Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 28
28 MÓRGÚNfíLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MÁRZ 1967. snöggt. — Við skulum bara ekki fara að karpa um það. — Við ákulum fá þetta fram í dagsljós- ið, og komdu nú fyrst með þína hugmynd, Kerry. Hún hikaði. — Jæja, hvaða kvöld var það eiginlega, sem Bvvie hvarf? — Föstudagskvöldið fyrir hálf- um mánuði. — Svo að þegar við Steve komum hingað á laugardaginn var, var hún búin að vera týnd í tvær vikur og einn dag? Þú hafðir mikið hanaat þetta kvöld og ég man, að þú sagðir í bréfi til mín, að annað eins hefði verið hálfum mánuði áður, — líka á laugardagskvöldi. Svo að Evvie hafði þá ekki verið horfin nema eina nótt, þegar fyrra atið var haldið? — Þau voru bæði boðin en 'hvorugt kom, sagði Brad. — Dick var heima og beið eftir að frétta eitthvað frá Ewie. — Brad, hafðist þú nokkuð óvenjulegt að í sambandi við at- ið, daginn áður — föstudag? Hann kinkaði kolli og hleypti brúnum. Spurningar Kerry voru teknar að staðfesta eigin álykt- anir hans. — Já, ég atti tveimur lélegri hönum, sem eru ekki nógu góðir í at, en fuligóðir til undaneldis — eins konar tilrauna fuglar. Við öttum einum tólf slíkum — við Hawley í félagi, — síðdegis þennan föstudag. — Og þá hafði Hawley, bæði á laugardag og föstudag, grafið gryfjur til þess að k'oma fyrir hönunum, sem biðu ósigur í at- inu, einhvers staðar þarna úti við kjúklingagarðana? Brad svaraði stuttorður. — Hann gróf þær á föstudagsmorg- un. Kerry hafði prófað kenningu sína stig af stigi — og hún var eins og mín. Brad setti upp hörkulegan ánægjusvip við að heyra þetta því að sýnilega hafði honum dottið það sama í hug, og ég sá líka, að Glenda kinkaði. VERÐLÆKKIJM VERÐLÆKKUM VERÐLÆKKtM Hættum að selja tilbúna kjóla. Seljum nokkra enska tízkukjóla sem eftir eru, mikið niðursetta. Einnig dálítið af niðursettum skokkum, pilsum og peysum. Aðeins fáir dagar. Ullarvörubútar. Laugaveg 11. Sögulegt sumarfrí eftir Stephen Ransome an hátt og ég hafði. Þetta var alls ekki nein snillileg ályktunar gáfa sem til þess þurfti, því að mér fannst það alveg leiða af sjálfu sér, að Brad ætti að vera það ennþá Ijósara. En ég hafði ekki búizt við, að hann viður- kenndi það og ennþá gíður, að hann teldi sig fúsan til að segja frá þvi — og ég varð ennþá meira undrandi þegar Kerry kom með framhaldið. — Ég hef líka góða hugmynd um það, sagði hún. — Ég á við, hvar lík Evvie er. Við Brad gláptum báðir á hana. Nánar aðgætt, var þetta ekkert merkilegt, hvað Kerry snerti, en svo litum við renn- sakandi augnaráði á Glendu. Mér skildist, að Kerry hefði gert einhverja ályktun af eigin rammleik. Hún þóttist líka vita þetta. Gott og vel. Þá þóttumst við öll viss. Hvert okkar hafði gert sér einhverja ákveðna hugmynd um síðasta hvílustað Evvie, en ekki þorað að segja hinum frá henni. Nú kom það k>ks fram í dagsljósið, þótt seint væri. Gott. Nú lá næst fyrir að vita, hvort við hefðum öll komizt að sömu n n ❖❖❖❖❖❖❖❖❖-: >❖❖❖❖❖❖❖❖•: Ll I ❖❖❖❖❖❖❖❖❖•: niðurstöðunni, eða hvert okkar að sinni niðurstöðu. — Brad, sagði Kerry, alvöru- gefin. — Ertu viss um, að ekki væri betra að eftirláta það ein- hverjum öðrum að finna .... — Já, ég er viss, svaraði Brad Skautar Skíði Miklatorgi — Akureyri. — Þetta er ekkert, Sigríður mín. Hann Jói minn hefur gleymt baðsloppnnm sinum. Við höfðum öll hugsað þetta út á sömu rökum. Það var ósköp einfalt mál. Þegar morðinginn gróf töskurnar hennar Evvie, var líklegast að har.n hefði verið að endurtaka verknaðinn sem hann hafði áður framið, fyrir tveim vikum og einum degi betur er hann gróf lík hennar. En erfiðara yrði að gera grein fyrir þessum langa táma, sem leið milli þessara tveggja at- hafna hans — en það gat beðið. Ég fór í gremju minni að hugsa um annað. Ef Kerry hefði ekki uppgötvað þessar ferðatöskur? Þá hefðum við enn enga hug- mynd um, hvar við gætum leitað næst. Jafnvel var hugsanlegt, ?.ð leitarflokkurinn færi algjörlega framhjá þessu. En nú var það ekki lengur hugsanlegt — svo var Kerry enn fyrir að þakka! Ég spurði: — Manstu hvar hann Hawley gróf þessa gryfju á föstudaginn fyiir háifum n:án- uði? — Já, það ve.it ég alvag upp á víst. Þegar Brad sneri til dyranna, náði ég í handlegginn á honum. — Bíddu við. Ef þú flýtir þér svona mikið, þá getur það eitt fyrir sig litið grunsamlego. út. Þá hald'a þeir, að þú hafrr vilað þetta frá öndverðu, og þú spillir bara fyrir sjálfum þér. Betra er að hugsa afleiðingarnar vand- lega út, áður en þú hefst handa. — Ég er búinn að hugsa nægi* lega mikið um þær. Ég verð að leggja á hættuna. Hann reif sig lausan. — Verið þið hérna kyrr, öllsömun. Hann gekk út og skellti á eftir sér hurðinni. Við hlustuðum á hann stika niður eftir stígnum. Við gerðum enga tilraun til að horfa á hann né heldur að stöðva hann. Gluggatjöldin voru enn fyrir, og það var rét-t að byrja að birta. Eftir stundarkorn heyrðum við þrusk, eins og verið væri að grafa, bak við hlöðuna — rétt við kjúklingagarðinn, þennan dheillastað, sem sjálfur virtist fullur af draugum. Brad var í burtu tæpar fimm mínútur. Hann kom inn aftur, þunglamalegur og með viðhjóðs- svip á andlitinu — sendi okkur eitt eymdar augnntillit, gekk svo beint að simanum og hringdi. Enn leið mínúta áður en svar- að var. — Dick, sagði hann og var hás. — Ég hef fundið hana! 18. kafli. Kl. 1.40 e.h. — Jæja þá.... sagði Kerry, meðan við vorum að burðast við að borða morgunverð. — Jæja, ég get að minnsta kosti ekki hugs anlega farið nú, úr því sem kom- ið er .... Atvinna Ungur piltur með áhuga á hljómlist og hljómplötum getur fengið atvinnu nú þegar í Hljómplötudeild okkar. Upplýs- ingar á skrifstofunni að Laugavegi 24. FÁLKINN HF. ❖ bfiRElLOS* sisters skemmta í hléinu. BINGÓ! IViÁIMIJDAG 6. KL. 8.30 Glæsilegasta kjörbingó ársins. Vinningar af 3 borðum. Aðalvinningar eftir vali: Nilfisk ryksuga og grillofn — Stokvis-ísskápur, 9,5 Cubícfet eða skatthol og armstóll eða vöru- úttekt fyrir 12 þús. F. F. MÁIMIJDAG 6. KL. 8.30 Meðal vinninga: 12 m. kaffistell. Gundaofnar. Hárþurrkur. Rafmagnsrakvélar Brauðristar. Pottasett. o. m. fleira. Borðpantanir á morgun í síma 35936 eftir kl. 4. LIDO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.