Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967. 13 Jón Júlíusson (sjúkllngur), Kristin Ma*rnús (sjúklingur), RóbertArnfinnsson (Sade), Ævar Kvar- an (Coulinier), Anna Guðmundsdóttir (frú Coulmier) og Anna Herskind (ungfrú Coulmier). Þfóðleikhúsið: Marat / Sade Höfundur: Peter Vfeiss Leikstjóri: Kevin Palmer ÞýÖandi: Árni Björnsson Leikmynd: Una Collins „NOKKUR sáðkorn hafa fokið (hér ofan af sviðinu, og örfá þeirra kynnu að hafa skotið rót- um hjá ykkur, jafnvel þótt þau dafni í ykkar dimmustu fylgsn- um; en hver þessi sáðkorn eru — það er aldrei að vita“. í>essi orð mælti de Sade mark- greifi, ,,ihöfundur“ leiksins inn- an leiksins, að lokinni sýningu íjúklinganna á Charenton-ihæl- inu á leiknum um Marat, og vís- ast 'hafa þau orðið ýmsum frum- íýningargestum Þjóðleikhússins ú fimmtudagskvöidið tilefni eft- irþanka, því þau fela bæði í sér fyrirheit og afsökun — kannski var höfundurinn ekki fyllilega öruggur um niðurstöðu leiksins (hann hefur síðar strikað setn- ingarnar út úr prentaðri útgáfu hans á ensku). Hvað sem því líður, er „Of- sóknin og morðið á Jean-Paul Marat, sýnt af vistmönnum geð- veikrahælisins í Oharenton undir stjórn de Sades markgreifa" eftir þýzk-sænska höfundinn Peter Weiss án efa viðamesta og vandasamasta leiksýning sem sett hefur verið á svið hérlendis, ekki vegna þess að verkið sé í sjálfu sér merkilegra eða stór- brotnara en mörg þau leikrit sem hér hafa verið sýnd, heldur vegna hins að það gerir meiri og margbrotnari kröfur til leik- stjóra og leikenda en við höfum átt að venjast. Kevin Palmer hefur unnið sannkallað þrek- virki með þessari uppfærslu, og minnist ég ekki að hafa fyrr séð svo samstilltan leik jafnfjöl- menns hóps íslenzkra leikara. Er óskandi að hér sé að hefjast nýr þáttur í sögu Þjóðleikhúss- ins. ,,Marat/Sade“ (eins og leikrit- ið er almennt nefnt til hægðar- auka) var frumsýnt í Berlín 1964 og hefur síðan farið sigur- för viða um heimsbyggðina, enda er hér um að ræða ákaf- lega djarft, frumlegt og magn- að leikhúsverk, sem vakið hefur miklar umræður og á sinn hátt valdið þáttaskilum f leiklist samtímans. Eins og seinni leik- rit Peters Weiss er „Marat/Sade“ byggt á sannsögulegum grunni; meginuppistaða þess eru sögu- legar staðreyndir sem höfundur- inn raðar saman og hagnýtir tii að túlka sína persónulegu sýn á sögunni og veröldinni. Þessi „sannsögulega" leikritun er ný stefna í nútímaleikbókmenntum, þó einstakir þættir hennar hafi að sjálfsögðu komið fram í verk- um annarra leikskálda allar götur aftur til Shakespeares. Weiss notar staðreyndirnar í ákveðnu augnamiði, raðar þeim þannig saman að þær leiða til fyrirfram ákveðinnar niður- stöðu. Þó fer því fjarri að hann láli áróðurssjónarmið sitja í fyrir- rúmi fyrir listrænum kröfum, og kemur það einmitt fram með einkar skemmtilegum hætti í „Marat/Sade“. Kjarni leiksins eru átökin milli byltingarmanns- ins Marats, sem var einn af for- ræktarmönnum marxismans, og einstaklingsihyggjumannsins Sad- es, og fer vart milli má'la að samúð höfundar er með þeim fyrrnefnda. En formi leiksins er þannig háttað, að þessi ályktun er alls ekki sjálfgefin. Sade er „höfundur" leiksins innan leiks- ins og þá jafnframt „höfundur" þeirra orða sem Marat eru lögð á varir. Þetta eggjandi tvísæi er meginstyrkur leiksins og á rætur sínar í hinu sérkennilega formi sem Weiss hefur valið honum. >að bragð að láta vistmenn á geðveikraihæli flytja lei'kinn veit- ir höfundinum mikið svigrúm og margs konar tækifæri til að rjúfa atburðarásina, varpa sí- fellt nýju og óvæntu ljósi á það sem er að gerast, kafa undir yfir- borð hlutnna, höfða til undir- vitundar og eðlisávísunar áhorf- enda, koma þeim í opna skjöldu. Það væri alltof einföld skýring á þessu tiltæki, að leikurinn sé táknrænn: geðveikrahælið sé táknmynd veraldarinnar og vist- mennirnir, sem íklæðast gerv- um sögufrægra persóna, séu ímyndir þeirrar geðvei'ki sem hrjái allt mannkyn. Hælið og sjúklingarnir virðast miklu frem- ur vera hvati leiksins og hand- hægt bragð til að skírskota í senn til skynsemi og undirvit- undar, hugsunar og tilfinninga. Meginhugmyndir eða stef leiksins eru eins einföld og verða má. Marat er hugsjónamaðurinn sem trúir á framkvæmdir, jafn vel bióðbað ef því er að skipta, til að bæta heiminn: einungis með miskunnarlausri útrýmingu spillingaraflanna verði þjóð- félaginu borgið. Sade, „skapari" hans, hefur fmugust á blindum trúmóði, þjáist af sektarkennd vegna þess sem hann finnur innra með sjálfum sér og öðrum, trúir aðeins á leitina að sjálfum sér svipað og existensjalistar nú- timans. Duperret er talsmaður borgaralegs frjálslyndis og lög- verndaðs eignarréttar. Múgur- inn er hin þjakaða alþýða sem verður verkfæri Marats í bylt- ingunni. í rauninni er enginn einstaklingur í leiknum nema kannski de Sade Persónurnar vekja fyrst og fremst áhuga og eftirvæntingu vegna þess að þær eru hlutverk og leikararnir allir geðveikir. Peter Weiss stendur í mikilli þakkarskuld við Bertolt Brecht, sem hann hefur lært margt af. Söngvararnir (trúðarnir) og múgurinn koma beint úr „Tú- skildingsóperunni“, kallarinn (kynnirinn), borðarnir með atriðaskýringunum og háðsöngv- arnir sem rjúfa leikinn eru runnir frá Brecht, ásamt þeirri aðferð að stöðva atburðarásina, taka einstök atriði út úr leikn- um og stilla þeim upp álengdar, svo áhorfendur geti lagt á þau hlutlægt mat án allra tilfinninga- tengsla. En hér er sagai. einungis hálf- sögð, því Weiss hefur líka verið í læri hjá öðrum meistara leik- hússins, Antonin Artaud, sem var frumkvöðull svonefnds „leikhúss grimmdarinnar" og alger andstæða Breöhts. Artaud var svarinn fjandmaður bók- menntalegrar leiklistar, hug- myndafræðilegra verka og jafn- vel hins talaða orðs. Hann vildi skira leiklistina að því marki, að tilfinningin yrði allsráðandi í leikhúsinu. Ahrif Artauds eru augljós í persónugerð Sades, í húðstrýkingunni og aftökunum, í dýrkun hnifsins og hamförum vitstola múgsins. boðskapar og ótaminna eðlis- hvata megnar Weiss ekki full- komlega að sætta listrænt; það er einhver tvískinnungur í verkinu sem veldur talsverðri lægð í lok fyrra þáttar. Hins veg- ar er það rétt sem enski leik- Margrét Guðmundsdóttir, Gunnar E.vjólfsson (Marat) og Róbert Arnfinnsson. bert Arnfinnsson lék de Sade markgreifa af ísmeygilegu yfir- læti, en hefði mátt vera ellilegri (hann á að vera 68 ára) og þjáð- ari. Framsögn hans var skýr, en ívið einhæf, og andlitsfettur hans í ýktasta lagi. Gunnar Eyjólfsson lék Marat af miklum alvöruþunga, og sópaði oft veru- lega að honum, en mér fannst vanta að mestu í túlkun hans skýrari vott þess að hér væri geðveikur maður að leika hlut- verk. Það kom hins vegar skýr- lega fram hjá Margréti Guð- mundsdóttur sem lék Oharlotte Corday af nærfærni og tilfinn- ~r ingafhita. Herdís Þorvaldsdóttir lék Simonne Evrard, konu Mar- ats, og var gervi hennar og framganga í samræmi við tvi- þætt eðli hlutverksins, en radd- beitinguna kunni ég ekki að meta. Erlingur Gíslason lék Duperret þingmann kankvíslega og túlkaði kvensemi geðsjúkl- ingsins með ágætum. Rúrik Har- aldsson lék prestinn og byltingar- manninn Jacques Roux af mikilli festu, en hefði mátt vera skýr- mæltarL Ævar Kvaran lék Coulmier. forstöðumann hælis- ins, mynduglega. í hlutverkum söngvaranna (trúðanna) voru Briet Héðins- dóttir, Helga Valtýsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Sverrir Guð- mundsson, og mátti vart á milli " sjá 'hvert þeirra gerði sér mestan mat úr sprellinu, en ég held að Bríet hafi komið mest á óvart. Gísli Alfreðsson lék kallarann, sem einnig var í trúðsgerfi, á gáskafullan og launkíminn hátt. Að öllu samanlögðu held ég að samleikur hinna geðsjúkling- anna hafi verið athyglisverðasti þáttur sýning'arinnar. Þar skar sig enginn verulega úr nema helzt Þóra Friðriksdóttir sem dró upp hrollvekjandi mynd af geðveikri konu. Að sjálfsögðu vantaði talsvert á að allir leik- endur næðu fullnægjandi tökum á hlutverkum sínum; fjölbreytn- in hefði mátt vera meiri, mann- gerðirnar sérkennilegri og sund-* urleitari, en við getum ekki tj'aldað öðru en því sem til er. Kevin Palmer getur þess i leikskrá, að hann hafi valið tón- listina sem samin var af Ric- hard Peaslee fyrir ensku upp- færsluna, þar sem hún sé snið- in fyrir leikara en ekki sérhæfða. söngvara, og setji það alþýðlegri blæ á leikinn. Ég hef ekki heyrt þýzku tónlistina, en hef fyrir Framhald á bls. lí. Þessar gagnstæður félagslegs stjórinn Peter Brook segir um Weiss í leikskránni: „Hann knýr okkur til að setja upp andstæður og horfast í augu við þverstæð- ur. Og skilur við okkur í öngum Húðstrýkingin. Jóhanna Norðf jöb‘ð (nunna), Róbert Arnfinnsson og Margrét Guðmundsdóttir (Corday), okkar. Hann lætur þá um að svara, sem spyrja — og það er rétt og skylt“. Eins og fyrr segir var svið- setning Kevins Palmers merki- leg um marga hluti, ekki sízt þegar haft er í huga hve sundur- leitan hóp leikenda hann hafði til umráða. Það var mikil fyll- ing í sýningunni, hver leikandi tók virkan þátt í henni frá upp- hafi til enda, ekki síður statistar en aðrir. Hér veltur að sjálf- sögðu mikið á hugkvæmni og úthaldi hvers leikara, svo sjúkl- ingarnir fái hver sitt sérstaka svipmót og haldi því til enda, en jafnframt verðui hver athöfn á sviðinu að vera í tengslum við annað sem þar gerist samitím,s. Þetta fannst mér takast furðan- legia — sýningin var sveigjan- leg, ekki alltof myndræn, en samt samfelld. Jafnvægi milli aðalleikenda og aukaleikara var gott, og sömuleiðis tókst leik- stjóranum að halda algeru jafn- vægi milli höfuðkeppinautanna, Marats og Sades, þannig að tví- sæi leiksins hélzt allt til loka. Sérstakt hrós verðskulda leikmynd og búningar Unu Collins, sem gáfu sýningunni það klassíska og stílhreina yfirbragð sem kannski réð úrslitum um heildará'hrifin. Leiksviðið var notað af mikilli hugkvæmni við næsta erfiðar aðstæður. Hlutverk i leiknum eru mörg og verða ekki rakin hér öll. Ró-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.