Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1S»T. BYLTINGIN I RUSSLANDI ARIÐ 1917 ÞÁTTTAKENDUR í bylting tmni mikliu, sem um síðir skolaði rússneska zarnum úr hásæti og breytti rás sög unnar, höfðu ekki minnstu liugmynd um, að þeir hefðu ' flækzt í heimsögulega við- burði; þeir vissu ekki betur en þeir væru einfaldlega að krefjast brauðs og betra 1 Fyrri hluti stjórnarfars í landi sínu. — Hinir, sem fyigdust með at- txurðum erlendis frá, voru ánægðir með frumkvæði Iheimamanna og árnuðu jþeim heilla. Þetta var mjög villandi inngangur eða for- epil að óskapnaði, hryilingi, ihryðjuverkum og endurnýj- aðri ógnarstjórn, sem að hörku og harðneskju tók öllu fram, er menn höfðu getað ímyndað sér. Næstum fjörutíu ár liðu, áður en nokkur gat verið viss um, að börn þessara byltingar- manna og barnabörn færu að lokum að sleppa undan afleiðinigum þeirrar þróun- ar, sem var sett svo sakleys- islega á stað í marzmánuði érið 1917. Runverulega hófst þetta allt hinn 8. marz 1917, og fólk hélt, að allt væri um garð gengið átta dögum síðar, þegar Niku- lás II. Rússakeisari sagði af sér. Þetta var þó aðeins upphafið. í rauninni var byltingunni ekki lokið fyrr en í október, og þótt 25. október, byltingardagur Lenins, markaði sigur bolsje- vismans, var sá dagur ekki annað en upphaf enn hræði- legri tima: í tvö ár geisaði grimmileg borgarastyrjöld, sem erlend afskipti gerðu enn rugl- ingslegri, og á eftir fylgdi hungursneyð. • „Dai hlebí4* Uppgjafarandi og vonleysi settu mark sitt á upphaf ársins 1917. Trúnaðarmaður keisara- frúarinnar, Rsputin, var ekki lengur á lífi, en það breytti engu. Hún neytti heilagrar kvöldmátíðar með sálu hans, og Nikulás hafði í rauninni dregið •ig í hlé með fjölskyldu sinni í Tsarkoe Selo, rétt utan við , Petrograd (nú Leningrad). Inni í borginni svalt fólkið og skalf sér til hita. Það lét *ér nægja að muldra ofan í barminn og nöldra, en samsær- ismenn brugguðu brjálæðisleg launráð og hugsuðu upp fárán- legrar áætlanir um valdatöku. Hinir geysifjölmennu herir, sem eitthvað hafði þó fækkað í vegna liðhlaupa, lágu í skot- gröfum úti á skógum og freð- mýrum. Enn bundu þeir 160 herfylki Miðveldanna á austur- vígstöðvunum í Evrópu. Kvíði og óvissa einkenndi andrúms- loftið. Hinn 8. marz tók zarinn sig á og hélt enn einu sinni til höfuðstöðva sinna í Mogilev, bak við víglínuna. Sama dag hófst byltingin. Hún hófst ekki með veifum og vígorðaskjöldum, ekki með skipulegri kröfugöngu verka- manna, ekki með herdeildar- samsæri og áreiðanlega ekki með vopnataki atvinnubylting- armanna. Það var kvenfólkið, sem hóf byltinguna, þegar það fór að láta ánægju sína í Ijós fyrir utan tómar verzlanir í Petrograd. Mótmælafundir spruttu hvarvetna upp, eins og hendi væri veifað. Brátt tóku konurnar að ganga í kröfugöng- um eftir breiðgötunum miklu, og frá þeim heyrðist hið eilífa, rússneska kvein: Dai hleb! (=gefið oss brauð). Verkamenn lögðu frá sér verkfærin og bættust í hópinn. Nokkrir herflokkar, þó mjög fáir þennan fyrsta dag, héldu út úr skálum sínum og gengu með konunum. Kröfugöngufólk ið var steinhissa, næstum því skelkað, þegar það sá, hve margir vildu ganga með því. Þegar myrkur skall á, héldu allir til kaldra og dimmra heim- kynna sinna og hugsuðu um það, hvað morgundagurinn mundi bera í skauti sínu. Næsta dag, 9. marz, voru borgarastrætin full af fólki. Svo margt fólk hafði ekki sézt á ferli síðan óróaárið 1905. Eng- inn sinnti vinnu sinni. Alls- Allsherjarverkfall var skollið sjálíkrafa á. • Byltingar-pólitíkusar vakna Atburðirnir daginn áður höfðu komið byltingar-pólitík- usunum gersamlega að óvörum, enda komu þeir hvergi nærri þeim. Nú hrukku þeir við og ákváðu að koma fram í dags- ljósið til þess að gera tilraun til að skipuleggja ástandið og hagnýta sér það út í yztu æsar. Síðar spurðist aldrei meira til þessara byltingarforsprakka annars dags, en þeir þjónuðu tilgangi sínum. Ástandið var frábrugðið, sem verið hafði árið 1905, því leyti, að kósakkarnir neituðu að ráðast til attögu gegn múginum. Þeir riðu um í fámennum hópum ogg erðu engum mein. í þetta skipti var kröfugöngufólkið æst í skapi og reiðilegt, ekki biðjandi eins og 1905. Borgaryfirvöldin 1 Petro- grad gerðu ekki neitt. Ef til vill voru þau skelkuð; e. t. v. hafa þau komizt að þeirri niður stöðu, að of snemmt væri að hefjast handa um gagnaðgerðir, og e. t. v. hafa þau vonað, að keisarinn yrði hræddur til þess að gefa þjóðinni nýja stjórnar- skrá; — en um þetta munum við aldrei fá neitt að vita. Daginn eftir, 10. marz, létu borgaryfirvöldin handtaka nokkra byltingar-pólitíkusa og sögðu verkfallsmönnum að hverfa aftur að vinnu sinni innan þriggja daga. Hinn 11. marz voru hóparnir stærri en nokkru sinni fyrr. Herflokki úr Volhyníu-varðlið- inu var skipað að beita skot- vopnum, en hermennirnir óhlýðnuðust fyrirskipuninni og skutu upp í loftið. Síðar sama dag hlýddu þessi sömu her- menn hins vegar og felldu þá 60 manns. 0 Keisarinn skipar — en þingmenn læsa að sér Það var samt ekki nóg að skjóta á einn hóp. Hóparnir voru nú orðnir óteljandi, og þeir voru farnir að brenna og ræna. Nikulás, sem nú var víðs fjarri í höfuðstöðvunum í Mogilev, gaf út fyrirmæli um þinglausnir dúmunnar (rúss- neska þingsins). Lög hans, framkvæmd af setuliðinu í Petrograd, voru einu lögin í landinu. Þingmenn vildu þó ekki leysa dúmuna upp, heldur læstu þeir sig inn í Tauride- höllinni, vígbjuggust og neituðu að leysa þingið upp. Setuliðið var á barmi allsherjar-upp- reisnar. 12. marz voru hermenn farn- ir að yfirgefa borgina, en aðrir gengu í lið með lýðnum, og uppreisnin var nú orðin ofsa- fengin. Vopnabúr og skotfæra- geymslur voru rændar; föngun- um í Kastala Péturs og Páls og var sleppt lausum, og múgurinn lét greipar sópa um aðalbæki- stöðvar leynilögreglunnar (Okhxana). • Zarinn var enn zar Enn hafði enginn tekið forystuna, — lýðurinn var leið- togalaus. Fólkið hafði náð Petrograd á vald sitt án mikilla blóðsúthellinga, en með gífur- legum gauragangi og hávaða, og nú vildi það láta segja sér, hvað það ætti að gera næst. Ríllinn settist um Tauride-höll- ina og krafðist athafna og fyrir- mæla af þinginu, sem hafði hvorki löngun til aðgerða né ráðlegginga af neinu tagi: það var sitt hvað að veita einræðis- stjórninni aðgerðalitla mót- stöðu og að eiga að fara að stjórna ríkinu upp á eigin spýt- ur. Og, þegar öllu var á botn- inn hvolft, hvert var almenn- ingsálitið í landinu og hvert stefndi yfirleitt í þessu víð- lenda ríki? Dúman vissi ekkert um það, sem var að gerast ann- ars staðar í ríkinu. Zarinn var enn zar. Eftir miklar vangaveltur og hik meðal þingmanna setti Framfarafylkingin á stofn svo- nefnda Bráðabirgðanefnd dúm- unnar. Framfarafylkingin var samsteypa frjálslyndra stjórn- málamanna, sem Miljukoff veitti forystu, en hann var leið- togi hinna líberölu „kadetta“. Þessi bráðabirgðanefnd dúmu- þingsins varð fyrsta ríkisstjórn hins nýja Rússaveldis. Hún sat í Tauride-höllinnL LOKSINS kom að því, BYLTINGIN var skollin á. Hún kom svo skyndi- lega, að hún kom jafnvel þeim að óvörum, sem höfðu ekki um að öðru unnið árum saman. Ein vika — og aldagamalt keisaraveldi hrundi að grunni. En í upplausninni og ringulreiðinni, sem fylgdi í kjölfarið, var bylt ingarandinn leiðsagnar- og leiðtogalaus, — aðeins Lenin hafði gert ná- kvæma áætlun um valda töku, — og Stalin beið færis. Þegar Lenin hafði hrifsað til sín öll völd og stjórnarstefna hans var orðin ljós, sáu menn um seinan, að byltingin hafði ekki fært rússnesku þjóð- ina feti nær hinu lang- þráða lýðræði. Að því leyti var byltingin mis- heppnuð. 0 Tvær „ríkisstjórnir" Skyndilega, svo að segja á einu andartaki, hafði nefndin eignazt keppinaut. Önnur ríkis- stjórn var komin fram á sjón- arsviðið. Sósíalistar af öllum gráðum og litum, Sósíalistal- tískir byltingarmenn og sósíal- demókratar (menjevikkar og bolsjevikkar, sem sleppt hafði verið úr haldi). slógu sér saman, af því að þeim líkaði hreint ekki lyktin af bráða- birgðanefndinni og vantreystu hinum borgaralegu aðildar- mönnum hennar, og settu á fót eins konar slys;.. -rnanefnd sjálfra sín vegna. Án þess að hafa nokkra sérstaka stefnu eða sameiginlegt leiðarljós bræddu þessir vinstrisinnuðu býltingar- flokkar sig saman í svokallað Fulltrúaráð verkamanna og her manna. Með því að taka upp nafnið sovét (ráð), minntu þeir á hið fræga Pétursborgaiso.y.ét árið 1905. Trotsky hafði Verið forystumaður Pétursborgarso- vétsins, en hann var nú í Banda ríkjunum. Þetta ráð stofnaði nú sína eigin framkvæmdanefnd (eða Ex-Com). Hvorir um sig voru bæði Sósíalistískir byltingar- menn og mensjevikkar miklu öflugri innan ráðsins og nefnd- arinnar en bolsejvikkar, sem voru skuldbundnir til þess að ráða niðurlögum og tortíma báðum þessum samstarfsaðilj- um sínum. Þótt Sósíalistískir byltingarmenn og mensjevikk- ar hefðu átt að þekkja siðalög- mál og samstarfseðli bolsje- vikka, er samt ekki hægt að taka upp samvinnu við þá. Þeir vissu, að Lenin var ósætt- anlegur andstæðingur þeirra, en hann var í Zúrich, — óra- langt í burtu. • Skoðun Lenins á sam- starfsmönnum bolsjevikka í byltingunni Það var einungis Lenin, bókstaflega Lenin einn, er leit á sambyltingarmenn sína sem hættulegri andstæðinga en þá, sem þeir börðust sameigin- lega gegn í þessu samstarfi. í augum hans hans var aðal- óvinurinn innan herbúða bylt- ingarmanna; hinir f jölmörgu og fjölmennu (sumir hverjir) sam starfshópar bolsejvikka, sem gátu reynzt valdatökudraumi hans hættulegir. En Lenin var einn um þessa skoðun framan af. Aðrir bolsjevikkar voru lengur að tileinka sér hugsun- arhátt Macchiavellis í einu og öllu, enda stóðu þeir í hita og þunga baráttunnar, meðan hinn kaldrifjaði Lenin las blöð og skrifaði bréf í Sviss. Þesa vegna uphófst mikil hjóna- bandssæla í framkvæmdanefnd inni eða Ex-Com meðal hinna ólíku sósíalista. Sú sæla rénaði ekkert, þótt gamlir bolsjevikk- ar eins og Kamenev kæmu frá Síberíu. Stalin, sem þá var 38 ára gamall, kom um svipað leyti. Sælan entist nákvæmlega þangað til Lenin áræddi að koma til Petrograd, mánuði síð- ar. í stað einræðis zarstjórnarinnar kom ekki lýðræði — heldur ný tegund af einræði, sem að grimmd og fullkomnun tók hinu gamla langt fram Þýtt og endursagt úr greinarflokki eftir Edward Crankshaw Kvenna-herfylkió var fjölmenn hersveit þjóðrækinna kvenna, sem höfðu svarið þess dýran eið að „verja heiður Rússlands með blóði voru“. — Eftir byltinguna í marz sýndu þær Bráðabirgðastjórninni trúnað. Eftir því sem leið á árið 1917 týndu æ fleiri herfylkingarkonur lifi, og í nóvember voru aðeins 130 þeirra eftir. Þær voru meðal ■áðustu verjenda Vetrarhallarinnar, þar sem Bráðabirgðastjórnin bafði aðsetur, og féllu allar í lokaáhlaupinu, eða voru handteknar, svivirtar og hengdar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.