Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1««T.
Fréttamyndir úr
ýmsum áttum
Sjúkrabifreiðir RKÍ
fóru 8423 sjúkra-
ferðir á liðnu ári
SJÚKRABIFREIÐIR Reykjavík-
urdeilðar Rauða Kross íslands
óku til jafnaðar 2.58 ferðir á sól-
arhring á s.l. ári. Alls voru
sjúkraferðir 8.243, þar af 5.914
innanborgar, en 212 ferðir utan-
borgar. Ferðir vegna slysa á ár-
inu voru 669 eða að meðaltali
1,83 ferð á sólarhringr. Slysaút-
köll voru 358 árið 1965. Hefur
því orðið töluverð aukning á
ferðum sjúkrabifreiðanna vegna
slysa á árinu sem leið.
Framangreindar upplýsingar
'komu fram á fundi er Ólafur
Stephensen framkvæmdastjóri
Rauða Kross íslands hélt með
fréttamönnum í gær.
Rauði krossinn hefur nú rekið
sjúkrabifreiðir í rúmlega 40 ár
í Reykjavík. Fyrsta sjúkrabif-
reiðin kom til landsins árið
1926, en fyrsti samningur um
sjúkraflutninga við Reykjavíkur
bæ var gerður 1 nóvember
1927. Var þá gjaldið fyrir flutn-
ing sjúklinga 1 króna fyrir
hvern ekinn km. Reykjavíkur-
deild R.K.Í. á nú þrjár sjúkra-
bifreiðir, en væntanlega verður
fjórða bifreiðin tekin í notkun
í marzmánuði.
Sjúkrabifreiðir á vegum Rauða
krossins eru reknar víða um
landið, en R.K.Í. hefur einnig
verið ráðgefandi um kaup og
búnað sjúkrabifreiða, sem rekn-
ar eru á vegum bæjar og sveita-
félaga. Félagið hefur látið smíða
sérstakar sjúkrakörfur til
sjúkraflutninga í bifreiðum með
hliðsjón af fenginni reynslu, og
aðstæðum hérlendis. Hafa körfur
þessar reynzt prýðilega, og eru
þær nú þegar í notkun víða.
Þá hefur Reykjavíkurdeildin
einnig lánað sjúkrarúm og dýn-
ur fyrir sjúklinga í heimahús-
um, og hefur deildin mikinn hug
á að auka þessa starfsemi á næst
unni með útlánum á sjúkraborð-
Framhald á bls. 19.
Frá útför Alphonse Juin marskálks í Fans. bex Hestum er beitt fyrir Ukvagninn, en likfylgd.
in er hér á leið yfir Concorde- torgið
Charles de Gaulle, forseti Frakklands, krýpur í Notre-Dame
við útför Juins marskálks.
Stúdentar í Jakarta halda á samanbögluðum myndum af Suk-
arnó forseta. Myndir af forsetanum hafa víða verið uppi, en
stúdentarnir rifu þær niður.
Amenskur hermaður a Da Nang svæðinu í Vietnam. Hann hefur kastað sér niður vegna skot-
hríðar leyniskytta og horfir um öxl tH þess að aðgæta, hver urðu örlög félaga hans.
Bandaríkjamaðurinn Art Arfon hefur smíðað sér hraðbát knúinn þrýstiloftshreyfli og hyggst setja
heimsm-t í hraða á sjó. Báturinn er búinn til úr gömlum kappakstursbíl og verða framhjólin tvö
kyr Umvi'i.