Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 32
Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967 „Þrútið var loft og þungur sjór“ úti af Vestfjörðum í fyrradag, er Litlafell, olíuskip SlS, var þar á siglingu. Mikill ís settist á skipið og þurftu skipverjar að berja hann af stögum og köðlum. (Ljósm.: Sigurjón Kiristjánsson) Styrkir til I Kópavogur vatnslaus 09 í tæpan sólarhring starfa UMSÓKNIR um styrki til vís'inda- og fræðimanna árið 1967 þurfa að hafa borizt skrif- stofu Mennfamálaráðs, Hverfis- götu 21 í Reykjavík, fyrir 1. apríl n.k. Umsóknum fylgi skýrsla um fraeðistörf. >es$ skal og getið, hvaða fræðistörf um- sækjandi ætlar að stunda á þessu ári. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu Menntamálaróðs. Umsóknir um styrk. sera Menntamálaráð veitir til náttúru íræðirannsókna á árinu 1967, skuiu verða komnar til ráðsins fyrir 1. apríl n.k. Umsóknum fylgi skýrslur um rannsóknar- störf umsækjenda síðastliðið ár. I>ess skal og getið, hvaða rann- sóknarstörf umsækjandi ætlar að stunda á þessu ári. Umsókn- areyðublöð fást í skrifstofu Menntamálaráðs. (Frá Menntamálaráði íslands). KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR og austurhluti Bústaðahverfis urðu vatnslaus síðastliðinn fimmtudag vegna bilunar á 17 tommu pípu Maður fyrir mannlausri bifreið MAÐUR fótbrotnaði í gær, er hann varð fyrir mannlausri bif- reið, sem rann niður Skólavörðu stíg. Slysið varð skammt frá Kára- stíg en þar hafði bifreið verið lagt í bifreiðastæði vestan göt- unnar. Hefur hún með einhverj- um hætti hrokkið úr bremsu, því að hún rann á ská yfir götuna og lenti á gangandi manni, sem var á leið upp Skólavörðustíg. Hann var fluttur í Landakots- spítala, og talið er að um fótbrot hafi verið að ræða. i skammt frá Ásgarði. Varð þetta skiljanlega til mikilla óþæginda fyrir íbúa þessara hverfa þar sem ekki var hægt að elda mat, þvo sér, raka sig eða neitt slikt. Gunnar Pétursson hjá Vatns- veitunni sagði Morgunblaðinu að tekið hefði að bera á vatnsskorti síðdegis á fimmtudag og hann orðinn alvarlegur um kvöldið. Var þá strax sendur flokkur mánna til að leita að lekanunri en það er ærið starf og ekki auð- velt. Hann fannst því ekki fyrr en snemma á föstudagsmorgun og var þá sendur út allur sá viðgerðarflokkur sem Vatnsveit- an hafði yfir að ráða. Lauk við- gerðinni um fjögur leytið og var vatn komið á allt svæðið aftur milli fjögur og fimm. Pípan sem bilaði er 33 ára gömul og því léleg orðin. Er ráðgert að leggja nýja í sumar. Gunnar tók það fram að fólk hefði verið mjög skilningsríkt og aðeins örfáir hefðu hringt til að skammast vegna bilunarinnar. íbúðir fyrir öldr- uð hjón reistar í Hveragerði NÚ um þessar mundir er Elli- heimilið í Hveragerði að aug- lýsa útboð á byggingu 3ja — 6 húsa, sem reisa á í Hveragerði fyrir aldrað fólk, og þá sérstak- lega með tilliti til aldraðra hjóna, sem að mestu leyti geta bjarg- að sér sjálf. Áður hafa verið byggð tvö hús þessarar tegund- ar, en þau eru þó ekki svo langt komin að unnt sé að taka þau til íbúðar enn. Mbl. hafði tal af Þóri Bald- vinssyni arkitekt, sem sæti á í stjórn Elli- og hjúkrunarheimil- isins Grundar og spurði hann um málið, en hann hefur haft umsjón með byggingarfram- kvæmdum. Þórir sagði, að eigi væri enn ljóst hvort reist yrðu 3 eða 6 hús, en það færi að mestu eftir því hversu hagstæð tilboð bær- ust. Þegar eru hafnar fram- kvæmdir við tvö slík hús, en þau eru þannig að í hverju húsi eru tvær sjálfstæðar íbúðir fyr- ir öldruð hjón, sem að mestu leyti gætu séð um sig sjálf. Öll húsin eru samkvæmt sömu teikn ingu, en í hverri íbúð er ein þægileg stofa, svefnherbergi og annað lítið herbergi fyrir gest eða skyldmenni. Þá er og lítið eldhús fyrir konuna og lítið bað herbergi. Þórir gat þess að verið væri að innrétta eins konar mötu- neyti í sambandi við Elliheim- ilið, svo að gamla fólkið þyrfti ekki nauðsynlega að elda mat sjálft. Yrði þar unnt að fá mat við vægu verði. Verði fólkið hins vegar veikt, er unnt að koma því á elliheimilið sjáift þegar í stað. Elliheimilið á nú um 12 hús I Hveragerði, sem það notar í svipuðu augnamiði og ætlunin er að nota þessi hús. Farnir til Danmarkshavn MIKIL snjókoma var í gær- morgun í Meistaravík og gat Gljá faxi því ekki farið árla í gær áleiðis til Danmarkshavn, en um 11-leytið í gær kom skeyti frá Ingimar Sveinbjörnssyni, Aætíun um „kís'lgúrveginn11 verði endurskoðuð Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Hinu íslenzka náttúr- fræðifélagi. Aðalfundur Hins íslenzka náttúrufræðifélags, 25. febrúar, 1967, skorar á Skipulagsstjórn ríkisins, að endurskoða áætlun um legu „kísilgúrvegarins“ við Mývatn milli Revkjahííðar og Grímsstaða, með það fyrir aug- um að gætt sé náttúruverndar- sjónarmiða betur en verið hefur. Fundurinn telur einnig, að Þingvallanefnd hafi brugðizt hlutverki sínu með úthlutun lóða undir sumarbústaði á þjóð- garðssvæðinu. Fundurinn telur, að hlutverk nefndarinnar sé vendun Þingvalla, svo að þjóð- garðssvæðið verði varðveitt og skilað ósnortnu í hendur kom- andi kynslóða. | flugstjóra og sagðist hann þá vera að Jeggja af stað. Frá Danmarkshavn mun flug vélin hafa farið í gærdag að ÖIlu forfallalausu og mun fljúga til Meistaravíkur með viðkomu í Danneborg, þar sem hún tek- ur póst. Flugvélin mun síðan fara frá Meistaravík áleiðis til Reykjavíkur í dag og mun hún þá hafa viðkomu í Scoresby- sundi. Liggur eflaust mörgum forvitni á að vita, hvort unnt sé að bjarga Glófaxa, en það kemur í ljós við komu þeirra félaga til Reykjavíkur. Fundur Sjálfstæðis- kvenna í Kópavogi Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi efnir til almenns félagsfundar í Sjálfstæðishúsinu Kópavogi n.k. þriðjudag 7. marz kl. 20.30. Á fundinum verða kjörnir fulltrúar á Landsfund Sjálfstæð- isflokksins. Gestir fundarins verða Axel Jónsson, alþm. og Gylfi Ásmundsson, sálfræðingur. Sjálfstæðiskonur í Kópavogi eru hvattar til þess að fjöl- menna. Fjölsóttur hádegis- verðarfundur Varðar LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður efndi til hádegisverðarfundar í SjálfstæðiShúsinu í gær og er það nýjung í starfi félagsins. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, flutti stutta ræðu á fundinum og vakti m. a. at'hygli á því, að íslendingar hefðu um aldamótin veTÍð langt aftur úr öðrum þjóðum, en hefðu nú náð því marki að annarra mati að vera í fremstu röð, bæði að því er snertir þjóðartekjur á mann og fjármunamyndun. Forsætisráðherra svaraði fyrir- spurnum að lokinni ræðu sinnL Fundur þessi var mjög fjöleót.tur ig er greinilega vinsæl nýjung í starfi Varðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.