Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967. -4 E. Taylor viil leika Hamlet RICHARD Bnrton lét nýlega hafa eftir sér ýmis athyglisverð nmmæli um konu sína, Elizabeth Taylor. Ræðir hann um hana, venjur hennar og skaphöfn af óvenjulegu hispursleysi. Til gam ans skulu birtar hér nokkrar um sagnir hans, teknar úr banda- ríska tímaritinu Life: — Elizabeth vill ráða sér sjálf „pg reynir stundum einræði í smávægilegum málefnum með litlum árangri. Við höfum aldrei deilt um hvort okkar ætti að stjórna. Hún hefur ælíð gert sér grein fyrir því að það er ég sem ræð. skiptumst við á nöfnum. Hún kallar mig Agötu en ég kalla hana Sam eða Fred. — Hún er mjög gáfuð þótt skorti á menntun hennar. — hvernig er hægt að ætlast til að fólk menntist hjá M-G-M? Ég hef aukið víðsýni hennar. Hún hefur mjög mikinn áhuga á skáldskap einkum ljóðum. Ott les hún fyrir mig upphátt. Hún er dágóður listmálari.. Hún heíur kennt mér að meta málaraiist, áður minntu málverk mig jafn- an á slæmar ljósmyndir. — Við höfum bæði litla örygg istilfinningu. Við erum sérstak- lega óörugg með sjálf okkur, þegar við stöndum fyrir framan margt fólk eða í samkvæmi, — Við rífumst stundum. Sem húsfreyja er Elizabeth mjög nöldursöm og takmörkuð. Hún býr til góðan mat, en getur ekki þvegið gólf. Ég efast um, að hún kunni að búa um rúm. Þegar hún hefur eldað í klukkutíma tekur það mig fjóra klukkutíma að hreinsa upp eftir hana. Ég «r með afbrigðum þrifinn. — Elizabeth er mjög heiðar- leg og opinská kona. Hún getur ekki farið með rangt mál. Það er heiðarleiki hennar falslaus -sem hefur heillað mig frá upp- hafi. — Elizabeth er mjög einkenni leg stúlka og þótt erfitt sé fyrir ókunnuga að trúa því, þá hefur hún stórkostlega kímnigáfu. Hún hefur tilhneigingu til að vera hæðin. Mér hefur jafnan geðjast að þeirri hlið hennar. Stundum Elizabeth og Burton. sínum í Taming of a Shrew“. vegna þess að enginn vill raun- verulega þekkja okkur. Fólk starir einungis á okkur eins og við værum verðlaunadýr. Það sem við gerum í samkvæmum er að drekka til að kveða niður ís- kalda einangrunina og bíða eít- ir því að árásirnar hefjist. Fólk, sem hefur minni gáfur veidur mér engum erfiðleikum, — fá- ein vel valin orð nægja því. Það eru hinir ruddalegu, sem koma mér úr jafnvægi. — Elizabeth er ein þeirra kvenna, sem halda að ef þær koma 15 mínútum of seint hafi þær raunverulega komið hálf- tíma of snemma. Ég skamna hana vegna þessa. Hún segir að ég sé fhaldssamur og noti löng orð. — Hún er mjög töfrandi, hún þekkir öll hin viðurstyggilegu brögð konunnar. Td. þykir mér mjög góðar hvers konar siúpur. Þegar hún vekur mig á morgn- ana með súpuskál veit ég að nún vill eitthvað. Stundum tekur pað hana tvær til þrjár súpuskálar til að fá það sem hún vill. — Mér þykir mjög miður að þurfa að vinna með annarri leik konu en Elizabeth, hversu mikl- um hæfileikum sem hún er gædd. Hinsvegar hef ég sagt henni að ef við höldum áfram að leika saman í kvikmyndum yrðum við á endanum eins og Litli og Stóri. Hún svaraði: „Hvað er við Litla og Stóra að athuga?“ — Fólki finnst það með ólik- indum að við skulum fá 3 miUj. dala fyrir eina kvikmynd. En þessir peningar eru raunveru- lega ekki til. 75% af þeim hverfa áður en við sjáum þá. Við þurf- um á svo mörgu aðstoðarfólki að halda. Til dæmis þörfnumst við fjögurra varða umhverfis húsið okkar svo einhver klifri ekki yf- ir vegginn og ljósmyndi okkur á salerninu. — Ég er að fá minnimáttar- kennd sökum þess að Elizabeth fær 2 millj. dala fyrir „Taming of the Shre’w", en ég bara eina milljón. Eina áhugamál mitt nú til dags er að fá tvær milljónir fyrir kvikmynd og eina áhuga- mál Elizabeth er að lsika Hamlet. — Hið mikilvægasta í hjóna- bandi okkar er hinn stöðugi Elizabeth í hlutverki Kotu i spenningur, þessi dásamtega vera kölluð Elizabetih, sem fyllir mig andlegri og líkamlegri gleði í hvert sinn, sem ég sé hana. Hún ólgar af fjöri vegna innri orku eins og lífið sjálft, ekki eins og kampavín, sem verður dauft eftir skamma stund. — Ég hitti hana fyrst, þegar hún var 19 ára. Mér fannst hún strax fallegasta og fýldasta stúlka, sem ég hafði nokkru sinni séð: erfið, ósamvinnúþýð, óviðráðanleg. Nú 34 ára gömul er hún enn afburðafögur, og það vantar einungis örfáa drætti til þess að hún sé meistaraverk af náttúrunnar hendi, hún hefur litla undirhöku, fæturnir eru of stuttir og hún er örlítið fram- sett. Hún hefur þó mjög fallegan barm. — Við lékum saman í „The Taming of a 9hrew“ vegna þess að ég vildi leika gróft hlutverK,, eins fjarri þessum Rex Harrison hlutverkum með fín föt og ný- stroknum skyrtum og mögulegt, væri. Kona mín lék í myndinni því hana langaði til að tala ensku til tilbreytingar. Hún sýnir i myndinni, að hún hefur tilfínn- ingu fyrir Shakespeare, en orðin láta henni ókunnuglega í munaí. „How durst thou?“ (Hvernig dirfist þér?) heyrist ekki i al- mennum samræðum í Kaliforniu. (E. Taylor þýddi og endur- sagði). Burton og Taylor í hlutverkum Shrew“. •c Samnángsgerð hófst í dag Bonn 4. marz - AP. BREZKIR og þýzkir yfirmenn visindarannsókna eru nú ná- lægt samningsgerð um kerfis- hundin grundvallaratriði fyrir- hugaðs sáttmála um bann við dreifingu kjarnorkuvopna. Er nú aðeins eftir að fá stjúsnmálalegt samþykki fyrir þessari samnings- gerð. Það voru vísindamálaráðherra V-Þýzkalands, Stoltenberg, og aðalvísindamálaráðgjafi brezku stjórnarinnar, sir Solly Zucker- man, sem gerðu þennan samning á fundi í Bonn í dag. Sir Solly hélt síðan til Genfar, en umræð- ur um bann við dreifingu kjarn- orkuvopna hafa staðnað þar sök- um mótmæla v-þýzku stjórnar- innar. - HALFAN MANUÐ. Framhald af bls. 1 mánuð þótt frostið kæmist stundum niður í 45 stig. Sovézka blaðið getur þess ekki hvernig konan loks - fannst, en segir að hún hafi verið grafin í fönn. Struku leitarmenn augnalok hennar með snjó, og sáu að hún var með líísmarki en nær dauða komin af þreytu, hungri, þorsta og kulda. Þó tókst að lífga hana við, en læknir, sem stundaði hana sagði að hún hafi verið algjörlega magnproi,a. T v ö meiriháttar sjónarmið ráða afstöðu v-þýzku stjórnar- innar: Ótti við iðnaðarnjósnir erlendra eftirlitsmanna og ótti við að Bandaríkin hætti að út- vega V-Þjóðverjum kjarna- brennsluefni til notkunar í kj ar nakl j úf um. Fyrirlestrar iini læknisfræði SIR JOHN BRUCE, prófessor í skurðlækningum við Háskólann í Edinborg, dvelst hér í boði læknadeildar Háskóla Islands dagana 5. — 15. marz. Flytur hann tvo fyrirlestra fyrir lækna og læknanema um krabbamein í brjósti og skurðaðgerðir vegna magasjúkdóma. Fyrri fyrirlesturinn verður mánudaginn 6. marz kl. 02.30 í I kennslustofu Háskólans en hinn siðari miðvikudaginn 8. marz kl. 20.30 í Domus Medica. Sir John er einn af þekktustu skurðlæknum Breta. Hann hefur stjórnað handlæknisdeild Royal Infirmary í Edinborg síðan 1956 og er regius prófessor í klíniskri handlæknisfræði við Edinborgar háskóla. J (Erá Háskóla íslands). Fatnaður fyrr og nú r í skátakaffi í DAG er hinn árlegi kaffisölu- I dagur Kvenskátafélags Reykja- víkur. Er kaffið framreitt í Súlnasal Hótel Sögu og hefst salan kl. 3. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í minningarsjóð Guðrún- : ar Bergsveinsdóttur og það fé | sem inn kemur að þessu sinni j fer til húsgagnakaupa í nýja skátaheimilið við Dalbraut, sem vígt var 22. febrúar sl. 1 Skátakaffið hefur undanfarin ár verið hin vinsælasta skemmt- un fyrir alla fjölskylduna, Er nú sem fyrr vel til skemmtunarinn- ar vandað. Dregið verður um 100 happdrættisvinninga, lukkupokar verða á boðstólum og fleiri skemmtiatriði. Síðast en ekki sízt er efnt til sýningar á fatnaði fyrr og nú. Verða sýndir 13 búningar allt frá fornöld til dagsins í dag. Sýn- endur eru alls 10 og er myndi sem hér fylgir af þeim í ýmsui búningum. Þetta atriði hefur áð ur verið sýnd af skátum og hlo ið hina beztu dóma. Pressu- balliB Síðari dagur miðapantana Pressuballið er í dag fyrir þ sem áður hafa verið í hófin Miða ber að panta hjá Tóma Karlssyni, sími 24584 eða At Steinarssyni, sími 32790. míl kl. 2—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.