Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1967, Blaðsíða 1
32 síður og Lesbók 54. árg._53. tbl. SUNNUDAGUR 5. MARZ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mynd þessi var tekin þegar Clay Shaw var lciddur á brott frá skrifstofu Garrisons ríkissaksd'knara í New Orleans að yfir- heyrslu lokinni. Er hann sakaður um aðild að morðinu á Kenn- edy forseta í nóvember 1963. Sjá frétt á bls. 31. Rangoon, Burma, 4. marz. AP. t STAÐFEST var í Rangoon í Burma í dag, að U Thant, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna hefði fyrr í vik unni rætt við þriggja manna sendinefnd frá Norður-Víet- nam. Hefði hún afhent hon- um orðsendingu frá Ho Chi Minh, forseta N-Víetnam, þar sem hann gerir endanlega grein fyrir þeim skilyrðum, er hann setur fyrir friðarvið- ræðum um Víetnam. | Haft er eftir U Thant, að hvorugur stríðsaðila í Víet- nam sé eins harður í afstöðu sinni og þeir voru fyrir um það bil ári. U Thant hefur dvalizt um hríð í Burma og aldrei viðurkennt sjálfur annað en að hann væri í orlofi. í gærkvöldi upplýsti aðalræðismaður N-Víetnam í Rangoón, Le Tong sun hershöfð- ingi, að framkvæmdastjórinn hefði rætt við sig og tvo aðra sendimenn lands síns í skrif- stofu ræðismannsins. Búizt er við ummælum U Thants um þetta síðar í dag. Ekki er vitað, hvað sagði í orðsendingu N-Víetnamstjórnar til framkvæmdastjórans, en get- um að því leitt, að þar hafi Ho Chi Minh krafizt þess, að Banda- ríkjamenn hættu loftárásum á Norður-Víetnam og drægju úr styrjaldarreksfrinum í Suður- Víetnam. Ekki er full ljóst, hvenær U Thant heldur frá Ranigoon, en vitað. að hann hyggst ræða við George Brown, utanríkisráðherra Breta, er hann kemur við í Lon- don í bakaleiðinni. /✓ Var „Tuka meira en verksmiðjuskip? Kaupmannahöfn, 4. marz NTB. • Danska blaðið „Ekstrablad- et“ segir í dag, að sovézka verksmiðjuskipið „Tukan", sem sökk á Norðursjó, skammt undan ströndum Danmerkur sl. þriðjudagsnótt, hafi verið annað og meira en verk- smiðjuskip. — Það hafi verið búið alls kyns rafeindatækj- um, svipuðum tækjum þeim er herskip nota, en fiski- eða verksmiðjuskip yfirleitt aldrei. Telur blaðið sig hafa heimildir fyrir því, að danska leyniþjónustan viti eitthvað meira en lítið um mál þetta. Verður Indira Gandhi áfram forsætisráðherra? Nýju Delhi, 4. marz — AP — S ARVAPELLI Radhakrishnan, 1 forseti Indlands, hefur beðið Indiru Gandhi forsætisráðherra 1 landsins og stjórn hennar að gegna áfram stjórnarstörfum, | unz ákvörðun hefur verið tekin um það í Kongressflokknum, hvort Indira heldur áfram em- bætti forsætisráðherra, eða ein- hver annar tekur við því. Eins og nú standa sakir, telja frétta- menn líklegast, að Indira haldi embættinu áfram, en harðasti keppinautur hennar verði Mor- ari Desai, fyrrum fjármálaráð- herra. Hugsanlegt er, að Y. B. Chavan innanrikisráðherra verði kjörinn sem málamiðlun. Hann kom sjálfur sterklega til greina sem forsætisráðherra fyr- ir kosningarnar, en eftir ósigur hans í Madras er hann úr sög- unni sem keppinautur Indiru. Búizt er við, að ákvörðun verði tekin um forsætisráðherra fyrir 12. marz n.k. Radhakrishnan, forseti, hefur leyst upp neðri deild þingsins og er beðið tilkynningar hans um það, hvenær nýtt þing skuli koma saman. Síðustu tölur úr kosningunum eru á þá leið, að Kongressflokk- urinn heldur 278 þingsætum af 511, hægri flokkurinn, Swat- antra, fær 42 þingsæti; flokkur Hindúa, Jan Sangh, 35 þingsæti, Peking-sinnaðir kommúnistar 19 þingsæti og Moskvu-sinnaðir kommúnistar 22 þingsæti. Þau sæti, sem þá eru eftir skiptast á smáflokka, — en hugsanlegar eru einhverjar smábreytingar á þingsætaskipaninni. Vínarborg, 4. marz. AP. ANTONIN Novotny, forseti Tékkóslóvakíu, hefur tilkynnt, að innan skamms muni Tékkar undirrita nýjan samning við Austur-Þýzkaland. Er talið, að þeim samningi verði sérstaklega beint gegn Vestur-Þýzkalandi og tilraunum Bonnstjórnarinnar til nánari samvinnu við Austur- Evrópuríkin. Tveimur ráðamönnum „Novy Mir“ vikiö frá Moskvu, 4. marz — (AP) — UPPVÍST varð í dag, að stjórn kommúnistaflokksins í Moskvu hefur hrakið frá störfum tvo starfsmenn bókmenntatímarits- ins „Novy Mir“ (Nýr heimur). Eru það A. G. Dementiyev, ann ar af tveimur aðstoðarritstjór- um blaðsins og B. G. Zaks, fram kvæmdastjóri og ábyrgðarmað- ur. Hins vegar heldur skáldið Alexander Tvardovsky aðalrit- stjóri tímaritsins áfram sinni stöðu, en hvað.eftir annað hef- Mannfall I portúgölsku Guineu Lissaibon, 4. marz. AP. í OPINÐERRI tilkynningu portú gölsku stjórnarinnar segir í dag, að í febrúarmánuði hafi níutíu uppreisnarmenn verið drepnir á portúgölsku Guineu. Á sama tíma segir, að tuttugu og þrír portúgalskir 'hermann hafi fallið í átökum við uppreisnarmenn. ur hann verið tallnn að þvi kominn að hrökklast þaðai^ vegna tilrauna hans til að auka frjálslyndi tímaritsins. Þeim Dementiyev og Zaks hefur verið gefið að sök að hafa staðið fyrir skrifum blaðsins um flokkinn og vangavel'tum um árangurinn af starfi hans. Eru þeir sagðir hafa annast ritstjórn ina að mestu í sameiningu, með- an Tvardovsky hafi sinnt skáld- skap sínum. Hins vegar telja allir ljóst, sem til þekkja, að hin frjálslynda stefna blaðsins sé undan rifjum Tvardovskys runnin. Hann hefur, sem fyrr segir, oft verið hætt kominn í starfi sínu og var t.d. víttur á flokksþinginu í fyrra. Þá hafa ljóðaleikic hans vakið deilur og stundum verið hætt við sýningar á þeim. Nú virðist þó sem hanii^ haldi enn velli. Nokkurar eftirvæntingar var farið að gæta um hvað væri að gerast í herbúðum Novy Mir, þar eð dráttur hafði orðið á útkomu janúarheftisins. Er það kom út í dag, höfðu nöfn þeirra Zaks og Dementiyevs verið felld úr „haus ritsins.“ Framhald á bls. 31 U. Thant ræddi við sendi- nefnd frá Norður-Vietnam Forseti Kongressflokkslns Kumarswami Kamaraj hefur rætt við marga helztu forystu- menn flokksins að undanförnu. Fiat í Búlgaríu Tórínó, Ítalíu, 4. marz. AP. ♦ Fítaverksmiðjurnar hafa ný- lega gert samning við ríkis- stjórn Búlgaríu um að reisa Fíat bifreiðaverksmiðju þar í landi. Er ætlunin, að verksmiðjan geti framleitt um tvö þúsund bifreið- ir fyrir árslok 1968 og um 1970 verði framleiðslan komin upp í tíu þúsund bifreiðir á ári. Hálfan mánuð í fönn í hörku frosti Moskvu, 4. marz AP) DAGBLADIÐ Sovietskaya Rossiya skýrir í dag frá því að kona ein í Norður-Síberíu, sem var á ferð á hundasleða á leið til sjúkrahúss, hafi graf- izt í fönn og legið úti í hálfan mánuð áður en tókst að bjarga henni. Að sögn blaðsins fóru þau Eptune Pupta, sem er fiski- maður, og kona hans Valen- tina frá þorpinu Agapa i Norð ur-Síberíu hinn 27. desember sl. Fóru þau á hundasleða og ætluðu til Baykalovo, þar sem næsta sjúkrahús er. Leiðin milli þorpanna er um 240 kílómetrar. Frúin var veik og þurfti að leita læknis, en ekki er þess getið hvað að henni gekk. Einnig ætluðu hjónin að halda upp á áramótin með átta ára syni sínum, sem er í skóla í Baykalovo. Á leiðónni lentu (hjónin, sem eru Nyen- yets-eskimóar, í stórhríð og viiltuist. Hundsr þeirra gáfust upp og drápust. Matarbirgð- irnar giengu til þurrðar. Pupta leitaði að einíhverju ætilegu, en fann ekkert nema timfburskúr, sem hann notaði í eldivið og bræddi snjó til drykkjar. Loks tók hann það til brags hinn 3. janúar að yf- irgefla konu sína og lei'ta hjálp ar. Þann sama dag hafði ver- ið tllkynnt að hjónin væru týnd og var nafinn undirbún- ingur að leit. Pupta komst til byggða, en leitarflokkar fundu ekki konu hans. Ekki vai unnt að nota flugvélar við leitina vegna veðurs fyrr en 11. janúar. Var leitinni haldið áfram í hálfan Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.