
fram í sviðsljósið kemur.
Verstu augnablikin eru, þeg-
ar mann rekur í vörðurnar,
en þá er venjulega hvíslari,
sem góðfúslega hjálpar upp
á sakirnar. „Og svo höfum
við aðstoðarleikstjóra sem við
nefnum Lollu. Hún heitir
raunar í þetta sinn Þórgunn-
ur Jónsdóttir, en þetta Lollu
nafn er þannig tilkomið, að
eitt sinn, þegar Jónas Jóns-
son setti leikrit á svið hjá
okkur, hafði hann aðstoðar-
leikstjóra, sem hét raunveru
lega Lolla, og nafnið festist
við starfið.“
„En þú, Magni, hefur
aldrei á svið komið fyrr.
Hvernig er að koma í fyrsta
skipti inn á leiksvið?**
„Ég var auðvitað allur í
rusli, og það var orð að sönnu
því að mín fyrsta innkoma
er á þann veg, að ég skreið
upp úr ruslabing á efri hæð-
inni sem Doktor Phil, og ekki
er ég fyrr kominn úr rusl-
inu, en Einar Karl byrjar að
skamma mig þ.e.a.s. á leik-
sviðinu. Þá fæ ég samvizku-
bít, því að Doktor Phil hefur
sumsé samvizku.
Annars fannst mér ég vera
ósköp rólegur, þar til inn var
komið, en úr því átti ég einsk í
is annars úrkostar en að 1
demba mér út í þetta með
krafti."
„Er ekki erfitt fyrir ykk-
ur skólanemendur að standa
í þessu leikvesini?"
„Jú, einkanlega fyrir þá í
stærðfræðideildinni, en kenn
ararnir eru ósköp liprir og
hlífa okkur á cillan kant, en
auðvitað verðum við að taka
á undir lokin, og okkur finnst
það borga sig“, var einróma
álit þremenninganna að lok-
um.
Biedermann og brennuvarg
arnir verða sýndir í Tjarnar-
bæ í kvöld, laugardagskvöld
kl. 8 og sunnudag kl. 4, en
á Akranesi á þriðjudag kl.
8.30, en þaðan halda þessir
glöðu nemendur norður aft-
ur, þegar að lokinni sýningu.
Þeir hafa áður sýnt 5 sinn-
um á Akureyri og tvisvar
sinnum á Húsavík. Auðvitað
vonast þeir eftir aðsókn Reyk
víkinga á sýningarnar og
ekki síður Skagamanna þar
uppi á Akranesi. Og við skul-
um að lokum vona, að Reyk-
vikingar taki vel þessari „góð
kynjuðu" innrás Akureyr-
inga og láti þá ekki ganga
bónleiða til búða. Fr. S.
STAKSTEIIVAR
Kjánaleg tillaga
Framsóknarmenn fluttu SVO
kjánalega tillögu um togaramál-
in á borgarstjórnarfundi sL
fimn.tudag, að borgarfulltrúar
hinna flokkanna sáu ekki ástæðu
til þess að gera hana að um-
talsefni. Tillaga Framsóknar-
manna var efnislega á þá leið, >
að borgarstjórnin fagnaði því, -
að horfið hefði verið frá fyrir-
ætlunum um að hleypa togur-
unum til veiða innan núverandi
landhelgi og vænti þess jafn-
framt, að ríkisvaldið dragi ekki
lengur að veita togaraútgerð-
inni þann stuðning, sem henni
væri nauðsynlegur. Þrír borgar-
fulltrúar, þeir Birgir Isleifur
Gunnarsson, Guðmundur Vigfús
son og Páll -Sigurösson fluttu
þá framvísun við þessa tillögu
Framsóknarmannanna, þar sem
sagt var, að borgarstjórn sæi
ekki ástæðu til gagnstæðrar yf-
irlýsingar við samþykkt sína frá
20. okt. 1966 um aukin veiði-
réttindi togaranna. Hins vegar
teldi borgarstjórn nauðsynlegt
að gerðar yrðu af hálfu ríkis-
valdsins ráðstafanir til að
tryggja togaraútgerð Islendinga
rekstrargrundvöll og skilyrði til
endurnýjunar togaraflotans.
Þegar Framsóknarfulltrúarnir
sáu fram á, að aðrir borgar-
fulltrúar hyggðust ekki ræða til
lögu þeirra, kom á þá mikið fát,
annar þeirra klöngraðist þó í
ræðustól skömmustulegur á
svip, en hafði lítið fram að færa.
Var það almennt mat borgarfuU
trúa að Framsóknarmenn í borg
arstjórn Reykjavíkur hefðu feng
ið verðskuldaða hirtingu fyrir
þennan tiliöguflutning sinn.
Hvað segir Halldóií?
Tíminn fárast yfir því í for-
ustugrein sl. fimmtudag, að
Morgunblaðið hafi sagt, að aug-
Ijóst væri að gerð hraðbrauta
krefðist meira fjármagns en Is-
lendingar gætu af eigin ramm-
leik lagt til vegamála og telur
blaðið þetta furðulegan mál-
flutning. t því sambandi er rétt —
að benda Timanum á að leita
álits Halldórs E. Sigurðssonar,
helzta talsmanns Framsóknar-
flokksins í vegamálum, um þetta
atriði en í útvarpsþætti fyrlr
skömmu lýsti hann þeirri skoð-
un sinni, að útilokað væri að
gera stórt átak á sviði hrað-
brauta án þess að fá til þess
erlent lánsf jármagn. Er vafa-
laust heppilegt fyrir báða aðila,
Tímann og Halldór, að þeir beri
saman bækur sinar um þetta
atriði, áður en Framsóknarmenn
ráðast frekar fram á ritvöllinn
í sambandi við þetta mál.
Aumleg frammistaða
Þjóðviljinn heldur enn áfram
að tala um þær 935 ibúðir, sem
fullgerðar voru í Reykjavik ár- ♦
ið 1957, að þvi er virðist til
mótvægis við þær upplýsingar,
sem Morgunblaðið hefur kom-
ið fram með um hlutfall opin.
berra lána af byggingarkostn-
aði, en það nam 8,7% árið 1957
en 28,4% árið 1964. í þessu sam-
bandi er ástæða til að vekja at-
hygli á, að gagnslitið er að
hvetja húsbyggjendur til mikilla
byggingaframkvæmda með því
að veifa framan í þá loforðum
um hagkvæm lán, sem svo er
ekki hægt að standa við. Það
var auðvitað það, sem gérðist
á tíma vinstri stjórnarinnar.
Vinstri stjórnin, og þá fyrst
og fremst félagsmálaráðherra
hennar, formaður Alþýðubanda- r
lagsins, stóðu sig hins vegar ekki
betur í lánsútvegun til húsnæð-
ismálastjórnar en svo, að láns-
hlutfallið hrapaði niður úr öllu
valdi í 8,7% 1957. Það er því
til lítils fyrir kommúnista að
tala mikið um íbiiðarbyggingar
á árinu 1957, þegar þeir sjálfir
og þeirra eigin ráðherrar stóðu
sig ekki betur en svo, að hús-
byggjendur fengu sáralítið lán
það árið.
IMailillBMfaiiiilijiyu
Þremenningarnir, sem heimsóttu okkur niður á Morgunblað í gær. Guðmundur Þórðarson
Ijósameistari úr 6. bekk B. stærðfræðideildar, Einar Karl Haraldsson úr 6. bekk B, mála
deildar, formaður leikfélagsins og Magnús Jónsson úr 6. bekk A, stærðfræðideildar.
OSlugt tryggingafélag
i hjarta borgarínnar..
ALMENNAR TRYGGINGARS
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SlMI 17700
fij/Œ/inniii
íiinpnl
■■■■■■■■
kbiji n r_
■■■■■■■i
híhH
J
S E E I* !l
R ff! 1 1S li S ?l S I
li
88
u
L
:rr
S ,,
B ?L ■
:u: :ist
»1 «f