Morgunblaðið - 05.03.1967, Síða 31

Morgunblaðið - 05.03.1967, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967. 31 Útför séra Sigurðar Einarssonar i Holti yar gerð i fyrradag. Um morguninn var kveðjuatliöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík, en síðar um daginn var séra Sigurður jarðsettur að Breiða- bólstað í Fljótshlíð. Á myndinni er verið að bera kistu hins látna úr kirkju að Breiðabólstað. Fjölmenni var við báðar athafnirnar. (Ljósm.: Ottó Eyfjörð). Oarrison heidur yíirheyrslum áfram Fjórir hafa verið kvaddir til sak- sóknarans, einn þeirra sakaður um cðild að morðinu á Kennedy New Orleans, 4. man (AP). [ JIM Garrison, rikissaksóknari | i New Orleans, er nú sagður vera að kanna það hvort Lee Ilarvey \ Oswald, sem sakaður var um; morðið á Kennedy forseta, hafi í ekki verið einn af eigendum vopnabirgða, sem ríkislögreglan FBI gerði upptæk i borginni Lacombe, skammt frá New Orleans, sumarið 1963. Kom þetta fram eftir að Garrl- son hafi lokið fjórðu yfirheyrzl- unni í þessari viku seint á föstu dagskvöld. Að þessu sinni yfir- heyrði hann Dante nokkurn Marachini, 42 ára starfsmann við Chrysler Michoud eldflaugasmiðj i urnar í New Orleans, sem áður rak krána „Dante's Inferno“ í franska borgarhlutanum. Marachini var yfirheyrður í hálfa aðra klukkustund, en síðan látinn laus. Skundaði hann á brott frá skrifstofu saksóknar- ans, og vildi ekkert við frétta- menn ræða. Fyrir yfirheyrsluna fevaðst hann ekkert vita til hvers hann væri kvaddur á fund Garrisons, en þegar hann ruddist gegnum raðir fréttamanna að fundinum loknum, sagði hann að eins „Hvað á þetta að þýða. Ég veit að hér er prentfrelsi, en lát- ið mig í friði“. Fyrr í vikunni hafa þrir menn verið kvaddir til yfirheyrslu hjá Garrison 1 sambandi við „sam- særi um að myrða Kennedy for- seta“, sem saksóknarinn heldur fram að stofnað hafi verið til í New Orleans sumarið 1963. Tveir mannanna voru látnir lausir að yfirheyrslu lokinni, en sá þriðji, Clay L. Shaw, var handtekinn og sakaður um aðild að samsærinu. Var hann síðar látinn laus gegn 10 þúsund dollara tryggingu. Sjálfur segist Shaw ekkert um samsærið vita, og neitar að hafa þekkt Oswald. Einnig hefur dóms málaráðherra Bandaríkjanna lvst því yfir að ríkislögreglan FBI hafi rannsakað Shaw seint á ár inu 1963 og komizt að þeirri nið urstöðu að hann hefði ekkert verið viðriðinn morðið á Kenne- dy. Hversvegna mál hans var rannsakað kemur ekki fram í yfirlýsingu dómsmálaráðherrans. Garrison hefur margsinnis lýst því yfir að undanförnu að hann muni færa sönnur fyrir því að um samsæri hafi verið að ræða. Áður en Shaw var handtekinn, þurfti saksóknarinn að fá heim- ild til að gera húsrannsókn hjá honum. í umsókn sinni um þá heimild segir saksóknarinn að hann hafi sannanir fyrir því að Shaw, Oswald og flugmaðurinn David W. Ferrie, sem lézt í síð ustu viku, hafí komið saman í íbúð Ferries í september 1963, og samþykkt „að myrða Kennedy". Eftir yfirheyrsluna í gærkvöldi skýrði sjónvapsstöð í New Orle- ans frá því að Garrison væri að leita að Bandaríkjamanni — öðr- um en Oswald — sem hann teldi vera einn þeirra, er áttu vopna- I birgðirnar í Lacombe. Birgðir | þessar fundust við leit FBI í mannlausu húsi þar í borg hinn 31. júlí 1963. Voru þar m.a. 20 ó- hlaðin sprengjuhylki 48 kassar af dýnamíti og eldsprengjur. Sagði ríkislögreglan þá að birgð- ir þessar hafi átt að nota til „hernaðarað- gerða gegn erlendu ríki, sem Bandaríkin ættu ekki í styrjöld við“. FBI skýrði einnig frá því að eigandi hússins, þar sem birgð- irnar fundust, væri William Jul- ius McLaney í New Orleans. Haft var eftir konu hans að þau hjón in hefðu lánað flóttamanni frá Kúbu húsið, og sagði hún flótta- manninn heita Jose Juarez, en gaf ekki nánari heimildir á hon- um. Einnig skýrði frúiti þá frá því að þau hjónin hefðu verið bú sett á Kúbu þar til árið 1960 að þau fluttu til New Orleans, vegna þess að „Castro gerði lifið á Kúbu óbærilegt". Frú McLaney var að því spurð í gærkvöldi hvort Garrison eða starfsmenn hans hefðu nokkurt samband haft við hana nýlega um þetta mál. Svaraði hún því neitandi, og vildi ekkert um mál ið ræða við fréttamenn. Bezt að auglýsa 1 Morgunblaðinu Hafls er nú á siglingaleið fyrir Vestfirði og í fyrradag tilkynnti Hornbjargsviti að is væri land- fastur í Látravík. Þessa mynd tók Sigurjón Kristjánsson um borð í Litlafelli í fyrradag og sýnir hún ísspöngina. Þegar Mbl. hafði tal af Landhelgisgæzlunni í gærmorgun hafði enn ekki gefið fyrir fiug vestur og því hafði ekki verið unnt að fara í ísskönnunarflug. Paul Smith, verk- fræðingur látinn PAUL Smith, fyrrum símaverk- fræðingur og stórkaupmaður lézt í fyrrakvöld 86 ára að aldri, en hann fæddist hinn 2. marz árið 1881 að Hálogalandi í Noregi. Paul heitinn lauk verkfræði- prófi frá Osló árið 1900 og var verkfræðingur Landsíma íslands á árunum 1908—’20. Árið 1920 stofnaði hann heildsölufyrirtæki undir eigin nafni og verzlaði með rafmagnsáhlöld og sprengi- efni. Verzlunina rak hann til ársins 1956. Baul Smith var einn af stofnendum Verkfræðifélags íslands, en hann er síðastur þeirra verkfræðinga, sem unnu að lagningu landssímans frá Seyðisfirði til Reykjavikur á sín- um tíma. Paul var tvíkvæntur. Aðalfundur Verkakvenna- félagstns Framsóknar - „NOVY MIR" Framhald af bls. 1 Mennirnir tveir taka nú aft- ur upp sín fyrri störf, að sögn talsmanna Novy Mir; Zaks mun starfa við mánaðaritið „Sovét- bókmenntir", sem flytur þýðing- ar á sovézkum ritverkum á er- lendum málum — en Dementiy- ev tekur að nýju við kennslu í heimsbókmenntum við Gorky stofnunina. Brottvikning manna þessara úr starfi er, að sögn fréttamanna í Moskvu, vísbending um að „afturhaldssinum" í flokknum sé að vaxa fiskur um hrygg á ný. Önnur vísbending um það er listi, sem birtur hefur verið yf- ir nöfn þeirra, er til greina koma við úthlutun Lenínverð- launanna í listum í ár. Þeirra á meðal er. Ekaterina Belashova ritari sovézka listasambandsins, skáldið Yaroslav Smelyakov, mál arinn Yuri Pimenov, kvik- myndahandritahöfundurinn Yev gený Gabriolovich, kvikmynda- stjórnandinn Sergei Yutkevic og dansahöfundurinn Igor Moiseyev sem stjórnar hinum kunna Moiseyev þjóðdansaflokki. Lenínverðlaununum sem eru mikils metin í Sovétríkjunum, verður úthlutað 22. apríl n.k. Þau nema að fjárupphæð 10.000 rúblum, eða sem svarar nær hálfri milljón íslenzkra króna. AÐALFUNDUR Verkakvenna- félagsins Framsóknar var hald- inn í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu þriðjudaginn 28. febr. sl. Formaður félagsins Jóna Guð- jónsdóttir flutti skýrslu stjórn- arinnar og skýrði frá starfsemi félagsins á liðnu ári. Þá minnt- ist formaður 9 félagskvenna, er létust á liðnu starfsári, og vott- uðu fundarkonur þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. í félaginu voru um áramót 1668 konur. Að skýrslu lokinni voru lesn- ir og skýrðir reikningar félags- ins og nam skuldlaus eign þess í árslok 1966 kr. 1.776.987.00 auk sjúkrasjóð. Úr sjúkrasjóði voru veittar kr. 431.539.00 og í árslok nema eign- ir hans um kr. 2.400.000.00. Ákveðið var, að árgjald skyldi vera hið sama og á síðastliðnu ári kr. 700.00 Stjórnin var sjálfkjörin, en hana skipa: Jóna Guðjónsdóttir, formaður, Þórunn Valdimarsdótt ir, varaformaður, Guðbjörg Þor- steinsdóttir, ritari, Ingibjörg Bjarnadóttir, gjaldkeri og Ingi- björg Örnólfsdóttir, fjármála- ritari. Meðstjórnendur eru þær Pálína Þorfinnsdóttir og Kristín Andrésdóttir. Ennnfremur var stjórn Sjúkrasjóðs endurkjörin, en hana skipa Þórunn Valdi- Jóna Guðjónsdóttir og Kristín Andrésdóttir. Samþykkt var reglugerð fyr- ir Orlofsheimilasjóð. Einnig var samþykkt á fundinum að gefa til Hallveigarstaða kr. 5,000.00. (Frá Verkakvennaf. Fram- sókn). átt og víða rigning en hiti allt upp í 6 stig. I dag mun lægðin vafalaust verða komin norð- austur fyrir land. Þá ætti að vera snjókoma á norðanverðu landinu en léttskýjað á suður- ströndinni. I GRÆMORGUN var vindur tvíátta hér á landi. Á Norður- og Vesturlandi var NA átt með snjókomu og frosti, en við sunnanverðan Faxaflóa og með suðurströndinni til Aust- fjarða var suðlæg eða austlæg UTBOÐ Elli- og hjúkrunarheimilið Grund óskar eftir tilboð- um í byggingu 6 einshæða tvíbýlishúsa í Hvera- gerði. Áætlað er, að framkvæmdir hefjist eins fljótt og unnt er í vor. Útboðsgögn afhendast á skrifstofu Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund, Hringbraut 50 gegn 2.000.— króna skilatryggingu. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. BLAÐBURÐARFÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: VANTAR Tjarnagata Sjafnargata Baldurgata Kjartansgata Lambastaðahverfi Trlið við afgreiðsluna, sími 22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.