Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 5
MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967. 1 LIÐINNI viku voru lögð fram á Alþingi tvö mál, sem væntanlega munu teljast stærstu mál þessa þings, ásamt verðstöðvunarlögunum, s e m samþykkt voru fyrir jól. Annað þeirra er frv. ríkisstjórnarinn- ar um ráðstafanir vegna sjáv- arútvegsins, sem beðið hefur verið eftir um hríð og hitt er frv- sjö þingmanna Sjálfstæðis- flokksins undir forustu Matt- híasar Bjarnasonar um Fiski- málaráð. Þá er vert að geta þess að nú er kominn inn í þingið tillaga um auknar veiði- heim.’ldir í landhelgi, að vísu aðeins fyrir minni báta. Það er Björn Pálsson, hinn óstýriláti þingmaður Framsóknarflokks- ins, sem hana flytur. Ýmsir voru farnir að gerast óþolinmóðir vegna þess, að fram eftir febrúarmánuði ból- aði ekki á stjórnarfrv. í sam- ræmi við þau fyrirheit, sem gefin voru um viðbót á fisk- verðið þegar í janúar. Ástæðan var sú, að í'íkisstjórnin vildi fella saman í einn lagabálk að- gerðir vegna vélbátaflotans og frystihúsanna, en samningavið- ræður við frystihúsin drógust nokkuð á langinn. Efnisatriði þeirra ráðstafana, sem ríkis- stjórnin hyggst beita sér fyrir vegna þessara atvinnugreina eru vel kunn og því óþarft að rekja þau. En óhætt er að full- yrða, að hér.hefur tekizt á far- sælan hátt að leysa mikinn vanda. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á, að allt frá því i haust hefur ríkisstjórninni tekizt að leysa erfið vandamál með þeim hætti, að hún hefur óumdeilanlega styrkt stöðu sína verulega. 1 haust var allt ástand í éfna- hags- og atvinnumálum mjög ótryggt. Framundan var á- kvörðun um búvöruverð, samn- ingar verkalýðsfélaganna runnu út 1. okt. og menn veÞu mjög fyrir sér. hvort ný kauphækk- unarskriða mundi fylgja í kjöl- far ákvörðunar um búvöruverð. Þá var þegar orðið ljóst að alvarlegt verðfall hafði orðið á útflutningsafurðum landsmanna og það hlaut að skapa mikla erfiðleika. Ingóifi Jónssyni tókst að halda þannig á málum land- búnaðarins, að ákvörðun bú- vöruverðs leiddi ekki til hækk- unar þess til ney+enda. í kjöl- far þess kom verðstöðvunar- stefna ríkisstjórnarinnar fram í dagsljósið og smátt og smátt varð ljóst, að verkalýðshreyf- ingin mundi a. m. k. virða verð- stöðvunarstefnuna og láta frek- ari kaupkröfur liggja milli hluta- Traustur fjárhagur ríkis- sjóðs hefur svo gert kleift að ráða fram úr vandamálum út- flutningsatvinnuveganna. Ríkis stjórnin stendur því tvímæla- laust sterkari í dag en á haust- mánuðum, þegar ekki var ljóst hvernig til mundi takast um lausn þessara viðamiklu vanda- mála. Frv. sem sjö þingmenn Sjálf- stæðisflokksins flytja, um stofn un Fiskimálaráðs, er vafalaust eitt stærsta mál, sem lagt hefur verið fyrir þingið. Því er ætlað að móta heildarstefnu í sjávar- útvegs- fiskiðnaðar- og mark- aðsmálum. Fram til þessa ihafa mál þessi verið í höndum margra aðila og þess vegna skort á nauðsynlega samræm- ing.u, en nú er von til þess, að úr því rætist. Það er fagnaðar- efni að frv. þétta kemur fram i röðum Sjálfstæðismanna á Alþingi. Það sýnir glögglega, að í þeirra hópi á sjávarútvegur og fiskiðnaður sína traustustu málsvara. Fyrir jólin var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu, hvórt tillaga um auknar tog- veiðar í landhelgi yrði lögð fyr- ir þingið í einhverju formi. Svo varð þó ekki að því sinni, en nú hefur Björn Pálsson borið fram lagafrv. um að leyfa 40—100 lesta bátum heimild til togveiða skv- sérstakri ákvörð- un ráðherra, með tilteknum skilyrðuiíi. Þegar frv. þetta var til 1. umræðu tóku ekki aðrir til máls en flutningsmaður og Guðlaugur Gíslason, hinn ötuli talsmaður Vestmannaeyinga í þessu máli. Hins vegar verður fróðlegt að fylgjast með því á síðari stigum málsins, hvort einhverjir stuðningsmenn tog- araútgerðarinnar leggja fram breytingartillögu við frv. þess efnis, að heimilt sé að veita tog- urunum frekari veiðiheimildir en nú er, þannig að á það reyni, hver afstaða þingsins til máls- ins raunverulega er. f umræðum um utanríkismál undanfarnar vikur, hefur kom- ið fram margvíslegur fróðleik- ur, sem yngri mönnum a.m.k. er ekki kunnugt um og sjálf- sagt er það svo um marga hina eldri líka. Þannig upplýsti Bjarni Benedik*sson t. d. að til- raun hefði verið gerð til þess að endurlífga nýsköpunarstjórn ina á sínum tíma, en hún hefði strandað á því, að kommúnist- ar kröfðust þess, að u*an- ríkisráðherraembættið yrði fal- ið ópólitískum embættismanni, væntanlega til þess, að þeir sjálfir gætu haft veruleg áhrif á störf hans. Þannig koma fram á óvæn*an hátt ýmis fróðleg söguleg atvik, sem of mikil hætta er á að gleymist, ef ekki er unnið að því á skipulagsbundinn hátt að varðveita slíkar heimildir. — Vafalaust mun mönnum t. d. þykja a*ihyglisvert síðar að vita um þær tilraunir, sem gerðar voru til að endurvekja aðra sögulega ríkisstjórn, þ.e. vinstri stjórnina. Jóhann Hafstein svaraði á miðvikudag fyrirspurn frá Al- ferð Gíslasyni um öryggisút- búnað álbræðslunnar. Hafi fyr- irspyrjandi ætlað sér að gera mál þetta að árásarefni á ríkis- stjórnina varð fljótt ljóst af svari ráðherrans að það mundi ekki takast. Jóhann Hafstem flutti þinginu mjög itarlega skýrslu um mál þetta og átti fyrirspyrjandi ekki annað eftir en að þakka ,.pent“ fyrir. Það er sjaldan sem verulegar „hugsjóna“umræður fara fram á Alþingi. Það gerðist þó í Efri deild fyrir nokkrum dögum, þegar þeir áttust við Ólafur Björnsson prófessor og Gils Guðmundsson um Viðtækja- verzlun ríkisins. llmræSur þeirra í milli snerust raunar mjög um grundvallaratriði, um frelsi í innflutningi eða ekki, úm einkasölur eða ekki. Þessar umræður voru mjög fróðlegar og skemmtilegar. Ólafur Björns son er einn áhrifamesti tals- maður Sjálfstæðisflokksins i Alþingi á sviði yerzlunar- og efnahagsmála og vissulega er Gils Guðmundsson rökfastur og sterkur ræðumaður. Styrmir Gunnarsson. Skriístofuhúsnæði óskast 2 — 4 skrifstofuherbergi óskast til leigu frá 1. aprfl, eða sem fyrst. Upplýsingar i símum 16954 og 20433. í miklu úrvali Innkaupatöskur — kvenveski — loðfóðr aðir skinnhanzkar. Seðlaveski og buddur. Hljóðfærahús Reykjavlkur Hafnarstræti 1. — Sími 13656. SUMT KVENFÓLK HEFUR ENGAN ÁHUGA Á MAKE-UP............... en fyrir þœr sem hafa það, hefur PIERRE ROBERT búið til froðukennt make-up í ereosolbrúsa „Soft and Gentle“. Algjör ný tegund af make-up, fljótvirkari, auðveldari, þægilegri. Soft and Gentle er fullkomið make-up, púðurundirlag óþarft — það tekur aðeins nokkrar sekúndur að bera þessa léttu froðu á og húð yðar fær hlýjan blæ. Erosolbrúsarnir gera það fært, að make-up verður jafnt yfir alla húðina. Soft and Gentle er eðlilegt make-up, það sézt ekki, það finnst ekki, en það er þar. ÍSLENZK- c&m.erióUa." Aðalstrœti 9 - Póstlwlf 129 - Reykjavík - Sími 22080 Hristið brúsann vel, ýtið á tappann, svo hæfilega mikið komi í lófann. Berið það á andlit yðar og háls. Á nokkrum sekúndum eruð þér með FULLKOMIÐ make-up, sem gefur húðinni silkiblæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.