Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967. ÚTSALAN stendur yfir í nokkra daga enn. BattaverzEun Soffíu Pálma Laugaveg 12 Bezt ú auglysa í IVIorgunblaðinu Var Kennedymoröinu stjórnað frá Kúbu? BANDARÍSKA útvarpsstöðin W-I-N-S sagði í dag, að stöðin hefði frétt eftir áreiðanlegum heimildum í New Orleans, sem hafa aðgang að skjölum Garri- sons saksóknara, að hann sé þess fullviss, að Kennedy Bandaríkja forseti hafi verið myrtur af hópi samsærismanna, sem stjórnað var frá Kúbu. Garrison, sem KARNABÆR Tízkuverzlun unga fólksins auglýsir. N Ý K 0 M I Ð! Dömudeild • PILS MEÐ SKOTASNIÐI í ÖLLUM NÝJUSTU TÍZKULITUNUM. • KJÓLAR — MIKIÐ ÚRVAL. • KÁPUR • PEYSUR — ALLRA NÝJASTA TÍZKA OG LITIR. • MIKIÐ ÚRVAL BLÚSSUR Herradeild FERMINGARFÖT STAKIR JAKKAR NÝJAR GERÐIR SKYRTUR PEYSUR O. FL. KARNABÆR TÝSGÖTU 1 SÍMI 12330. ætíð hefur svarað neitandi, er hann hefur verið spurður hvort erlent riki ætti þátt í morðinu, fékkst ekki til að segja álit sitt á málinu. Fréttamaður útvarpsstöðVar- innar sagði, að skv. skjölum Garrisons hefði hann vitneskju um að Castro, forsætisráðherra Kúbu, hefði fyrirskipað lífiát Kennedys forseta eftir Svinaflóa innrásina. Fjórir aftökuflokkar voru skipulagðir í Bandaríkjun um, en innflytjendayfirvöldin í New York náðu einum flokk- anna og var bandarísku leyni- þjónustunni og forsetanum þegar gert viðvart. Einn flokkurinn var (í New Orleans og voru í honum David Ferrie, Clay Shaw, sem handtekinn var í gær og fleiri menn, sem ekki eru nefndir með nafni. Innfly'.jendayfirvöldin í New York neituðu í dag staðhæfing- um útvarpsstöðvarinnar og sögðu þær með öllu ósannar. Kossamót- mælum mót- mælt með kossum Michigan, 3. marz AP. MÓTMÆLAAÐGERÐIR geta I fengið á sig ýmis form, sum- ir setjast á opnar götur og neita að standa upp, sumir svelta sig af hugsjónaástæð- um, aðrir kyssast í mótmæla- skyni. Þegar tveir ungir stúdent- ar — karl og kona — í fylk- isháskólanum í Michigan buðu i góða nótt með kossi fengu þau hátíðlegt skjal frá há- ; skólastjórninni, þar sem at- | hæfi þeirra var mótmælt, og þeim gefin viðvörun. Hinir 600 stúdentar háskól- ans hófu gagnmótmælaað- gerðir. Þeir söfnuðust saman í einum sal skólans og kysst- ust metkossum, — sérhver þeirra var klukkustund lang- ur. Háskólaráð hefur mót- mælt harðlega þessum mót- fi mælaaðgerðum stúdentanna, sem meðal annars báru spjöld, hvar á var letrað „Eiska skaltu náunga þinn.“ USA reynir mólnmiðlun milli Breta og V-Þjóðverja Waghington, 3. marz AP-NTB BANDARÍSKA stjómin til- kynnti í dag, að hún muni ekki lengur krefjast þess að V-Þjóð- verjar kaupi hergögn eingöngu frá Bandaríkjunum til þess að vega upp á móti útgjöldum Bandaríkjamanna vegna herliðs ins í V-Þýzkalandi en nú eru 225.000 bandarískir hermenn í landinu. Heimildir herma að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt þetta til þess að reyna að auð- velda fyrir lausn í deilunni miili Breta og V-Þjóðverja um kostn aðinn vegna dvalar brezka her- liðsins í Y-Þýzkalandi. Bretar hafa krafizt þess að Bonnstjórnin standi straum af kostnaðinum, en hún hefur lýst því yfir að hún megni ekki að greiða allan kostnaðinn. Hafa Bretar þá hótað að draga til baka stóran hluta herliðsins. Bandarfkjastjórn fékk Breta til að fresta brottflutningnum I fyrra með því að lofa að kaupa vopn af Bretum fyrir 3ö milljón ir döllara, en kostnaður'brezku stjórnarinnar vegna 50000 her- manna í V-Þýzkalandi nemur 270 milljónum dollara. Síðasta tilboð Bonnstjórnarin>nar var að kaupa vörur af Bretum fyrir 79 milljónir dollara. Ilndirbúníngs- viðræður í næstu viku KVIKSJA FROÐLEIKSMOLAR Ekki löngu eftir tíma Shakespeares fékk púrítanism inn yfirhöndina í Englandi. Samkvæmt þeim kenningum voru sjónleikir bannaðir og skipun var gefin um að öll leikhús skyldu rifin og brennd. Leikarar voru ákærð ir um að vera þorparar, sem réttlátast væri að hegna opin- berlega ef þeir voguðu sér að leika opinberlega. Allir þeir sem séð höfðu, þó ekki væri nema einn sjónieik, áttu að greiða 5 shillinga í sekt. Árið 1648 hættu nokkrir leikarar á að flytja sorgarleik í leikhúsi einu. Þeir gættu fyllstu var- úðar meðan á sýningunni stóð, en samt sem áður fór það þannig, að hópur her- manna ruddist inn er sýning- in var hálfnuð, og flnttu leik- arana með sér í Hatton House, sem var fangelsi þeirra tíma. Þar sátu leikararnir vikum saman, þar til þeim að end- ingu var sleppt út í nærklæð- um einum, því fangverðimir höfðu stolið af þeim búning- unum. Moskvu 3. marz AP. TALSMAÐUR bandaríska sendi- ráðsinsí Moskvu sagði í dag að búist sé við, að undirbúnings- viðræðum fyrir samningana milli Rússa og Bandaríkjamanna um takmörkun á smíði árásar og varnareldflauga, hefjist í Moskvu í næstu viku milli Thomsons sendiherra Bandaríkjanna I Moáívu og Gromykós utanríkis- ráðherra Sovétrík j anna. Ekkl er vitað hvenær aðalviðræðurn- ar hefjast, né heldur hverjir muni taka þátt í þeim af hálfu landanna. Stjórnmálafréttaritar- ar telja víst, að aðalvandamálið verði eftirlitsstörfin, en það vandamál hefur leyst margar af- vopnunarviðræður, því að Sovét stjórnin hefur aldrei viljað fall- ast á að leyfa erlendum eftir- litsmönnnum að vinna störf sín í Sovétríkjunum. Höfðaborg, 2. marz — NTB RÍKISSTJÓRN Suður-Afríku hefur lagt fram lagafrumvarp, sem miðar að því að hindra fólk, sem lítur út fyrir að vera hvítt en er af lituðum kynstofni, í þvl að verða opinberlega skráð sem verandi hvítt. Síðustu mánuði hafa dómstól- ar í landinu kveðið upp marga dóma, þar sem það er viðurkennt að fólk af lituðum kynstofnl skyldi skráð sem hvítir menn, etf það leit út fyrir að vera þann ig og almennt var talið vera það. 1 frumvarpinu segir, að ætt- emið eitt skeri úr um það, hvort maður skuli skráður hvitur eða litaður, þannig að þeir verða taldir litaðir, þar sem annaö for eldranna er ekki hvítt. Wiu. fleygói hníimun í sama mund og ég hleypú aí bysaumii. Kiuu og vvint voru báðir dauðir — og það stóð hnífur í vrjósti mé*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.