Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.02.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1067. 11 Frá Kópavogshæli HR. Þorvaldur Steinason mun vera trúnaðarmaður starfsíólks á Kópavogahæli, þótt mér hafi hvorki verið tilkynnt það munn- lega né skriflega. UppL um það fékk ég í blaðagrein hans í hitt- eðfyrra. Hann hefur ekki rætt þau mál, seim í grein hans í Morgunblaðinu er fjallað um, við mig eða yfirstjórn stofnunarinn- ar, svo ’ég viti. Það er í mínum augum svo sérkennileg og óeðli- leg aðferð við að gegna trúnað- armannsstörfum fyrir starfs- mannafélag að hlaupa í blöð með illindi, dylgjur og meiðyrði í garð yfirmanna sinna, að ég mun ekki taka þátt í þekn leik. Mun ég því ekki eiga neinn orðastað í Morgunblaðinu við hr. Þor- vald Steinason. Ég mun á öðr- um vettvangi leita afgreiðslu á þessu frumhlaupi hr. Þorvalds Steinasonar og öðrum málum hans, sem snerta Kópavogsihæli. Varðandi hinar endurteknu fyrirspurnir frk. Vigdísar Ágústs- dóttur vil ég taka þetta fram: Þar sem ég hafði munnlega svar- að frk. Vigdísi öllum þeim atrið- um, sem Velvakandagrein henn- ar fjallar um, taldi ég ekki til- efni til að svara hinni opinberu fyrirspum hennar í desember, en ég vil nú þrátt fyrir allt svara þeim hluta fyrirspurna hennar, sem með nokkru móti geta talizt alvarlega meintar. 1. Gæzlusystraskóli er stofnað- ur í þeim tilgangi, að veita stulkum, sem starfa vilja að gæzlu og umönnun vangefinna nokkra menntun til þeirra starfa. 2. Spurningin ber með sér, að um hótfyndni er að ræða og þvi ekki svaraverð, en gefur tilefni til að láta í ljós það álit mitt, að allur rekstur fávitahælis sé í þágu vistmanna, aðstandenda og heimila þeirra. 3. Réttindi og skyldur gæzlu- systra, sem eru orðnar fastir starfsmenn rikisins, eru skil- greind og ákveðin í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rikisins. 4. Kvennadeild eru aðeins konur við gæzlu. Kröfur um karlmenn til gæzlu hafa komið fram, en þeím verið neitað með öllu, svo fráleitar verða þær að teljast, enda sá háttur hvergi við- hafður srvo vitað sé. Næturvarzla, frá kl. 24 til 6, á kvennadeild er falin einni starfsstúlku eða nema, með aðra á bakvakt í húsinu. Karlmenn eru við gæzlu í næsta húsi og kallkerfi á millí. Þannig hefur i>etta verið síðan 19&8, að kvennadeild tók til starfa, og ekki komið að sök. 5. Um rétt til að víkja föstu starfsfólki úr starfi gilda ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Reynslu- tími nema og annarra, sem ráðn- ir eru til reynslu, er til þess, að báðir aðilar, nemi og stjórnandi stofnunar geti slitið því samstarfi ef tilefni er til, þ.e. ef stjórnand- anum lízt ekki á, að sá, sem ráð- inn er til reynslu, sé til starfs- fallinn eða nýliðanum lízt ekki á starfið. Þetta er svo augljóst mál, að engra frekari skýringa er þörf, enda ber orðið reynslutkni sjálft merkinguna með sér. Kópavogi 2/2 1967. Björn Gestsson (forstöðumaður Kópavogshælis). Aths. Mál þetta er hér með útrætt í Morgunblaðinu, ritstj. Formaður IðnaðarsnaiOu' fél. heiðraður FORSETI íslands hefir í dag, í tilefni af 100 ára afmæli Iðnað- armannafélagsins í Reykjavík, sæmt formann þess, Ingólf Finnbogason, húsasmíðameist- ara riddarakrossi hinnar ís- lenzku fálkaorðu í viðurkenn- ingarskyni fyrir margvisleg störf hans í þágu iðnaðarmála í land- inu. (Frá Orðuritara). t] STÁLHURÐIR Smíðum mjög vandaðar einangraðar stálhurðir fyrir kyndiklefa, geymslur, verkstæði o. m. fl. Stærð: 80x205 cm. Einnig minni og stærri eftir beiðni. = HÉÐINN = PANTIÐ FERMINGARVEIZLUNA TÍMANLEGA Tökum að okkur að laga veizlumat í: Brúðkaupsveizlur Afmœlisveizlur Fermingarveizlur Látið fagmenn sjá KJÖTBURIÐ HFo Sími 37140 Háaleitisbraut 58-60 Sími 37140 Snittur Smurt brauð Brauðtertur Sendum heim um matinn fyrir ykkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.