Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐm, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967. 19 Ályktun háskóla- menntaðra kennara HINN 24. febrúar síðastliðinn var fundur haldir.n í Félagi há- skólamenntaðra kennara. Á fundinum var einróma sam- þykkt ályktun sú, er hér fer á eftir: Fundurinn telur, að við undir- búning síðustu kjarasamninga" hafi réttur og hagsmunir há- skólamenntaðra kennara verið fyrir borð bornii af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Landssambandi framhaldsskóla- kennara. Af þeim sökum hafa félagsmenn sagt sig úr ofan- greindum samtökum, vantreysta þeirn og vilja ekki afskipti þeiria af málefnum sínum í væntanleg- um kjarasamningum. Fundurinn harmar þann drátt, sem á því hefur orðið, að Banda- lagi háskólamanna sé veutjr samningsréttur til jafns við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og telur það óviðunandi, að háskólamenntaðir starfsmenn í þjónustu ríkisins skuli enn vera án þeirra sjálfsögðu réttinda, »em slíkur samningsréttur veitir. Fundurinn skorar á Alþingi cg ríkisstjórn að hraða afgreiðslu samningsréttarmálsins og láta framkvæmdir í því ekki undir höfuð leggjast, ef breytingar verða gerðar á samningsréttar- lögunum á yfirstandandi þingi. Háskólamenntaðir kennarar Fyrirlestrar um gríska oglatneska sálma SÉRA Sigurjón Guðjónsson, præp. hon. flytur nokkra fyrir- lestra í háskólanum um gríska og latneska sálma í íslenzkum sálmabókum o'g höfunda þeirra. F y r s t i fyrirlesturinn verður mánudaginn 6. marz og hefst kl. 18.15 í V. kennslustofu. Næsti fyrirlestur verður mánudaginn 13. marz á sama tíma. Öllum er heimill aðgangur. launaflokka um eitt ár, enda verður ekki annað séð en tveggja ára samningstímabil eigi að nægja til nauðsynlegrar undir- búningsvxnnu við starfsmat og fleira. Fundurinn lýsir því yfir, að háskólamenntaðir kennarar vilja ekki una við niðunstöðu n>™u ekki sætta sig við að kjaradóms frá 30. nóvember hugmynd B.S.R.B. um samn- 1905. Fundurinn mótmælir því harðlega þeirri ætlun B.S.R.B. og löggjafarvaldsins að fresta nauðsynlegum tilfærslum milli ingsréttargjald á alla ríkisstarls- menn verði að lögum. (Frá Félagi háskólamenntaðra kennara) Hörmuleg veizlulok Bombay, 4. marz. AP. + Á fimmtudagskvöldið voru 15 börn og unglingar á ferð í svo- nefndum GHAX-fjölIum, glaður hópur og kátur að koma úr brúð kaupsveizlu. Þar voru m.a. brúð- hjónin og ók brúðgúminn bifreið inni. För þeirri lauk svo, að bif- reiðin steyptist niður í sextíu metra gil og biðu allir bana ut- an einn. Að sögn lögreglunnar í Bombay er þetta alvarlegasta bifreiðaslys í sögu Indverja, þar sem í hlut á aðeins ein bifreið. Bangkok, 4. marz, — AP — Utanríkisráðherra ísraels, Abba Eben, hóf fjögra daga heimsókn í Thailandi í dag. Eban mun síðar heimsækja fleiri As- íulönd og Nýja Sjáland að auki. - PODGORNY Framhald af bls. 17. fyrir skemmstu, en einnig Frakk land og England. Aftur á móti var Podgorny harðorður í garð stjórnar Kiesingers í V-Þýzka- landi og sagði hana halda til streitu gamalli hefndarstefnu í stjórnmálum og drap á nýfas- ismann sem þar hefði nú skorið upp bolli. Kvað Podgorny kröf- ur V-Þjóðverja um að þeir skyldu einir teljast réttir full- trúar þýzku þjóðarinnar óraun- hæfar og fáránlega og lauk máii sínu með því að segja að það væri stefna Sovétríkjanna í utan ríkismálum að vinna gegn hefndarstefnumönnum og hern- aðarsinnum en efia samvinnu og skilning Evrópulanda. Hafnarfjörður Arsliátíð Karlakórsins Þrestir verður haldin laugardaginn 11. marz 1967 kl. 19 í Alþýðuhúsinu. Aðgöngumiðar í verzluninni Málmi. Miðar óskast sóttir fyrir miðvikudagskvöld. SKEMMTINEFNDIN. Afar ódýr frímerki frá Austurríki Tvö þúsund og átta hundruð falleg mismunandi safnfrímerki og sérfrímerki, raunverulegt verðmæti um 320 mörk, en í auglýsingaskyni aðeins 300,00 íslenzkar krónur gegn póstkröfu, svo lengi, sem birgðir endast. — Póstkort nægir. MARKENZENTRALE, Dempschergasse 20, 1180 Wien. Fyrirtæki - Stofnanir Einkaritari Ung stúlka, er lokið hefur V. f. og útskrifast með „DIPLOMA“ frá Berkeley Secreatarial School, New York, óskar eftir vellaunuðu einkaritarastarfi við enskar bréfaskriftir og hraðritun. Er fær um að taka enska hraðritun 125 orð pr .mín. og 55 orð pr. mín. í vélritun. Starfsreynsla sem einkaritari. Tilboð merkt: „Einkaritari 8234“, sendist afgr. Mbl. Hitaveita Arnarness Þar sem tilskilinn fjöldi félagsmanna var ekki mættur á boðuðum aðalfundi þriðju- daginn 28. febrúar sl. er aðalfundur boð- aður að nýju þriðjudaginn 21. marz n.k. kl. 5 e.h. í Tjarnarbúð uppi. Stjórnin. Þvær, hreinsar 09 gefur ferskan háralit Þegar æfi líður á, föinar æskuljómi hórsins. Wellaton gefur hórinu nýjan og ferskan blæ og þvær um leið eins og ber.ta shampoo • Wellaton uppfyllir kröfur allra kvenna, þvi fjölbreytt litaval gefur konunni kost á að velja sér fagran og' persónulegan hórblæ. weiiaron Heildvtrzlun: HALLDÓR JÓNSSON H. F. Slml 23995 09 125(4 Hafnamraci 18 Útvegum hringstiga frá Svíþjóð með stuttum fyrirvara. Hagstætt verð, leitið upplýsinga. Einkaumboð fyrir: HVERFISGÖXU 42 A KKYKJAVÍK A SÍMI I S1 II Nauðimgaruppboð Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 6., 8. og 9. tbl. Lögbirtingablaðsins 1967 á 2ja herb. íbúð á jarðhæð í Ásbraut 7, þinglýstri eign Grétars Magn- ússonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. marz 1967 kl. 14 samkvæmt kröfum Ólafs Þor- grímssonar, hrl. og Hákonar H. Kristjónssonar hdl. BÆJARFÓGETINN f KÓPAVOGI. Platignum FOR GOOD HANDWRITING PLATIGNUM Longlife er nýjasti og vandaðasti kúlupenninn. PLATIGNUM Longlife er með stórri stálfyllingu, sem endist lengur en nokkrar aðrar fyllingar/ PLATIGNUM Longlife er með kúlu úr wolfram og pennaoddi úr ryðfríu stáli. Það kemur í veg fyrir að blekið smiti, hversu lengi sem skrifað er með penn- anum. PLATIGNUM Longlife gefur mýkstu og áferðarfallegustu skriftina. Spyrjið um PLATIGNUM Longlife í næstu bóka- eða ritfangaverzlun. Kynnið ykkur hið hagstæða verð á PLATIGNUM Longlife og fyllingum í hann. Einkaumboð: ANDVARI Smiðjustíg 4, sími 20433. niMnnii m 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.