Morgunblaðið - 05.03.1967, Page 4

Morgunblaðið - 05.03.1967, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM MAGMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eltir lokun simi 40381 »'“1-44-44 \tmtm Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA bíloleigun Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldl. Sími 14970 BÍLALEIGAiNl VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. • Já, þessar vélar Og faér er kafli úr bréfi frá H. J.: „Komdu blessaður og sæll, Velvakandi góður. Mikið and- skoti þykir mér alltaf vænt um þig- Það liggur svo ljómandi vel á mér í dag, því nú er ég alveg hættur að ljúga í skattana, eftir nær fjörutíu ár, og ég orðinn afgamall. Það kvað líka vera stór óhollt upp á sálulhjálpina. Það segir blessaður presturinn minn, sá góði herrans þjónn. Ég ætla því að biðja þig að koma boðum til háttvirtra skatt svikara og allrar alþýðu, að nú þýði ekkert að hitta mig upp á svoleiðis skrifelsi, enda em Vottar Jehóva famir að heim- sækja mig. Og ég ætla líka að biðja þig fyrir ástarkveðju og þakklæti til þeirra á Skattstof- unni. Þar em allir góðir og sumir ágætir. Skattarnir em allir að kenna þeim í þinginu og borgarstjórninni. sem em vondir menn. Ég skil þetta samt ekki, því blessuð ríkis- stjómin og borgarstjómin em faðir okkar og móðir, og einn hluti almættisins. En það mætti segja mér, að ólukkans skýrsluvélarnar eigi sök á sköttunum. Það gerir reynsla sonar míns, sem er smiður eins og frelsarinn var. Fyrst hröktu vélarnar son minn úr vinnu hjá fæðingarborg sinni, svo hröktu þær hann suð ur i Hafnarfjörð. Og nú ljúga þær því ár eftir ár, að hann hafi eftirlaun hjá höfuðborg- inni, eins og gamalmenni, þó hann fái engan pening greidd- an. Það er mikil mæða þegar svona leiðinlegheit koma fyrir bláfátæka barnamenn. H. J.“. • Á benzínstöð Blaðamaður skrifar: „Olíufélögin eru söm við sig. Forstjórarnir koma fram af og til og segja að þjónustan sé aldeilis fullkomin. Annað reyndum við tveir blaðamenn fyrir nokkrum dögum (miðviku daginn 1. marz 1967 kl. 22.27). Við ókum að stöðinni ljósum prýddri — og í þeim efnum virðist ekkert sparað — vissum að vísu að við vorum á síðri stund en bifreið stóð við einn af mörgum tönkum og héldum við að við yrðum afgreidd næst á eftir þeim bíl, enda stjönuðu margir menn við hann. En viti menn. — Afgreiðslu- menn léku þann svarta leik að látast sem þeir sæju okkur ekki. Og svo virðist einnig vera þó við hvort um sig hlypum út úr bílnum og rseddum við þá. Ljósin slokknuðu hvert af öðru og mennirnir sögðust ekki vinna lengur en til 10.30. Hurfu þeir svo flestir upp í þann bíl, sem þeir höfðu dedúað við síð- ustu minúturnar fyrir lokunar- tíma — höfðu þó ekki á þeim tíma afgreitt á hann benzLn. Bóndinn úti á landi sem sel- ur benzín er miskunnarlaust vakinn á hvaða tíma sólar- hrings sem er og afgreiðsla er sjálfsögð. f Reykjavík er ekki hægt að fá benzín eftir ákveð- inn tima hversu mjög sem ligg- ur á. Benzínstöðvar verja millj. kr. í fagurt útlit. Væri ekki betra að þær hefðu fegurra inn ræti og afgreiddu þó ekki nema á auglýstum afgreiðslutíma, en það gerði Benzínstöð Esso í Borgartúni ekki miðvikudag- inn 1. marz. Skrumauglýsinga- peningar væru betur komnir hjá líknarstofnun. A. St.“. • „Lúxus“ — eða ekki? Lesandi skrifar: „Um daginn kom ég inn á einn hinna svonefndu kaffiteriu staða hér í borginni. Þetta var í kaffitímanum. Margt gesta var, og sýnilega voru þar marg- ir sem hafa vildu hraðan á. Vakti það spurningu mína, er ég sá menn kafi með lúkurnar niður í sykurkörin, því enginn sinnti skeiðum til þess að fiska sykurmolana. Hví í ósköpunum hafa heilbrigðisyfirvöldin ekki heimtað það eins og svo margt annað, að á slíkum matsölu- stöðum skuli molasykur ekki framborinn án umbúða, eins og tíðkast t.d. í flugvélum? Nú bar svo við að forstöðu- maður kaffiteríunnar kom I salinn, og þar eð við erum vel kunnugir, spurði ég hann um þetta atriði. Hann svaraði þvi til að heilbrigðisyfirvöldin hefðu ekki látið málið til sín taka, jafn sjá'lfsagt og það virt- ist. Svo bætti hann við: Mér er kunnugt um að slíkur innpakk- aður molasykur hefur einu sinni verið fluttur hingað inn, þá var hann settur í „lúxus- tollflokkinn“ og ekki nóg með það, — það þurfti nauðsynleg leyfi til þess að flytja þennan molasykur inn. Þessu bréfi tfl þín, Velvak- andi, er ætlað að vekja atihygli á sjálfsögðu hreinlætis- og heil- brigðismáli og líka, að slíkan sykurinnflutning efast ég fast- lega Um áð hægt sé að tolla sem „lúxus". Kaffiteríugestur". • Sjónvarpið Elliði skrifar: „f sjónvarpi 24. febrúar 1937 komu ýmis merkileg sjónarmið fram, enda ekki neitt til spar- að að tefla framámönnum þjóð- arinnar fram í sviðsljósið. Fulltrúi sjómanna, Jón Sig- urðsson, sem haldið hefur velli hjá þessum harðsnúnu afkom- endum norrænna víkinga i ára- tugi og hlýtur því að hafa ein- hverja yfirburði fram yfir meðalháseta, upplýsti, að sjó- mannasamtökin væru að vísu ekki ánægð, enda mættu þau ekki vera það, en mundu hins vegar ekki leggjast á móti frið- un á Suðurlandssíld, ef um væri að ræða að bjarga stofn- inum. Þetta var jákvæðara svar en margui hefði vænzt úr þessari átt. Jón Jónsson, fiskifræðingur, sém nýlega hefur látið dagblöð hafa eftir sér (án atihuga- semda), að rányrkja væri of sterkt orð yfir veiðitækni okk- ar (og annarra aflamanna) en augsjáanlega væri gengið á stofninn. (Þetta er fræðilegt hugtak? sem ekki fagmenn eiga ekki gott með að skilja til hlítar og sjá lítinn eðlismun). f fyrrnefndu samtali virtist hann hins vegar viðurkenna, að um eirihverja ofveiði gæti ver- ið að ræða og taldi æskilegt að friða ýmis svæði utan við 12 mílna landhelgina og ekki mættí vænta meiri aflá, þótt útgerðin yrði aukin frá því, sem nú er. Fulltrúi hraðfrystíhusanna, Gunnar Guðjónsson, kom sér hjá að svara spurningum Har- alds J. Hamar beint, hvort hraðfrystihús væru orðin pf mörg og of stórvirk fyrir þarih afla, sem tiltækur væri nú og í næstu framtíð, en taldi æs:ti« legt, að þau fengju meira, jafn- vel þótt sækja yrði þann nfla lengra en nú er gert — varlega svarað. Seðlabankastjórinn Jóhannes Nordal svaraði spurninguin Haralds J. Harnar hins vegar án allra undanbragða og er einn af þeim, sem hið unga, ís- lenzka sjónvarp hefur óspart leitað til, og skilar sínu hlut- verki að því er virðist í fullri alvöru og hefur verið ófeiminn að segja sitt álit á hlutunum — án þess að vega og meta fyrir- fram, hvort hans persónulegu sjónarmið komi honum til góðs eða ekki. Hann taldi fjárfestingu til fiskveiða (jafnvel rányrkju?) ekki meiri en eðlilegt mætti telja og ekki væri ástæða til að minnkia hana á næstu árum, þar er þessi fjárfesting skilaði aftur meiri arði en aðrir at- vinnuvegir. Þetta var ágæt dagskrá bg alveg óþarfi að nöldra yfir öðr- um léttum þáttum, svo sem Dýrlingnum og kvikmynda- þáttum, sem e.t.v. hafa ekki neitt sérstakt uppeldislegt gildi en þurfa engan að hneyksla — eða finnst ykkur það, lesendur góðir? Alli Rúts, Pétur Sigurðsson, Shakespeare og aðrir ágætis- menn geta ekki fullnægt öll- um, sem hafa ánægju og áfhuga fyrir hinu unga og efnilega ís- lenzka sjónvarpi. Þar þarf létt- meti að vera með, og byrjunin lofar góðu. EUiði“. ÚTSALA — Hljómplötur — ÚTSALA Classic - Jazz - Pop Aðeins i fáa daga Hljóðfœrahús Reykjavíkur HAFNARSTRÆTI 1 — SÍMI 13656.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.