Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1067. 15 MJÓLKURUMBÚÐIR Rætt við nokkra aðila um málið sinni vöru á markaðinn eins og hver framleiðandi verður að sjálfsögðu ávallt að gera og vitna ég þar til sænskrar greinar um mjólkurumbúðir, sem nýlega er útkomin í Svenska Mairtidn- ingen“. Og Stefán Björnsson heldur áfram: „Við höfum gert okkur far um að fylgjast náið með þessum málum hjá nágrönnum okkar, Norðurlandabúum. Á þessu ári hef ég farið í heimsókn til allra Norðurlandanna í þessu skyni meðal annars. I>að veldur því ekki hvað sizt, að við snúum okk ur til Norðurlandanna, að sér- fræðingar okkar í mjólkur- vinnslu eru menntaðir þar og við höfum því á undanförnum árum leitast við að ganga í takt við þessa nágranna okkar. Nú hafa hins vegar komið hér á markaðinn amerískar umbúð- ir, svonefndar Scbolle-umtoúðÍT UNDANFARIÐ hafa talsverðar umræður . orðið um mjólkurum- búðir fyrir neytendur hér í 'höf- uðborginni svo og fyrir skip og «g aðrar stærri neytendur, sem þurfa að fá mjólkina í stærri umbúðum. I>að skal nefnt, að skip Eim- skipafélagisins t.d. tóku eftir föngum mjólkina norður á Akur- eyri og mjólk hefur verið flutt i brúsum norðan af Húsavík þegar hægt hefði verið að flytja hana þaðan i 10 lítra kössum. Nú er hins vegar svo komið, að skipin geta fengið hér i Reykjavík mjólk í 2S lítra kössum . Fréttamaður blaðsins Ihefur kannað þessi mál nokkuð að und anförnu meðal annars haft sam- band við forstjóra Mjólkursam- sölunanr, Stefán Björnsson, og mjólkurbústjóra úti á landi, fyrst og fremst þá, sem nýlega hafa gerbreytt umbúðakerfi sínu og hlotið af því góða reynislu. >á höfum við snúið okkur til fyrir- tækisins Pappírsvörur h.f., sem hefir umboð fyrir og afgreiðir, í samvinnu við Kassagerð Reykja víkur, þær umbúðir, sem hér á Iandi eru nú vinsælastar en sem höfuðborgarbúar hafa ekki fengið tækifæri til að kynnast nema af afspurn norðan úr landi og með ærinni fyriúhöfn við að flytja mjólk í þessum um'búðum að norðan. Við skulum byrja á því, að fara á fund forstjóra Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík og spyrja hann fregna um málið og ekki hvað sízt um það, hvað því veldur, að Reykvíkingar geta ekki fengið mjólkina í samskon- ar umbúðum og Akureyringar og Húsvíkingar að minnsta kosti jafnhliða þeim umbúðum, sem fyrir eru. Forstjóri Mjólkursamsölunnar, Stefán Björnsson, svo og tveir af stjórnarmönnum fyrirtækisins þeir Sigurgrímur Jónsson í Holti í Flóa stjórnarformaður og Ólaf- ur Bjarnason í Brautarholti á | og verið notaðar allmikið norð gaumgæfilegrar athugunar. f því sambandi er ekki einungis um umbúðirnar að ræða og verð ið á þeim, heldur eru dýrar vél- ar til að áfylla þessar umbúðir og því er ekki hægt að skipta fyrirvaralaust og henda því sem fyrir er“. Stefán skýrir nú frá því, að stóru umbúðirnar eða kassarnir séu fengnir frá fyrirtækinu Pappírsvörur h.f eða dóttur- fyrirtæki Kassagerðarinnar, en við bendum á i leiðinni, að um fleiri aðila i Bandaríkjunum sé að ræða, sem framleiða sams- konar umbúðir svo viðskipti við umboðsmenn Sðholle hér á landi séu ekki nauðsynleg. „Við viljum þrautreyna þetta mál við hið íslenzka um'boðs- fyrirtæki og athuga hvort við fá- um raunhæft verðtilboð á um- búðum og hvort við fáum keypt áfyllingatækin, sem við höfum ekki getað fengið til þessa. >ag- Kjalarnesi sýndu fréttamanni framkvæmdir þær, sem nú er nnnið að 1 Mjóikursamsölunni. Var byrjað á því að fara í sj'álfa mjólkurvinnslustöðina. >ar er nú verið að framkvæma gagn- gerar breytingar, sem meðal annars eru gerðar til þess að hægt sé að setja á markaðinn nýjar mjólkurumbúðir. Verið er að flytja gerilsneyðingartæki af neðri hæð stöðvarinnar upp á hina efri og á efri hæðinni er jafnframt verið að koma fyrir fjórum geymslutönkum, sem taka 25.000 lítra hver. „>essu fylgir talsverð röskun", sagði Stefán Björnsson, „á sama tíma og stöðugt þarf að vinna að mjólkinni og dreiifingu henn- ar í stöðinni. >etta veldur því, að ekki er hægt á sama tíma að auka fjölbreytni umbúðanna". Síðan segir Stefán Björnsson: „Fyrir áratugi eða svo var vandamálið við umbúðir um mjólk sáraiítið, þá var flaskan ríkjandi og leitast var við að hafa hana alls staðar eins og var því hægurinn hjá að nota hana í hvaða mjólkurbúi sem var og neytandinn gat framvísað henni hvar sem var og fengið aðra samskonar áfyllta í staðinn. Nú er hins vegar svo komið, að um- búðamálið eitt er orðið heil vís- indagrein, þar sem forsvarsmenn menn mjólkurstöðVánna verða að kunna skil á að minnsta kosti tuttugu tegundum umbúða og öllum efnum í þær svo og vél- um til framleiðslu þeirra og áfyllingar á þær. Auk þess sem þeir á sama tíma verða að hugsa um fjárhagslegu hlið máls ins og að koma sem mestu af ur á Akureyri. >að sem fyrst og fremst veldur þvi, að við höfum ekki tekið þær fram yfir eða samhliða hyrnunum, sem við höfum fyrir, er að þær eru mun dýrari umbúðir. Efnið í hyrnuna kostar í dag 58,4 aura um hvern líter en 10 lítra kassaumbúðirn- ar 99,9 aura um hvern líter. Við byrjuðum að fylla á kassa fyrir Bandaríkjaher hér í júní- mánuði 1965 og þá á 25 lítra kassa og þá kostaði kassinn kr. 5.30, en þeir hafa hækkað síðan og voru nú í nóvember komnir upp í kr. 8.03 og hefur því hækk- unin orðið um 51,85%. Á sama tíma hefir engin hækkun orðið á hyrnunum". Við bendum Stefáni nú á, að hann og forsvarsmenn Mjólkur- samsölunnar hafi í októtoer 1965 á blaðamannafundi boðið nýjar umbúðir fyrir mjólk hér í höfuð- staðnum, svonefndar 1 líters kantaða pakka og áttu þeir að koma á markaðinn á árinu 1966. Stefán svaraði svo: „Breyting sú, sem nú fer fram stendur meðal annars í sam bandi við hinar nýju umbúðir. Gera má ráð fyrir að vélar fyrir hinar nýju umbúðir komi nú upp úr áramótunum, og þá verða fáanlegar umbúðir 2ja lítra af gerðinni Tetra-Rex nákvæmlega sambærilegar bandarísku um- búðunum Pure-Pak, en verð á þeim umbúðum mun ekki endan- lega liggja fyrir fyrr en í þann mund er notkun þeirra hefst“. Við spyrjum hvað valdi þvi, að ekki er hægt að fá kassana hér eins og á Akureyri og á Húsavík. „Við teljum að ekki sé hægt að skipta u-m umtoúðir án mjög ar það er fengið, teljum við ekk- ert því til fyrirstöðu að hefjast fljotlega handa ,um sölu á þess- um umbúðum til skipa, matsölu- staða, sjúkraihús og stærri mötu- neyta eða yfirleitt annarra þeirra, sem nú verða að nota brúsamjólk". Stefán upplýsti, að öll sú mjólk, sem notuð er hér í Reykja vík væri flutt hingað ógeril- sneydd. Meðal annars hetfði hún verið flutt norðan úr landi, bæði frá Akureyri og Hiúsavík. í þvi sambandi hefði komið í ljós, að ein mjólkursendingin frá Akur- eyri hefði ekki staðizt rannsókn heilbrigðiseítirlitsins hér. Við beindum þeirri spurningu til Stefáns, hvort ekki væri ger- legt, að fá kassana flutta að norðan svo og, að Mjólkurbú Flóaimanna gerilsneyddi sína mjólk meðan endurskipulagning- in fer fram hjá Mjólkursamsöl- unni hér og fyllti hana á kassa og flytti þannig hingað til Reykjavíkur. Stefán taldi enga ástæðu til þessa, enda truflaði það heildar- dreifingarkerfi Mjólkursamsöl- unnar. Við bendum á, að stærri um- búðir, t.d. 10 lítra gætu orðið til þess valdandi, að heimflutningur mjólkur yrði nú mögulegar, þar sem stór hluti heimila þyrfti þá ekki heimflutning mjólkur nema einu sinni til tvisvar í viku. „Ég tel, að 2ja lítra umbúðirn- ar séu jafnhæfar til heimsend- inga ef til hennar kemur“, sagði Stefán að lokum. Niðurstaða þessa samtals við forsvarsmenn Mjólkursamsöl- unnar er því sú, að við fáum 2ja þessar mundir og þeir, sem þurfa stærri umbúðir fá mjólk- ina í kössum enda er sem fyrr segir nú komið á daginn, að skip í millilandasiglingum geta feng- ið mjólkina í 25 lítra kössum. Blaðið hefur einnig snúið sér til þeirra tveggja mjólkurbú- stjóra, sem nú þegar hafa feng- ið reynslu af notkun kassanna, sem umbúðir fyrir almenna neyt endur, þeirra Haraldar Gísla- sonar mjólkursamlagsstjóra á Höúsavík og Vernharðar Sveins- sonar mjólkurbústjóra á Akur- eyri. Haraldur sagði, að fyrir nokkru hefði verið tekin upp sá háttur á Húsavík, að setja mjólk- ina í kassa á sama hátt og gert væri á Akureyri. Væri þar um að ræða 10 lítra kassa. Hann kvað þetta mjög vinsælt þar á .staðnum og líkaði vel við þessar umbúðir. „Hér á Húsavfk flytjum við mjólkina heim til fólks í þessum kössum án sérstaks endurgjalds" sagði Haraldur. Mjólkursamlagið á Akureyri hhefur nú um all langt skeið haft kassamjólk til sölu. >ess má geta til fróðleiks, að Jónas Kristjáns- son þáverandi forstjóri Mjólk- ursamlagsins er sá fyrsti og hans fyrirtæki hér í Evrópu, til að taka upp þetta nýja pökkunar- kerfi á mjólk. Nú er hins vegar svo komið, að umbúðir þessar ryðja sér mjög til rúms í Evr- ópu og hafa verið reyndar þar með ágætis árangri. Vernharð- ur Sveinsson forstjóri Mjólkur- samlagsins á Akureyri sagði svo við blaðið: „>essar umbúðir hafa reynzt ágætlega og eru mijög vinsælar. Við pökkum í 10 lítra kassa eins og á Húsavík en Mjólkur' samlagið sjálft sér ekki um heim sendingu mjólkurinnar, hins veg ar ökum við mjólkinni í kjör- búðirnir í bænum, en þær senda hana svo aftur heim til neytenda með öðrum vörum, en kjörbúð irnar taka sérstakt vöruflutninga gjald fyrir 'heimsendingu. Við erum nú með um 40-50% af neyzlumjólk þeirri, sem við send um frá okkur í þessum kössum og þá er meðtalin mjólk sú, sem fer til Siglufjarðar og sem skipin taka, en það er talsvert mikið magn. Hins vegar er aðal salan í þessari kassamjólk hjá neytend unum hér í bænurn". Að lokum sagði Vemharður að Mjólkur- samlagið flytti enga kassamjólk til Reykjavíkur, hins vegar ef um flutning kassamjólkur suður væri að ræða, væri hún keypt xi bifreiðastjórum sjálfum í verzl- ununum og þeir færu síðan með hana eða öðrum elnstklingum í bænum, sem síðan sendu hana suður. Um það atriði kvaðst hann ekki geta neitt sagt. lítra kantaðar umtoúðir nú um I áfyllingar. Síðasti aðilinn, sem við ræðum við um þetta mál að þessu sinni er Gylfi Hinriksson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Pappírsvörur h.f Við spurðumst fyrir hjá honum um margnefnd- ar kassaumbúðir og báðum hann um almennar upplýsingar um þær. Gylfi sagði, að notkun á þess- um kassaumbúðum væri nú orð- in mjög útbreidd í Bandaríkjun- um og færi stöðugt vaxandi. Einnig virtist svo sem samfara notkun þeirra ykist mjólkur- neyzla þeirra neytenda, sem þess ar umbúðir fengju. Sannaði það bæði gæði umbúðanna og það, að þær halda mjólkinni alger- lega óskemmdri svo og það hag- ræði, að hafa alknikið magn mjólkur fyrirliggjandi heima hjá sér ylli þvi, að notkunin yrði meiri. >á spurðum við Gylfa, um verð á vélum og aðrar upp- lýsingar um vélasamstæður til „Vélar þær, sem hér eru 1 not- kun“, sagði Gylfi, ,geta fyllt allt frá 6 til 25 lítra kassa og kosta 175.000.00 krónur til notenda. En þær gera hins vegar ekkert annað en fylla mjólkina í hina tilgreindu plastpoka sem síðan eru settir í kassa. Með þeim áfyll ingarútbúnaði, sem nú er á vél- unum hér afkasta þær. 'hver fyr- ir sig, 2.250 lítrum á klst., en sé fenginn sjálfvirkur átfyllingar- haus, sem kostar að auki um 60.000.00 kr. aukast afköstin um 30-35% og létta verkið að mun". Og Gylfi heldur áifram: .Fullsjálfvirk vél til áfylling- ar, þar sem aðeins þarf einn mann við starfið og afköstin eru um 7.200 lítrar á klst, eða sam- svarandi því, sem tvær hyrnu- vélar afkasta kostar hingað kom in 874.000.00. krór.ur eða eins og vel búinn vörubíll i dag. Vélin skilar þá 10 lítra kössunum fyllt- um og fullfrágengnum til afhend ingar til neytenda og þess er vert að geta að ekki þarf að greiða nein einkaleyfisgjöld fyr- ir þessar umbúðir eins og þarf að gera fyrir hverja einstaka hyrnu, sem notuð er ekki þarf heldur að greiða vélaleigu, eins og þarf að gera aí hyrnuvélun- um“. Við spyrjum Gylfa nú um verð mismuninn á hyrnunum og Scholle umbúðunum. „Ég vil geta þess", sagði Gylfi, „að með bréfi dagsettu 10. nóvember 1966 til sölustjóra Mjólkursamsölunr.ar er fast til- boð gert varðandi umbúðirnar, poka og kassa og annað tilheyr- andi. >ar kemur fram, að í 25 lítra umbúðum er kostnaður pr. líter 71.2 aurar og í 10 lítra um- búðum 86,44 aurar pr. líter. >á er að vísu eftir að reikna út lím- börnin til að loka kössunum, en verð þeirra er að sjálfsögðu hverfandi lítið. Ég vil láta þess getið, að sá samantourður, sem þér hafið eftir forstjóra Mjól'k- ursamsölunnar á verði kassaum- búðanna og hyrnanna er ekki raunhæfur, því hann virðist segja frá verði kassaumbúðanna að vinnslukostnaði öllum með- reiknuðum, en getur aðeins um verð á hyrnuefninu eins og það kemur til Mjólkursamsölunnar í rúllum. Er þá eftir að reikna allan vinnslukostnað og einka- leyfisgjöld greidd af hverri hyrnu og áfyllingarvélum. Fyrir rúmum tveim árum lét forstjóri Mjólkursamsölunnar þess getið I blaðaviðtölum, að væntanlegar væru á markaðinn ferkantaðar eins líters mjólkurumtoúðir (Brik) frá Tetra-Pak og mundi þá umboðakostnaðurinn hækka um að minnsta kosti 25 aura per líter. >ess má einnig geta að greidd eru hærri aðflutningsgjöld af plastpokum þeim, sem notaðir eru í kassaumbúðirnar en af hyrnuefninu, en atf því er 16% tollur, en af plastpokunum 20% tollur". Við spyrum hvaða verðbreyt- ing hafi orðið á umbúðunum frá því að byrjað var að nota þær. „Frá því að byrjað var að selja þessar umtoúðir í júní 1965 hefur heildarhækkun á umbúðunum öllum meðtalið kassi, poki og til- heyrandi orðið 7,7% eða frá kr. 16.51 í kr. 17.30. Á þessu tíma- bili hefur farið fram endurbót á krönum þeim, sem voru á pol' unum, en þá voru lausir kran- ar, sem þurfti að hreinsa áður ea þeir voru settir á nýjan kassa Nú er hins vegar áfastur krani á hverjum poka, þannig að hann notast aðeins einu sinni. >á er þess einnig að geta, að endurbæt- ur hafa farið fram á efninu, sem notað er í 25 lítra kassana, þar sem það er nú bæði mun sterk- ara en hið eldra efni og auk þess vætuvarið". Við spyrjum nú hvað valdi því, að Mjólkursamsalan hafi ekki fengið keypta þá áfylling- arvél, sem hún hefur í notkun. „Upptoaflega ætluðum við að selja vélina eins og við gerðum til Akureyrar og Selfloss (vélin, sem á Selfoss fór, er nú komin til Húsavíkur). Mjólkursamsalan vildi þá ekki festa kaup á vél- inni, en til að kanna notagildi Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.