Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 16
.16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967. Útgefandi:: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdsistjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. FISKIMÁLARÁÐ Cjö þingmenn Sj'álfstæðis- flokksins hafa lagt fram á Al'þingi frumvarp um stofn- un Fiskimálaráðs, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Hér er tvímælalaust um að ræða eitt merkasta mál, sem 1-agt hefur verið fyrir þing það er niú situr. Með frumvarpi þessu er tekin sú afstaða, að eðlilegt só» að samtök þeirra, sem vinna að fiskveiðum og fisk- iðnaði og þeirra, sem fram- leiðslutækin eiga, marki heild arstefnuna í uppbyggingu sjávarútvegsins og í markaðs- máium í samvinnu við fuil- trúa lánastofnana sjávftrút- vegsins og þeirra aðalstofn- ana, 9em með efnahagsmál fara og hafi um það sam- vinnu við rí'kisstjómima. — Fram til þessa hefur engin sl'ík stofnun verið til enda hefur þess oft gætt að ekki hefur skapazt eðlilegt jafn- vægi miili hinna ýmsu greina fiskveiðanna, sumar vaxið mjög hratt á vissu árabili, en aðrar dregizt saman. ÖWum er kunn hin mikla uppbygging síldveiðiflotans á örfáum árum. Hitt er alvar- legra hversu sá floti, sem bol- fiskveiðar stundar hefur dreg izt saman. Á árumum 1963 til 1966 hafa 87 bátar, samtals 4713 rúmlestir, af stærðinni 20—120 rúmlestir verið strík- aðir út af skipaskrá. Á sama árabili hafa verið skráð 37 ný fiskiskip undir 120 rúmiest- um, samtals 1635 rúmlestir. í»ar af voru á sl. ári aðeins tvö skip samtals 109 rúml. Ljóst er að hér er um alvar- lega þróun að ræða, þar sem þessi skipafloti ásamt togur- um hefur aflað þess hráefnis, sem rekstur frystilhúsamna byggist á og þar með atvimna í fjölmenmum byggðarlögum um land allt. Á sviði markaðsmála er mikið 9tarf óunnið. Bæði við að afla nýrra markaða fyrir Ihinar hefðbundnu framleiðslu afurðir okkar og ekki síður að skapa, með markaðskönn- unum grundvöll að frekari vinnslu sjávarafurða. Þar má nefna ýmsar tegundir af niðursoðnum sjávarafurðum, en árið 1963 var neyzla þeirra afurða í Vestur-Evrópu og Bahdaríkjunum 955,300 tonn en hlutur íslendinga í þessu mikia magni ekki nema nokk ur hundruð tonn. Hér er því mikið starf ó- unnið, sem eðlilegt er að stofnun á borð við hið fyrir- hugaða Fiskimálaráð hafi með höndum. Sjávarútvegur inn hefur verið er og mun [ verða undirstöðuatvinnuveg- ur íslenzku þjóðarinnar. Á honum byggist fyrst og fremst afkoma mikils hluta fólksins bæði í þétfbýli og strjálbýli og undir velgengni hans er komin afkoma og vel- megun þjóðarinnar í heild. RÉTTMÆT FRESTUN í síðustu árum hafa þjóð- málaumræður í ýmsu formi aukizt mjög í Ríkisút- varpinu og er það eðlileg þró- un, að þetta þýðingarmikla fjölmiðlunartæki leitist við að hvetja fólk til umhugsun- ar um málefni lands og þjóð- ar með slíkum umræðum. — Það skiptir hins vegar miklu máli hvernig á þessum þætti í starfi Ríkisútvarpsins er haldið. í samræmi við hlut- leysisreglur útvarpsins er eðlilegt að öW höfuðsj ónarmi ð komi fram í slíkum umræðu- þáttum. Sú var ekki raunin í út- varpsþætti þeim, sem fyrir- hugaður var um heilbrigðis- mál og kjaramál lækna og þess vegna var sú ákvörðun útvarpsráðs að fresta flutn- ingi þess þáttar í því skyni að reyna til hlítar að fá fram umræður um þessi mál þar sem öll aðalatriði málsins væru túlkuð, eðl'ileg og rétt- mæt. í>að gefur auga leið að út- varpið verður að vanda vel til vals þeirra manna, sem fyrir sliíkum þáttum er trúað. Þeir sem ítrekað gerast sekir um alvarleg brot á hlutleysis reglum útvarpsins geta varlia vænzt þess, að þeim haldizt það uppi endalaust. 1 vetur hefur launaður er- indreki Framsóknarflokksins annazt einn sl'íkan þátt og sinnt þessu trúnaðarstarfi á þann veg, að það hefur sætt alvarlegri gagnrýni. M.a. fór maður þessi í ferð til Vest- mannaeyja á vegum útvarps- ins og notaði tíma sinn um leið til erindrekstrar fyrir Framsóknarflokkinn. Sliíka framkomu á útvarpið ekki að sætta sig við. Á það ber hins vegar að leggja áherzlu, að þeir um- ræðuþættir um þjóðmál, sem útvarpið réttilega hefur tekið upp þróizt á eðlilegan og heil- brigðan hátt og vonandi verð ur það tjón sem þessi tiltekni maður hefur þegar valdið ekki til þess að afturkippur komi í eðlilega og sjálfsagða þróun. Um hvaö kjósa Frakkar í dag? í MNGKOSNINGUM þeim, sem fram fara í Frakklandi í dagr og næsta sunnudag, kjósa franskir kjósendur ekki aðeins um það, hvernig þjóð- þing þeirra skuli skipað fram til ársins 1972 heldur láta þeir einnig í ljós afstöðu sína til þess, hvort þeir telja heppi legra þingræði eða hitt, að æðsta framkvæmdarvaldið verði framvegis í höndum for seta, sem kosinn er beinum kosningum. Það sem um er að ræða, er það, hvort hinn yfirgnæfandi persónuleiki, Charles de Gaulle, hafi mótað Frakk- land eftir sjálfum sér einnig fyrir framtíðina eða hvort Frakkar telja sér heppilegra að þingræðið verði hið rík- jandi skipulag. Að baki kosningunum stendur hin stóra spurning ósvöruð: Hvað verður af þessu landi, þegar hershöfðinginn er horfinn af sjónarsviðinu? Er það í sam- ræmi við hina eðlislægu efnis hyggju þessarar rómönsku þjóðar, sem svo gjarnan hef- ur haldið því fram að valdið ætti að vera sem tryggileg- ast í fórum allrar þjóðarinn- ar, að gefa sig á vald í fram- tíðinni yfirstjórn eins manns, eins vilja? De Gaulle er því vanur að ráða og krefjast hlýðni af öðrum. Sýnilegt virðist, að hann 9é ákveðinn að stjórna framvegis og þá, svo framar- lega sem slíkt er unnt, með sama hætti og hingað til, enda þótt kosningarnar nú kunni að fara illa. Þannig hefur efnahagsmálaráðherra hans, Peyrefitte lýst því yfir um- búðalaust, að flokkur Gaul- lista tapaði kosningunum nú og glataði meirihluta sínum á þingi, þá muni de Gaulle stjórna áfram með minni hluta á þingi. „Eining eða glundroði". Þetta eru þau kjörorð, sem de Gaulle og fylgismenn hans ganga undir til kosninganna nú. öllum er ljóst að de Gaulle persónulega hefur skapað þá einingu og festu, sem hefur verið einkenni hins franska þjóðfélags undanfarin ár. í þessu liggur styrkur hans og þetta er fyrst og fremst ástæð- an fyrir þvi, að meiri hluti frönsku þjóðarinnar greiddi honum atkvæði sitt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 1962 og í lokakosningunum 1965. Nú kunna þessir kjósendur hans Lecanuet Mitterrand að líta öðru vísi á málin, sök- um þess að það er ekki hann persónulega, sem verið er að greiða atkvæði í kosningun- um nú. Það er ekki óalgengt að Frakkar segi sín á milli: „Við virðum de Gaulle for- seta. Við vitum hins vegar ekki, hvernig flokkur hans, Gaullistarnir eru og hvernig þeir hugsa sér skipan mála í landinu í framtíðinni“. Á þessum efasemdum von- ast jjólitískir andstæðingar de Gaulles til þess að hagn- ast. f stjórnmálum skiptast Frakkar nú í fjóra hópa, sem eru: Gaullistar, flokkur stuðn ingsmanna de Gaulles; borg- aralegu miðflokkarnir undir forystu Lecuanets; vinstri samsteypan undir forystu Mitterrands og komimúnistar undir forystu Waldek-Rochets. Þessir flokkar eða flokkasam- Charles de Gaulle. steypum yfirgnæfa klofnings- flokka Tixier-Vignancours, yst til hægri og Mendes- France, sem er vinstri fLokk- ur. Þegar litið er á stefnuskrá flokkanna, eru eftirtalin at- riði mest áberandi. Enginn flokkanna þykist vilja verða til þess að skapa glundroða í stað þeirrar festu, sem ríkt hefur undanfarin ár, og allir þykjast þeir stefna að bætt- um lífskjörum. Hvað utan- rikismálin snertir, þá vilja Mitterrand og Lecanuet nán- ara samstarf við Atlantshafs- ríkin en de Gaulle og þeir vilja ekki Frakkland sem kjarnorkuveldi. En einnig þeir forðast, að gera lítið úr hinu aukna sjálfáliti þjóðar- innar. Hvað kommúnista varð ar, þá hefur de Gaulle lamað allt frumkvæði þeirra í utan- ríkismálum með hinni vin- samlegu stefnu sinni gagn- vart Sovétríkjunum og Aust- ur-IEvrópurikjunum yfirleitt. TAFARLAUS RANNSÓKN ^ fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtu- dag bar einn borgarfulltrúi kommúnista, Sigurjón Björns son, sem jafnframt er for- stöðumaður Geðverndardeild ar bama í Heil'suverndarstöð Reykjavíkur fram alvariegar ása'kanir á bendur þeim sem annast rekstur barnaheimila í borginni og þá sérstaklega vöggustofunnar á Hlíðarenda, Borgarfulltrúinn 9agði að barnaheimiW þetta væri „gróðrarstía andlegrar vei'kl- unar“ og að börn hefðu svo tugum skipti orðið fyrir al- variegu andlegu og W'kamlegu tjóni vegna dvalar þar. Hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða, sem tafar- laust verður að rannsaka. Hins vegar gegnir það nokk- urri furðu, að forstöðumaður Geðverndardeildar barna, sku'li ekki fyrir löngu hafa skrifað ítarlegar skýrslur um mál þessi til ábyrgra aðila og yfirmanna sinna, stjórrtar Heil'suverndarstöðvarinnar. í þess stað ber hann þessar á- sakanir fram í öfgafullri póli- tískri árásarræðu á borgar- stjórnarfundi. Þegar Si'gurjón Björnsson hafði borið þessar þungu á- sakanir fram, á borgarstjórn- arfundinum, kvaðst Geir Hall gm'msson, borgarstjóri, þegar í stað ó.ska útskriftar af ræð- um hans og senda þær til við- komandi borgarstofnana og óska þess síðan að forstöðu- maður Geðverndardeildar barna mætti. á fundi hjá sér ásamt forstöðumönnum við- komandi borgarstofnana og gerði skýra grein fyrir þess- um ásökunum. Um fyrirkomulag á barna- heimilum má sjálfsagt dei'la. Vöggustofan á Hlíðarenda hefur verið undir umsjón hinna færuStu sérfræðinga á sviði barnalækninga. En það er vissulega ábyrgðarhluti af hálfu forstöðumanns stofnun- ar, sem rannsakar heilsu barna að senda ekki tafar- laust ítarlegar Skýrslur ef hann telur sig verða þess var að börn svo tugum skipti biði óbætanlegt tjón vegna fyrir- komulags á rekstri barnaheim ila., Þessi mál verður að fá á hreint þegar í stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.